Fara í efni

Skipulagsnefnd - 28

Málsnúmer 2307010F

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 57. fundur - 31.07.2023

Fundargerð 28. fundar skipulagsnefndar frá 13. júlí 2023 lögð fram til afgreiðslu á 57. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér.
  • Skipulagsnefnd - 28 Farið yfir innsendar athugasemdir við skipulagslýsingu Freyjugarðsins á Sauðárkróki sem finna má á nýrri Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar mál nr. 208/2023 undir vefslóðinni https://skipulagsgatt.is/issues/208.

    Skipulagsnefnd þakkar fyrir innsendar ábendingar og athugasemdir og leggur jafnframt til sérstaka kynningu tillögu á vinnslustigi þar sem unnið er að skipulagi í gróinni byggð.

    Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar skipulagsnefndar staðfest á 57. fundi byggðarráðs 31. júlí 2023 með 3 atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 28 Farið yfir innsendar athugasemdir við skipulagslýsingu Hofsós, sorpmóttaka- og gámasvæði sem finna má á nýrri Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar mál nr. 206/2023 undir vefslóðinni https://skipulagsgatt.is/issues/206.

    Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar skipulagsnefndar staðfest á 57. fundi byggðarráðs 31. júlí 2023 með 3 atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 28 Lögð fram skipulagslýsing fyrir Borgargerði 4. Skipulagssvæðið afmarkast af landamerkjum Borgargerðis 4 eins og þau koma fram á hnitsettum uppdrætti nr. S01 í verki 72954303. Svæðið afmarkast af Borgargerði 3 að sunnanverðu, Borgargerði 1 og Borgargerði lóð að vestan, Borgargerði 2 og Borgargerði 1 landi 3 að norðan og Sjávarborg 3 austan. Hnitsett landamerki á móti Sjávarborg 3, Borgargerði 1 og 3 hafa ekki verið staðfest af landeigendum. Svæðið er um 19,5 ha að stærð.

    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja skipulagslýsinguna og Skipulagsstofnun verði send lýsingin til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar skipulagsnefndar staðfest á 57. fundi byggðarráðs 31. júlí 2023 með 3 atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 28 Gunnar Sigurðsson þinglýstur eigandi Stóru-Akra I, landnúmer 146342 sækir um framkvæmdaleyfi fyrir 12kW rennslisvirkjun í landi Stóru-Akra I í Blönduhlíð. skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7 gr. reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi.

    Umbeðin framkvæmdin samræmist Aðalskipulagi Akrahrepps varðandi byggingu lítilla vatnsaflsvirkjana, minni en 200 kW, til staðbundinnar framleiðslu og sölu inná almenn veitukerfi.
    Svæðið sem ætluð framkvæmd tekur til er skilgreint sem landbúnaðarsvæði og er ekki innan skilgreinds náttúrverndarsvæðis skv. aðalskipulagi og nýtur ekki sérstakrar verndar sbr. 57. gr. laga um nátttúrvernd nr. 60/2013.

    Áætlað er að framkvæmdir hefjist 1.september 2023 og er áætlaður verktími 12 mánuðir.

    Á framlögðum gögnum sem unnin eru á Stoð ehf. verkfræðistofu, 707904AFST Stóru-Akrar I Virkjun A01, 707904AFST Stóru-Akrar I Virkjun A02, 707904BM Stóru-Akrar I smávirkjun B-101 A1, og greinargerð með framkvæmdaleyfisumsókn, er einnig gerð grein fyrir byggingarreit fyrir stöðvarhúsi.

    Landeigandi Höskuldsstaða hefur 19.04.2023 samþykkt lagningu fallpípu þar sem hluti pípunnar fer um land þeirrar jarðar.
    Fyrir liggur jákvæð umsögn minjavarðar dagsett 18.04.2023.

    Skipulagsnefnd samþykkir umbeðinn byggingarreit og leggur til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar skipulagsnefndar staðfest á 57. fundi byggðarráðs 31. júlí 2023 með 3 atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 28 Davíð Einarsson fyrir hönd Einars Gunnarssonar eiganda lögbýlisins Flatatungu Landnúmer, 146279 óskar eftir framkvæmdaleyfi til nytjaskógræktar á 10,9 hektara svæði á landi jarðarinnar.
    Meðfylgjandi er hnitsettur uppdráttur af fyrirhuguðu skógræktarsvæði unnin af Sigríði Hrefnu Pálsdóttur hjá Skógræktinni.
    Fyrirhugað skógræktarsvæðið er í um 130 - 180 m.y.s., í hlíðum suðaustan við bæjartúnin, áður nýtt sem beitiland. Þetta svæði er vel gróið á köflum og melar á köflum og er allt í brekku sem hallar á móti suðvestri. Lögð verður áhersla á að rækta eins fjölbreyttan og þróttmikinn skóg eins og aðstæður leyfa. Megin áhersla verður á að skógurinn myndi skjól, bæti frjósemi jarðvegs, auk þess sem í framtíðinni mun hann gefa af sér viðarnytjar. Við gerð ræktunaráætlunar verður þess gætt að skógurinn falli sem best að landslagi.
    Samkvæmt fornleifaskráningu, Flatatunga og Sólheimar (https://skyrslur.minjastofnun.is/Verkefni_2738.pdf) er engar fornminjar að finna á fyrirhuguðu skógræktarsvæði.
    Fyrir liggur jákvæð umsögn minjavarðar dagsett 21.06.2023.

    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar skipulagsnefndar staðfest á 57. fundi byggðarráðs 31. júlí 2023 með 3 atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 28 Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 20. júní síðastliðinn þar sem óskað er umsagnar skipulagsfulltrúa með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 vegna umsóknar Lúðvíks Kemp um leyfi til að byggja við einbýlishús/bílskúr sem stendur á lóðinni nr. 20 við Hólaveg á Sauðárkróki.
    Meðfylgjandi er aðaluppdrættir, gerðir hjá Áræðni ehf., af Ingvari Gýgjari Sigurðssyni tæknifræðingi, uppdrættir númer A-101, dagsettur 09.06.2023.
    Einnig meðfylgjandi viðauki, teikningar númer A-201, A202 og A-203 með sömu dagsetningu.

    Þar sem ekki liggur fyrir gildandi deiliskipulag fyrir svæðið leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að umbeðin framkvæmd verði grenndarkynnt í samræmi við 1. mgr. 44. gr skipulagslaga. Tillagan skal grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Hólavegar 18 og 22, Smáragrundar 1 og Öldustígs 7.
    Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar skipulagsnefndar staðfest á 57. fundi byggðarráðs 31. júlí 2023 með 3 atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 28 Andrés Viðar Ágústsson og Sigrún Aadnegard þinglýstir eigendur jarðarinnar Bergstaða, landnúmer 145918 óska eftir heimild til að stofna 68.479,0 m2 (6,8 ha) spildu, íbúðarhúsalóð úr landi jarðarinnar, og nefna spilduna "Tangi", skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr.S01 í verki 76340001 útg. 20.júní 2023.
    Afstöðuppdráttur unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Ínu Björk Ársælsdóttir. Kvöð um yfirferðarrétt að útskiptri spildu er um heimreiðarveg í landi Gils, L145930.
    Landeigendur Gils árita erindið einnig, því til staðfestingar.
    Landheiti útskiptrar spildu vísar til landfræðilegrar legu lóðarinnar sem er á tanga við Miklavatn.
    Engin hlunnindi fylgja landskiptum.
    Landskipti samræmast aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og styðja við markmið aðalskipulags um búsetu í dreifbýli.
    Ekkert ræktað land er innan útskiptrar spildu.
    Landskipti hafa óveruleg áhrif á búrekstrarskilyrði og skerða ekki landbúnaðarsvæði í I. og II. flokki.
    Engin verndarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi eru innan útskiptrar spildu. Spildan liggur að Miklavatni sem er friðlýst svæði (FS-2) og nýtur sérstakrar verndar vegna fuglaverndunar.
    Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Bergstöðum, landnr.145918.
    Erindinu fylgir yfirlýsing um ágreiningslaus landamerki.
    Einnig óskað eftir að stofna 1.410 m² byggingarreit fyrir íbúðarhús skv. framlögðum afstöðuuppdrætti.

    Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar skipulagsnefndar staðfest á 57. fundi byggðarráðs 31. júlí 2023 með 3 atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 28 Birgir Bragason lóðarhafi Steinsstaða lóð nr. 4 óskar eftir í tölvupósti dags. 15.06.2023 að skila lóðinni til sveitarfélagsins.

    Skipulagsnefnd samþykkir skil á lóðinni og mun lóðin vera auglýst til úthlutunar í samræmi við gildandi úthlutunarreglur sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar skipulagsnefndar staðfest á 57. fundi byggðarráðs 31. júlí 2023 með 3 atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 28 Vélsmiðja Grundarfjarðar sækir um iðnaðarlóðina Borgarflöt 7 á Sauðárkróki. Fyrirhugað er að reisa 800 m2 geymsluhúsnæði. Öllum tilskildum gögnum hefur verið skilað inn til skipulagsfulltrúa.

    Skipulagsnefnd samþykkir að úthluta lóðinni til umsækjanda.
    Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar skipulagsnefndar staðfest á 57. fundi byggðarráðs 31. júlí 2023 með 3 atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 28 Málið áður á dagskrá sveitarstjórnar 28.06.2023, eftirfarandi bókað:

    „Vísað frá 27. fundi skipulagsnefndar frá 15. júní sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað: Kaupfélag Skagfirðinga sækir um heimild til að stækka byggingarreit fyrir gæruskýli úr stálgrind sem er í skoti á vesturhlið Eyravegs 20 (Kjötafurðarstöð). Mannvirkið mun falla utan við byggingarreit að hluta, eða alls um 71,2 m². Með umsókninni fylgir afstöðumynd unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu, dags. 12.06.2023, verknr. 30270301. Skipulagsnefnd telur að um óverulega breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar sé að ræða og leggur til við sveitarstjórn að fari fram grenndarkynning skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan skal grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum við Eyraveg 16 og 18, Eyrarveg 21 - Vörumiðlun/Verslunin Eyrin og Skarðseyri 5 - Steinull. Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum, að fari fram grenndarkynning skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan skal grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum við Eyraveg 16 og 18, Eyrarveg 21 - Vörumiðlun/Verslunin Eyrin og Skarðseyri 5 - Steinull.“

    Grenndarkynning vegna Eyrarvegs 20 á Sauðárkróki var send út 29.06.2023, gögn bárust 12.07. 2023 þar sem þeir aðilar sem grenndarkynnt er fyrir gera ekki athugasemd.

    Skipulagsnefnd leggur til sveitarstjórn að samþykkja óverulega breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar þar sem kynning hefur farið fram skv. 44. gr skipulagslaganna, en vísar að öðru leiti til 4. mgr. 5. gr. hafnarreglugerðar fyrir Hafnarsjóðs Skagafjarðar nr. 1040.
    Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar skipulagsnefndar staðfest á 57. fundi byggðarráðs 31. júlí 2023 með 3 atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 28 Málið áður á dagskrá sveitarstjórnar 28.06.2023, eftirfarandi bókað:

    „Vísað frá 27. fundi skipulagsnefndar frá 15. júní sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað: Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 31. maí síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 um leyfi til að byggja bílageymslu á lóðinni Glaumbær III, L224804. Meðfylgjandi aðaluppdráttur gerður af Guðmundi Þór Guðmundssyni. Uppdráttur í verki 0423, númer 01, dagsettur 12.05.2023. Þar sem ekki liggur fyrir gildandi deiliskipulag fyrir svæðið leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að umbeðin framkvæmd verði grenndarkynnt í samræmi við 1. mgr. 44. gr skipulagslaga. Tillagan skal grenndarkynnt fyrir landeigendum Halldórsstaða og Glaumbæjar II. Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkæðum, að umbeðin framkvæmd verði grenndarkynnt í samræmi við 1. mgr. 44. gr skipulagslaga. Tillagan skal grenndarkynnt fyrir landeigendum Halldórsstaða og Glaumbæjar II.“

    Grenndarkynning vegna Glaumbæjar III var send út 29.06.2023, gögn bárust þar sem þeir aðilar sem grenndarkynnt er fyrir gera ekki athugasemd.

    Skipulagsnefnd leggur til sveitarstjórn að heimila umbeðna framkvæmd.
    Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar skipulagsnefndar staðfest á 57. fundi byggðarráðs 31. júlí 2023 með 3 atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 28 Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir óskar eftir þar sem ekki liggja fyrir þinglýst gögn, frumheimildir varðandi tilurð lóðarinnar Sunnuhvoll L146734 að gerður verði lóðarleigusamningur varðandi lóðina. Skipulagsfulltrúi hefur látið gera vinnuskrá með tillögu að hnitsettri afmörkun lóðarinnar. Afmörkunin byggir á deiliskipulaginu Plássið, Sandurinn, Brekkan og Bakkinn en einnig mældum girðingum og innmældum húsum. Skráð stærð lóðarinnar í landeignaskrá HMS er 0,4 ha. Mæld stærð samkvæmt vinnuskrá er 3.910 m².

    Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna lóðarblað á grundvelli framlagðrar vinnuskrár og gera lóðarleigusamning við hlutaðeigandi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar skipulagsnefndar staðfest á 57. fundi byggðarráðs 31. júlí 2023 með 3 atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 28 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 17 þann 01.06.2023. Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar skipulagsnefndar staðfest á 57. fundi byggðarráðs 31. júlí 2023 með 3 atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 28 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 18 þann 16.06.2023. Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar skipulagsnefndar staðfest á 57. fundi byggðarráðs 31. júlí 2023 með 3 atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 28 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 19 þann 28.06.2023. Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar skipulagsnefndar staðfest á 57. fundi byggðarráðs 31. júlí 2023 með 3 atkvæðum.