Fara í efni

Félagsmála- og tómstundanefnd

18. fundur 16. nóvember 2023 kl. 15:00 - 17:30 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Sigurður Bjarni Rafnsson formaður
  • Sigurður Hauksson varaform.
  • Anna Lilja Guðmundsdóttir aðalm.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Bryndís Lilja Hallsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir félagsmálastjóri
  • Ragnar Helgason sérfræðingur á fjölskyldusviði
Fundargerð ritaði: Bryndís Lilja Hallsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá

1.Jólamót Molduxa 2023

Málsnúmer 2311002Vakta málsnúmer

Íþróttafélagið Molduxar óskar eftir endurgjaldslausum aðgangi að íþróttahúsinu á Sauðárkróki vegna jólamóts félagsins þann 26. desember nk. Nefndin samþykkir erindið.

2.Styrkbeiðni Sönghóps félags eldri borgara í Skagafirði

Málsnúmer 2311096Vakta málsnúmer

Sönghópur félags eldri borgara í Skagafirði sækir um styrk til starfsemi sinnar sem áður kom árlega frá Akrahreppi. Mikill kostnaður er vegna ráðningu söngstjóra og vegna rútukostnaðar þegar farið er í söngferðir utan héraðs.
Nefndin samþykkir að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar.

3.Reglur Skagafjarðar um akstursþjónustu við fatlað fólk

Málsnúmer 2307143Vakta málsnúmer

Drög að Reglum Skagafjarðar um akstursþjónustu við fatlað fólk lagðar fram til kynningar. Reglunar eru settar skv. 29.gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, með síðari breytingum og lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018. Einnig er stuðst við leiðbeiningar félagsmálaráðuneytisins fyrir sveitarfélög um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk. Félagsmála - og tómstundanefnd felur starfsmönnum að vinna áfram með drögin út frá því sem fram kom á fundinum og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

4.Samráð; Áform um breytingar á lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk

Málsnúmer 2311055Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 7. nóvember 2023 þar sem Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 226/2023, "Áform um breytingar á lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk". Til skoðunar er að bæta úr ýmsum atriðum laganna í ljósi fenginnar reynslu af framkvæmd þeirra. Meðal þess sem kemur til skoðunar er að skýra ákvæði um hlutverk og heimildir persónulegra talsmanna. Þá er talin þörf á að skoða ákvæði V. kafla laganna um ráðstafanir til að draga úr nauðung í þjónustu við fatlað fólk, m.t.t. þess hvernig betur megi tryggja réttarvernd þeirra einstaklinga sem þar eiga í hlut. Umsagnarfrestur var til og með 15. nóvember 2023.

5.Samráð; Frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum nr. 80 2002(endurgreiðslur)

Málsnúmer 2311016Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 1. nóvember 2023 þar sem Mennta- og barnamálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 215/2023, "Frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum nr. 80/2002 (endurgreiðslur)". Frumvarpið felur í sér afmarkaðar breytingar á 15. gr. barnaverndarlaga í því skyni að skýra nánar þær reglur sem gilda um endurgreiðslur ríkissjóðs vegna barnaverndarþjónustu sem er veitt samkvæmt lögunum til barna sem ekki hafa fasta búsetu á Íslandi eða barna sem eru án forsjáraðila sinna og hafa hlotið alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi hér á landi.
Umsagnarfrestur var til og með 15. nóvember 2023.

6.Útboðs akstursþjónustu

Málsnúmer 2311026Vakta málsnúmer

Í ferli er að bjóða út annars vegar akstur á heimsendum mat innan Sauðárkróks og hins vegar akstur í Dagdvöl aldraðra. Samið hefur verið við Consensa ehf um að annast útboðið fyrir hönd Skagafjarðar.
Nefndin samþykkir að starfsmenn vinni áfram að gerð útboðsins.

7.Fjárhagsáætlun 2024 - málaflokkur 02

Málsnúmer 2309256Vakta málsnúmer

Starfsmenn fóru yfir stöðu á vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024 í málaflokki 02 - Félagsþjónusta.

8.Fjárhagsáætlun 2024 - málaflokkur 06

Málsnúmer 2309257Vakta málsnúmer

Starfsmenn fóru yfir stöðu á vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024 í málaflokki 06 - Æskulýðs- og íþróttamál.

9.Trúnaðarbók félagsmála- og tómstundanefndar 2023

Málsnúmer 2301145Vakta málsnúmer

Lögð fram tvö mál. Fært í trúnaðarbók.

Fundi slitið - kl. 17:30.