Fara í efni

Betra Ísland og grænna

Málsnúmer 2305165

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 50. fundur - 31.05.2023

Lagt fram til kynningar erindi Skógræktarfélags Íslands til allra sveitarfélaga á Íslandi, dagsett 22. maí 2023, Betra Ísland - og grænna. Á stjórnarfundi Skógræktarfélag Íslands þann 15. maí s.l. var fjallað m.a. um rangfærslur sem nýlega voru sendar sveitarfélögum um skógrækt.
Stjórn Skógræktarfélags Íslands varar við neikvæðum málflutningi andstæðinga skógræktar og lýsir sig reiðubúna til að veita upplýsingar og halda áfram að vinna með stjórnvöldum og sveitarfélögum landsins að því að klæða landið, gera það byggilegra og náttúruvænna með skipulagðri skógrækt. Þannig eiga náttúruleg fjölbreytni, gróska og grænir skógar á viðeigandi stöðum eftir að auka gildi Íslands fyrir íbúa þess og gestkomandi ferðamenn.

Skipulagsnefnd - 26. fundur - 01.06.2023

Erindi til allra sveitarfélaga
Betra Ísland - og grænna
Á stjórnarfundi Skógræktarfélag Íslands þann 15. maí s.l. var fjallað m.a.
um rangfærslur sem nýlega voru sendar sveitarfélögum um skógrækt. Af
því tilefni telur Skógræktarfélag Íslands nauðsynlegt að koma eftirfarandi á
framfæri.
Rétt er að geta þess að sveitarfélög víðsvegar um land eru aðal samstarfsaðili skógræktarfélaga.
Ísland er ekki viði vaxið land. Það er talið eitt fátækasta land Evrópu af skógum.
Rannsóknir hafa sýnt að miðað við óbreyttar gróðursetningar, sem nú eru um 6 milljón plantna á ári á um 2.500 hektara lands, muni ræktaðir skógar aukast úr 0,47% í 0,79% af flatarmáli ræktanlegs lands.

Ef dæmið gengur upp og fjármunir fást í tvöföldun þessarar ræktunar, þ.e.a.s. að gróðursettar verði um 12 milljón plöntur á ári sem muni þekja um 5000 ha
árlega, þá verðum við í mesta lagi komin í um 1,19% skógarþekju um 2050.
Því miður er ástæða til að óttast að því markmiði verði ekki náð þar sem plöntuframleiðsla í landinu nægir ekki til framleiðslu 12 milljón platna á ári. En
jafnvel þótt háleitustu markmið skógræktarfólks næðu fram að ganga yrði einungis búið að ganga á 2% tiltæks lands undir 400 m hæð með ræktuðum trjátegundum af erlendum uppruna árið 2050.
Þessi niðurstaða sýnir að upphrópanir andstæðinga skógræktar byggjast á fölskum forsendum, sem virðast til þess ætlaðar að villa fólki sýn og skapa úlfúð
og hnýta í það fólk sem fæst við skógrækt - skógræktarfélög, skógarbændur, sveitarfélög og stofnanir sem fást við skógrækt af ýmsum toga til að bæta
mannlíf og náttúru á Íslandi. Ísland þarfnast meira skóglendis, og að hlúð verði betur að þeim trjám sem fyrir eru í landinu. Áframhaldandi skógrækt er einnig
ein forsenda þess að Ísland geti staðið við skuldbindingar sínar um kolefnisbindingu andrúmsloftsins.
Stjórn Skógræktarfélags Íslands varar við neikvæðum málflutningi andstæðinga skógræktar og lýsir sig reiðubúna til að veita upplýsingar og
halda áfram að vinna með stjórnvöldum og sveitarfélögum landsins að því að klæða landið, gera það byggilegra og náttúruvænna með skipulagðri
skógrækt. Þannig eiga náttúruleg fjölbreytni, gróska og grænir skógar á viðeigandi stöðum eftir að auka gildi Íslands fyrir íbúa þess og gestkomandi
ferðamenn.

Stjórn Skógræktarfélags Íslands