Fara í efni

Skólahald á Hólum

Málsnúmer 2304013

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd - 13. fundur - 12.04.2023

Samkvæmt lögum nr. 91/2008 um grunnskóla er hlutverk grunnskóla, í samvinnu við heimilin, að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Aðalnámskrá grunnskóla er rammi um skólastarfið og veitir sveitarfélögum og skólum leiðsögn um framkvæmd skólastarfsins. Fyrir utan ákvæði um almenna menntun sem og greinabundna menntun veitir aðalnámskrá leiðsögn um hvernig skólum ber að tryggja heilbrigði og velferð nemenda sem byggir á andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan.
Nám og námsaðferðir nemenda eru einstaklingsbundnar og geta verið mismunandi. Allir þurfa tækifæri til að njóta styrkleika sinna sem er lykilþáttur í að byggja upp jákvæða sjálfsmynd. Leikur og samskipti við samnemendur er jafnframt mikilvæg námsaðferð sem opnar víddir sköpunargleði barna og ungmenna og hjálpar þeim að finna hæfileikum sínum farveg. Þá eru samskipti, samtal og speglun eigin skoðana og viðhorfa afar mikilvægur þáttur í námi og þroska.
Í ljósi fækkunar nemenda á miðstigi við Grunnskólann austan Vatna á Hólum þykir ljóst að erfitt er að veita nemendum þar viðeigandi tækifæri til að þroska ofangreinda þætti sem og tryggja þeim þá greinabundnu menntun sem þeir eiga rétt á.
Með hliðsjón af þessu leggur fræðslunefnd til að miðstig Grunnskólans austan Vatna á Hólum verði sameinað við miðstigið á Hofsósi og að kennsla muni því eingöngu fara fram á Hofsósi. Lagt er til að ákvörðun þessi taki gildi við upphaf næsta skólaárs, þ.e. 2023-2024. Yngsta stig skólans verði áfram á báðum stöðum, Hofsósi og Hólum. Fræðslunefnd mun skoða hvernig skólastarfi verður best fyrir komið á Hólum og hvort eða hvernig hægt verði að auka samstarf á milli leik - og grunnskóla. Nefndin vísar málinu til byggðaráðs.

Byggðarráð Skagafjarðar - 44. fundur - 17.04.2023

Lögð fram svohljóðandi bókun 13. fundar fræðslunefndar frá 12. apríl 2023:
"Samkvæmt lögum nr. 91/2008 um grunnskóla er hlutverk grunnskóla, í samvinnu við heimilin, að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Aðalnámskrá grunnskóla er rammi um skólastarfið og veitir sveitarfélögum og skólum leiðsögn um framkvæmd skólastarfsins. Fyrir utan ákvæði um almenna menntun sem og greinabundna menntun veitir aðalnámskrá leiðsögn um hvernig skólum ber að tryggja heilbrigði og velferð nemenda sem byggir á andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan.
Nám og námsaðferðir nemenda eru einstaklingsbundnar og geta verið mismunandi. Allir þurfa tækifæri til að njóta styrkleika sinna sem er lykilþáttur í að byggja upp jákvæða sjálfsmynd. Leikur og samskipti við samnemendur er jafnframt mikilvæg námsaðferð sem opnar víddir sköpunargleði barna og ungmenna og hjálpar þeim að finna hæfileikum sínum farveg. Þá eru samskipti, samtal og speglun eigin skoðana og viðhorfa afar mikilvægur þáttur í námi og þroska.
Í ljósi fækkunar nemenda á miðstigi við Grunnskólann austan Vatna á Hólum þykir ljóst að erfitt er að veita nemendum þar viðeigandi tækifæri til að þroska ofangreinda þætti sem og tryggja þeim þá greinabundnu menntun sem þeir eiga rétt á.
Með hliðsjón af þessu leggur fræðslunefnd til að miðstig Grunnskólans austan Vatna á Hólum verði sameinað við miðstigið á Hofsósi og að kennsla muni því eingöngu fara fram á Hofsósi. Lagt er til að ákvörðun þessi taki gildi við upphaf næsta skólaárs, þ.e. 2023-2024. Yngsta stig skólans verði áfram á báðum stöðum, Hofsósi og Hólum. Fræðslunefnd mun skoða hvernig skólastarfi verður best fyrir komið á Hólum og hvort eða hvernig hægt verði að auka samstarf á milli leik - og grunnskóla. Nefndin vísar málinu til byggðaráðs."
Byggðarráð samþykkir tillögu fræðslunefndar um að miðstig Grunnskólans austan Vatna á Hólum verði sameinað við miðstigið á Hofsósi og að kennsla á miðstigi muni því eingöngu fara fram á Hofsósi og breytingin taki gildi við upphaf næsta skólaárs.
Byggðarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 12. fundur - 19.04.2023

Vísað frá 44. fundi byggðarráðs frá 17. apríl sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

Lögð fram svohljóðandi bókun 13. fundar fræðslunefndar frá 12. apríl 2023:
"Samkvæmt lögum nr. 91/2008 um grunnskóla er hlutverk grunnskóla, í samvinnu við heimilin, að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Aðalnámskrá grunnskóla er rammi um skólastarfið og veitir sveitarfélögum og skólum leiðsögn um framkvæmd skólastarfsins. Fyrir utan ákvæði um almenna menntun sem og greinabundna menntun veitir aðalnámskrá leiðsögn um hvernig skólum ber að tryggja heilbrigði og velferð nemenda sem byggir á andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan.
Nám og námsaðferðir nemenda eru einstaklingsbundnar og geta verið mismunandi. Allir þurfa tækifæri til að njóta styrkleika sinna sem er lykilþáttur í að byggja upp jákvæða sjálfsmynd. Leikur og samskipti við samnemendur er jafnframt mikilvæg námsaðferð sem opnar víddir sköpunargleði barna og ungmenna og hjálpar þeim að finna hæfileikum sínum farveg. Þá eru samskipti, samtal og speglun eigin skoðana og viðhorfa afar mikilvægur þáttur í námi og þroska.
Í ljósi fækkunar nemenda á miðstigi við Grunnskólann austan Vatna á Hólum þykir ljóst að erfitt er að veita nemendum þar viðeigandi tækifæri til að þroska ofangreinda þætti sem og tryggja þeim þá greinabundnu menntun sem þeir eiga rétt á.
Með hliðsjón af þessu leggur fræðslunefnd til að miðstig Grunnskólans austan Vatna á Hólum verði sameinað við miðstigið á Hofsósi og að kennsla muni því eingöngu fara fram á Hofsósi. Lagt er til að ákvörðun þessi taki gildi við upphaf næsta skólaárs, þ.e. 2023-2024. Yngsta stig skólans verði áfram á báðum stöðum, Hofsósi og Hólum. Fræðslunefnd mun skoða hvernig skólastarfi verður best fyrir komið á Hólum og hvort eða hvernig hægt verði að auka samstarf á milli leik - og grunnskóla. Nefndin vísar málinu til byggðaráðs."
Byggðarráð samþykkir tillögu fræðslunefndar um að miðstig Grunnskólans austan Vatna á Hólum verði sameinað við miðstigið á Hofsósi og að kennsla á miðstigi muni því eingöngu fara fram á Hofsósi og breytingin taki gildi við upphaf næsta skólaárs.
Byggðarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Jóhanna Ey Harðardóttir og Einar E Einarsson kvöddu sér hljóðs.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með niu atkvæðum.

Fræðslunefnd - 21. fundur - 29.11.2023

Fræðslunefnd hefur undanfarin misseri haft til skoðunar fyrirkomulag skólahalds starfsstöðvar Grunnskólans austan Vatna á Hólum í Hjaltadal og framhaldið því sl. vikur í samræmi við bókun nefndarinnar frá 17. apríl sl. þar sem nefndin samþykkti að skoða hvernig skólastarfi verði best fyrir komið á Hólum.
Samkvæmt lögum nr. 91/2008 um grunnskóla er hlutverk grunnskóla, í samvinnu við heimilin, að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Aðalnámskrá grunnskóla er rammi um skólastarfið og veitir sveitarfélögum og skólum leiðsögn um framkvæmd skólastarfsins. Fyrir utan ákvæði um almenna menntun sem og greinabundna menntun veitir aðalnámskrá leiðsögn um hvernig skólum ber að tryggja heilbrigði og velferð nemenda sem byggir á andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan. Nám og námsaðferðir nemenda eru einstaklingsbundnar og geta verið mismunandi. Allir þurfa tækifæri til að njóta styrkleika sinna sem er lykilþáttur í að byggja upp jákvæða sjálfsmynd.
Í ljósi fárra nemenda við yngsta stig starfsstöðvar Grunnskólans austan Vatna á Hólum þykir ljóst að erfitt er að veita nemendum þar viðeigandi tækifæri til að þroska framangreinda þætti sem og tryggja þeim þá greinabundnu menntun sem þeir eiga rétt á. Þá þarf jafnframt að líta til rekstrarlegra og kennslufræðilegra sjónarmiða, skólaþróunar og þróunar á stoðþjónustu. Framtíðarsýn sveitarfélagsins er að byggja upp og reka þrjá öfluga grunnskóla og er sameining Grunnskólans austan Vatna undir eina starfsstöð liður í því. Með hliðsjón af þessu leggur fræðslunefnd til að starfsemi Grunnskólans austan Vatna á Hólum verði sameinuð starfsemi Grunnskólans austan Vatna á Hofsósi og að frá og með skólaárinu 2024-2025 muni kennsla grunnskólabarna eingöngu fara fram á Hofsósi. Fræðslunefnd mun á næstu mánuðum leggja fram tillögur um hvernig hægt verði að tryggja gott samstarf á milli leik - og grunnskóla og aukið aðgengi að frístundaiðkun fyrir alla nemendur.
Nefndin vísar málinu til byggðaráðs og leggur jafnframt til við ráðið að í fjárhagsáætlun 2024 verði gert ráð fyrir framkvæmdum við lagfæringu aðgengismála við Grunnskólann austan Vatna á Hofsósi sem lokið verði við sumarlok 2024. Samhliða verði lokið við hönnun á nýju íþróttahúsi og gagngerum endurbótum á húsnæði grunnskólans á Hofsósi. Þá verði svo fljótt sem hægt er hafnar framkvæmdir við byggingu íþróttahúss í samræmi við sjónarmið sem komu fram á fundi með starfsfólki Grunnskólans austan Vatna og foreldrum fyrir skemmstu.

Byggðarráð Skagafjarðar - 74. fundur - 06.12.2023

Á 21. fundi fræðslunefndar Skagafjarðar 29. nóvember 2023 var eftirfarandi bókað:
"Fræðslunefnd hefur undanfarin misseri haft til skoðunar fyrirkomulag skólahalds starfsstöðvar Grunnskólans austan Vatna á Hólum í Hjaltadal og framhaldið því sl. vikur í samræmi við bókun nefndarinnar frá 17. apríl sl. þar sem nefndin samþykkti að skoða hvernig skólastarfi verði best fyrir komið á Hólum. Samkvæmt lögum nr. 91/2008 um grunnskóla er hlutverk grunnskóla, í samvinnu við heimilin, að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Aðalnámskrá grunnskóla er rammi um skólastarfið og veitir sveitarfélögum og skólum leiðsögn um framkvæmd skólastarfsins. Fyrir utan ákvæði um almenna menntun sem og greinabundna menntun veitir aðalnámskrá leiðsögn um hvernig skólum ber að tryggja heilbrigði og velferð nemenda sem byggir á andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan. Nám og námsaðferðir nemenda eru einstaklingsbundnar og geta verið mismunandi. Allir þurfa tækifæri til að njóta styrkleika sinna sem er lykilþáttur í að byggja upp jákvæða sjálfsmynd. Í ljósi fárra nemenda við yngsta stig starfsstöðvar Grunnskólans austan Vatna á Hólum þykir ljóst að erfitt er að veita nemendum þar viðeigandi tækifæri til að þroska framangreinda þætti sem og tryggja þeim þá greinabundnu menntun sem þeir eiga rétt á. Þá þarf jafnframt að líta til rekstrarlegra og kennslufræðilegra sjónarmiða, skólaþróunar og þróunar á stoðþjónustu. Framtíðarsýn sveitarfélagsins er að byggja upp og reka þrjá öfluga grunnskóla og er sameining Grunnskólans austan Vatna undir eina starfsstöð liður í því. Með hliðsjón af þessu leggur fræðslunefnd til að starfsemi Grunnskólans austan Vatna á Hólum verði sameinuð starfsemi Grunnskólans austan Vatna á Hofsósi og að frá og með skólaárinu 2024-2025 muni kennsla grunnskólabarna eingöngu fara fram á Hofsósi. Fræðslunefnd mun á næstu mánuðum leggja fram tillögur um hvernig hægt verði að tryggja gott samstarf á milli leik - og grunnskóla og aukið aðgengi að frístundaiðkun fyrir alla nemendur. Nefndin vísar málinu til byggðaráðs og leggur jafnframt til við ráðið að í fjárhagsáætlun 2024 verði gert ráð fyrir framkvæmdum við lagfæringu aðgengismála við Grunnskólann austan Vatna á Hofsósi sem lokið verði við sumarlok 2024. Samhliða verði lokið við hönnun á nýju íþróttahúsi og gagngerum endurbótum á húsnæði grunnskólans á Hofsósi. Þá verði svo fljótt sem hægt er hafnar framkvæmdir við byggingu íþróttahúss í samræmi við sjónarmið sem komu fram á fundi með starfsfólki Grunnskólans austan Vatna og foreldrum fyrir skemmstu."
Byggðarráð samþykkir tillögu fræðslunefndar um að frá og með skólaárinu 2024-2025 verði starfsemi Grunnskólans austan Vatna á Hólum sameinuð starfsemi Grunnskólans austan Vatna á Hofsósi og vísar afgreiðslunni til sveitarstjórnar. Byggðarráð samþykkir jafnframt að ráðast í ákveðnar lagfæringar á aðgengismálum við Grunnskólann austan Vatna á Hofsósi á árinu 2024 og gerir ráð fyrir þeim í fjárhagsáætlun þess árs sem og fjármögnun á lokahönnun aðaluppdrátta endurgerðar skólahúss, íþróttahúss og lóðar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 20. fundur - 13.12.2023

Vísað frá 74. fundi byggðarráðs frá 6. desember sl.
Á 21. fundi fræðslunefndar Skagafjarðar 29. nóvember 2023 var eftirfarandi bókað:
"Fræðslunefnd hefur undanfarin misseri haft til skoðunar fyrirkomulag skólahalds starfsstöðvar Grunnskólans austan Vatna á Hólum í Hjaltadal og framhaldið því sl. vikur í samræmi við bókun nefndarinnar frá 17. apríl sl. þar sem nefndin samþykkti að skoða hvernig skólastarfi verði best fyrir komið á Hólum. Samkvæmt lögum nr. 91/2008 um grunnskóla er hlutverk grunnskóla, í samvinnu við heimilin, að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Aðalnámskrá grunnskóla er rammi um skólastarfið og veitir sveitarfélögum og skólum leiðsögn um framkvæmd skólastarfsins. Fyrir utan ákvæði um almenna menntun sem og greinabundna menntun veitir aðalnámskrá leiðsögn um hvernig skólum ber að tryggja heilbrigði og velferð nemenda sem byggir á andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan. Nám og námsaðferðir nemenda eru einstaklingsbundnar og geta verið mismunandi. Allir þurfa tækifæri til að njóta styrkleika sinna sem er lykilþáttur í að byggja upp jákvæða sjálfsmynd. Í ljósi fárra nemenda við yngsta stig starfsstöðvar Grunnskólans austan Vatna á Hólum þykir ljóst að erfitt er að veita nemendum þar viðeigandi tækifæri til að þroska framangreinda þætti sem og tryggja þeim þá greinabundnu menntun sem þeir eiga rétt á. Þá þarf jafnframt að líta til rekstrarlegra og kennslufræðilegra sjónarmiða, skólaþróunar og þróunar á stoðþjónustu. Framtíðarsýn sveitarfélagsins er að byggja upp og reka þrjá öfluga grunnskóla og er sameining Grunnskólans austan Vatna undir eina starfsstöð liður í því. Með hliðsjón af þessu leggur fræðslunefnd til að starfsemi Grunnskólans austan Vatna á Hólum verði sameinuð starfsemi Grunnskólans austan Vatna á Hofsósi og að frá og með skólaárinu 2024-2025 muni kennsla grunnskólabarna eingöngu fara fram á Hofsósi. Fræðslunefnd mun á næstu mánuðum leggja fram tillögur um hvernig hægt verði að tryggja gott samstarf á milli leik - og grunnskóla og aukið aðgengi að frístundaiðkun fyrir alla nemendur.
Nefndin vísar málinu til byggðaráðs og leggur jafnframt til við ráðið að í fjárhagsáætlun 2024 verði gert ráð fyrir framkvæmdum við lagfæringu aðgengismála við Grunnskólann austan Vatna á Hofsósi sem lokið verði við sumarlok 2024. Samhliða verði lokið við hönnun á nýju íþróttahúsi og gagngerum endurbótum á húsnæði grunnskólans á Hofsósi. Þá verði svo fljótt sem hægt er hafnar framkvæmdir við byggingu íþróttahúss í samræmi við sjónarmið sem komu fram á fundi með starfsfólki Grunnskólans austan Vatna og foreldrum fyrir skemmstu."

Byggðarráð samþykkir tillögu fræðslunefndar um að frá og með skólaárinu 2024-2025 verði starfsemi Grunnskólans austan Vatna á Hólum sameinuð starfsemi Grunnskólans austan Vatna á Hofsósi og vísar afgreiðslunni til sveitarstjórnar. Byggðarráð samþykkir jafnframt að ráðast í ákveðnar lagfæringar á aðgengismálum við Grunnskólann austan Vatna á Hofsósi á árinu 2024 og gerir ráð fyrir þeim í fjárhagsáætlun þess árs sem og fjármögnun á lokahönnun aðaluppdrátta endurgerðar skólahúss, íþróttahúss og lóðar.

Sveinn Þ Finster Úlfarsson kvaddi sér hljóðs.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.