Fara í efni

Samningur um samstarf um fagháskólanám í leikskólafræði

Málsnúmer 2308081

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd - 19. fundur - 03.10.2023

Samningur um samstarf um fagháskólanám í leikskólafræði milli Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri og Skagafjarðar lagður fram til kynningar. Markmið samningsins er að stuðla að fjölgun nemenda í leikskólafræði og að fjölga menntuðum kennurum ásamt því að efla innra starf í leikskólum með því að tvinna saman nám og starf á vettvangi. Starfsfólki í leikskóla sem ekki hefur lokið framhaldsskóla gefst tækifæri til fagháskólanáms sem getur orðið brú yfir í háskólanám. Með samningnum lýsir Skagafjörður vilja til að leyfa starfsfólki að sinna náminu samhliða vinnu í leikskóla.
Þrír starfsmenn Skagafjarðar leggja stund á fagháskólanám í leikskólakennarafræði.