Laun kjörinna fulltrúa og nefndarmanna Skagafjarðar miðast við ákveðið hlutfall af þingfararkaupi. Nýverið var lögum breytt þannig að laun þjóðkjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna ríkisins hækki um 2,5% í stað 6% þann 1. júlí nk. til að tryggja að laun þeirra skapi ekki aukinn verðbólguþrýsting. Laun kjörinna fulltrúa og nefndarmanna Skagafjarðar hækka því um 2,5% þann 1. júlí nk. Jafnframt hefur sveitarstjóri Skagafjarðar óskað eftir því að laun hans taki einnig mið af 2,5% hækkuninni í stað hærri prósentuhækkunar vegna tengingar í ráðningarsamningi við kjarasamningsbundnar hækkanir á opinberum vinnumarkaði.
Jafnframt hefur sveitarstjóri Skagafjarðar óskað eftir því að laun hans taki einnig mið af 2,5% hækkuninni í stað hærri prósentuhækkunar vegna tengingar í ráðningarsamningi við kjarasamningsbundnar hækkanir á opinberum vinnumarkaði.