Teknar fyrir ályktanir sem samþykktar voru á aðalfundi aðalstjórnar Tindastóls, 21. júní 2023, og aðalfundi körfuknattleiksdeildar Tindastóls (ódags.) þar sem skorað er á sveitarfélagið Skagafjörð að bæta aðstöðu fyrir íþróttaiðkun og félagsstarf á Sauðárkróki. Núverandi aðstaða á Sauðárkróki er sprungin og mikilvægt er að farið sé í stækkun svo að allar deildir Tindastóls fái aðstöðu í takt við þarfir deildanna. Jafnframt álykta fundirnir að mikilvægt sé að útbúa félagsaðstöðu fyrir Tindastól þar sem félagsmenn og iðkendur geti komið saman og sinnt sínu félagsstarfi. Skora fundirnir á Skagafjörð að hefja vinnuna tafarlaust. Byggðarráð Skagafjarðar ítrekar að sveitarfélagið er í vinnu með UMSS um framtíðarstefnumörkun íþróttamála í Skagafirði þar sem m.a. verður fjallað um uppbyggingu íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu. Áhersla byggðarráðs er á að uppbygging íþróttamannvirkja til íþróttaiðkunar og kennslu grunnskólabarna verði markviss og í forgangi umfram uppbyggingu félagsaðstöðu einstakra félaga eða deilda þeirra. Sveitarfélagið veitir UMSS nú þegar rekstrarstyrk vegna kostnaðar við framkvæmdastjóra og rekstur skrifstofu en UMSS er samband íþróttafélaga í Skagafirði öllum og eru aðildarfélögin í dag 10 talsins. Skagafjörður leggur þannig áherslu á að stuðningur sveitarfélagsins jafnist yfir félög í Skagafirði.
Byggðarráð Skagafjarðar ítrekar að sveitarfélagið er í vinnu með UMSS um framtíðarstefnumörkun íþróttamála í Skagafirði þar sem m.a. verður fjallað um uppbyggingu íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu. Áhersla byggðarráðs er á að uppbygging íþróttamannvirkja til íþróttaiðkunar og kennslu grunnskólabarna verði markviss og í forgangi umfram uppbyggingu félagsaðstöðu einstakra félaga eða deilda þeirra. Sveitarfélagið veitir UMSS nú þegar rekstrarstyrk vegna kostnaðar við framkvæmdastjóra og rekstur skrifstofu en UMSS er samband íþróttafélaga í Skagafirði öllum og eru aðildarfélögin í dag 10 talsins. Skagafjörður leggur þannig áherslu á að stuðningur sveitarfélagsins jafnist yfir félög í Skagafirði.