Byggðarráð Skagafjarðar - 51
Málsnúmer 2306001F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Skagafjarðar - 14. fundur - 07.06.2023
Fundargerð 51. fundar byggðarráðs frá 7. júní 2023 lögð fram til afgreiðslu á 14. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Sólborg vék af fundi og Einar E. Einarsson tók við fundarstjórn undir dagskrárlið 5.1. Sveinn F. Úlfarsson, Guðlaugur Skúlason, Álfhildur Leifsdóttir, Sveinn F. Úlfarsson kvöddu sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 51 Sólborg S. Borgarsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið og Guðlaugur Skúlason tók sæti í hennar stað. Arnór Halldórsson hrl. tók þátt í fundinum undir þessum dagskrárlið í gegnum fjarfundabúnað. Arnór fór yfir drög að bréfi til Hrafnshóls ehf. og Nýjatúns ehf.
Byggðarráð samþykkir að Arnór leggi lokahönd á bréfið í samráði við sveitarstjóra og sendi til Hrafnshóls ehf. og Nýjatúns ehf. Bókun fundar Sólborg S. Borgarsdóttir óskar bókað að hún vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
Afgreiðsla 51. fundar byggðarráðs staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með átta atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 51 Lagðar fram umsóknir um hólf nr. 2 og 4 við Hofsós og Naustaland.
Steindóra Ólöf Haraldsdóttir sækir um 2-2,5ha af Naustalandi til beitarnotkunar. Elisabeth Jansen sækir um 5,0ha af Naustalandi til beitarnotkunar. Rúnar Þór Númason sækir um hólf 2 og 4 við Hofsós og allt Naustaland 5ha til túnræktunar.
Byggðarráð samþykkir að leigja Rúnari Þór Númasyni hólf 2 og 4 við Hofsós og Steindóru Ólöfu Haraldsdóttur 2ha af Naustalandi á móti Elisabeth Jansen sem fær 3ha til leigu. Leigutíminn verður til fimm ára. Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa falið að ganga frá leigusamningum um landið. Bókun fundar Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir óskar bókað að hún vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
Afgreiðsla 51. fundar byggðarráðs staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með átta atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 51 Erindinu vísað frá 26. fundi skipulagsnefndar, þann 1. júní 2023, sem bókaði svo: "VG og óháð gera þá tillögu að stækka tjaldsvæðið í Varmahlíð um tún sem er í eigu sveitarfélagsins og er í beinu framhaldi af núverandi tjaldsvæði.
Tjaldsvæðið í Varmahlíð er mikill ferðamannasegull, enda vel staðsett á veðursælum stað. Af vinsældum tjaldsvæðisins njóta margir þjónustuaðilar góðs, bæði afþreyingarstaðir og veitingasalar sem og önnur þjónusta.
Umrætt tjaldsvæði fyllist gjarna af ferðafólki á sumrin svo vísa þarf gestum frá. Þessi stækkun væri talsverð og gæti sinnt mun fleiri ferðamönnum í sumar en hingað til.
Skipulagsnefnd vísar erindinu til Byggðaráðs Skagafjarðar."
Byggðarráð samþykkir að leita álits atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar á framtíðarsýn nefndarinnar varðandi tjaldsvæði sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 51. fundar byggðarráðs staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 51 Erindið var tekið fyrir á 15. fundi fræðslunefndar þann 1. júní 2023, sem bókaði eftirfarandi: "Á fundi fræðslunefndar þann 9. febrúar s.l. var ákveðið að bjóða út hádegisverð fyrir leikskóla og grunnskóla á Sauðárkróki. Ákvörðun þessi var staðfest í sveitarstjórn þann 15. febrúar 2023. Ákveðið var að leita til Consensa ehf. um að annast útboðið f.h. sveitarfélagsins. Var það gert í samræmi við lög og reglur sem gilda um opinber útboð. Að þessu sinni var jafnframt ákveðið að heimilt væri að bjóða í sitt hvorn hlutann, þ.e. leikskólann sér og grunnskólann sér. Einungis eitt tilboð barst í grunnskólahlutann, en ekkert í leikskólahlutann.
Með hliðsjón af því að það tilboð sem barst reyndist vera 32% yfir kostnaðaráætlun samþykkir fræðslunefnd að hafna tilboðinu. Slík hækkun hefði óhjákvæmilega leitt til verulegrar kostnaðarhækkunar á fæðisgjöldum frá því sem nú er.
Þess í stað leggur fræðslunefnd til að samningur við núverandi verksala verði framlengdur á grundvelli 3. greinar samnings sem gerður var á milli verkkaupa og verksala í júní 2020 en hún felur í sér heimild til að framlengja samning um eitt ár í senn í tvö ár.
Gott starf hefur verið unnið síðustu misseri í að bæta gæði skólamáltíða og verður þeirri vinnu haldið áfram. Fræðslunefnd vísar málinu til sveitarstjórnar."
Álfhildur Leifsdóttir leggur fram svohljóðandi tillögu:
VG og óháð leggja til að aftur verði boðinn út hádegisverður fyrir leik- og grunnskóla á Sauðárkróki. Einnig fara VG og óháð fram á að reiknaður verði út kostnaður við að elda frá grunni í eldhúsi leikskólans Ársala ásamt þeim lágmarks kostnaði sem þarf til að það eldhús uppfylli þær aðstæður og skilyrði sem til þarf. Reikna á kostnað við að elda fyrir leikskólana annars vegar og bæði leikskólana og grunnskólann hins vegar. Með því að elda frá grunni í eldhúsi Ársala væri matarmálum leik- og grunnskóla á Sauðárkróki komið í góðan farveg til framtíðar.
Meirihluti byggðarráðs samþykkir að hafna tillögu Álfhildar.
Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í byggðarráði lýsa undrun á að fulltrúi VG og óháðra sé ekki samstíga sínum fulltrúum í fræðslunefnd. Þann 9. febrúar sl. var ákveðið í fræðslunefnd að bjóða út hádegisverð fyrir bæði Árskóla og Ársali. Var það samþykkt með atkvæðum allra fulltrúa í fræðslunefnd. Sama staða var núna þegar niðurstaða útboðsins lá fyrir, að öll fræðslunefndin og þar með taldir fulltrúar VG og óháðra samþykktu afgreiðsluna sem gekk út á að framlengja samning við núverandi verksala um eitt ár á grundvelli 3. greinar samnings sem gerður var á milli verkkaupa og verksala í júní 2020. Ástæða framlengingarinnar var að einungis eitt tilboð barst í sölu matar til Árskóla sem var 32% yfir áætluðum kostnaði og 70% yfir núverandi matarverði. Ekkert tilboð barst í sölu matar til Ársala og ekki er löglegt samkvæmt lögum um opinber innkaup að ganga til samninga við tilboðsgjafa.
Fulltrúar meirihlutans leggja til að ákvörðun fræðslunefndar standi en að fræðslunefnd taki strax til skoðunar þá valkosti sem eru í boði og gætu tekið við til lausnar á matarmálum Árskóla og Ársala að aflokinni þessari eins árs framlengingu.
Meirihluti byggðarráðs samþykkir að vísa afgreiðslu fræðslunefndar til sveitarstjórnar.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa málinu til 15. liðar, Útboð hádegisverðar leik- og grunnskóla á Sauðárkrkóki 2023. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 51 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 30. maí 2023, þar sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 103/2023, "Sameining stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins". Umsagnarfrestur er til og með 13.06.2023.
Byggðarráð Skagafjarðar lýsir yfir að það er jákvætt fyrir sameiningu stofnana sem heyra undir ráðuneytið og sérstaklega með þá fyrirætlan að styrkja stofnanirnar og fjölga störfum á landsbyggðinni. Byggðarráð bendir í því samhengi á mikil tækifæri í eflingu starfsemi sem heyrir nú undir Minjastofnun en hið fallega og sögufræga hús Villa Nova á Sauðárkróki var fært Minjastofnun að gjöf fyrir nokkrum árum en stofnunin fyrirhugaði samhliða að efla starfsemi sína í Skagafirði. Sú fyrirætlan hefur ekki gengið eftir en starfsemi Minjastofnunar á Norðurlandi vestra er eigi að síður í húsinu og nóg pláss til að bæta þar við starfsmönnum. Einnig má benda á að um 20% af húsasafni Þjóðminjasafns Íslands er í Skagafirði, mikil þekking á fornu handverki og byggingarlagi og því einboðið að byggja upp fagþekkingu á þessu sviði í Skagafirði. Bókun fundar Afgreiðsla 51. fundar byggðarráðs staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 51 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 1. júní 2023, þar sem forsætisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 106/2023, "Drög að reglugerð um meðferð og nýtingu þjóðlendna". Umsagnarfrestur er til og með 15.06.2023. Bókun fundar Afgreiðsla 51. fundar byggðarráðs staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 51 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 31. maí 2023 til sveitarstjórnar Skagafjarðar undirritað af starfsmönnum í leikskólum Skagafjarðar sem eru félagsmenn í Kili - stéttarfélagi starfsmanna í almannaþjónustu, sem er aðildarfélag BSRB. Bréfið ber yfirskriftina "Við krefjumst réttlætis!" og er ritað í tilefni verkfalls BSRB og kjaradeilu við Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga. Bókun fundar Afgreiðsla 51. fundar byggðarráðs staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.