Skipulagsnefnd - 29
Málsnúmer 2307016F
Vakta málsnúmerByggðarráð Skagafjarðar - 57. fundur - 31.07.2023
Fundargerð 29. fundar skipulagsnefndar frá 27. júlí 2023 lögð fram til afgreiðslu á 57. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér.
-
Skipulagsnefnd - 29 Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýsta aðalskipulagsbreytingu mál nr. 363/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/363) í Skipulagsgáttinni, nýrri samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að breytingu á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020- 2035 fyrir Skólasvæði Varmahlíðar og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 2. mgr. 32. gr skipulagslaga. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn umsagnir á kynningartíma.
Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýst deiliskipulag, mál nr. 364/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/364) í Skipulagsgáttinni, nýrri samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að deiliskipulagi, Skólasvæði Varmahlíð og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 1. mgr. 42. gr skipulagslaga og auglýsa samþykkt deiliskipulag í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð stofnunarinnar. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn umsagnir á kynningartíma. Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar skipulagsnefndar staðfest á 57. fundi byggðarráðs 31. júlí 2023 með 3 atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 29 Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýsta aðalskipulagsbreytingu mál nr. 365/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/365) í Skipulagsgáttinni, nýrri samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að breytingu á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020- 2035, með minniháttar lagfæringum, fyrir Íþróttasvæði á Flæðum á Sauðárkróki og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 2. mgr. 32. gr skipulagslaga. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn umsagnir á kynningartíma.
Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýst deiliskipulag, mál nr. 366/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/366) í Skipulagsgáttinni, nýrri samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að deiliskipulagi, með minniháttar lagfæringum, Íþróttasvæði á Flæðum á Sauðárkróki og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 1. mgr. 42. gr skipulagslaga og auglýsa samþykkt deiliskipulag í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð stofnunarinnar. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og athugasemdum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn ábendingar á kynningartíma. Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar skipulagsnefndar staðfest á 57. fundi byggðarráðs 31. júlí 2023 með 3 atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 29 Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýsta aðalskipulagsbreytingu mál nr. 358/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/358) í Skipulagsgáttinni, nýrri samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að breytingu á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020- 2035, fyrir Íbúðarbyggð á Hofsósi sunnan Kirkjugötu og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi 2. mgr. 32. gr skipulagslaga. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og athugasemdum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn ábendingar á kynningartíma.
Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýst deiliskipulag, mál nr. 359/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/359) í Skipulagsgáttinni, nýrri samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að deiliskipulagi, með minniháttar lagfæringum, Íbúðarbyggð á Hofsósi sunnan Kirkjugötu og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 1. mgr. 42. gr skipulagslaga og auglýsa samþykkt deiliskipulag í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð stofnunarinnar. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og athugasemdum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn ábendingar á kynningartíma. Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar skipulagsnefndar staðfest á 57. fundi byggðarráðs 31. júlí 2023 með 3 atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 29 Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýsta aðalskipulagsbreytingu mál nr. 360/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/360) í Skipulagsgáttinni, nýrri samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að breytingu á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020- 2035, fyrir Sauðárkrókskirkjugarð og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 2. mgr. 32. gr skipulagslaga. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn umsagnir á kynningartíma.
Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýst deiliskipulag, mál nr. 362/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/362) í Skipulagsgáttinni, nýrri samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að deiliskipulagi, með minniháttar lagfæringum, Sauðárkrókskirkjugarð og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 1. mgr. 42. gr skipulagslaga og auglýsa samþykkt deiliskipulag í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð stofnunarinnar. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn umsagnir á kynningartíma. Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar skipulagsnefndar staðfest á 57. fundi byggðarráðs 31. júlí 2023 með 3 atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 29 Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýsta aðalskipulagsbreytingu mál nr. 255/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/255) í Skipulagsgáttinni, nýrri samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að breytingu á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020- 2035, fyrir Íbúðarbyggð við Sveinstún á Sauðárkróki og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 2. mgr. 32. gr skipulagslaga. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn umsagnir á kynningartíma.
Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýst deiliskipulag, mál nr. 254/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/254) í Skipulagsgáttinni, nýrri samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að deiliskipulagi, með minniháttar lagfæringum, Íbúðarbyggð við Sveinstún á Sauðárkróki og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 1. mgr. 42. gr skipulagslaga og auglýsa samþykkt deiliskipulag í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð stofnunarinnar. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn umsagnir á kynningartíma. Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar skipulagsnefndar staðfest á 57. fundi byggðarráðs 31. júlí 2023 með 3 atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 29 Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýsta deiliskipulagslýsingu fyrir Flæðarnar á Sauðárkróki. Umsögnum er vísað til vinnu við gerð deiliskipulagstillögu.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.
Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar skipulagsnefndar staðfest á 57. fundi byggðarráðs 31. júlí 2023 með 3 atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 29 Bjarni Reykjalín fyrir hönd Sýls ehf. sækir um samþykki á málsmeðferð á byggingarleyfisumsókn vegna þriggja íbúða raðhúss á lóðinni Ránarstíg 3-7, sem kalli ekki á breytingu á gildandi “Deiliskipulagi íbúðarreits milli Sæmundargötu, Ránarstígs og Freyjugötu á Sauðárkróki?.
Vísað er til byggingarleyfisumsóknar þar sem sótt er um að lengja húsið um 40 cm umfram það sem áður innsendar teikningar gerðu ráð fyrir og grenndarkynntar voru skv. samþykkt sveitarstjórnar 24.11.2021.
Helstu frávik sem hér um ræðir eru að húshlutar á austur- og vesturhlið fara óverulega út fyrir byggingarreit eða samtals um 3,97 m2 sem er um 1% af heildarflatarmáli hússins. Nýtingarhlutfall er um 0,34 en leyfilegt nýtingarhlutfall skv. skipulagi er 0,35. Minnsta fjarlægð húss frá lóðarmörkum er um 1,7 m (1,71 m að vestan og 1,68 m að austan). Fjarlægð byggingarreits frá lóðarmörkum er 3,0 m skv. deiliskipulagsskilmálum. Óskað er eftir því að nefndin fjalli um þessa umsókn út frá 2. og 3. mgr. 43. gr og 3. mrg. 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að kalla eftir uppfærðum gögnum frá lóðarhafa og afgreiða erindið í samræmi við ákvæði skipulagslaga. Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar skipulagsnefndar staðfest á 57. fundi byggðarráðs 31. júlí 2023 með 3 atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 29 Axel Kárason, þinglýstur eigandi jarðarinnar Sólheimar 2, landnúmer 234457, í Blönduhlíð, Skagafirði, óska eftir heimild til að láta vinna deiliskipulag fyrir jörðina á eigin kostnað, skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Meðfylgjandi er skipulagslýsing, útg. 1.0. dags. 21.07.2023, sem gerir grein fyrir fyrirhuguðu skipulagsverkefni, helstu forsendum og viðfangsefnum. Í meðfylgjandi skipulagslýsingu er sýnt áætlað framkvæmdasvæði sem getur tekið breytingum á vinnslutíma skipulagsins. Óskað er eftir því, að fengnu samþykki skipulagsnefndar og sveitarstjórnar, að meðfylgjandi skipulagslýsing fái kynningu skv. 5.2.4. gr. skipulagsreglugerðar nr.90/2013.
Skipulagssvæðið er á landbúnaðarlandi skv.aðalskipulagi Akrahrepps 2010-2022 og verður tillaga að deiliskipulagi unnin á grundvelli þess.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja skipulagslýsinguna og Skipulagsstofnun verði send lýsingin til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein skipulagslaga. Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar skipulagsnefndar staðfest á 57. fundi byggðarráðs 31. júlí 2023 með 3 atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 29 Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 16. júní síðastliðinn þar sem óskað er umsagnar skipulagsfulltrúa með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 vegna umsóknar frá Atla Gunnari Arnórssyni f.h. Trésmiðjunnar Borgar ehf. um leyfi til að endurgera og breyta hluta þakvirkis á iðnaðarhúsnæði sem stendur á lóðinni númer 1 við Borgarmýri á Sauðárkróki.
Meðfylgjandi aðalupppdráttur gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnar Arnórssyni byggingarverkfræðingi. Uppdrættir í verki 650204, númer A-100 A-101, A-102, A-103, A-104 og A-105, dagsettir 7. júní 2023. Fyrirliggur yfirlýsing dags. 07.07.2023 móttekin af skipulagsfulltrúa 25.07.2023 þar sem fram kemur að eigendur Borgarmýrar 1a geri ekki athugasemdir við ætlaða framkvæmd skv. framagreindum uppdráttum.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr skipulagslaga 123/2010 fyrir, lóðarhöfum , Grundarstígs 14, 16, 18 og 20, Sauðármýrar 1, Borgarmýrar 1A og 3, og Borgartúns 1A. Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar skipulagsnefndar staðfest á 57. fundi byggðarráðs 31. júlí 2023 með 3 atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 29 Anna Lilja Guðmundsdóttir og Finnur Sigurðsson þinglýstir eigendur jarðarinnar Hólagerðis , landnúmer 146233, óska eftir heimild til að skipta 7,74 ha spildu úr landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S-101 í verki nr. 7257-0000, útg. 10. júlí 2023. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Hallgrími Inga Jónssyni. Óskað er eftir því að lóðin verði skráð sumarhúsalóð og fái heitið Hólagerði 1. Þetta landheiti er ekki skráð á annað landnúmer í sveitarfélaginu.
Landskipti þessi samræmast aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og styðja við markmið aðalskipulags um búsetu í dreifbýli. Landskipti þessi hafa óveruleg áhrif á búrekstrarskilyrði og skerða ekki landbúnaðarsvæði í I. og II. flokki. Engin verndarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi eru innan útskiptrar spildu. Engin fasteign er á umræddri spildu.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt. Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar skipulagsnefndar staðfest á 57. fundi byggðarráðs 31. júlí 2023 með 3 atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 29 Fyrirliggur erindi með skýringarmynd frá lóðarhöfum við Ægisstíg 4 og 6 Sauðárkróki er varðar óskir um aukið bílastæði við eignirnar.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að afgreiða erindið að fenginni umsögn sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs Skagafjarðar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi heimili umbeðnar girðingar á lóðarmörkum eins og þær koma fram á meðfylgjandi gögnum.
Eyþór Sveinsson vék af fundi við afgreiðslu erindisins. Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar skipulagsnefndar staðfest á 57. fundi byggðarráðs 31. júlí 2023 með 3 atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 29 Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 20. júlí síðastliðinn þar sem óskað er umsagnar skipulagsfulltrúa með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 vegna umsóknar frá Guðmundi Þór Guðmundssyni f.h. Guðmundar Magnússonar og Stefaníu F. Finnbogadóttur um leyfi fyrir viðbyggingu, garðskála á lóðinni númer 79 við Raftahlíð á Sauðárkróki.
Meðfylgjandi er uppdráttur gerður af Guðmundi Þór Guðmundssyni byggingarfræðingi. Uppdráttur er í verki 0223, númer 01, dagsettur 14.05.2023.
Einnig meðfylgjandi yfirlýsingar lóðarhafa Raftarahlíðar 69, 71, 73, 75, 77 og 81 sem eru sambyggð Raftahlíð 79 þar sem fram kemur að ekki séu gerðar athugasemdir við ætlaða framkvæmd.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið og gerir ekki athugasemdir við að byggingarfulltrúi veiti umbeðið byggingarleyfi. Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar skipulagsnefndar staðfest á 57. fundi byggðarráðs 31. júlí 2023 með 3 atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 29 Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 20. júlí síðastliðinn þar sem óskað er umsagnar skipulagsfulltrúa með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 vegna umsóknar frá Sigurjóni R. Rafnssyni um leyfi til að breyta notkun frístundahúss í íbúðarhús sem stendur á lóðinni Staðarhofi 3 L232026.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið og gerir ekki athugasemdir við að byggingarfulltrúi breyti skráningu húss og lóðar. Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar skipulagsnefndar staðfest á 57. fundi byggðarráðs 31. júlí 2023 með 3 atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 29 Birkir Fannar Bragason fyrir hönd BF-Verk ehf óskar eftir í tölvupósti dags. 23.07.2023 að skila lóðinni Nestún 22 a-b til sveitarfélagsins.
Skipulagsnefnd samþykkir skil á lóðinni og mun lóðin vera auglýst til úthlutunar í samræmi við gildandi úthlutunarreglur sveitarfélagsins.
Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar skipulagsnefndar staðfest á 57. fundi byggðarráðs 31. júlí 2023 með 3 atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 29 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 20 þann 12.07.2023. Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar skipulagsnefndar staðfest á 57. fundi byggðarráðs 31. júlí 2023 með 3 atkvæðum.