Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar - 48

Málsnúmer 2305016F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 14. fundur - 07.06.2023

Fundargerð 48. fundar byggðarráðs frá 17. maí 2023 lögð fram til afgreiðslu á 14. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 48 Í Skagafirði eru níu félagsheimili auk Menningarhússins Miðgarðs. Nær öll eiga þessi félagsheimili það sameiginlegt að vera byggð upp til að þjónusta sitt nærsamfélag sem skólar en einnig félagslíf þess hrepps eða hreppa sem það var hugsað fyrir. Að byggingu þeirra komu margir sjálfboðaliðar ásamt frjálsum félagasamtökum eins og ungmennafélögum, kvenfélögum, kórum o.fl. sem gerir það að verkum að margir íbúar eiga tilfinningaleg tengsl við húsin, enda geymir saga þeirra marga minninguna. En tímarnir hafa breyst og samgöngur batnað ásamt því að bæði skólar og félagasamtök hafa sameinast yfir stærri svæði. Einnig hefur orðið uppbygging á t.d. íþróttamannvirkjum og hjá ferðaþjónustuaðilum sem hafa tekið yfir hluta þeirra verkefna sem félagsheimilin höfðu áður. Flest þessara félagsheimila hafa á síðustu árum verið leigð rekstraraðilum sem hafa séð um daglegan rekstur þeirra með útleigu til notenda. Þrjú af félagsheimilunum hafa undanfarin ár haft formlegar hússtjórnir sem hafa skipt með sér verkum og stjórnað rekstrinum.
    Fulltrúar í byggðarráði eru sammála um að skoða hvort ekki sé skynsamlegt að selja hlut sveitarfélagsins í mörgum þessara félagsheimila til aðila sem sjá tækifæri í að bæta nýtingu húsanna. En áður en slík sala getur farið fram þarf að eiga samtal og samráð við eigendur þeirra félagsheimila sem sveitarfélagið á ekki eitt og ræða þeirra sýn á málið og hvaða framtíðarlausnir þeir sjái að komi viðkomandi félagsheimili best. Byggðarráð felur starfsmönnum menningarmála sveitarfélagsins að taka saman yfirlit um félagsheimilin og skráða eigendur þeirra. Í framhaldi af því verði fundað með viðkomandi um næstu skref, auk þess sem samráð verður haft við fulltrúa í atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 48. fundar byggðarráðs staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 48 Erindið var tekið fyrir í byggðarráði Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 6. maí 2020 á 913. fundi ráðsins og staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar þann 3. júní 2020.
    Skagafjörður hefur sótt um stofnframlag til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til að breyta hluta Sólgarðaskóla í fimm leiguíbúðir sem eru samtals 430,71 fm. Þær skiptast í 3ja herbergja íbúð sem er 82,95 fm, 3ja herbergja íbúð sem er 83,90 fm, 2ja herbergja íbúið sem er 68,42 fm, 4ra herbergja íbúð sem er 100,06 fm og 4ra herbergja íbúð sem er 95,38 fm. Íbúðirnar eru allar á einni hæð og með sér inngangi. Beint stofnframlag sveitarfélagsins til byggingar íbúðanna sbr. lög um almennar íbúðir nr. 52/2016 nemur 23.228.235 kr.
    Byggðarráð samþykkir að leggja fram stofnframlag til gerðar fimm íbúða, í formi fjárframlags, niðurfellingar á lóða- og gatnagerðargjöldum og gjalda vegna byggingarleyfis og skráningar í fasteignaskrá, á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016 og vísar afgreiðslunni til sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsin til 12. liðar. "Umsókn um stofnframlag - breyting Sólgarðaskóla" síðar á dagskránni. Samþykkt samhljóða.
  • .3 2305088 Litir regnbogans
    Byggðarráð Skagafjarðar - 48 Álfhildur Leifsdóttir leggur fram svohljóðandi tillögu:
    "VG og óháð leggja fram þá tillögu að finna góða og áberandi staði í öllum þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins til að mála þar í litum regnbogans fyrir sumarið og endurspegla þannig fjölbreytileika samfélagsins alls."
    Með hliðsjón af þeirri umræðu sem verið hefur í umhverfis- og samgöngunefnd um liti regnbogans til heiðurs fjölbreytileika mannlífsins samþykkir byggðarráð að vísa erindinu til afgreiðslu nefndarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 48. fundar byggðarráðs staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 48 Lagt fram afsal dagsett 28. mars 2023 vegna sölu á fasteigninni Kálfárdalur lóð, F2139884 ásamt lóðarleiguréttindum lóðar L224046 sbr. þinglýstan lóðarleigusamning frá 7. júlí 2016. Dalurinn, félagasamtök, kt. 580416-0630 er afsalshafi.
    Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við söluna og afsalsútgáfuna og vísar erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar í samræmi við kvöð 7. greinar í framangreindum lóðarleigusamningi.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til 13.liðar. "Kálfárdalur L224046, afsal" síðar á dagskránni. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 48 Lagður fram tölvupóstur frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra úr máli 2023-004618, dagsettur 11. maí 2023. Með vísan til 10. gr. laga nr. 85/2007, og 26. gr. reglugerðar. nr. 1277/2016 er óskað umsagnar sveitarstjórnar varðandi umsókn Daníel Þórarinssonar f.h. Dalasetur ehf., kt. 560419-0230, um leyfi til að gera breytingu á núverandi rekstrarleyfi í flokki III og sækir um að breyta því í flokk IV, kaffihús. Í gögnum frá umsækjanda kemur fram að um sé að ræða leyfi til að reka kaffihús með útiveitingum í sumarhúsi, mhl. 01 að Helgustöðum. Landnúmer 192697 fnr. 2262015. Hámarksfjöldi gesta í gistingu er 18, hámark gesta á kaffihúsi 20 og hámarksleyfi til útiveitinga 6 borð, 12 manns.
    Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 48. fundar byggðarráðs staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 48 Málið áður á dagskrá 46. fundar byggðarráðs þann 3. maí 2023. Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 24. apríl 2023 þar sem umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 84/2023, "Valkostir og greining á vindorku. Skýrsla starfshóps". Umsagnarfrestur er til og með 18.05.2023.
    Meirihluti byggðarráðs Skagafjarðar fagnar því að unnið sé að heildar stefnumörkun stjórnvalda um fyrirkomulag og nýtingu á vindorku á Íslandi. Jafnframt telur byggðarráð að vindorkugarðar yfir ákveðnu umfangi eigi að falla undir rammaáætlun þannig að tryggt sé að fram fari vandaður undirbúningur og rannsóknir á áhrifum slíkra garða áður en ráðist er í framkvæmdir. Viðkomandi sveitarfélög verða að vera með í ráðum og eiga aðkomu að umfjöllun um slíka garða á sínu svæði. Staðsetning vindorkugarða verður einnig að vera sem næst því flutningskerfi sem byggt hefur verið upp og áformað er að byggja á næstu áratugum. Þegar öllu er á botninn hvolft er það fyrst og fremst aðgengi íbúa og fyrirtækja í okkar sveitarfélagi að raforkunni sem skiptir máli. Það er skýlaus krafa af hálfu meirihluta byggðarráðs Skagafjarðar að kerfið í heild, þ.e.a.s framleiðsla og flutningur, verði þannig uppbyggt á landinu að aðgengi allra landshluta og svæða sé sambærilegt og að skortur á rafmagni hefti ekki raunhæfa og nauðsynlega uppbyggingu heimila og atvinnulífs eða hamli því að markmiðum um orkuskipti verði náð.
    Álfhildur Leifsdóttir, VG og óháðum og Jóhanna Ey Harðardóttir, Byggðalista óska bókað:
    Mikilvægt er að rannsaka nýtingu vindorku nánar á Íslandi og kynna fyrir almenningi áður en teknar eru óafturkræfar ákvarðanir. Gera skal ríka kröfu til þess að sýna fram á hvort þessi gerð virkjana samræmist og falli að íslenskum aðstæðum, náttúru, víðernum, samfélagi og efnahag. Setja þarf skýrar reglur um vindorkuvirkjanir t.d. um stærð þeirra, efni, lit, hver fjarlægir þær að notkun lokinni og annað sem er ráðandi um hvaða afleiðingum þær valda. Ef ráðist er í byggingu vindorkuvera þarf að meta þau innan rammaáætlunar og eins verða framkvæmdir þessar að lúta lögum og reglum um mat á umhverfisáhrifum og lögum um auðlindagjald. Aðlaga skal reglur um mat á umhverfisáhrifum að byggingu vindvirkjana. Einungis skal leyfa byggingu vindorkuvera sem eru í nýtingarflokki rammaáætlunar að undangengnu umhverfismati og í sátt við náttúru og samfélög. Setja þarf skýrar reglur um innheimtu auðlindagjalds af vindorkuverum og marka þarf stefnu hið fyrsta um nýtingu vindorku jafnt á landi og í hafi í íslenskri lögsögu. Vindorkuver eiga aðeins heima á þegar röskuðum svæðum á landi með tengingu við vatnsaflsvirkjanir og fyrirtæki í almannaeigu hafi forgang í þessum málum. Ríkja þarf sátt um nýtingu vindorku. Kalla þarf eftir afstöðu almennings og félagasamtaka m.t.t. náttúru- og umhverfisverndarsjónarmiða og eignarhalds vindorkuvera hérlendis.
    Bókun fundar Álfhildur Leifsdóttir ítrekar bókun VG og óháðra og Byggðalista; "Mikilvægt er að rannsaka nýtingu vindorku nánar á Íslandi og kynna fyrir almenningi áður en teknar eru óafturkræfar ákvarðanir. Gera skal ríka kröfu til þess að sýna fram á hvort þessi gerð virkjana samræmist og falli að íslenskum aðstæðum, náttúru, víðernum, samfélagi og efnahag. Setja þarf skýrar reglur um vindorkuvirkjanir t.d. um stærð þeirra, efni, lit, hver fjarlægir þær að notkun lokinni og annað sem er ráðandi um hvaða afleiðingum þær valda. Ef ráðist er í byggingu vindorkuvera þarf að meta þau innan rammaáætlunar og eins verða framkvæmdir þessar að lúta lögum og reglum um mat á umhverfisáhrifum og lögum um auðlindagjald. Aðlaga skal reglur um mat á umhverfisáhrifum að byggingu vindvirkjana. Einungis skal leyfa byggingu vindorkuvera sem eru í nýtingarflokki rammaáætlunar að undangengnu umhverfismati og í sátt við náttúru og samfélög. Setja þarf skýrar reglur um innheimtu auðlindagjalds af vindorkuverum og marka þarf stefnu hið fyrsta um nýtingu vindorku jafnt á landi og í hafi í íslenskri lögsögu. Vindorkuver eiga aðeins heima á þegar röskuðum svæðum á landi með tengingu við vatnsaflsvirkjanir og fyrirtæki í almannaeigu hafi forgang í þessum málum. Ríkja þarf sátt um nýtingu vindorku. Kalla þarf eftir afstöðu almennings og félagasamtaka m.t.t. náttúru- og umhverfisverndarsjónarmiða og eignarhalds vindorkuvera hérlendis."

    Afgreiðsla 48. fundar byggðarráðs staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 48 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 9. maí 2023 frá Úrvinnslusjóði varðandi greiðslur sjóðsins til sveitarfélaga vegna sérstakrar söfnunar.
    Sérstök söfnun er skilgreind sem söfnun þar sem úrgangsflokkum er haldið aðskildum eftir tegund og eðli til að auðvelda tiltekna meðhöndlun, svo sem undirbúning fyrir endurnotkun eða endurvinnslu. Koma skal upp sérstakri söfnun á heimilisúrgangi þar sem það er nauðsynlegt til að uppfylla skilyrði þess að úrgangur sé endurnýttur í samræmi við forgangsröðun við meðhöndlun úrgangs. Jafnframt til að koma í veg fyrir að úrgangur blandist öðrum úrgangi eða öðrum efniviði með aðra eiginleika. Sérstök söfnun skal vera á a.m.k. eftirfarandi úrgangstegundum: pappír og pappa, málmum, plasti, gleri, lífúrgangi, textíl og spilliefnum.
    Sérstök söfnun á pappír og pappa, plasti og lífúrgangi skal fara fram á sem aðgengilegastan hátt við íbúðarhús og hjá lögaðilum í þéttbýli. Söfnunin skal fara fram innan lóðar viðkomandi íbúðarhúss eða lögaðila. Þó er heimilt að hafa sameiginlega söfnun úrgangs fyrir aðliggjandi lóðir að því tilskildu að öll söfnun úrgangs færist af viðkomandi lóðum. Sérstök söfnun á spilliefnum skal fara fram í nærumhverfi íbúa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 48. fundar byggðarráðs staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 48 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 9. maí 2023 frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga varðandi almennt eftirlit með fjármálum sveitarfélaga á árinu 2023 og áhersluatriði. Bókun fundar Afgreiðsla 48. fundar byggðarráðs staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 48 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 11. maí 2023 þar sem kynnt er bókun 789. fundar bæjarráðs Fjallabyggðar þann 9. maí 2023 varðandi jarðgöng á milli Fljóta og Siglufjarðar. Bókunin er eftirfarandi: "Lögð fram bókun frá 46. fundi byggðaráðs sveitarfélags Skagafjarðar frá 3. maí 2023. Bæjarráð Fjallabyggðar fagnar ályktun byggðaráðs Skagafjarðar um bættar samgöngur á milli Fjallabyggðar og Skagafjarðar. Bæjarráð tekur undir með byggðaráði að mikilvægt sé að fjármunir verði tryggðir svo hægt sé að tryggja áframhaldandi undirbúning framkvæmda og endalega hönnun ganganna. Bæjarstjóra falið að koma afstöðu bæjarráðs á framfæri við þingmenn og samgönguyfirvöld." Bókun fundar Afgreiðsla 48. fundar byggðarráðs staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.