Fara í efni

Reykjarhóll lóð (146877) - Umsókn um staðfestingu á hnitsettri afmörkun lóðar og breytingu á landheiti.

Málsnúmer 2305143

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 26. fundur - 01.06.2023

Sjöfn Guðmundsdóttir og Jón Sigurmundsson fyrir hönd Reykjarhóls ehf., þinglýsts eiganda Reykjarhóls lóðar, landnr. 146877, óska eftir staðfestingu á hnitsettri afmörkun landsins, eins og hún er sýnd á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti S01, dags. 27. apríl 2023. Afstöðuuppdráttur var unnin á Verkfræðistofunni Stoð ehf.
Lóðin er í dag skráð 5000 m². Eftir upmælingu er lóðin 8016 m².
Innan lóðarinnar stendur frístundahús og aðstöðuhús/geimsla.

Erindinu fylgir þinglýst yfirlýsing, skjal nr. 366/2023 þar sem landeigendur og eigandi mannvirkja á lóðinni staðfesta afmörkun lóðarinnar.

Einnig óskað er eftir að breyta heiti sumarbústaðalandsins í Lynghóll.
Þegar eru fimm landeignir í sveitarfélaginu með staðfangið Reykjarhóll lóð. Engin landareign er með heitið Lynghóll. Nýtt landheiti vísar til skráningar núverandi sumarhúss á landinu.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.