Fara í efni

Girðing móti Tungulandi

Málsnúmer 2304020

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd - 9. fundur - 27.04.2023

Erindi hefur borist frá Andrési Helgasyni bónda í Tungu, þar sem hann óskar eftir viðræðum um rafgirðingu í landi sveitarfélagsins, móti Tungulandi sunnan Gönguskarðsár. Girðingin er niður fallin og hættuleg skepnum. Einnig er þörf á að endurnýja girðingu á merkjum gagnvart Tungu.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að rafgirðingin verði fjarlægð og að sveitarfélagið taki þátt í endurnýjun girðingar á merkjum gagnvart Tungu samkvæmt lögum og reglugerðum. Landbúnaðarnefnd óskar eftir kostnaðaráætlun frá Andrési varðandi merkjagirðinguna.

Landbúnaðarnefnd - 10. fundur - 05.07.2023

Erindið áður á 9. fundi nefndarinnar þann 27. apríl 2023. Munnlegt erindi hefur borist frá Andrési Helgasyni bónda í Tungu, þar sem hann óskar eftir leigu á landi sveitarfélagsins, móti Tungulandi sunnan Gönguskarðsár.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að beina því til byggðarráðs að landbúnaðarnefnd mælist til að Andrési Helgasyni verði leigt landið til hrossabeitar til fimm ára.