Á fundi fræðslunefndar í júní 2022 voru tillögur að aðgerðum til að laða að starfsfólk í leikskólum samþykktar og viðbótartillögur voru einnig samþykktar á fundi nefndarinnar í nóvember 2022. Aðgerðir þessar voru tímabundnar til reynslu frá 1. september 2022 til 31. ágúst 2023. Aðgerðirnar skiluðu árangri að því leyti að betur gekk að fá fólk til starfa í leikskólum auk þess sem starfsumhverfi og starfsandi varð betri. Nýlega var send út viðhorfskönnun til starfsfólks leikskóla sem hluti af rýni og mati á árangri aðgerða. Alls svöruðu 69 starfsmenn könnuninni. Meirihluti svarenda eru ánægðir með aðgerðirnar og segja þær hafa skilað tilætluðum árangri. Jafnframt er meirihluti svarenda þeirrar skoðunar að mikilvægt sé að halda aðgerðunum áfram.
Nýlega var send út viðhorfskönnun til starfsfólks leikskóla sem hluti af rýni og mati á árangri aðgerða. Alls svöruðu 69 starfsmenn könnuninni. Meirihluti svarenda eru ánægðir með aðgerðirnar og segja þær hafa skilað tilætluðum árangri. Jafnframt er meirihluti svarenda þeirrar skoðunar að mikilvægt sé að halda aðgerðunum áfram.