Fara í efni

Reglur Skagafjarðar um akstursþjónustu við fatlað fólk

Málsnúmer 2307143

Vakta málsnúmer

Félagsmála- og tómstundanefnd - 18. fundur - 16.11.2023

Drög að Reglum Skagafjarðar um akstursþjónustu við fatlað fólk lagðar fram til kynningar. Reglunar eru settar skv. 29.gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, með síðari breytingum og lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018. Einnig er stuðst við leiðbeiningar félagsmálaráðuneytisins fyrir sveitarfélög um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk. Félagsmála - og tómstundanefnd felur starfsmönnum að vinna áfram með drögin út frá því sem fram kom á fundinum og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

Félagsmála- og tómstundanefnd - 20. fundur - 01.02.2024

Lagðar fram nýjar ósamþykktar reglur um akstursþjónustu fatlaðs fólks. Reglurnar eru unnar með tilvísun í 29. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, með síðari breytingum og lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018. Einnig er stuðst við leiðbeiningar félagsmálaráðuneytisins fyrir sveitarfélög um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk. Reglunum er ætlað að koma í stað núverandi reglna um ferðaþjónustu fatlaðra í Sveitarfélaginu Skagafirði frá árinu 2012. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til afgreiðslu í byggðarráði.

Byggðarráð Skagafjarðar - 83. fundur - 07.02.2024

Erindinu var vísað til byggðarráðs frá 20. fundi félagsmála- og tómstundanefndar 1. febrúar sl. þannig bókað:
Lagðar fram nýjar ósamþykktar reglur um akstursþjónustu fatlaðs fólks. Reglurnar eru unnar með tilvísun í 29. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, með síðari breytingum og lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018. Einnig er stuðst við leiðbeiningar félagsmálaráðuneytisins fyrir sveitarfélög um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk. Reglunum er ætlað að koma í stað núverandi reglna um ferðaþjónustu fatlaðra í Sveitarfélaginu Skagafirði frá árinu 2012. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til afgreiðslu í byggðarráði.
Byggðarráð samþykkir reglurnar samhljóða og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 23. fundur - 21.02.2024

Vísað frá 83. fundi byggðarráðs frá 7. febrúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Erindinu var vísað til byggðarráðs frá 20. fundi félagsmála- og tómstundanefndar 1. febrúar sl. þannig bókað:
Lagðar fram nýjar ósamþykktar reglur um akstursþjónustu fatlaðs fólks. Reglurnar eru unnar með tilvísun í 29. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, með síðari breytingum og lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018. Einnig er stuðst við leiðbeiningar félagsmálaráðuneytisins fyrir sveitarfélög um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk. Reglunum er ætlað að koma í stað núverandi reglna um ferðaþjónustu fatlaðra í Sveitarfélaginu Skagafirði frá árinu 2012. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til afgreiðslu í byggðarráði.
Byggðarráð samþykkir reglurnar samhljóða og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Framlagðar reglur bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með níu atkvæðum.