Fara í efni

Skipulagsnefnd - 22

Málsnúmer 2304002F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 12. fundur - 19.04.2023

Fundargerð 22. fundar skipulagsnefndar frá 4. april 2023 lögð fram til afgreiðslu á 12. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulagsnefnd - 22 Kynning frá Reimari Marteinssyni fulltrúa Kaupfélags Skagfirðinga á fyrirhugaðri breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar við Hesteyri 2. Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar skipulagnefndar staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. april með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 22 Eydís Magnúsdóttir og Rúnar Máni Gunnarsson sækja fyrir hönd Smiðjugrundar ehf. um stofnun 2.306 m2 byggingarreits innan Vinagerðis útskiptrar spildu úr landi Sölvanes L146238 sem staðfest var fundi sveitarstjórnar 18.01.2023.
    Einnig er þess óskað að breyta skráningu landsins úr sumarhúsalóð yfir í íbúðarhúsalóð.
    Fyrirhugað er að byggja 100-150 m2 íbúðarhús.
    Framlagður afstöðuuppdráttur er í mælikvarðanum 1:1500, unninn af David Bothe.

    Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að afgreiða erindið að fenginni umsögn minjavarðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar skipulagnefndar staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. april með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 22 Magnús E. Svavarsson lóðarhafi Nestúns 1, sækir um endurskoðun á höfnun erindis hans um breikkun á innkeyrslu til norðurs að lóðamörkum Nestúns 3. Frekari rökstuðingur fylgir með erindinu. Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu erindisins á síðasta fundi nefndarinnar þann 23.03.2023.
    Skipulagsnefnd hafnar erindinu og vísar í fyrri bókun nefndarinnar frá 20. fundi þann 9.03.2023:
    "Magnús E. Svavarsson lóðarhafi Nestúns 1, sækir um breikkun á innkeyrslu til norðurs að lóðamörkum Nestúns 3. Nestún 1 stendur við horn á gatnarmótum og er ekki gert ráð fyrir bílastæðum framan við húsið. Beiðnin samræmist ekki gildandi deiliskipulagi og hafnar því skipulagsnefnd erindinu."
    Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar skipulagnefndar staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. april með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 22 Í samræmi við ákvæði skipulagslaga og laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana hefur Skipulagsstofnun unnið að undirbúningi Skipulagsgáttar - samráðsgáttar (landfræðilegrar gagna- og samráðsgáttar) um skipulag, umhverfismat og útgáfu framkvæmdaleyfa.

    Skipulagsgátt mun hafa í för með sér miklar breytingar í samráðsferli ofangreindra mála. Samkvæmt lögunum skulu öll mál kynnt í gáttinni, þangað berast umsagnir og athugasemdir, afgreiðslur og endanleg gögn. Við hönnun og uppsetningu hefur verið lögð áhersla á að gáttin sé aðgengileg, auðlesanleg og einföld í notkun.
    Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar skipulagnefndar staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. april með níu atkvæðum.