Fara í efni

Félagsmála- og tómstundanefnd

13. fundur 12. júní 2023 kl. 15:00 - 17:15 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Eyrún Sævarsdóttir formaður
  • Anna Lilja Guðmundsdóttir aðalm.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir áheyrnarftr.
  • Sandra Björk Jónsdóttir varam.
Starfsmenn
  • Bryndís Lilja Hallsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Þorvaldur Gröndal frístundastjóri
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir félagsmálastjóri
  • Ragnar Helgason sérfræðingur á fjölskyldusviði
Fundargerð ritaði: Ragnar Helgason Sérfræðingur á fjölskyldusviði
Dagskrá

1.Samstarfssamningur Skagafjarðar og UMSS

Málsnúmer 2306067Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Gunnar Gestsson fyrir hönd UMSS. Umræða um samstarfssamning Skagafjarðar og UMSS sem unnið er að endurnýja.
Nefndin felur frístundarstjóra að vinna drög að samningi.

2.Íþrótta- og leikjanámskeið Fljótum

Málsnúmer 2306054Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni um styrk vegna íþrótta- og leikjanámskeiða barna í Fljótum.
Félagsmála- og tómstundanefnd fagnar umsókninni og samþykkir að veita styrk að upphæð 150.000 krónur til íþrótta- og leikjanámskeiða fyrir börn í Fljótum.

3.Styrkbeiðni v. æfinga- og keppnisferðar til Svíþjóðar 2023

Málsnúmer 2306055Vakta málsnúmer

Tekin fyrir styrkbeiðni frá frjálsíþróttakrökkum í Skagafirði vegna æfinga- og keppnisferðar til Svíþjóðar 2023.
Félagsmála- og tómstundarnefnd samþykkir að styrkja ferðina með kaupum á auglýsingu á peysur þeirra að fjárhæð 50.000 kr.
Nefndin óskar þeim góðs gengis.

4.Reglur og samþykktir - málaflokkur 02 málefni fatlaðs fólks

Málsnúmer 2209310Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri kynnti vinnu við endurmat á reglum um þjónustu við fatlað fólk, reglurnar taka mið af Þjónustusamningi um þjónustu við fatlað fólk á Norðurlandi vestra sem tók gildi 1.janúar sl. Drög að uppfærðum reglum um skammtímadvöl fara til umfjöllunar og afgreiðslu hjá aðildarsveitarfélögum þjónustusamnings á næstu vikum.

5.Félagsþjónusta - sumarafleysingar 2023

Málsnúmer 2304019Vakta málsnúmer

Farið yfir mönnunarstöðu á starfsstöðvum innan félagsþjónustunnar sumarið 2023.
Þorvaldur og Ragnar véku af fundi undir þessum lið.

6.Trúnaðarbók félagsmála- og tómstundanefndar 2023

Málsnúmer 2301145Vakta málsnúmer

Lagt fram eitt mál, fært í trúnaðarbók.

Fundi slitið - kl. 17:15.