Fara í efni

Þingtillögur frá 103. ársþingi UMSS

Málsnúmer 2306230

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 54. fundur - 28.06.2023

Tekinn fyrir tölvupóstur, dags. 22. júní 2023, þar sem UMSS óskar eftir því að tvær tillögur sem samþykktar voru á 103. ársþingi þess verði lagðar fyrir byggðarráð. Tillögurnar eru eftirfarandi:
Þingtillaga 1
103. ársþing UMSS haldið í Húsi frítímans þann 21. mars 2022, þakkar Sveitafélaginu Skagafirði veittan stuðning á liðnum árum.
Þingtillaga 7
103. ársþing UMSS haldið í Ljósheimum, Skagafirði þann 21. mars 2023, hvetur sveitarfélagið Skagafjörð til þess að hraða vinnu við framtíðarstefnumörkun íþróttamála í Skagafirði og um leið hraða uppbyggingu íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu. Mikilvægt er að í þeirri vinnu verði leitað til allra hagsmunaaðila, núverandi staða metin og framtíðaráform þarfagreind þannig ráðast megi í framlagðar tillögur innan ákveðins tímaramma. Ársþing UMSS fagnar því að til standi að ráðast í þessa vinnu og bindur vonir við að hún styrki enn frekar það öfluga íþróttastarf sem fram fer innan héraðs.
Byggðarráð Skagafjarðar þakkar UMSS fyrir góðar kveðjur og gott samstarf á liðnum árum. Byggðarráð tekur jafnframt undir að sameiginlegri vinnu beggja aðila við framtíðarstefnumörkun íþróttamála í Skagafirði verði hraðað en búið er að skipa í starfshóp vegna upplýsingaöflunar um stöðumat þau Kolbrúnu Marviu Passaro, Thelmu Knútsdóttur og Þuríði Erlu Þórarinsdóttur frá UMSS og Þorvald Gröndal og Ragnar Helgason frá sveitarfélaginu Skagafirði.