Lagður fram tölvupóstur dags. 8. maí sl. frá Önnu Guðrúnu Björnsdóttur sviðsstjóra þróunar- og alþjóðasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, þar sem framkvæmdastjóra og kjörnum fulltrúum í sveitarstjórn er sérstaklega boðið að taka þátt í sveitarstjórnarviðburði í tengslum við leiðtogafund Evróðuráðsins í Reykjavík. Ungu fólki er einnig sérstaklega boðið að taka þátt og því er þess farið á leit að pósturinn verði einnig sendur á fulltrúa í ungmennaráði sveitarfélagsins. Viðburðurinn verður haldinn 15. maí nk. í Ráðhúsi Reykjavíkur frá kl. 09:00-13:00. Yfirskrift hans er: "Embedding democratic values at grassroots level".
Sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins (Congress of Local and Regional Authorities) stendur fyrir viðburðinum í samstarfi við sambandið og Reykjavíkurborg. Þingið er skipað kjörnum fulltrúum af sveitarstjórnar- og millistjórnsýslustigi í aðildarríkjum Evrópuráðsins og er meginhlutverk þess að styrkja staðbundið lýðræði í aðildarríkjum ráðsins. Ísland á þrjá fulltrúa á þinginu sem eru tilnefndir af stjórn sambandsins.
Sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins (Congress of Local and Regional Authorities) stendur fyrir viðburðinum í samstarfi við sambandið og Reykjavíkurborg. Þingið er skipað kjörnum fulltrúum af sveitarstjórnar- og millistjórnsýslustigi í aðildarríkjum Evrópuráðsins og er meginhlutverk þess að styrkja staðbundið lýðræði í aðildarríkjum ráðsins. Ísland á þrjá fulltrúa á þinginu sem eru tilnefndir af stjórn sambandsins.