Fara í efni

Landbúnaðarnefnd - 9

Málsnúmer 2304014F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 13. fundur - 10.05.2023

Fundargerð 9. fundar landbúnaðarnefndar frá 27. apríl 2023 lögð fram til afgreiðslu á 13. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti fundargerð. Sveinn Þ. Finster Úlfarsson og Einar E Einarsson kvöddu sér hljóðs.
  • Landbúnaðarnefnd - 9 Erindi hefur borist frá Andrési Helgasyni bónda í Tungu, þar sem hann óskar eftir viðræðum um rafgirðingu í landi sveitarfélagsins, móti Tungulandi sunnan Gönguskarðsár. Girðingin er niður fallin og hættuleg skepnum. Einnig er þörf á að endurnýja girðingu á merkjum gagnvart Tungu.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir að rafgirðingin verði fjarlægð og að sveitarfélagið taki þátt í endurnýjun girðingar á merkjum gagnvart Tungu samkvæmt lögum og reglugerðum. Landbúnaðarnefnd óskar eftir kostnaðaráætlun frá Andrési varðandi merkjagirðinguna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2023 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 9 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 10. apríl 2023 frá Brynjari Skúlasyni og Sigríði Bjarnadóttur, eigandum jarðarinnar Þröm í Skagafirði, L176749, þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar vegna stofnunar lögbýlis. Áformað er að nýta jörðina fyrir skógrækt. Veðbókarvottorð jarðarinnar fylgir erindinu ásamt yfirlitsmynd af landamerkjum hennar gagnvart aðliggjandi jörðum. Fyrir liggja meðmæli ráðunautar hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins með að stofnun nýs lögbýlis á jörðinni verði samþykkt.
    Landbúnaðarnefnd sér ekkert því til fyrirstöðu að lögbýlið verði stofnað og mælir með að það hljóti staðfestingu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins "Þröm - Beiðni um stofnun lögbýlis". Samþykkt samhljóða.
  • Landbúnaðarnefnd - 9 Á síðasta fundi landbúnaðarnefndar úthlutaði nefndin 4,2 mkr. framlagi til hluta fjallskilasjóða í sveitarfélaginu, af 8 mkr. fjárveitingu ársins.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir að úthluta 1.050 þkr. til fjallskilasjóða á þessum fundi af fjármagni því sem nefndin hefur til ráðstöfunar. Nefndin samþykkir einnig að fá forsvarsmenn Fjallskilasjóðs Hofsóss- og Unadals, Fjallskilasjóðs Hóla- og Viðvíkurhrepps og Upprekstrarfélags Akrahrepps á næsta fund nefndarinnar til viðræðu um fjárhagsáætlun þeirra fyrir árið 2023.
    Landbúnaðarnefnd beinir því til eignarsjóðs að 2,5 mkr. framlag af fjárveitingu ársins 2023 til viðhalds skilarétta verði eyrnamerkt Fjallskilasjóði Skefilssstaðahrepps vegna viðhalds á Selnesrétt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2023 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 9 Lögð fram áætlun um minka- og refaveiði ársins 2023 og úthlutun veiðikvóta. Gert er ráð fyrir að veiða 331 ref og 235 minka. Fjárhæðir verðlauna til ráðinna veiðimanna eru 11.000 kr. fyrir veiddan mink en 2.000 kr. til annarra. Verðlaun til ráðinna veiðimanna fyrir unnið grendýr 20.000 kr., hlaupadýr/vetrarveiði 10.000 kr. Aðrir fá greiddar 1.000 kr. fyrir refinn. Undir þessum dagskrárlið komu refa- og minkaveiðimenn til viðræðu um tilhögun veiðanna árið 2023. Mættir voru: Þorsteinn Ólafsson, Stefán Ingi Sigurðsson, Hans Birgir Friðriksson, Birgir Árdal Hauksson, Elvar Örn Birgisson, Steinþór Tryggvason og Egill Yngvi Ragnarsson.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir framlagðar áætlanir um minka- og refaveiði 2023.
    Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2023 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 9 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Seyluhrepps - úthluta, fyrir árið 2022. Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2023 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 9 Lagðir fram til kynningar ársreikningar Fjallskilasjóðs Staðarhrepps og Fjallskilasjóðs Staðarafréttar fyrir árið 2022. Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2023 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 9 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs framhluta Skagafjarðar fyrir árið 2022. Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2023 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 9 Dr. Ester Rut Unnsteinsdóttir spendýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands kom á fundinn og flutti fróðlegan og áhugaverðan fyrirlestur um melrakkann fyrir nefndarmenn og ráðna veiðimenn. Starri Heiðmarsson forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2023 með níu atkvæðum.