Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar

57. fundur 31. júlí 2023 kl. 11:00 - 12:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Guðlaugur Skúlason varam.
    Aðalmaður: Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson varam. áheyrnarftr.
    Aðalmaður: Jóhanna Ey Harðardóttir
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Dagskrá
Á 15. fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 28. júní 2023, var samþykkt að veita byggðarráði heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar, skv. III. kafla 8. gr. samþykkta sveitarfélagsins.
Sumarleyfið hefst 29. júní og lýkur 15. ágúst 2023.

Í upphafi fundar var samþykkt að taka á dagskrá með afbrigðum mál nr. 2306111, Drög að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038.

1.Beiðni um lokun gatna vegna unglingalandsmóts

Málsnúmer 2307156Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf, dags. 14. júlí 2023, frá Ómari Braga Stefánssyni, f.h.framkvæmdanefndar unglingalandsmóts UMFÍ á Sauðárkróki 2023. Í erindinu er óskað eftir heimild til að loka hluta Skagfirðingabrautar, frá gatnamótum við Öldustíg, og að innkeyrslu við bílastæði Árskóla, föstudaginn 4. ágúst frá kl. 08-18, laugardaginn 5. ágúst frá kl. 08-18 og sunnudaginn 6. ágúst frá kl. 08-18.
Byggðarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og að uppfylltum öðrum tilskyldum leyfum, ásamt því að hjáleiðir verði vel merktar.

2.Kakalaskáli - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 2307112Vakta málsnúmer

Lögð fram umsagnarbeiðni frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra, málsnúmer 2023-042289, dagsett 19. júlí 2023. Kakalaskáli ehf., kt. 621112-0150, sækir um leyfi til reksturs, Veitingaleyfi flokkur II - E kaffihús - F krá, vegna Kakalaskála, Kringlumýri (F214-1925), 561 Varmahlíð.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

3.Samráð; Drög að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038

Málsnúmer 2306111Vakta málsnúmer

Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 112/2023, „Drög að samgönguáætlun fyrir árin 2024?2038“. Umsagnarfrestur er til og með 31.07. 2023. Málið var áður til kynningar á 53. fundi byggðarráðs 21. júní 2023.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar sérstaklega áherslum samgönguáætlunar þegar kemur að umferðaröryggi og ekki síst í þeim efnum forgangsröðun í jarðgangakafla áætlunarinnar hvað varðar áform um jarðgöng á milli Fljóta og Siglufjarðar. Byggðarráð tekur einnig undir áherslur um fækkun einbreiðra brúa í þjóðvegakerfi landsins.
Þá fagnar byggðarráð að framkvæmdir við nýja ytri höfn á Sauðárkróki séu framundan en leggur ríka áherslu á að þeim framkvæmdum verði hraðað enn frekar og þeim lokið eigi síðar en snemma árs 2026. Fyrir því liggja brýnar ástæður sem eru annars vegar að þær eru forsenda uppbyggingar nýrrar hátæknifiskvinnslu FISK Seafood á Sauðárkróki og hins vegar að þær eru jafnframt forsenda þess að orkuskipti geti átt sér stað í skipaflota fyrirtækisins og að Sauðárkrókshöfn verði til framtíðar viðkomustaður strandflutninga. Orkuskipti kalla á hafnaraðstöðu sem tekur á móti skipum sem rista dýpra en núverandi höfn á Sauðárkróki ræður við.
Byggðarráð bendir einnig á að víða í Skagafirði má finna vegi sem beinlínis eru hættulegir yfirferðar vegna skorts á viðhaldi. Í greiningu Vífils Karlssonar um umferð og ástand vega á Vesturlandi, sem unnin var fyrir Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi árið 2016, kom fram að árið 2014 var hlutfallslega mest af malarvegum á Norðurlandi vestra og ljóst að miðað við litlar úrbætur í landshlutanum síðan þá, þá hefur Norðurland vestra dregist enn frekar aftur úr öðrum landsvæðum. Þess má geta að á hverjum skóladegi í Skagafirði aka skólabílar börnum 314 km vegalengd, þar af tæpum þriðjungi eða 91,5 km á malarvegum og yfir 12 einbreiðar brýr. Það er því afar brýnt að sjónir samgönguyfirvalda beinist að Norðurlandi vestra og auknum nýframkvæmdum við vegi þar. Má þar t.d. benda á afar bágborna vegi í Skagafirði í Hegranesi, Sæmundarhlíð, Ólafsfjarðarvegi suður frá Ketilási, Skagafjarðarveg, Skagaveg og Ásaveg. Mjög áríðandi er að ráðast í löngu tímabærar lagfæringar á Hólavegi en þar er umferðarþungi mikill og slysatíðni há. Þess má geta að fjölmennt landsmót hestamanna verður haldið á Hólum í Hjaltadal sumarið 2026.
Byggðarráð telur brýnt að stórauka fjárframlög til girðinga meðfram þjóðvegum landsins og einnig til uppbyggingar og viðhalds reiðvega umfram það sem gert er ráð fyrir í drögum að samgönguáætlun.
Byggðarráð leggur áherslu á að reglugerð sem gildir um vetraþjónustu Vegagerðarinnar verði tekin til endurskoðunar en eins og hún er í raun framsett þá gildir helmingamokstur Vegagerðarinnar aðeins að þriðja síðasta bæ við enda vegar. Sú aðferðafræði er vægast sagt umdeild og algjörlega á skjön við áherslur á jafnræði borgaranna og byggðaþróun. Enn má geta um ósanngjarnar reglur Vegagerðarinnar sem miða aðra mokstursþjónustu eingöngu við umferð á þjóðvegum og tengivegum en horfa ekkert til þess hvar á landinu þessir vegir eru. Það gefur t.d. auga leið að það þarf almennt séð miklu meiri vetrarþjónustu á t.a.m. veginn fram í Stíflu í Fljótum heldur en veg með sambærilegum umferðarþunga á Suðurlandi eða Suðvesturhorninu.
Byggðarráð Skagafjarðar tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga við drög að samgönguáætlun og ekki síst hvað varðar að auknu fjármagni verði varið til vetrarþjónustu vega utan þéttbýlis með það að markmiði að aðlaga þjónustuna að þörfum samfélagsins og atvinnulífs. Trygg og góð vetrarþjónusta er ein af grunnforsendum þess að markmið áætlana ráðuneytisins um að innviðir mæti þörfum samfélagsins og sjálfbærar byggðir og sveitarfélög um allt land verði náð. Einnig að viðmiðunarreglur Vegagerðarinnar um kostnaðarþátttöku sveitarfélaga vegna snjómoksturs verði teknar til endurskoðunar í samvinnu við sveitarfélögin.
Byggðarráð vill að lokum benda á að svo litlir fjármunir eru veittir til viðhalds á Alexandersflugvelli við Sauðárkrók að til skammar er. Flugvöllurinn gegnir mikilvægu hlutverki fyrir sjúkraflutninga í landshlutanum og nauðsynlegt að vellinum og allri aðstöðu sé viðhaldið á sómasamlegan hátt og þannig að lífi fólks sé ekki ógnað af þessum sökum. Þess má jafnframt geta að slitlag á flugbrautinni er farið að láta verulega á sjá, ráðast þarf í endurbætur á lendingarljósum, auk fleiri brýnna aðgerða til að tryggja að völlurinn geti að lágmarki haldið áfram að sinna hlutverki sínu við að tryggja sjúkraflug til og frá Skagafirði.

4.Til samráðs Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um skipulag haf- og strandsvæða (skipan svæðisráða o.fl.)

Málsnúmer 2307074Vakta málsnúmer

Lagt fram mál frá innviðaráðuneyti til samráðs, nr. 132/2023, „Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um skipulag haf- og strandsvæða (skipan svæðisráða o.fl.)“. Umsagnarfrestur er til 18. ágúst 2023.

5.Samráð; Áform um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun

Málsnúmer 2307104Vakta málsnúmer

Lagt fram til samráðs mál frá innviðaráðuneyti, nr. 141/2023, „Áform um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun“. Umsagnarfrestur er til og með 18.08. 2023.

6.Samráð; Áform um breytingar á persónuverndarlögum

Málsnúmer 2307108Vakta málsnúmer

Lagt fram til samráðs mál frá dómsmálaráðuneyti, nr. 142/2023, „Áform um breytingar á persónuverndarlögum“. Umsagnarfrestur er til og með 25.08. 2023.

7.Samráð; Áform um frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum (tímabundnar uppbyggingarheimildir)

Málsnúmer 2307111Vakta málsnúmer

Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 129/2023, „Áform um frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum (tímabundnar uppbyggingarheimildir)“. Umsagnarfrestur er til og með 18.08.2023.
Byggðarráð vísar málinu til umsagnar skipulagsnefndar.

8.Samráð; Drög að frumvarpi til laga um breytingu á húsaleigulögum, nr. 361994 (tillögur starfshóps um endurskoðun húsaleigulaga)

Málsnúmer 2307114Vakta málsnúmer

Lagt fram til samráðs mál frá innviðaráðuneyti nr. 140/2023, „Drög að frumvarpi til laga um breytingu á húsaleigulögum, nr. 36/1994 (tillögur starfshóps um endurskoðun húsaleigulaga)“. Umsagnarfrestur er til og með 21.08. 2023.

9.Samráð; Grænbók um skipulagsmál

Málsnúmer 2307152Vakta málsnúmer

Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 145/2023, „Grænbók um skipulagsmál“. Umsagnarfrestur er til og með 24.08. 2023.
Byggðarráð vísar málinu til umsagnar skipulagsnefndar.

10.Samráð; Drög að húsnæðisstefnu til fimmtán ára og aðgerðaáætlun til fimm ára (hvítbók um húsnæðismál)

Málsnúmer 2307113Vakta málsnúmer

Lagt fram til samráðs mál frá innviðaráðuneyti nr. 139/2023, „Drög að húsnæðisstefnu til fimmtán ára og aðgerðaáætlun til fimm ára (hvítbók um húsnæðismál)“. Umsagnarfrestur er til og með 04.09. 2023.

11.Skipulagsnefnd - 28

Málsnúmer 2307010FVakta málsnúmer

Fundargerð 28. fundar skipulagsnefndar frá 13. júlí 2023 lögð fram til afgreiðslu á 57. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér.
  • Skipulagsnefnd - 28 Farið yfir innsendar athugasemdir við skipulagslýsingu Freyjugarðsins á Sauðárkróki sem finna má á nýrri Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar mál nr. 208/2023 undir vefslóðinni https://skipulagsgatt.is/issues/208.

    Skipulagsnefnd þakkar fyrir innsendar ábendingar og athugasemdir og leggur jafnframt til sérstaka kynningu tillögu á vinnslustigi þar sem unnið er að skipulagi í gróinni byggð.

    Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar skipulagsnefndar staðfest á 57. fundi byggðarráðs 31. júlí 2023 með 3 atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 28 Farið yfir innsendar athugasemdir við skipulagslýsingu Hofsós, sorpmóttaka- og gámasvæði sem finna má á nýrri Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar mál nr. 206/2023 undir vefslóðinni https://skipulagsgatt.is/issues/206.

    Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar skipulagsnefndar staðfest á 57. fundi byggðarráðs 31. júlí 2023 með 3 atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 28 Lögð fram skipulagslýsing fyrir Borgargerði 4. Skipulagssvæðið afmarkast af landamerkjum Borgargerðis 4 eins og þau koma fram á hnitsettum uppdrætti nr. S01 í verki 72954303. Svæðið afmarkast af Borgargerði 3 að sunnanverðu, Borgargerði 1 og Borgargerði lóð að vestan, Borgargerði 2 og Borgargerði 1 landi 3 að norðan og Sjávarborg 3 austan. Hnitsett landamerki á móti Sjávarborg 3, Borgargerði 1 og 3 hafa ekki verið staðfest af landeigendum. Svæðið er um 19,5 ha að stærð.

    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja skipulagslýsinguna og Skipulagsstofnun verði send lýsingin til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar skipulagsnefndar staðfest á 57. fundi byggðarráðs 31. júlí 2023 með 3 atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 28 Gunnar Sigurðsson þinglýstur eigandi Stóru-Akra I, landnúmer 146342 sækir um framkvæmdaleyfi fyrir 12kW rennslisvirkjun í landi Stóru-Akra I í Blönduhlíð. skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7 gr. reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi.

    Umbeðin framkvæmdin samræmist Aðalskipulagi Akrahrepps varðandi byggingu lítilla vatnsaflsvirkjana, minni en 200 kW, til staðbundinnar framleiðslu og sölu inná almenn veitukerfi.
    Svæðið sem ætluð framkvæmd tekur til er skilgreint sem landbúnaðarsvæði og er ekki innan skilgreinds náttúrverndarsvæðis skv. aðalskipulagi og nýtur ekki sérstakrar verndar sbr. 57. gr. laga um nátttúrvernd nr. 60/2013.

    Áætlað er að framkvæmdir hefjist 1.september 2023 og er áætlaður verktími 12 mánuðir.

    Á framlögðum gögnum sem unnin eru á Stoð ehf. verkfræðistofu, 707904AFST Stóru-Akrar I Virkjun A01, 707904AFST Stóru-Akrar I Virkjun A02, 707904BM Stóru-Akrar I smávirkjun B-101 A1, og greinargerð með framkvæmdaleyfisumsókn, er einnig gerð grein fyrir byggingarreit fyrir stöðvarhúsi.

    Landeigandi Höskuldsstaða hefur 19.04.2023 samþykkt lagningu fallpípu þar sem hluti pípunnar fer um land þeirrar jarðar.
    Fyrir liggur jákvæð umsögn minjavarðar dagsett 18.04.2023.

    Skipulagsnefnd samþykkir umbeðinn byggingarreit og leggur til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar skipulagsnefndar staðfest á 57. fundi byggðarráðs 31. júlí 2023 með 3 atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 28 Davíð Einarsson fyrir hönd Einars Gunnarssonar eiganda lögbýlisins Flatatungu Landnúmer, 146279 óskar eftir framkvæmdaleyfi til nytjaskógræktar á 10,9 hektara svæði á landi jarðarinnar.
    Meðfylgjandi er hnitsettur uppdráttur af fyrirhuguðu skógræktarsvæði unnin af Sigríði Hrefnu Pálsdóttur hjá Skógræktinni.
    Fyrirhugað skógræktarsvæðið er í um 130 - 180 m.y.s., í hlíðum suðaustan við bæjartúnin, áður nýtt sem beitiland. Þetta svæði er vel gróið á köflum og melar á köflum og er allt í brekku sem hallar á móti suðvestri. Lögð verður áhersla á að rækta eins fjölbreyttan og þróttmikinn skóg eins og aðstæður leyfa. Megin áhersla verður á að skógurinn myndi skjól, bæti frjósemi jarðvegs, auk þess sem í framtíðinni mun hann gefa af sér viðarnytjar. Við gerð ræktunaráætlunar verður þess gætt að skógurinn falli sem best að landslagi.
    Samkvæmt fornleifaskráningu, Flatatunga og Sólheimar (https://skyrslur.minjastofnun.is/Verkefni_2738.pdf) er engar fornminjar að finna á fyrirhuguðu skógræktarsvæði.
    Fyrir liggur jákvæð umsögn minjavarðar dagsett 21.06.2023.

    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar skipulagsnefndar staðfest á 57. fundi byggðarráðs 31. júlí 2023 með 3 atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 28 Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 20. júní síðastliðinn þar sem óskað er umsagnar skipulagsfulltrúa með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 vegna umsóknar Lúðvíks Kemp um leyfi til að byggja við einbýlishús/bílskúr sem stendur á lóðinni nr. 20 við Hólaveg á Sauðárkróki.
    Meðfylgjandi er aðaluppdrættir, gerðir hjá Áræðni ehf., af Ingvari Gýgjari Sigurðssyni tæknifræðingi, uppdrættir númer A-101, dagsettur 09.06.2023.
    Einnig meðfylgjandi viðauki, teikningar númer A-201, A202 og A-203 með sömu dagsetningu.

    Þar sem ekki liggur fyrir gildandi deiliskipulag fyrir svæðið leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að umbeðin framkvæmd verði grenndarkynnt í samræmi við 1. mgr. 44. gr skipulagslaga. Tillagan skal grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Hólavegar 18 og 22, Smáragrundar 1 og Öldustígs 7.
    Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar skipulagsnefndar staðfest á 57. fundi byggðarráðs 31. júlí 2023 með 3 atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 28 Andrés Viðar Ágústsson og Sigrún Aadnegard þinglýstir eigendur jarðarinnar Bergstaða, landnúmer 145918 óska eftir heimild til að stofna 68.479,0 m2 (6,8 ha) spildu, íbúðarhúsalóð úr landi jarðarinnar, og nefna spilduna "Tangi", skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr.S01 í verki 76340001 útg. 20.júní 2023.
    Afstöðuppdráttur unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Ínu Björk Ársælsdóttir. Kvöð um yfirferðarrétt að útskiptri spildu er um heimreiðarveg í landi Gils, L145930.
    Landeigendur Gils árita erindið einnig, því til staðfestingar.
    Landheiti útskiptrar spildu vísar til landfræðilegrar legu lóðarinnar sem er á tanga við Miklavatn.
    Engin hlunnindi fylgja landskiptum.
    Landskipti samræmast aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og styðja við markmið aðalskipulags um búsetu í dreifbýli.
    Ekkert ræktað land er innan útskiptrar spildu.
    Landskipti hafa óveruleg áhrif á búrekstrarskilyrði og skerða ekki landbúnaðarsvæði í I. og II. flokki.
    Engin verndarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi eru innan útskiptrar spildu. Spildan liggur að Miklavatni sem er friðlýst svæði (FS-2) og nýtur sérstakrar verndar vegna fuglaverndunar.
    Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Bergstöðum, landnr.145918.
    Erindinu fylgir yfirlýsing um ágreiningslaus landamerki.
    Einnig óskað eftir að stofna 1.410 m² byggingarreit fyrir íbúðarhús skv. framlögðum afstöðuuppdrætti.

    Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar skipulagsnefndar staðfest á 57. fundi byggðarráðs 31. júlí 2023 með 3 atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 28 Birgir Bragason lóðarhafi Steinsstaða lóð nr. 4 óskar eftir í tölvupósti dags. 15.06.2023 að skila lóðinni til sveitarfélagsins.

    Skipulagsnefnd samþykkir skil á lóðinni og mun lóðin vera auglýst til úthlutunar í samræmi við gildandi úthlutunarreglur sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar skipulagsnefndar staðfest á 57. fundi byggðarráðs 31. júlí 2023 með 3 atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 28 Vélsmiðja Grundarfjarðar sækir um iðnaðarlóðina Borgarflöt 7 á Sauðárkróki. Fyrirhugað er að reisa 800 m2 geymsluhúsnæði. Öllum tilskildum gögnum hefur verið skilað inn til skipulagsfulltrúa.

    Skipulagsnefnd samþykkir að úthluta lóðinni til umsækjanda.
    Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar skipulagsnefndar staðfest á 57. fundi byggðarráðs 31. júlí 2023 með 3 atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 28 Málið áður á dagskrá sveitarstjórnar 28.06.2023, eftirfarandi bókað:

    „Vísað frá 27. fundi skipulagsnefndar frá 15. júní sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað: Kaupfélag Skagfirðinga sækir um heimild til að stækka byggingarreit fyrir gæruskýli úr stálgrind sem er í skoti á vesturhlið Eyravegs 20 (Kjötafurðarstöð). Mannvirkið mun falla utan við byggingarreit að hluta, eða alls um 71,2 m². Með umsókninni fylgir afstöðumynd unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu, dags. 12.06.2023, verknr. 30270301. Skipulagsnefnd telur að um óverulega breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar sé að ræða og leggur til við sveitarstjórn að fari fram grenndarkynning skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan skal grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum við Eyraveg 16 og 18, Eyrarveg 21 - Vörumiðlun/Verslunin Eyrin og Skarðseyri 5 - Steinull. Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum, að fari fram grenndarkynning skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan skal grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum við Eyraveg 16 og 18, Eyrarveg 21 - Vörumiðlun/Verslunin Eyrin og Skarðseyri 5 - Steinull.“

    Grenndarkynning vegna Eyrarvegs 20 á Sauðárkróki var send út 29.06.2023, gögn bárust 12.07. 2023 þar sem þeir aðilar sem grenndarkynnt er fyrir gera ekki athugasemd.

    Skipulagsnefnd leggur til sveitarstjórn að samþykkja óverulega breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar þar sem kynning hefur farið fram skv. 44. gr skipulagslaganna, en vísar að öðru leiti til 4. mgr. 5. gr. hafnarreglugerðar fyrir Hafnarsjóðs Skagafjarðar nr. 1040.
    Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar skipulagsnefndar staðfest á 57. fundi byggðarráðs 31. júlí 2023 með 3 atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 28 Málið áður á dagskrá sveitarstjórnar 28.06.2023, eftirfarandi bókað:

    „Vísað frá 27. fundi skipulagsnefndar frá 15. júní sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað: Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 31. maí síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 um leyfi til að byggja bílageymslu á lóðinni Glaumbær III, L224804. Meðfylgjandi aðaluppdráttur gerður af Guðmundi Þór Guðmundssyni. Uppdráttur í verki 0423, númer 01, dagsettur 12.05.2023. Þar sem ekki liggur fyrir gildandi deiliskipulag fyrir svæðið leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að umbeðin framkvæmd verði grenndarkynnt í samræmi við 1. mgr. 44. gr skipulagslaga. Tillagan skal grenndarkynnt fyrir landeigendum Halldórsstaða og Glaumbæjar II. Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkæðum, að umbeðin framkvæmd verði grenndarkynnt í samræmi við 1. mgr. 44. gr skipulagslaga. Tillagan skal grenndarkynnt fyrir landeigendum Halldórsstaða og Glaumbæjar II.“

    Grenndarkynning vegna Glaumbæjar III var send út 29.06.2023, gögn bárust þar sem þeir aðilar sem grenndarkynnt er fyrir gera ekki athugasemd.

    Skipulagsnefnd leggur til sveitarstjórn að heimila umbeðna framkvæmd.
    Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar skipulagsnefndar staðfest á 57. fundi byggðarráðs 31. júlí 2023 með 3 atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 28 Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir óskar eftir þar sem ekki liggja fyrir þinglýst gögn, frumheimildir varðandi tilurð lóðarinnar Sunnuhvoll L146734 að gerður verði lóðarleigusamningur varðandi lóðina. Skipulagsfulltrúi hefur látið gera vinnuskrá með tillögu að hnitsettri afmörkun lóðarinnar. Afmörkunin byggir á deiliskipulaginu Plássið, Sandurinn, Brekkan og Bakkinn en einnig mældum girðingum og innmældum húsum. Skráð stærð lóðarinnar í landeignaskrá HMS er 0,4 ha. Mæld stærð samkvæmt vinnuskrá er 3.910 m².

    Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna lóðarblað á grundvelli framlagðrar vinnuskrár og gera lóðarleigusamning við hlutaðeigandi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar skipulagsnefndar staðfest á 57. fundi byggðarráðs 31. júlí 2023 með 3 atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 28 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 17 þann 01.06.2023. Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar skipulagsnefndar staðfest á 57. fundi byggðarráðs 31. júlí 2023 með 3 atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 28 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 18 þann 16.06.2023. Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar skipulagsnefndar staðfest á 57. fundi byggðarráðs 31. júlí 2023 með 3 atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 28 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 19 þann 28.06.2023. Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar skipulagsnefndar staðfest á 57. fundi byggðarráðs 31. júlí 2023 með 3 atkvæðum.

12.Skipulagsnefnd - 29

Málsnúmer 2307016FVakta málsnúmer

Fundargerð 29. fundar skipulagsnefndar frá 27. júlí 2023 lögð fram til afgreiðslu á 57. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér.
  • Skipulagsnefnd - 29 Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýsta aðalskipulagsbreytingu mál nr. 363/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/363) í Skipulagsgáttinni, nýrri samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál.
    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að breytingu á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020- 2035 fyrir Skólasvæði Varmahlíðar og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 2. mgr. 32. gr skipulagslaga. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn umsagnir á kynningartíma.

    Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýst deiliskipulag, mál nr. 364/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/364) í Skipulagsgáttinni, nýrri samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál.
    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að deiliskipulagi, Skólasvæði Varmahlíð og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 1. mgr. 42. gr skipulagslaga og auglýsa samþykkt deiliskipulag í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð stofnunarinnar. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn umsagnir á kynningartíma.
    Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar skipulagsnefndar staðfest á 57. fundi byggðarráðs 31. júlí 2023 með 3 atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 29 Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýsta aðalskipulagsbreytingu mál nr. 365/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/365) í Skipulagsgáttinni, nýrri samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál.
    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að breytingu á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020- 2035, með minniháttar lagfæringum, fyrir Íþróttasvæði á Flæðum á Sauðárkróki og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 2. mgr. 32. gr skipulagslaga. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn umsagnir á kynningartíma.

    Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýst deiliskipulag, mál nr. 366/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/366) í Skipulagsgáttinni, nýrri samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál.
    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að deiliskipulagi, með minniháttar lagfæringum, Íþróttasvæði á Flæðum á Sauðárkróki og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 1. mgr. 42. gr skipulagslaga og auglýsa samþykkt deiliskipulag í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð stofnunarinnar. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og athugasemdum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn ábendingar á kynningartíma.
    Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar skipulagsnefndar staðfest á 57. fundi byggðarráðs 31. júlí 2023 með 3 atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 29 Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýsta aðalskipulagsbreytingu mál nr. 358/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/358) í Skipulagsgáttinni, nýrri samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál.
    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að breytingu á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020- 2035, fyrir Íbúðarbyggð á Hofsósi sunnan Kirkjugötu og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi 2. mgr. 32. gr skipulagslaga. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og athugasemdum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn ábendingar á kynningartíma.

    Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýst deiliskipulag, mál nr. 359/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/359) í Skipulagsgáttinni, nýrri samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál.
    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að deiliskipulagi, með minniháttar lagfæringum, Íbúðarbyggð á Hofsósi sunnan Kirkjugötu og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 1. mgr. 42. gr skipulagslaga og auglýsa samþykkt deiliskipulag í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð stofnunarinnar. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og athugasemdum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn ábendingar á kynningartíma.
    Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar skipulagsnefndar staðfest á 57. fundi byggðarráðs 31. júlí 2023 með 3 atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 29 Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýsta aðalskipulagsbreytingu mál nr. 360/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/360) í Skipulagsgáttinni, nýrri samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál.
    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að breytingu á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020- 2035, fyrir Sauðárkrókskirkjugarð og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 2. mgr. 32. gr skipulagslaga. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn umsagnir á kynningartíma.

    Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýst deiliskipulag, mál nr. 362/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/362) í Skipulagsgáttinni, nýrri samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál.
    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að deiliskipulagi, með minniháttar lagfæringum, Sauðárkrókskirkjugarð og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 1. mgr. 42. gr skipulagslaga og auglýsa samþykkt deiliskipulag í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð stofnunarinnar. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn umsagnir á kynningartíma.
    Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar skipulagsnefndar staðfest á 57. fundi byggðarráðs 31. júlí 2023 með 3 atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 29 Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýsta aðalskipulagsbreytingu mál nr. 255/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/255) í Skipulagsgáttinni, nýrri samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál.
    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að breytingu á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020- 2035, fyrir Íbúðarbyggð við Sveinstún á Sauðárkróki og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 2. mgr. 32. gr skipulagslaga. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn umsagnir á kynningartíma.

    Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýst deiliskipulag, mál nr. 254/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/254) í Skipulagsgáttinni, nýrri samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál.
    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að deiliskipulagi, með minniháttar lagfæringum, Íbúðarbyggð við Sveinstún á Sauðárkróki og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 1. mgr. 42. gr skipulagslaga og auglýsa samþykkt deiliskipulag í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð stofnunarinnar. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn umsagnir á kynningartíma.
    Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar skipulagsnefndar staðfest á 57. fundi byggðarráðs 31. júlí 2023 með 3 atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 29 Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýsta deiliskipulagslýsingu fyrir Flæðarnar á Sauðárkróki. Umsögnum er vísað til vinnu við gerð deiliskipulagstillögu.
    Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar skipulagsnefndar staðfest á 57. fundi byggðarráðs 31. júlí 2023 með 3 atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 29 Bjarni Reykjalín fyrir hönd Sýls ehf. sækir um samþykki á málsmeðferð á byggingarleyfisumsókn vegna þriggja íbúða raðhúss á lóðinni Ránarstíg 3-7, sem kalli ekki á breytingu á gildandi “Deiliskipulagi íbúðarreits milli Sæmundargötu, Ránarstígs og Freyjugötu á Sauðárkróki?.
    Vísað er til byggingarleyfisumsóknar þar sem sótt er um að lengja húsið um 40 cm umfram það sem áður innsendar teikningar gerðu ráð fyrir og grenndarkynntar voru skv. samþykkt sveitarstjórnar 24.11.2021.
    Helstu frávik sem hér um ræðir eru að húshlutar á austur- og vesturhlið fara óverulega út fyrir byggingarreit eða samtals um 3,97 m2 sem er um 1% af heildarflatarmáli hússins. Nýtingarhlutfall er um 0,34 en leyfilegt nýtingarhlutfall skv. skipulagi er 0,35. Minnsta fjarlægð húss frá lóðarmörkum er um 1,7 m (1,71 m að vestan og 1,68 m að austan). Fjarlægð byggingarreits frá lóðarmörkum er 3,0 m skv. deiliskipulagsskilmálum. Óskað er eftir því að nefndin fjalli um þessa umsókn út frá 2. og 3. mgr. 43. gr og 3. mrg. 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

    Skipulagsnefnd samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að kalla eftir uppfærðum gögnum frá lóðarhafa og afgreiða erindið í samræmi við ákvæði skipulagslaga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar skipulagsnefndar staðfest á 57. fundi byggðarráðs 31. júlí 2023 með 3 atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 29 Axel Kárason, þinglýstur eigandi jarðarinnar Sólheimar 2, landnúmer 234457, í Blönduhlíð, Skagafirði, óska eftir heimild til að láta vinna deiliskipulag fyrir jörðina á eigin kostnað, skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Meðfylgjandi er skipulagslýsing, útg. 1.0. dags. 21.07.2023, sem gerir grein fyrir fyrirhuguðu skipulagsverkefni, helstu forsendum og viðfangsefnum. Í meðfylgjandi skipulagslýsingu er sýnt áætlað framkvæmdasvæði sem getur tekið breytingum á vinnslutíma skipulagsins. Óskað er eftir því, að fengnu samþykki skipulagsnefndar og sveitarstjórnar, að meðfylgjandi skipulagslýsing fái kynningu skv. 5.2.4. gr. skipulagsreglugerðar nr.90/2013.
    Skipulagssvæðið er á landbúnaðarlandi skv.aðalskipulagi Akrahrepps 2010-2022 og verður tillaga að deiliskipulagi unnin á grundvelli þess.

    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja skipulagslýsinguna og Skipulagsstofnun verði send lýsingin til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar skipulagsnefndar staðfest á 57. fundi byggðarráðs 31. júlí 2023 með 3 atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 29 Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 16. júní síðastliðinn þar sem óskað er umsagnar skipulagsfulltrúa með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 vegna umsóknar frá Atla Gunnari Arnórssyni f.h. Trésmiðjunnar Borgar ehf. um leyfi til að endurgera og breyta hluta þakvirkis á iðnaðarhúsnæði sem stendur á lóðinni númer 1 við Borgarmýri á Sauðárkróki.
    Meðfylgjandi aðalupppdráttur gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnar Arnórssyni byggingarverkfræðingi. Uppdrættir í verki 650204, númer A-100 A-101, A-102, A-103, A-104 og A-105, dagsettir 7. júní 2023. Fyrirliggur yfirlýsing dags. 07.07.2023 móttekin af skipulagsfulltrúa 25.07.2023 þar sem fram kemur að eigendur Borgarmýrar 1a geri ekki athugasemdir við ætlaða framkvæmd skv. framagreindum uppdráttum.

    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr skipulagslaga 123/2010 fyrir, lóðarhöfum , Grundarstígs 14, 16, 18 og 20, Sauðármýrar 1, Borgarmýrar 1A og 3, og Borgartúns 1A.
    Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar skipulagsnefndar staðfest á 57. fundi byggðarráðs 31. júlí 2023 með 3 atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 29 Anna Lilja Guðmundsdóttir og Finnur Sigurðsson þinglýstir eigendur jarðarinnar Hólagerðis , landnúmer 146233, óska eftir heimild til að skipta 7,74 ha spildu úr landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S-101 í verki nr. 7257-0000, útg. 10. júlí 2023. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Hallgrími Inga Jónssyni. Óskað er eftir því að lóðin verði skráð sumarhúsalóð og fái heitið Hólagerði 1. Þetta landheiti er ekki skráð á annað landnúmer í sveitarfélaginu.

    Landskipti þessi samræmast aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og styðja við markmið aðalskipulags um búsetu í dreifbýli. Landskipti þessi hafa óveruleg áhrif á búrekstrarskilyrði og skerða ekki landbúnaðarsvæði í I. og II. flokki. Engin verndarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi eru innan útskiptrar spildu. Engin fasteign er á umræddri spildu.

    Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar skipulagsnefndar staðfest á 57. fundi byggðarráðs 31. júlí 2023 með 3 atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 29 Fyrirliggur erindi með skýringarmynd frá lóðarhöfum við Ægisstíg 4 og 6 Sauðárkróki er varðar óskir um aukið bílastæði við eignirnar.

    Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að afgreiða erindið að fenginni umsögn sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs Skagafjarðar.
    Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi heimili umbeðnar girðingar á lóðarmörkum eins og þær koma fram á meðfylgjandi gögnum.
    Eyþór Sveinsson vék af fundi við afgreiðslu erindisins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar skipulagsnefndar staðfest á 57. fundi byggðarráðs 31. júlí 2023 með 3 atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 29 Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 20. júlí síðastliðinn þar sem óskað er umsagnar skipulagsfulltrúa með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 vegna umsóknar frá Guðmundi Þór Guðmundssyni f.h. Guðmundar Magnússonar og Stefaníu F. Finnbogadóttur um leyfi fyrir viðbyggingu, garðskála á lóðinni númer 79 við Raftahlíð á Sauðárkróki.

    Meðfylgjandi er uppdráttur gerður af Guðmundi Þór Guðmundssyni byggingarfræðingi. Uppdráttur er í verki 0223, númer 01, dagsettur 14.05.2023.

    Einnig meðfylgjandi yfirlýsingar lóðarhafa Raftarahlíðar 69, 71, 73, 75, 77 og 81 sem eru sambyggð Raftahlíð 79 þar sem fram kemur að ekki séu gerðar athugasemdir við ætlaða framkvæmd.

    Skipulagsnefnd samþykkir erindið og gerir ekki athugasemdir við að byggingarfulltrúi veiti umbeðið byggingarleyfi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar skipulagsnefndar staðfest á 57. fundi byggðarráðs 31. júlí 2023 með 3 atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 29 Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 20. júlí síðastliðinn þar sem óskað er umsagnar skipulagsfulltrúa með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 vegna umsóknar frá Sigurjóni R. Rafnssyni um leyfi til að breyta notkun frístundahúss í íbúðarhús sem stendur á lóðinni Staðarhofi 3 L232026.

    Skipulagsnefnd samþykkir erindið og gerir ekki athugasemdir við að byggingarfulltrúi breyti skráningu húss og lóðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar skipulagsnefndar staðfest á 57. fundi byggðarráðs 31. júlí 2023 með 3 atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 29 Birkir Fannar Bragason fyrir hönd BF-Verk ehf óskar eftir í tölvupósti dags. 23.07.2023 að skila lóðinni Nestún 22 a-b til sveitarfélagsins.

    Skipulagsnefnd samþykkir skil á lóðinni og mun lóðin vera auglýst til úthlutunar í samræmi við gildandi úthlutunarreglur sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar skipulagsnefndar staðfest á 57. fundi byggðarráðs 31. júlí 2023 með 3 atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 29 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 20 þann 12.07.2023. Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar skipulagsnefndar staðfest á 57. fundi byggðarráðs 31. júlí 2023 með 3 atkvæðum.

13.Borgargerði 4 L234946 - Deiliskipulag

Málsnúmer 2304004Vakta málsnúmer

Vísað frá 28. fundi skipulagsnefndar frá 13. júlí sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
“Lögð fram skipulagslýsing fyrir Borgargerði 4. Skipulagssvæðið afmarkast af landamerkjum Borgargerðis 4 eins og þau koma fram á hnitsettum uppdrætti nr. S01 í verki 72954303. Svæðið afmarkast af Borgargerði 3 að sunnanverðu, Borgargerði 1 og Borgargerði lóð að vestan, Borgargerði 2 og Borgargerði 1 landi 3 að norðan og Sjávarborg 3 austan. Hnitsett landamerki á móti Sjávarborg 3, Borgargerði 1 og 3 hafa ekki verið staðfest af landeigendum. Svæðið er um 19,5 ha að stærð. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja skipulagslýsinguna og Skipulagsstofnun verði send lýsingin til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein skipulagslaga."
Byggðaráð Skagafjarðar samþykkir skipulagslýsinguna með þremur atkvæðum og að Skipulagsstofnun verði send lýsingin til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.

14.Stóru-Akrar 1 (146342) - Smávirkjun. Umsókn um framkvæmdal. og byggingarreit

Málsnúmer 2304066Vakta málsnúmer

Vísað frá 28. fundi skipulagsnefndar frá 13. júlí sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
“Gunnar Sigurðsson þinglýstur eigandi Stóru-Akra I, landnúmer 146342 sækir um framkvæmdaleyfi fyrir 12kW rennslisvirkjun í landi Stóru-Akra I í Blönduhlíð. skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7 gr. reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi. Umbeðin framkvæmdin samræmist Aðalskipulagi Akrahrepps varðandi byggingu lítilla vatnsaflsvirkjana, minni en 200 kW, til staðbundinnar framleiðslu og sölu inná almenn veitukerfi. Svæðið sem ætluð framkvæmd tekur til er skilgreint sem landbúnaðarsvæði og er ekki innan skilgreinds náttúrverndarsvæðis skv. aðalskipulagi og nýtur ekki sérstakrar verndar sbr. 57. gr. laga um nátttúrvernd nr. 60/2013. Áætlað er að framkvæmdir hefjist 1.september 2023 og er áætlaður verktími 12 mánuðir. Á framlögðum gögnum sem unnin eru á Stoð ehf. verkfræðistofu, 707904AFST Stóru-Akrar I Virkjun A01, 707904AFST Stóru-Akrar I Virkjun A02, 707904BM Stóru-Akrar I smávirkjun B-101 A1, og greinargerð með framkvæmdaleyfisumsókn, er einnig gerð grein fyrir byggingarreit fyrir stöðvarhúsi. Landeigandi Höskuldsstaða hefur 19.04.2023 samþykkt lagningu fallpípu þar sem hluti pípunnar fer um land þeirrar jarðar. Fyrir liggur jákvæð umsögn minjavarðar dagsett 18.04.2023. Skipulagsnefnd samþykkir umbeðinn byggingarreit og leggur til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi."
Samkvæmt tillögu skipulagsnefndar samþykkir Byggðaráð Skagafjarðar, með þremur atkvæðum, að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.

15.Flatartunga - Umsókn um framkvæmdaleyfi til skógræktar

Málsnúmer 2307030Vakta málsnúmer

2307030 - Flatartunga - Umsókn um framkvæmdaleyfi til skógræktar
Vísað frá 28. fundi skipulagsnefndar frá 13. júlí sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
“Davíð Einarsson fyrir hönd Einars Gunnarssonar eiganda lögbýlisins Flatatungu Landnúmer, 146279 óskar eftir framkvæmdaleyfi til nytjaskógræktar á 10,9 hektara svæði á landi jarðarinnar. Meðfylgjandi er hnitsettur uppdráttur af fyrirhuguðu skógræktarsvæði unnin af Sigríði Hrefnu Pálsdóttur hjá Skógræktinni. Fyrirhugað skógræktarsvæðið er í um 130 - 180 m.y.s., í hlíðum suðaustan við bæjartúnin, áður nýtt sem beitiland. Þetta svæði er vel gróið á köflum og melar á köflum og er allt í brekku sem hallar á móti suðvestri. Lögð verður áhersla á að rækta eins fjölbreyttan og þróttmikinn skóg eins og aðstæður leyfa. Megin áhersla verður á að skógurinn myndi skjól, bæti frjósemi jarðvegs, auk þess sem í framtíðinni mun hann gefa af sér viðarnytjar. Við gerð ræktunaráætlunar verður þess gætt að skógurinn falli sem best að landslagi. Samkvæmt fornleifaskráningu, Flatatunga og Sólheimar (https://skyrslur.minjastofnun.is/Verkefni_2738.pdf) er engar fornminjar að finna á fyrirhuguðu skógræktarsvæði. Fyrir liggur jákvæð umsögn minjavarðar dagsett 21.06.2023. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi."
Samkvæmt tillögu skipulagsnefndar samþykkir Byggðaráð Skagafjarðar, með þremur atkvæðum, að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.

16.Hólavegur 20 - Fyrirspurn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 2306205Vakta málsnúmer

Vísað frá 28. fundi skipulagsnefndar frá 13. júlí sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
“Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 20. júní síðastliðinn þar sem óskað er umsagnar skipulagsfulltrúa með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 vegna umsóknar Lúðvíks Kemp um leyfi til að byggja við einbýlishús/bílskúr sem stendur á lóðinni nr. 20 við Hólaveg á Sauðárkróki. Meðfylgjandi er aðaluppdrættir, gerðir hjá Áræðni ehf., af Ingvari Gýgjari Sigurðssyni tæknifræðingi, uppdrættir númer A-101, dagsettur 09.06.2023. Einnig meðfylgjandi viðauki, teikningar númer A-201, A202 og A-203 með sömu dagsetningu. Þar sem ekki liggur fyrir gildandi deiliskipulag fyrir svæðið leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að umbeðin framkvæmd verði grenndarkynnt í samræmi við 1. mgr. 44. gr skipulagslaga. Tillagan skal grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Hólavegar 18 og 22, Smáragrundar 1 og Öldustígs 7."
Byggðaráð Skagafjarðar samþykkir með þremur atkvæðum að umbeðin breyting verði grenndarkynnt skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Hólavegar 18 og 22, Smáragrundar 1 og Öldustígs 7.

17.Eyrarvegur 20 - Grenndarkynning

Málsnúmer 2305191Vakta málsnúmer

2305191 - Eyrarvegur 20 ? Grenndarkynning
Vísað frá 28. fundi skipulagsnefndar frá 13. júlí sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
“Málið áður á dagskrá sveitarstjórnar 28.06.2023, eftirfarandi bókað: „Vísað frá 27. fundi skipulagsnefndar frá 15. júní sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað: Kaupfélag Skagfirðinga sækir um heimild til að stækka byggingarreit fyrir gæruskýli úr stálgrind sem er í skoti á vesturhlið Eyravegs 20 (Kjötafurðarstöð). Mannvirkið mun falla utan við byggingarreit að hluta, eða alls um 71,2 m². Með umsókninni fylgir afstöðumynd unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu, dags. 12.06.2023, verknr. 30270301. Skipulagsnefnd telur að um óverulega breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar sé að ræða og leggur til við sveitarstjórn að fari fram grenndarkynning skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan skal grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum við Eyraveg 16 og 18, Eyrarveg 21 - Vörumiðlun/Verslunin Eyrin og Skarðseyri 5 - Steinull. Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum, að fari fram grenndarkynning skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan skal grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum við Eyraveg 16 og 18, Eyrarveg 21 - Vörumiðlun/Verslunin Eyrin og Skarðseyri 5 - Steinull.“ Grenndarkynning vegna Eyrarvegs 20 á Sauðárkróki var send út 29.06.2023, gögn bárust 12.07. 2023 þar sem þeir aðilar sem grenndarkynnt er fyrir gera ekki athugasemd. Skipulagsnefnd leggur til sveitarstjórn að samþykkja óverulega breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar þar sem kynning hefur farið fram skv. 44. gr skipulagslaganna, en vísar að öðru leiti til 4. mgr. 5. gr. hafnarreglugerðar fyrir Hafnarsjóðs Skagafjarðar nr. 1040."
Byggðaráð Skagafjarðar samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar, með tveimur atkvæðum. Guðlaugur Skúlason, Sjálfstæðisflokki, vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

18.Glaumbær III - Umsagnarbeiðni frá byggingarfulltrúa

Málsnúmer 2305230Vakta málsnúmer

Vísað frá 28. fundi skipulagsnefndar frá 13. júlí sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
“Málið áður á dagskrá sveitarstjórnar 28.06.2023, eftirfarandi bókað: „Vísað frá 27. fundi skipulagsnefndar frá 15. júní sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað: Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 31. maí síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 um leyfi til að byggja bílageymslu á lóðinni Glaumbær III, L224804. Meðfylgjandi aðaluppdráttur gerður af Guðmundi Þór Guðmundssyni. Uppdráttur í verki 0423, númer 01, dagsettur 12.05.2023. Þar sem ekki liggur fyrir gildandi deiliskipulag fyrir svæðið leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að umbeðin framkvæmd verði grenndarkynnt í samræmi við 1. mgr. 44. gr skipulagslaga. Tillagan skal grenndarkynnt fyrir landeigendum Halldórsstaða og Glaumbæjar II. Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkæðum, að umbeðin framkvæmd verði grenndarkynnt í samræmi við 1. mgr. 44. gr skipulagslaga. Tillagan skal grenndarkynnt fyrir landeigendum Halldórsstaða og Glaumbæjar II.“ Grenndarkynning vegna Glaumbæjar III var send út 29.06.2023, gögn bárust þar sem þeir aðilar sem grenndarkynnt er fyrir gera ekki athugasemd. Skipulagsnefnd leggur til sveitarstjórn að heimila umbeðna framkvæmd."
Samkvæmt tillögu skipulagsnefndar samþykkir Byggðaráð Skagafjarðar, með þremur atkvæðum, að veita umbeðið leyfi.

19.Skólamannvirki Varmahlíð - Deiliskipulag

Málsnúmer 2204042Vakta málsnúmer

2204042 - Skólamannvirki Varmahlíð - Deiliskipulag
Vísað frá 29. fundi skipulagsnefndar frá 27. júlí sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
“Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýsta aðalskipulagsbreytingu mál nr. 363/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/363) í Skipulagsgáttinni, nýrri samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að breytingu á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020- 2035 fyrir Skólasvæði Varmahlíðar og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 2. mgr. 32. gr skipulagslaga. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn umsagnir á kynningartíma. Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýst deiliskipulag, mál nr. 364/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/364) í Skipulagsgáttinni, nýrri samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að deiliskipulagi, Skólasvæði Varmahlíð og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 1. mgr. 42. gr skipulagslaga og auglýsa samþykkt deiliskipulag í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð stofnunarinnar. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn umsagnir á kynningartíma."
Byggðaráð Skagafjarðar, samþykkir með þremur atkvæðum, framlagaða aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagstillögu fyrir Skólasvæði Varmahlíðar og jafnframt að senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar.

20.Flæðagerði - Deiliskipulag íþróttasvæðis hestamanna

Málsnúmer 2010120Vakta málsnúmer

2010120 - Flæðagerði - Deiliskipulag íþróttasvæðis hestamanna
Vísað frá 29. fundi skipulagsnefndar frá 27. júlí sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
“Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýsta aðalskipulagsbreytingu mál nr. 365/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/365) í Skipulagsgáttinni, nýrri samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að breytingu á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020- 2035, með minniháttar lagfæringum, fyrir Íþróttasvæði á Flæðum á Sauðárkróki og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 2. mgr. 32. gr skipulagslaga. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn umsagnir á kynningartíma. Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýst deiliskipulag, mál nr. 366/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/366) í Skipulagsgáttinni, nýrri samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að deiliskipulagi, með minniháttar lagfæringum, Íþróttasvæði á Flæðum á Sauðárkróki og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 1. mgr. 42. gr skipulagslaga og auglýsa samþykkt deiliskipulag í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð stofnunarinnar. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og athugasemdum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn ábendingar á kynningartíma."
Byggðaráð Skagafjarðar, samþykkir með þremur atkvæðum, framlagaða aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagstillögu, með minniháttar lagfæringum, fyrir Íþróttasvæði á Flæðum á Sauðárkróki og jafnframt að senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar.

21.Hofsós Deiliskipulag - Suðurbraut, Hofsóskirkja, Sætún og Hátún.

Málsnúmer 2201059Vakta málsnúmer

Vísað frá 29. fundi skipulagsnefndar frá 27. júlí sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
“Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýsta aðalskipulagsbreytingu mál nr. 358/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/358) í Skipulagsgáttinni, nýrri samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að breytingu á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020- 2035, fyrir Íbúðarbyggð á Hofsósi sunnan Kirkjugötu og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi 2. mgr. 32. gr skipulagslaga. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og athugasemdum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn ábendingar á kynningartíma. Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýst deiliskipulag, mál nr. 359/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/359) í Skipulagsgáttinni, nýrri samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að deiliskipulagi, með minniháttar lagfæringum, Íbúðarbyggð á Hofsósi sunnan Kirkjugötu og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 1. mgr. 42. gr skipulagslaga og auglýsa samþykkt deiliskipulag í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð stofnunarinnar. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og athugasemdum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn ábendingar á kynningartíma."
Byggðaráð Skagafjarðar, samþykkir með þremur atkvæðum, framlagaða aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagstillögu, með minniháttar lagfæringum, fyrir Íbúðarbyggð á Hofsósi sunnan Kirkjugötu og jafnframt að senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar.

22.Sauðárkrókskirkjugarður - Deiliskipulag

Málsnúmer 2204124Vakta málsnúmer

2204124 - Sauðárkrókskirkjugarður - Deiliskipulag
Vísað frá 29. fundi skipulagsnefndar frá 27. júlí sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
“Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýsta aðalskipulagsbreytingu mál nr. 360/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/360) í Skipulagsgáttinni, nýrri samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að breytingu á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020- 2035, fyrir Sauðárkrókskirkjugarð og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 2. mgr. 32. gr skipulagslaga. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn umsagnir á kynningartíma. Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýst deiliskipulag, mál nr. 362/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/362) í Skipulagsgáttinni, nýrri samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að deiliskipulagi, með minniháttar lagfæringum, Sauðárkrókskirkjugarð og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 1. mgr. 42. gr skipulagslaga og auglýsa samþykkt deiliskipulag í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð stofnunarinnar. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn umsagnir á kynningartíma."
Byggðaráð Skagafjarðar, samþykkir með þremur atkvæðum, framlagaða aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagstillögu, með minniháttar lagfæringum, fyrir Sauðárkrókskirkjugarð og jafnframt að senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar.

23.Sveinstún - Deiliskipulag

Málsnúmer 2105295Vakta málsnúmer

2105295 - Sveinstún - Deiliskipulag
Vísað frá 29. fundi skipulagsnefndar frá 27. júlí sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
“Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýsta aðalskipulagsbreytingu mál nr. 255/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/255) í Skipulagsgáttinni, nýrri samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að breytingu á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020- 2035, fyrir Íbúðarbyggð við Sveinstún á Sauðárkróki og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 2. mgr. 32. gr skipulagslaga. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn umsagnir á kynningartíma. Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýst deiliskipulag, mál nr. 254/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/254) í Skipulagsgáttinni, nýrri samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að deiliskipulagi, með minniháttar lagfæringum, Íbúðarbyggð við Sveinstún á Sauðárkróki og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 1. mgr. 42. gr skipulagslaga og auglýsa samþykkt deiliskipulag í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð stofnunarinnar. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn umsagnir á kynningartíma."
Byggðaráð Skagafjarðar, samþykkir með þremur atkvæðum, framlagaða aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagstillögu, með minniháttar lagfæringum, fyrir íbúðarbyggð við Sveinstún á Sauðárkróki og jafnframt að senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar.

24.Sólheimar 2 - Deiliskipulag

Málsnúmer 2307129Vakta málsnúmer

Vísað frá 29. fundi skipulagsnefndar frá 27. júlí sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
“Axel Kárason, þinglýstur eigandi jarðarinnar Sólheimar 2, landnúmer 234457, í Blönduhlíð, Skagafirði, óska eftir heimild til að láta vinna deiliskipulag fyrir jörðina á eigin kostnað, skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Meðfylgjandi er skipulagslýsing, útg. 1.0. dags. 21.07.2023, sem gerir grein fyrir fyrirhuguðu skipulagsverkefni, helstu forsendum og viðfangsefnum. Í meðfylgjandi skipulagslýsingu er sýnt áætlað framkvæmdasvæði sem getur tekið breytingum á vinnslutíma skipulagsins. Óskað er eftir því, að fengnu samþykki skipulagsnefndar og sveitarstjórnar, að meðfylgjandi skipulagslýsing fái kynningu skv. 5.2.4. gr. skipulagsreglugerðar nr.90/2013. Skipulagssvæðið er á landbúnaðarlandi skv.aðalskipulagi Akrahrepps 2010-2022 og verður tillaga að deiliskipulagi unnin á grundvelli þess. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja skipulagslýsinguna og Skipulagsstofnun verði send lýsingin til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein skipulagslaga."
Byggðaráð Skagafjarðar heimilar umsækjanda að vinna deiliskipulag fyrir jörðina Sólheima 2 á eigin kostnað og samþykkir jafnframt skipulagslýsinguna með þremur atkvæðum og að Skipulagsstofnun verði send lýsingin til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.

25.Borgarmýri 1 - Fyrirspurn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 2306203Vakta málsnúmer

2306203 - Borgarmýri 1 - Fyrirspurn um byggingarleyfi.
Vísað frá 29. fundi skipulagsnefndar frá 27. júlí sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
“Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 16. júní síðastliðinn þar sem óskað er umsagnar skipulagsfulltrúa með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 vegna umsóknar frá Atla Gunnari Arnórssyni f.h. Trésmiðjunnar Borgar ehf. um leyfi til að endurgera og breyta hluta þakvirkis á iðnaðarhúsnæði sem stendur á lóðinni númer 1 við Borgarmýri á Sauðárkróki. Meðfylgjandi aðalupppdráttur gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnar Arnórssyni byggingarverkfræðingi. Uppdrættir í verki 650204, númer A-100 A-101, A-102, A-103, A-104 og A-105, dagsettir 7. júní 2023. Fyrir liggur yfirlýsing dags. 07.07.2023 móttekin af skipulagsfulltrúa 25.07.2023 þar sem fram kemur að eigendur Borgarmýrar 1a geri ekki athugasemdir við ætlaða framkvæmd skv. framagreindum uppdráttum. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr skipulagslaga 123/2010 fyrir, lóðarhöfum , Grundarstígs 14, 16, 18 og 20, Sauðármýrar 1, Borgarmýrar 1a, og 3, og Borgartúns 1a."
Byggðaráð Skagafjarðar samþykkir með þremur atkvæðum að umbeðin breyting verði grenndarkynnt skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Grundarstígs 14, 16, 18 og 20, Sauðármýrar 1, Borgarmýrar 1a og 3, og Borgartúns 1a.

Fundi slitið - kl. 12:00.