Fara í efni

Kjartansstaðir L145985 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi og umsókn um breytta notkun.

Málsnúmer 2305064

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 16. fundur - 12.05.2023

Hallgrímur Ingólfsson leggur fram gögn varðandi tilkynnta framkvæmd er varðar breytt útliti hlöðu sem stendur á jörðinni Kjartansstöðum, L145985. Framkvæmdin varðar einangrun og klæðningu húss utan. Tilkynning og gögn eru í samræmi við gr. 2.3.5 og 2.3.6. í byggingarreglugerð 112/2012 um tilkynntar framkvæmdir.

Einnig sótt um að breyta skráningu eftirtalinna mannvirkja í samræmi við notkun. Mhl. 03, fjárhús og mhl. 05, hlaða, verði skráð geymsluhúsnæði. Erindið Samþykkt.