Fara í efni

Skipulagsnefnd - 26

Málsnúmer 2305025F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 14. fundur - 07.06.2023

Fundargerð 26. fundar skipulagsnefndar frá 1. júní 2023 lögð fram til afgreiðslu á 14. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir kynnti fundargerð. Álfhildur Leifsdóttir og Sveinn F. Úlfarsson kvöddu sér hljóðs.
  • Skipulagsnefnd - 26 Málið áður á dagskrá skipulagsnefndar 4. maí 2023, þá bókað:
    "Álfhildur Leifsdóttir fyrir hönd VG og óháðra leggur fram eftirfarandi tillögu varðandi tjaldsvæðið við Sauðárgil:
    Í ljósi bæði samfélagsumræðu og athugasemda íbúa við endurskoðun Aðalskipulags Skagafjarðar hvað varðar uppbyggingu tjaldsvæðis við Sauðá leggja VG og óháð til að leitað verði til íbúa um tillögur um framtíðar tjaldsvæði Sauðárkróks. Skipulagsnefnd fái tillögurnar á sitt borð og í framhaldi verði farið í íbúakosningu sem fyrst um framtíðar staðsetningu tjaldsvæðis á Sauðárkróki.
    Áform um uppbyggingu tjaldsvæðis við Sauðá eru metnaðarfull en á sama tíma taka þau ekki nægjanlegt tillit til breytt landslags í þessari þjónustu. Tjaldsvæðum í dag fylgir mikil umferð, gjarnan þungir og fyrirferðamiklir eftirvagnar og oft stórir bílar. Vegna þessarar þróunar er mikilvægt að finna tjaldsvæðum góða staði í sátt við íbúa byggðar hvers sveitarfélags. Svæðið við Sauðá er í miðri íbúðabyggð ásamt því að vera í nálægð við mikilvægt útivistarsvæði íbúa, Litla-Skóg. Nú þegar Flæðarnar, þar sem núverandi tjaldsvæði er, verður tekið til deiliskipulagsvinnu með upp byggingu menningarhúss að leiðarljósi er ljóst að færa þarf tjaldsvæðið þaðan innan skamms. Mikilvægt er að hraða verkefninu og hefja undirbúning sem svo sannarlega er þarfur, þannig að áfram verði hægt að bjóða gesti í tjöldum, húsbílum og vögnum velkomna til Sauðárkróks.

    Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu á tillögu Álfhildar Leifsdóttur."

    Tillaga Álfhildar Leifsdóttur tekin til atkvæðagreiðslu og henni hafnað með tveimur atkvæðum. Eyþór Fannar Sveinsson fulltrúi Byggðarlistans situr hjá við atkvæðagreiðslu.

    Eyþór Fannar Sveinsson leggur fram eftirfarandi tillögu:
    Varðandi að skipulagsnefnd samþykki að fresta afgreiðslu tillögu er varðar tjaldsvæði fyrir Sauðárkrók.
    Breytingin á aðalskipulagi við Sauðárgil sem er í vinnslu snýr að stækkun svæðis sem skilgreint er sem Afþreyingar og ferðamannasvæði. Sú stækkun getur haft jákvæð áhrif til framtíðar á nýtingu svæðisins til afþreyingar þó svo að tjaldsvæði rísi þar eður ei. Vinna við deiliskipulagstillögu af svæðinu með fyrirhuguðu tjaldsvæði er í ferli og við auglýsingu þess gefst íbúum 6 vikna frestur til að koma skoðunum sínum og athugasemdum á framfæri. Í framhaldi af auglýsingaferlinu er það í höndum skipulagsnefndar að greina afstöðu íbúa varðandi tillöguna. Á þessum tímapunkti í skipulagsferlinu tel ég því ekki tímabært að fara í íbúakönnun og -kosningu þar til auglýsingaferli deiliskipulagstillögu er lokið og meta í framhaldinu þörfina á könnun og kosningu.

    Tillaga Eyþórs Fannars Sveinssonar tekin til atkvæðagreiðslu og hún samþykkt með tveimur atkvæðum. Sigríður Magnúsdóttir fulltrúi Framsóknar situr hjá við atkvæðagreiðslu.

    Sigríður Magnúsdóttir formaður nefndarinnar leggur fram eftirfarandi bókun:
    Endurskoðað Aðalskipulag fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð var samþykkt af sveitarstjórn 9. mars 2022 með öllum greiddum atkvæðum. Vinna við endurskoðun aðalskipulagsins stóð yfir í meira en tvö ár enda er markmiðið með aðalskipulaginu að leiða þróun samfélagsins og gera Skagafjörð sterkan til framtíðar, og því eðlilegt að lögð sé mikil vinna í verkið og það unnið í samráði við íbúa. Snemma í þessari vinnu komu fram hugmyndir í Skipulags- og byggingarnefnd um að hafa tvö tjaldsvæði á Sauðárkróki, annað milli Sæmundahlíðar og Sauðár en hitt á Nöfum og var því ætlað að taka við gestum á stórum viðburðum eins og t.d. íþróttamótum en hinu að þjóna ferðafólki þess á milli. Í gildandi aðalskipulaginu stendur:

    „Á Nöfum sunnan við kirkjugarðinn og ofan við íþróttasvæðið er tjaldstæði (AF-401). Gert er ráð fyrir að það verði styrkt og fest í sessi sem tjaldsvæði með þjónustuhúsi og öðrum innviðum til að taka við gestum. Stutt er frá tjaldsvæðinu að sundlaug, fjölbreyttum íþróttasvæðum og í miðbæinn eftir göngustígum. Á Flæðum norðan við sundlaugina hefur verið rekið tjaldsvæði, en gert er ráð fyrir að svæðið byggst upp í samræmi við stefnu miðsvæði M-401 og tjaldsvæðið víki. Gert er ráð fyrir nýju tjaldsvæði milli Sæmundarhlíðar og Sauðár. Þar er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir húsbíla og hjólhýsi. Með tveimur tjaldsvæðum verður sköpuð mjög góð aðstaða fyrir ferðamenn á Sauðárkróki, sem styður við þá stefnu að gera sveitarfélagið að áfangastað ferðamanna“.

    Þessar hugmyndir fóru í gegnum tvö auglýsingaferli þar sem allir íbúar gátu gert athugasemdir og komið með ábendingar eða tillögur að nýrri eða öðrum staðsetningum. Einnig voru haldnir opnir kynningafundir fyrir íbúa þar sem farið var yfir allar helstu tillögur sem gerðar voru að breytingum og þar hugmyndir að framtíðar uppbyggingu tjaldsvæða á Sauðárkróki. Mjög óverulegar athugasemdir komu við þessar hugmyndir í kynningarferlunum, en margar voru til að lýsa ánægju sinni með þær og fannst þetta góð framtíðarsýn fyrir uppbyggingu tjaldsvæða á Sauðárkróki. Þessar hugmyndir voru jafnframt samþykktar af öllum flokkum samhljóða í bæði Skipulags- og byggingarnefnd og Sveitarstjórn við afgreiðslu á bæði Vinnslutillögunni og við lokaafgreiðslu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Í ljósi þessa alls má því ljóst vera að íbúar hafa haft fjölmörg tækifæri til að koma fram með nýjar hugmyndir að staðsetningu, en þær hafa ekki komið og eru ekki heldur nú í tillögu VG og óháðra. Formaður Skipulagsnefndar Sigríður Magnúsdóttir telur því eðlilegt að unnið verði áfram með þær hugmyndir sem samþykktar voru í gildandi Aðalskipulagi og klárað verði deiliskipulag af svæðinu milli Sæmundarhlíðar og Sauðár. Í þeirri vinnu mun koma fram með skýrum hætti hvernig hugmyndin er að byggja svæðið upp ásamt aðkomu að því og fleiru sem skiptir máli við hönnun á slíku svæði. Deiliskipulagstillagan með öllum gögnum og upplýsingum verður svo auglýst eins og lög gera ráð fyrir og þá geta íbúar komið með athugasemdir eða ábendingar byggðar á nýjustu gögnum um áætlaða hönnun svæðisins. Við teljum því ekki tímabært að fara í íbúakostningu eða umræðu um aðra staðsetningu á þessum tímapunkti og höfnum því tillögu VG og óháðra.

    Jón Daníel Jónsson vék af fundi við afgreiðslu málsins og Þröstur Magnússon kom inn í hans stað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar skipulagnefndar staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 26 Framlögð skipulagslýsing fyrir deiliskipulag Freyjugarðsins á Sauðárkróki unnin af Landslagi. Skipulagssvæðið er í Túnahverfi á Sauðárkróki og er um 2,5 ha að stærð og afmarkast af götunni Sæmundarhlíð og aðliggjandi lóðarmörkum við Gilstún, Eyrartún, Brekkutún og Sæmundarhlíð. Á svæðinu er körfuboltavöllur, malarstígar, dvalarsvæði, gróður og aparóla. Skipulagssvæðið er með aflíðandi halla og útsýni til allra átta. Aðkoma að svæðinu er í dag um Eyrartún. Svæðið tengist nærliggjandi svæðum með stígakerfi og er hluti af útivistarsvæði meðfram Skagfirðingabraut. Engar byggingar eru innan skipulagssvæðis.

    Skipulagsnefnd fagnar framtaki Freyjanna varðandi framtíðaruppbyggingu svæðisins.

    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja lýsinguna og senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins, Freyjugarðurinn - Deiliskipulag, til 16. liðar síðar á dagskránni. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 26 Málið áður á dagskrá skipulagsnefndar 9. febrúar 2023, þá undir málum Nestún 4 - Beiðni um frávik frá deiliskipulagi málsnúmer 2302029 og Nestún 24 - Beiðni um frávik frá deiliskipulagi málsnúmer 2301255.
    Á 10. fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 15. febrúar 2023 var samþykkt beiðni tveggja lóðarhafa um frávik frá gildandi deiliskipulagi fyrir Nestún þar sem óskað er eftir heimild til að byggja hús með einhalla þaki og hús með flötu þaki, en samkvæmt gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið skulu þök vera tvíhalla eða þakhalli skal vera, 14°-20°, en einnig eru valmaþök leyfileg. Umrædd beiðni kallaði á óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi.
    Sveitarstjórn samþykkti að verða við umbeðinni breytingu og að gera óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi þar sem þakgerðir verði valfrjálsar en hámarkshæðir bygginga breytist ekki og að breytingin skuli grenndarkynnt skv. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010.

    Deiliskipulagsbreyting vegna Nestúns og Nestúns norðurhluta var grenndarkynnt dagana 21.04.2023 - 19.05.2023 í samræmi við ofangreinda bókanir, engar athugasemdir bárust.
    Skipulagsnefnd leggur til sveitarstjórn að samþykkja umbeðna breytingar á skipulagi þar sem kynning hefur farið fram skv. 44. gr skipulagslaganna.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins, Nestún - Grenndarkynning - Deiliskipulagsbreyting, til 17. liðar síðar á dagskránni. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 26 VG og óháð gera þá tillögu að stækka tjaldsvæðið í Varmahlíð um tún sem er í eigu sveitarfélagsins og er í beinu framhaldi af núverandi tjaldsvæði.

    Tjaldsvæðið í Varmahlíð er mikill ferðamannasegull, enda vel staðsett á veðursælum stað. Af vinsældum tjaldsvæðisins njóta margir þjónustuaðilar góðs, bæði afþreyingarstaðir og veitingasalar sem og önnur þjónusta.
    Umrætt tjaldsvæði fyllist gjarna af ferðafólki á sumrin svo vísa þarf gestum frá. Þessi stækkun væri talsverð og gæti sinnt mun fleiri ferðamönnum í sumar en hingað til.

    Skipulagsnefnd vísar erindinu til Byggðaráðs Skagafjarðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar skipulagnefndar staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 26 Sjöfn Guðmundsdóttir og Jón Sigurmundsson fyrir hönd Reykjarhóls ehf., þinglýsts eiganda Reykjarhóls lóðar, landnr. 146877, óska eftir staðfestingu á hnitsettri afmörkun landsins, eins og hún er sýnd á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti S01, dags. 27. apríl 2023. Afstöðuuppdráttur var unnin á Verkfræðistofunni Stoð ehf.
    Lóðin er í dag skráð 5000 m². Eftir upmælingu er lóðin 8016 m².
    Innan lóðarinnar stendur frístundahús og aðstöðuhús/geimsla.

    Erindinu fylgir þinglýst yfirlýsing, skjal nr. 366/2023 þar sem landeigendur og eigandi mannvirkja á lóðinni staðfesta afmörkun lóðarinnar.

    Einnig óskað er eftir að breyta heiti sumarbústaðalandsins í Lynghóll.
    Þegar eru fimm landeignir í sveitarfélaginu með staðfangið Reykjarhóll lóð. Engin landareign er með heitið Lynghóll. Nýtt landheiti vísar til skráningar núverandi sumarhúss á landinu.

    Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar skipulagnefndar staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 26 Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 3. maí síðastliðinn þar sem óskað er umsagnar skipulagsfulltrúa með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 vegna fyrirhugaðrar byggingu frístundahúss á Steinsstöðum lóð nr. 3.

    Meðfylgjandi er ófullgerður aðaluppdráttur, gerður af Yrki Arkitektum og afstöðumynd gerð á Stoð ehf. verkfræðistofu af Þórði Karli Gunnarssyni, númer S-01, dagsettur 17.05.2021.

    Skipulagsnefnd telur að fyrirhuguð framkvæmd falli innan skipulagsáætlana og gerir því ekki athugasemd við fyrirhugaða framkvæmd.
    Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar skipulagnefndar staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 26 Steinþór Tryggvason og Sigurlaug Stefánsdóttir, þinglýstir eigendur jarðarinnar Kýrholt (landnr. 146413) óska eftir heimild til að stofna 1207 m2 spildu úr landi jarðarinnar, sem „Kýrholt 3“, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu. Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 75851000, dags. útg. 27. apríl 2023.
    Þá er óskað eftir því að útskipt spilda verði tekin úr landbúnaðarnotkun og skráð notkun verði íbúðarhúsalóð (10).
    Ekkert ræktað land er innan útskiptrar spildu og breytt landnotkun hefur ekki áhrif á búrekstrarskilyrði.
    Landskiptin eru í samræmi við gildandi aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035.

    Kvöð um yfirferðarrétt verður um heimreið Kýrholts að Kýrholti 3.
    Landheiti útskiptrar spildu er ekki að finna á öðru landi í Skagafirði.
    Engin hlunnindi fylgja landskiptum þessum, utan að hafa frían aðgang að heitu vatni sem er á jörðinni til kyndingar og neysluvatni úr neysluvatnslögn lögbýlisins.
    Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Kýrholti, landnr. 146413.

    Undirritaðir þinglýstir eigendur jarðarinnar Kýrholt (landnr. 146413), óska jafnframt eftir heimild til að stofna 543 m2 byggingarreit fyrir íbúðarhús, líkt og sýnt er á meðfylgjanid uppdrætti. Hámarsbyggingarmagn 250 m2. Aðkoma að lóðinni verður um heimreið og vegarslóða í landi Kýrholts.

    Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar skipulagnefndar staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 26 Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá 4. maí síðastliðnum þar sem Guðmundur Páll Ingólfsson, Margrét Eyjólfsdóttir og börn landeigendur á Lækjargerði hafna alfarið áformum Landsnets um lagningu loftlínu um land þeirra. Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar skipulagnefndar staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 26 Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá 22. maí síðastliðnum þar sem Páll Arnar Ólafsson og Linda Hlín Sigbjörnsdóttir landeigendur á Laugamel hafna alfarið áformum Landsnets um lagningu Blöndulínu 3 um land þeirra. Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar skipulagnefndar staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 26 Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá 18. maí síðastliðnum þar sem María Reykdal Starrastöðum, Þórunn Eyjólfsdóttir Starrastöðum, Margrét Eyjólfsdóttir Starrastöðum og Lækjargerði, Páll Starri Eyjólfsson Starrastöðum og Stefanía Guðrún Eyjólfsdóttir Starrastöðum hafna alfarið áformum Landsnets um lagningu loftlínu um land þeirra.
    Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar skipulagnefndar staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 26 Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá 22. maí síðastliðnum þar sem Rósa Björnsdóttir landeigandi á Hvíteyrum hafnar alfarið áformum Landsnets um lagningu loftlínu um land hennar. Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar skipulagnefndar staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 26 Búið er að gefa út tillögu að kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2023-2032. Þetta er í fyrsta sinn í tvö ár sem áætlunin er gefin út í kjölfar breytinga á raforkulögum, en áður kom hún út árlega.
    Helsta breyting frá síðustu kerfisáætlun snýr framsetningu áætlana. Tekin hefur verið sú ákvörðun að birta samþætta tímasetta áætlun um þróun og endurnýjun í öllum flutningskerfum Landsnets sem er skipt niður eftir landshlutum. Þetta er gert í þeim tilgangi að auka gagnsæi í áætlanagerð og hjálpa þannig hagsmunaaðilum að átta sig á því hver áform Landsnets um uppbyggingu eru. Einnig hefur verið ákveðið að láta áætlanir ná yfir 20 ára tímabil, þó með þeim fyrirvara að óvissa sé meiri eftir því sem fjær dregur í tíma. Þetta er mögulegt m.a. vegna þeirrar vinnu við greiningar og endurskoðun á áætlanagerð sem ráðist var í eftir útgáfu á skýrslu um stöðu og áskoranir í orkumálum sem gefin var út í mars 2022. Í þeim greiningum var farið yfir þróun flutningskerfisins fram til ársins 2040 og það metið hvernig styrkingar á kerfinu styðja við áætlanir stjórnvalda um orkuskipti. Þetta á ekki einungis við meginflutningskerfið, heldur um alla hluta flutningskerfisins, en í kerfisáætlun 2023-2032 eru settar eru fram tímasettar áætlanir um þróun og endurnýjun alls kerfisins.
    Kerfisáætlunin samanstendur af þremur skýrslum, Langtímaáætlun um þróun meginflutningskerfisins, framkvæmdaáætlun fyrir árin 2024-2024 og umhverfisskýrslu og má finna þær á heimasíðu Landsnets www.landsnet.is
    Allir sem áhuga hafa á uppbyggingu innviða til að kynna sér efni áætlunarinnar og skila inn umsögnum fyrir lok umsagnarfrestsins.

    Frestur til að skila inn umsögnum er til 30. júní næstkomandi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar skipulagnefndar staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 26 Erindi til allra sveitarfélaga
    Betra Ísland - og grænna
    Á stjórnarfundi Skógræktarfélag Íslands þann 15. maí s.l. var fjallað m.a.
    um rangfærslur sem nýlega voru sendar sveitarfélögum um skógrækt. Af
    því tilefni telur Skógræktarfélag Íslands nauðsynlegt að koma eftirfarandi á
    framfæri.
    Rétt er að geta þess að sveitarfélög víðsvegar um land eru aðal samstarfsaðili skógræktarfélaga.
    Ísland er ekki viði vaxið land. Það er talið eitt fátækasta land Evrópu af skógum.
    Rannsóknir hafa sýnt að miðað við óbreyttar gróðursetningar, sem nú eru um 6 milljón plantna á ári á um 2.500 hektara lands, muni ræktaðir skógar aukast úr 0,47% í 0,79% af flatarmáli ræktanlegs lands.

    Ef dæmið gengur upp og fjármunir fást í tvöföldun þessarar ræktunar, þ.e.a.s. að gróðursettar verði um 12 milljón plöntur á ári sem muni þekja um 5000 ha
    árlega, þá verðum við í mesta lagi komin í um 1,19% skógarþekju um 2050.
    Því miður er ástæða til að óttast að því markmiði verði ekki náð þar sem plöntuframleiðsla í landinu nægir ekki til framleiðslu 12 milljón platna á ári. En
    jafnvel þótt háleitustu markmið skógræktarfólks næðu fram að ganga yrði einungis búið að ganga á 2% tiltæks lands undir 400 m hæð með ræktuðum trjátegundum af erlendum uppruna árið 2050.
    Þessi niðurstaða sýnir að upphrópanir andstæðinga skógræktar byggjast á fölskum forsendum, sem virðast til þess ætlaðar að villa fólki sýn og skapa úlfúð
    og hnýta í það fólk sem fæst við skógrækt - skógræktarfélög, skógarbændur, sveitarfélög og stofnanir sem fást við skógrækt af ýmsum toga til að bæta
    mannlíf og náttúru á Íslandi. Ísland þarfnast meira skóglendis, og að hlúð verði betur að þeim trjám sem fyrir eru í landinu. Áframhaldandi skógrækt er einnig
    ein forsenda þess að Ísland geti staðið við skuldbindingar sínar um kolefnisbindingu andrúmsloftsins.
    Stjórn Skógræktarfélags Íslands varar við neikvæðum málflutningi andstæðinga skógræktar og lýsir sig reiðubúna til að veita upplýsingar og
    halda áfram að vinna með stjórnvöldum og sveitarfélögum landsins að því að klæða landið, gera það byggilegra og náttúruvænna með skipulagðri
    skógrækt. Þannig eiga náttúruleg fjölbreytni, gróska og grænir skógar á viðeigandi stöðum eftir að auka gildi Íslands fyrir íbúa þess og gestkomandi
    ferðamenn.

    Stjórn Skógræktarfélags Íslands
    Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar skipulagnefndar staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 26 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 15 þann 03.05.2023. Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar skipulagnefndar staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 26 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 16 þann 12.05.2023. Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar skipulagnefndar staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.