Fara í efni

Fræðslunefnd

16. fundur 15. júní 2023 kl. 16:15 - 18:45 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Regína Valdimarsdóttir formaður
  • Hrund Pétursdóttir varaform.
  • Steinunn Rósa Guðmundsdóttir aðalm.
  • Agnar Halldór Gunnarsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Bryndís Lilja Hallsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Selma Barðdal Reynisdóttir fræðslustjóri
  • Sólveig Arna Ingólfsdóttir skólastjóri leikskóla
  • Ásrún Leósdóttir áheyrnarftr. leiksk.kennara
  • Ragnar Helgason sérfræðingur á fjölskyldusviði
Fundargerð ritaði: Ragnar Helgason Sérfræðingur á fjölskyldusviði
Dagskrá
Í upphafi fundar samþykktu fundarmenn að taka mál nr. 2302027 inn með afbrigðum.

1.Talmeinafræðingur - fyrirkomulag ráðningar

Málsnúmer 2306096Vakta málsnúmer

Brynhildur Þöll Steinarsdóttir, talmeinafræðingur, fór yfir breytt ráðningarform og verklag talmeinafræðings. Breytingin felur í sér að hluti verkefna eru unnin fyrir Sjúkratryggingar Íslands og hluti fyrir Skagafjörð. Fræðslunefnd gerir ekki athugasemd við breytt fyrirkomulag.

2.Framkvæmdir við Varmahlíðarskóla og Birkilund

Málsnúmer 2109309Vakta málsnúmer

Steinn Leó Sveinsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, kynnti stöðu á framkvæmdum við leik- og grunnskóla í Varmahlíð. Auk þess kynnti hann stöðu framkvæmda við aðrar skólabyggingar í sveitarfélaginu. Í ferli eru viðhaldsframkvæmdir bæði við Árskóla og Grunnskólann austan Vatna á Hofsósi.

Framkvæmdir við leik- og grunnskóla í Varmahlíð hafa tafist þar sem auglýsa þurfti aftur deiliskipulag svæðisins ásamt breytingum á aðalskipulagi en Skipulagsstofnun kom með athugasemd um að núgildandi deiliskipulag samræmdist ekki aðalskipulagi. Skipulagstillögurnar eru auglýstar frá 7.júní til og með 19. júlí 2023. Aðaluppdrættir eru klárir, séruppdrættir eru langt komnir og vinna er í gangi við lóðahönnun og innréttingar. Þá er stefnt að jarðvegsútboði þegar skipulag er staðfest og svo útboði á uppsteypu og þaki í kjölfarið.

3.Skóladagatöl leikskóla 2023 - 2024

Málsnúmer 2306038Vakta málsnúmer

Tillaga að skóladagatölum leikskólanna í Skagafirði fyrir skólaárið 2023-2024 var lögð fram. Tillagan hefur fengið staðfestingu foreldraráða leikskólanna og eru yfirfarin af fræðslustjóra. Birkilundur óskar eftir því að nýta þrjá starfsdaga til námsferðar og skipuleggur þá ferð í samræmi við haustfrí grunnskólans í Varmahlíð. Tröllaborg óskar eftir að nýta tvo starfsdaga til námsferðar og óskar jafnframt eftir því að bæta við starfsdegi vegna ferðarinnar til þess að eiga kost á sameiginlegu skyndihjálparnámskeið með starfsmönnum grunnskólans þann 19. febrúar. Fræðslunefnd samþykkir skóladagatöl leikskólanna fyrir skólaárið 2023-2024.

4.Skóladagatöl grunnskóla 2023 - 2024

Málsnúmer 2304135Vakta málsnúmer

Tillaga að skóladagatölum grunnskólanna í Skagafirði fyrir skólaárið 2023-2024 var lögð fram. Tillagan hefur fengið staðfestingu skólaráðanna skv. grunnskólalögum og er yfirfarin af fræðslustjóra. Fræðslunefnd samþykkir skóladagatöl grunnskólanna fyrir skólaárið 2023-2024.

5.Skóladagatöl - verklag vegna samræmingar

Málsnúmer 2306097Vakta málsnúmer

Tillaga að verklagi vegna samræmingar skóladagatala var lögð fram. Mikilvægt er að verklag vegna samræmingar sé öllum skýrt og samstarf sé viðhaft á milli skóla og skólahverfa í þeim tilgangi að samræma skóladagatöl eins vel og hægt er. Lagt er til að vetrarfrí og haustfrí séu samræmd á milli allra grunnskóla og námsferðir leikskóla, séu þær á dagskrá, séu farnar þegar grunnskólinn er lokaður. Einnig er lagt til að starfsdagar leik ? og grunnskóla í hverju skólahverfi séu samræmdir eins og hægt er. Fræðslunefnd fagnar nýju verklagi og samþykkir fyrir sitt leyti.

6.Kennslukvóti 2023

Málsnúmer 2306113Vakta málsnúmer

Tillaga að úthlutun kennslukvóta til grunnskólanna í Skagafirði fyrir skólaárið 2023 ? 2024 var lögð fram. Tillagan er unnin í samstarfi við stjórnendur og tekur mið af mörgum þáttum svo sem nemendafjölda, fjölda nemenda með annað móðurmál en íslensku, samsetningu nemendahópa o.fl. Fræðslunefnd samþykkir tillöguna.

7.Könnun starfsfólks leikskóla vegna aðgerðapakka 1 og 2

Málsnúmer 2306110Vakta málsnúmer

Á fundi fræðslunefndar í júní 2022 voru tillögur að aðgerðum til að laða að starfsfólk í leikskólum samþykktar og viðbótartillögur voru einnig samþykktar á fundi nefndarinnar í nóvember 2022. Aðgerðir þessar voru tímabundnar til reynslu frá 1. september 2022 til 31. ágúst 2023. Aðgerðirnar skiluðu árangri að því leyti að betur gekk að fá fólk til starfa í leikskólum auk þess sem starfsumhverfi og starfsandi varð betri.
Nýlega var send út viðhorfskönnun til starfsfólks leikskóla sem hluti af rýni og mati á árangri aðgerða. Alls svöruðu 69 starfsmenn könnuninni. Meirihluti svarenda eru ánægðir með aðgerðirnar og segja þær hafa skilað tilætluðum árangri. Jafnframt er meirihluti svarenda þeirrar skoðunar að mikilvægt sé að halda aðgerðunum áfram.

8.Útboð skólaaksturs í dreifbýli 2023-2028

Málsnúmer 2304154Vakta málsnúmer

Vegna formgalla í útboði var tekin ákvörðun um að fella niður útboð nr. 2302 - Skólaakstur í Skagafirði 2023-2028 og auglýsa útboð á nýjan leik. Samið hefur verið við útboðsþjónustuna Consensa um að annast nýtt útboð sem verður auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu í samræmi við lög nr. 120/2016 um opinber innkaup og reglugerð nr. 360/2022 um útboðsvef, viðmiðunarfjárhæðir og innkaup samkvæmt samningi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) vegna opinberra innkaupa.

9.Trúnaðarbók fræðslunefndar 2023

Málsnúmer 2302027Vakta málsnúmer

Fært í trúnaðarbók.
Áheyrnafulltrúar véku af fundi undir þessum lið.

Fundi slitið - kl. 18:45.