Fara í efni

Staða frístundamála innan Skagafjarðar

Málsnúmer 2305042

Vakta málsnúmer

Félagsmála- og tómstundanefnd - 12. fundur - 09.05.2023

Lagt fram minnisblað frá frístundastjóra þar sem farið er yfir stöðu frístundamála hjá sveitarfélaginu. Í minnisblaðinu er talnaefni um iðkendur, nýtingu húsa og eigna sveitarfélagsins og fleira. Mikil gróska er í skipulögðu frístunda- og íþróttastarfi í héraðinu, þar sem iðkendum hefur fjölgað síðustu ár í takt við hækkun Hvatapeninga. Aðstaða er almennt góð og mannvirkin mjög vel nýtt.
Það er gleðilegt að sjá hversu mikil gróska er í skipulagðri frístundaiðkun ásamt því hversu mörg börn og ungmenni nýta sér íþróttaiðkun hér í Skagafirði. Það er jafnframt gleðilegt að sjá hversu Hús Frítímans er vel nýtt. Skipulagaðar frístundir gegna gríðarlega mikilvægu uppeldis hlutverki í formi forvarna, vellíðan og þroska barna og ungmenna. Á Íslandi teljast allir einstaklingar undir 18 ára aldri vera börn. Ný lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna krefjast frekari stefnumótunar til framtíðar og samkvæmt skýrslu um stöðu frístundamála í Skagafirði þá þurfum við að efla og skapa frekari tækifæri til frístundaiðkunnar í dreifbýli Skagfjarðar ásamt því að koma á skipulögðu frístundastarfi fyrir 16 ára og eldri.
Nefndin vísar erindinu til Ungmennaráðs Skagafjarðar til kynningar.