Skipulagsnefnd - 23
Málsnúmer 2304022F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Skagafjarðar - 13. fundur - 10.05.2023
Fundargerð 23. fundar skipulagsnefndar frá 27. april 2023 lögð fram til afgreiðslu á 13. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Skipulagsnefnd - 23 Björn Magnús Árnason og Ína Björk Ársælsdóttir frá Stoð ehf. verkfræðistofu kynntu uppfærða deiliskipulagstillögu dags. 15.03.2023 útgáfa 1.2 fyrir Hofsós - Suðurbraut, Hofsóskirkja, Sætún og Hátún eftir breytingar sem unnar voru í kjölfar innsendra athugasemda frá íbúum við Sætún.
Skipulagsnefnd leggur til við Sveitarstjórn að endurauglýsa tillögu að deiliskipulagi skv. 4 mg. 41.gr skipulagslaga 123/2010 fyrir Hofsós, sunnan Kirkjugötu, vegna breytinga sem gerðar voru í kjölfar innsendra athugasemda. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Hofsós Deiliskipulag - Suðurbraut, Hofsóskirkja, Sætún og Hátún." Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 23 Bjarni Jónasson og Unnur Ólöf Halldórsdóttir, f.h. Tröllheima ehf., þinglýsts eiganda jarðarinnar Borgargerðis 4, landnúmer 234946, óska eftir heimild til að láta vinna deiliskipulag fyrir jörðina á eigin kostnað, skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagssvæðið er á landbúnaðarlandi L1 í II. flokki skv. aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila umbeðna deiliskipulagsgerð sbr. 2. mrg 38. gr laga nr.123/2010. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Borgargerði 4 L234946 - Deiliskipulag." Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 23 Á 9. fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 18.01.2023 var m.a. eftirfarandi bókað:
“Vísað frá 15. fundi skipulagsnefndar frá 15. desember 2022 til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað: Skipulagsfulltrúi upplýsir að byggingarfulltrúi Skagafjarðar hafi, m.v.t. 10. gr. l. 160/2010, leitað umsagnar vegna umsóknar frá Einari I. Ólafssyni f.h. Friðriks Jónssonar ehf. um leyfi til að byggja iðnaðar- og skrifstofuhúsnæði, ásamt tengibyggingu á lóðunum nr. 6 og 8 við Borgarröst á Sauðárkróki. Í umsögn til byggingarfulltrúa hafi athygli hans verið vakin á því að þar sem svæðið sé ekki deiliskipulagt þurfi annað hvort að ráðast í gerð deiliskipulags eða að grenndarkynna framkvæmdina áður en viðkomandi byggingarleyfi sé veitt. Aðaluppdrættir gerðir af Bjarna Reykjalín arkitekt, dagsettir 29. nóvember 2022 liggja frammi á fundinum og eru þeir yfirfarnir af nefndarmönnum á fundinum. Skipulagsnefnd telur að framkvæmdin sé í samræmi við gildandi aðalskipulag og auk þess í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar á svæðinu. Áður hafi lóðarhöfum í viðkomandi skipulagsreit verið heimilað að sameina lóðir með líkum hætti og gert ráð fyrir í því tilviki sem liggur fyrir. Með vísan til þessa og þar sem ekki liggi fyrir deiliskipulag leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að fram fari grenndarkynning skv. 1. mgr. 44. gr. laga nr. 123/2010. Grenndarkynnt yrði fyrir Borgarröst nr. 4, 5 og Borgartúni nr. 8. Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum."
Fyrirliggja umbeðnar umsagnir frá eigendum fasteigna við Borgarröst nr. 4, 5 og Borgartúns nr. 8, þar sem fram kemur að ekki séu gerðar athugasemdir.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðna sameiningu lóðanna Borgarrastar 6 og 8 ásamt áformaðri uppbyggingu. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Borgarröst 6 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi." Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 23 Sonja S. Sigurgeirsdóttir og Halla Sigurjónsdóttir, þinglýstir eigendur landsins Ljónsstaða, landeignarnúmer L230903, óska eftir leyfi til að skilgreina byggingarreit fyrir lítið gestahús á lóðinni. Meðfylgjandi afstöðuuppdráttur gerir grein fyrir erindinu. Uppdrátturinn er gerður af Ingvari Gýgjar Sigurðarssyni uppdrátturinn er númer S-101, dagsettur 24.03.2023.
Skipulagsnefnd hafnar umbeðnum byggingarreit á grundvelli laga nr.123/2010 en bendir jafnframt á að á grundvelli sömu laga geti landeigandi eða framkvæmdaraðili óskað eftir því við sveitarstjórn að gerð sé tillaga að deiliskipulagi á eigin kostnað. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Ljónsstaðir - Umsókn um byggingarreit." Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 23 Kjartan Helgason og Elín Margrét Hallgrímsdóttir óska eftir stækkun lóðarinnar við Kambastíg 2 til austurs og norðurs. Tilgangurinn er að gera bílastæði og tröppur til austurs frá kjallara húsins.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu og vísar erindinu til gerðar deiliskipulags sem er í vinnslu fyrir hluta gamla bæjarins á Sauðárkróki samkvæmt samþykkt Sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 6.04.2022. Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar skipulagnefndar staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 23 Margrét Helgadóttir sækir um fyrir hönd Viktors Kárasonar og Ester Þóru Viðarsdóttur, þinglýstra eiganda Knarrarstígs 4, fnr. 213-1938 leyfi til að breyta kanti, lækka hann svo hægt sé að nýta bílastæði innan lóðar.
Meðfylgjandi er þinglýst samkomulag eiganda efri og neðri hæðar um nýtingu lóðarinnar.
Fyrirliggur umsögn Veitu- og framkvæmdasviðs Skagafjarðar.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið. Nefndin bendir á að þar sem ætluð framkvæmd er að hluta utan lóðar og fer yfir gangbraut sveitarfélagsins er bent á að verkið skuli unnið í samráði við Veitu- og framkvæmdasvið sveitarfélagsins og þessar framkvæmdir alfarið á kostnað lóðarhafa. Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar skipulagnefndar staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 23 Grétar Ómarsson fyrir hönd Mílu ehf. óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna lagningu ljósleiðara í neðangreind staðföng á Sauðárkróki:
Freyjugata 11, 13, 15, 17, 18, 19, 21, 22, 23, 24, 26, 26A, 28, 30, 32, 34, 36, 44, 46, 48 og 50.
Knarrarstígur 1, 2 og 4.
Skagfirðingabraut 8 og 10.
Skógargata 22, 24 og 26.
Suðurgata 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11, 11B, 12, 13, 13B, 14, 16, 18, 18B, 20, 22 og 24.
Sævarstígur 2 og 6.
Framkvæmdin felur í sér bæði skurðvinnu og ídrátt í fyrirliggjandi rör.
Áætlaður verktími eru 10-15 dagar og stefnt er á að hefja framkvæmdir í lok maí eða um leið og leyfisveiting er fyrir hendi.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veitt verði umbeðið framkvæmdaleyfi. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Míla ehf. - Framkvæmdaleyfisumsókn - Ljósleiðaravæðing á Sauðárkróki." Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 23 Óli Björn Pétursson og Pétur Ingi Björnsson sækja um frístundalóðina Steinsstaði 8, L222095.
Skipulagsnefnd samþykkir að úthluta lóðinni til umsækjanda. Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar skipulagnefndar staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 23 Birgir Örn Hreinsson dregur til baka umsókn um iðnaðarlóðina við Borgarflöt 29.
Hinn umsækjandinn Kaupfélag Skagfirðinga hefur skilað inn öllum umbeðnum gögnum.
Skipulagsnefnd samþykkir að úthluta lóðinni til Kaupfélags Skagfirðinga.
Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar skipulagnefndar staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 23 Þeir aðilar sem fengu lóðirnar við Nestún 13 og 14 úthlutað á 21. fundi skipulagsnefndarinnar þann 23.03.2023 hafa nú skilað inn umbeðnum gögnum og fellur því niður sá fyrirvari sem gerður var við úthlutun lóðanna til umsækjenda. Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar skipulagnefndar staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí með níu atkvæðum.
-
Skipulagsnefnd - 23 Með tölvupósti dags. 20. febrúar sl. er óskar skipulagsfulltrúi eftir við lóðarhafa að gerð sé tillaga að byggingarreitum innan viðkomandi lóða ásamt því að gera grein fyrir ætluðu byggingarmagni / byggingum og byggingaráformum.
Fyrir liggur umbeðin greinargerð dags. 30.3.2023.
Meðfylgjandi greinargerðinni er lóðaruppdráttur (S101 verknr. 3245) unninn af Áræðni ehf. kt. 420807-0150 sem sýnir tillögu að lóðarskipulagi, byggingarreit og byggingarmagni á lóð ásamt fyrirhugaðri áfangaskiptingu framkvæmda. Áformaður fyrsti áfangi er 546m² geymsluhúsnæði, annar áfangi 614m². Skv. meðfylgjandi fyrirspurnaruppdrætti óskar lóðarhafi eftir aðkomu að lóðinni úr suðri um 40.0 m breiðan innkeyrslustút með 6 m radíus. Jafnframt óskar lóðarhafi eftir leyfi fyrir jarðvegsmön á austurmörkum lóðarinnar. Meðfylgjandi er tillöguteikning sem gerir grein fyrir því húsi sem fyrirhugað er að byggja á lóðinni.
Nefndin bendir á að innan lóðarinnar liggur háspennustrengur í eigu RARIK. Gerð verður grein fyrir þeim streng á lóðarblaði og í lóðarleigusamningi.
Skipulagsnefnd samþykkir að hámarki 15 m breiðan innkeyrslustút með 6 m radíus með tilliti til umferðaröryggis á svæðinu og samþykkir erindið að öðru leyti. Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar skipulagnefndar staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 23 Lagt fram til kynningar umsagnarbeiðni frá byggingarfulltrúa vegna Iðutúns 17 á Sauðárkróki. Um er að ræða stoðvegg innan lóðar. Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar skipulagnefndar staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí með níu atkvæðum.
-
Skipulagsnefnd - 23 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 14 þann 18.04.2023. Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar skipulagnefndar staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí með níu atkvæðum.