Fara í efni

Verndun sjóbleikju í Skagafirði

Málsnúmer 2305200

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd - 10. fundur - 05.07.2023

Á aðalfundi Veiðifélags Laxár í Skefilsstaðahreppi þann 25. maí 2023, kom fram sú hugmynd að formenn allra veiðifélaga í Skagafirði sendu sínum félagsmönnum sameigilega orðsendingu, þess efnis að sýna nærgætni við sjóbleikjustofninn, sem á mjög undir högg að sækja. Fram kemur í skýrslu Hafrannsóknarstofnunar að hnign­un bleikju á norður­hveli er mikið áhyggju­efni en hnign­un er ekki bara staðfest á Íslandi held­ur er það sama uppi á ten­ingn­um í Nor­egi norðanverðum.