Fara í efni

Breytingar á skóladagatali Árskóla

Málsnúmer 2304017

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd - 13. fundur - 12.04.2023

Fræðslunefnd samþykkti skóladagatöl leik- og grunnskóla fyrir skólaárið 2022 - 2023 á fundi sínum þann 19.05.2022. Stjórnendur Árskóla, með samþykki skólaráðs og starfsfólks skólans, óska eftir breytingu á skóladagatali vegna Árskóladags sem haldinn hefur verið árlega undanfarin ár. Breytingin felst í því að halda Árskóladag seinnipart dags þann 16. maí og fella niður skólahald föstudaginn 21. apríl í staðinn. Fræðslunenfnd samþykkir breytinguna. Fræðslunefnd leggur jafnframt til að fundargerðir skólaráða verði teknar fyrir jafn óðum í fræðslunefnd í þeim tilgangi að upplýsa um umræður og ákvarðanir innan skólaráða skólanna.