Fara í efni

Fræðslunefnd

19. fundur 03. október 2023 kl. 16:15 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Regína Valdimarsdóttir formaður
  • Hrund Pétursdóttir varaform.
  • Steinunn Rósa Guðmundsdóttir aðalm.
  • Agnar Halldór Gunnarsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Bryndís Lilja Hallsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Selma Barðdal Reynisdóttir fræðslustjóri
  • Sólborg Una Pálsdóttir áheyrnarftr. foreldra grunnsk.barna
  • Sólveig Arna Ingólfsdóttir áheyrnarftr. leikskóla
Fundargerð ritaði: Bryndís Lilja Hallsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2024 - málaflokkur 04

Málsnúmer 2309258Vakta málsnúmer

Lagður fram fjárhagsrammi fyrir rekstrarárið 2024. Fyrsta tillaga að skiptingu fjármuna á milli stofnana fræðslumála yfirfarin. Skiptingin tekur mið af núverandi rekstri og aðstæðum. Ítrekað er að áætlunin mun taka breytingum samhliða áframhaldandi vinnu stafsmanna. Fræðslunefnd felur sviðsstjóra og starfsmönnum að vinna áfram að gerð fjárhagsáætlunar.

2.Nemendafjöldi

Málsnúmer 2309283Vakta málsnúmer

Við upphaf skólaársins 2023-2024 er heildarnemendafjöldi í leikskólum Skagafjarðar 245 og hefur fjölgað um 8 frá fyrra ári. Grunnskólabörn eru 562 talsins en voru 533 við upphaf síðasta skólaárs. Fjöldi nemenda í Tónlistarskóla Skagafjarðar eru 157.

3.Samningur um samstarf um fagháskólanám í leikskólafræði

Málsnúmer 2308081Vakta málsnúmer

Samningur um samstarf um fagháskólanám í leikskólafræði milli Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri og Skagafjarðar lagður fram til kynningar. Markmið samningsins er að stuðla að fjölgun nemenda í leikskólafræði og að fjölga menntuðum kennurum ásamt því að efla innra starf í leikskólum með því að tvinna saman nám og starf á vettvangi. Starfsfólki í leikskóla sem ekki hefur lokið framhaldsskóla gefst tækifæri til fagháskólanáms sem getur orðið brú yfir í háskólanám. Með samningnum lýsir Skagafjörður vilja til að leyfa starfsfólki að sinna náminu samhliða vinnu í leikskóla.
Þrír starfsmenn Skagafjarðar leggja stund á fagháskólanám í leikskólakennarafræði.

4.Efling tónlistarnáms í Skagafirði

Málsnúmer 2309284Vakta málsnúmer

Lögð fram hugmynd að útfærslu á tónlistarnámi fyrir nemendur í 1. og 2. bekk með því að bjóða upp á forskólanám að fyrirmynd frá Reykjanesbæ. Markmið með forskólanámi er fyrst og fremst að búa öll börn í 1. og 2 bekk sem best undir hljóðfæranám, sem og að kynna öllum börnum fyrir tónlistarnámi og þar með efla tónlistarnám almennt í Skagafirði. Forskólanám er hugsað sem samþætt byrjendanám í tónfræðagreinum. Hugmyndin er að nemendur fái alhliða þjálfun í tónlist í gegnum Forskólann og samhliða sé unnið með sköpun, hlustun, söng, hrynþjálfun, dans/hreyfingu og hljóðfæraleik.
Nefndin felur starfsmönnum að skoða útfærsluna nánar, m.a. með tilliti til kostnaðar.

5.Reglur um skólasókn

Málsnúmer 2309273Vakta málsnúmer

Grunnskólar Skagafjarðar hafa komið sér upp samræmdu verklagi þegar mæting nemenda er ábótavant og jafnframt er óskað eftir samvinnu við foreldra um að draga úr leyfisbeiðnum á skólatíma. Reglurnar gilda frá upphafi skólaárs 2023-2024. Reglurnar gilda annars vegar um fjarvistir vegna leyfa og veikinda nemenda og hins vegar um fjarvistir/seinkomur og brottrekstur úr kennslustundum. Tilgangurinn er að samhæfa reglur um skólasókn nemenda með því setja fram viðmið um skólasókn ásamt verklagsreglum um viðbrögð og eftirfylgni við ófullnægjandi skólasókn.

6.Sjálfsmatsskýrslur grunnskóla 2022 - 2023

Málsnúmer 2306226Vakta málsnúmer

Sjálfsmatsskýrslur grunnskólanna fyrir skólaárið 2022-2023 lagðar fram til kynningar.

7.Trúnaðarbók fræðslunefndar 2023

Málsnúmer 2302027Vakta málsnúmer

Tvö mál lögð fyrir og færð í trúnaðarbók.

Fundi slitið.