Fara í efni

Skóladagatöl - verklag vegna samræmingar

Málsnúmer 2306097

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd - 16. fundur - 15.06.2023

Tillaga að verklagi vegna samræmingar skóladagatala var lögð fram. Mikilvægt er að verklag vegna samræmingar sé öllum skýrt og samstarf sé viðhaft á milli skóla og skólahverfa í þeim tilgangi að samræma skóladagatöl eins vel og hægt er. Lagt er til að vetrarfrí og haustfrí séu samræmd á milli allra grunnskóla og námsferðir leikskóla, séu þær á dagskrá, séu farnar þegar grunnskólinn er lokaður. Einnig er lagt til að starfsdagar leik ? og grunnskóla í hverju skólahverfi séu samræmdir eins og hægt er. Fræðslunefnd fagnar nýju verklagi og samþykkir fyrir sitt leyti.