Lagt fram til kynningar bréf dagsett 9. maí 2023 til sveitarfélaga á Íslandi varðandi 76. Íþróttaþing ÍSÍ sem fór fram dagana 5. og 6. maí sl. Fram kemur í bréfinu m.a.: "Sveitarfélögin í landinu eru mikilvægustu bakhjarlar íþróttahreyfingarinnar í landinu og spila stórt hlutverk í rekstri íþróttafélaga. Velvilji sveitarfélaga og gott samstarf íþróttahreyfingarinnar og sveitarfélaga er mikilvægt fyrir allt íþróttastarfið í landinu. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands tekur gjarnan á móti fulltrúum sveitarstjórna, sem áhuga hafa á því að kynna sér starfsemi sambandsins í höfuðstöðvunum, Íþróttamiðstöðinni í Laugardal."
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands tekur gjarnan á móti fulltrúum sveitarstjórna, sem áhuga hafa á því að kynna sér starfsemi sambandsins í höfuðstöðvunum, Íþróttamiðstöðinni í Laugardal."