Fara í efni

Samráð; Drög að húsnæðisstefnu til fimmtán ára og aðgerðaáætlun til fimm ára (hvítbók um húsnæðismál)

Málsnúmer 2307113

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 57. fundur - 31.07.2023

Lagt fram til samráðs mál frá innviðaráðuneyti nr. 139/2023, „Drög að húsnæðisstefnu til fimmtán ára og aðgerðaáætlun til fimm ára (hvítbók um húsnæðismál)“. Umsagnarfrestur er til og með 04.09. 2023.

Byggðarráð Skagafjarðar - 58. fundur - 16.08.2023

Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 139/2023, „Drög að húsnæðisstefnu til fimmtán ára og aðgerðaráætlun til fimm ára (hvítbók um húsnæðismál)“. Umsagnarfrestur er til og með 04.09. 2023. Málið var áður á dagskrá 57. fundar byggðarráðs Skagafjarðar.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar drögum að húsnæðisstefnu, framtíðarsýn og markmiðum. Áherslur á aukið framboð á hagkvæmum íbúðum með viðráðanlegum húsnæðiskostnaði fyrir fólk undir tilteknum tekju- og eignamörkum á sama tíma og horft er til áherslna sem geta aukið flækjustig og haft hærri kostnað í för með sér, samanber strangar kröfur til byggingarefna og lífsferilsgreininga fyrir byggingar, ríma þó líklega ekki saman. Byggðarráð lýsir sig aftur á móti sérstaklega sammála aðgerðum sem ætlað er að ýta undir að íbúðum í þéttbýli sem ekki eru nýttar til fastrar búsetu verði frekar nýttar sem slíkar í framtíðinni, meiri skilvirkni hlutdeildarlána, endurskoðun og einföldun ferla í skipulags- og byggingarmálum þegar kemur að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, aukinni réttindavernd neytenda vegna byggingargalla og auknum áherslum á aðgengi fyrir alla, svo nokkur atriði séu nefnd.
Byggðarráð vekur jafnframt athygli á því að víðast hvar á landsbyggðinni eru íbúðarhús byggð af einstaklingum eða íbúðafélögum, þar sem ekki er verktökum til að dreifa sem eru í þeirri starfsemi að byggja íbúðir til sölu. Horfa þarf sérstaklega til aukinna hvata til að stuðla að fjölgun íbúða sem verktakar byggja á eigin ábyrgð til endursölu og/eða að hafa það einfalt fyrir einstaklinga að semja um hlutdeildarlán á þeim svæðum þar sem verktakar eru ekki leiðandi afl í byggingu slíkra húsa.