Félagsþjónusta - sumarafleysingar 2023
Málsnúmer 2304019
Vakta málsnúmerFélagsmála- og tómstundanefnd - 11. fundur - 13.04.2023
Lagt fram minnisblað frá félagsmálastjóra um sumarorlof starfsmanna og stöðu afleysinga innan starfsstöðva félagsþjónustu sumarið 2023. Um er að ræða lögbundna þjónustu við fatlað fólk og eldi borgara. Erfiðlega hefur gengið að manna sumarafleysingar sérstaklega á Sauðárkróki, staðan er afleit fjórða árið í röð. Ef fer sem horfir gæti þurft að fresta orlofi starfsmanna og skerða þjónustu í Skagafirði sem hefði í för með sér neikvæð áhrif á líðan notenda, aðstandenda og starfsmanna. Nefndin leggur áherslu á að nú þegar verði farið í vinnu við lausnarmiðaða aðgerðaráætlun með það að markmiði að koma á stöðugleika í mannahaldi og sumarafleysingu. Áætlun þarf að liggja fyrir á næstu vikum svo hægt sé að bregðast við fyrir komandi sumar. Vísað til byggðaráðs.
Byggðarráð Skagafjarðar - 44. fundur - 17.04.2023
Lögð fram svohljóðandi bókun 11. fundar félagsmála- og tómstundanefndar frá 13. apríl 2023:
"Lagt fram minnisblað frá félagsmálastjóra um sumarorlof starfsmanna og stöðu afleysinga innan starfsstöðva félagsþjónustu sumarið 2023. Um er að ræða lögbundna þjónustu við fatlað fólk og eldi borgara. Erfiðlega hefur gengið að manna sumarafleysingar sérstaklega á Sauðárkróki, staðan er afleit fjórða árið í röð. Ef fer sem horfir gæti þurft að fresta orlofi starfsmanna og skerða þjónustu í Skagafirði sem hefði í för með sér neikvæð áhrif á líðan notenda, aðstandenda og starfsmanna. Nefndin leggur áherslu á að nú þegar verði farið í vinnu við lausnarmiðaða aðgerðaráætlun með það að markmiði að koma á stöðugleika í mannahaldi og sumarafleysingu. Áætlun þarf að liggja fyrir á næstu vikum svo hægt sé að bregðast við fyrir komandi sumar. Vísað til byggðaráðs."
Byggðarráð tekur undir áhyggjur nefndarinnar af erfiðleikum með að manna starfsstöðvar í félagsþjónustu í sumar. Um er að ræða viðkvæma starfsemi sem æskilegt er að raskist sem minnst. Það vekur jafnframt áhyggjur að almennt virðist erfitt að ráða fólk til starfa í ýmis þjónustustörf og einskorðast þeir erfiðleikar ekki við starfsemi sveitarfélaga. Mikil eftirspurn er eftir fólki í hin ýmsu störf í atvinnulífi Skagafjarðar. Í þessu ljósi er byggðarráð meðvitað um að það kunni að koma til skerðingar á þjónustu þótt vilji sé til að forðast það í lengstu lög og lítur á það sem neyðarúrræði. Byggðarráð felur sviðsstjóra og félagsmálastjóra í samvinnu við forstöðumenn stofnana og mannauðsstjóra að vinna áfram að úrræðum hvað varðar mönnun og sumarleyfi starfsmanna. Í þeirri vinnu verði horft til forgangsröðunar verkefna og möguleika á frestun þeirra sem og tilfærslu starfsmanna.
"Lagt fram minnisblað frá félagsmálastjóra um sumarorlof starfsmanna og stöðu afleysinga innan starfsstöðva félagsþjónustu sumarið 2023. Um er að ræða lögbundna þjónustu við fatlað fólk og eldi borgara. Erfiðlega hefur gengið að manna sumarafleysingar sérstaklega á Sauðárkróki, staðan er afleit fjórða árið í röð. Ef fer sem horfir gæti þurft að fresta orlofi starfsmanna og skerða þjónustu í Skagafirði sem hefði í för með sér neikvæð áhrif á líðan notenda, aðstandenda og starfsmanna. Nefndin leggur áherslu á að nú þegar verði farið í vinnu við lausnarmiðaða aðgerðaráætlun með það að markmiði að koma á stöðugleika í mannahaldi og sumarafleysingu. Áætlun þarf að liggja fyrir á næstu vikum svo hægt sé að bregðast við fyrir komandi sumar. Vísað til byggðaráðs."
Byggðarráð tekur undir áhyggjur nefndarinnar af erfiðleikum með að manna starfsstöðvar í félagsþjónustu í sumar. Um er að ræða viðkvæma starfsemi sem æskilegt er að raskist sem minnst. Það vekur jafnframt áhyggjur að almennt virðist erfitt að ráða fólk til starfa í ýmis þjónustustörf og einskorðast þeir erfiðleikar ekki við starfsemi sveitarfélaga. Mikil eftirspurn er eftir fólki í hin ýmsu störf í atvinnulífi Skagafjarðar. Í þessu ljósi er byggðarráð meðvitað um að það kunni að koma til skerðingar á þjónustu þótt vilji sé til að forðast það í lengstu lög og lítur á það sem neyðarúrræði. Byggðarráð felur sviðsstjóra og félagsmálastjóra í samvinnu við forstöðumenn stofnana og mannauðsstjóra að vinna áfram að úrræðum hvað varðar mönnun og sumarleyfi starfsmanna. Í þeirri vinnu verði horft til forgangsröðunar verkefna og möguleika á frestun þeirra sem og tilfærslu starfsmanna.
Félagsmála- og tómstundanefnd - 13. fundur - 12.06.2023
Farið yfir mönnunarstöðu á starfsstöðvum innan félagsþjónustunnar sumarið 2023.