Málið áður á dagskrá 18. fundar fræðslunefndar þar sem það var fært í trúnaðarbók. Aðili máls hefur óskað eftir því að bókun í trúnaðarbók verði birt opinberlega í fundargerð fræðslunefndar.
Fræðslunefnd samþykkir að birta bókun úr trúnaðarbók sem er eftirfarandi:
"Skv. reglum um skólasókn í öðru skólahverfi í sveitarfélaginu Skagafirði er heimilt að veita undanþágu frá því að börn sæki skóla í sínu skólahverfi ef rík málefnaleg sjónarmið, fagleg eða félagsleg liggja fyrir. 4. grein reglnanna gerir ráð fyrir að ekki hljótist verulegur kostnaður af skólasókn í öðru skólahverfi. Beiðni foreldra um flutning skal vera skrifleg og rökstudd og skal hafa borist fræðslustjóra 10. dag júní mánaðar til að unnt sé að taka afstöðu til beiðnarinnar fyrir skólabyrjun. Fræðslunefnd tekur slík erindi fyrir og færir ákvörðun í trúnaðarbók. Ef slík erindi eru samþykkt er það gert með fyrirvara um að ekki komi til aukins kostnaðar fyrir sveitarfélagið, svo sem skólaaksturs.
Fræðslunefnd samþykkir að birta bókun úr trúnaðarbók sem er eftirfarandi:
"Skv. reglum um skólasókn í öðru skólahverfi í sveitarfélaginu Skagafirði er heimilt að veita undanþágu frá því að börn sæki skóla í sínu skólahverfi ef rík málefnaleg sjónarmið, fagleg eða félagsleg liggja fyrir. 4. grein reglnanna gerir ráð fyrir að ekki hljótist verulegur kostnaður af skólasókn í öðru skólahverfi. Beiðni foreldra um flutning skal vera skrifleg og rökstudd og skal hafa borist fræðslustjóra 10. dag júní mánaðar til að unnt sé að taka afstöðu til beiðnarinnar fyrir skólabyrjun. Fræðslunefnd tekur slík erindi fyrir og færir ákvörðun í trúnaðarbók. Ef slík erindi eru samþykkt er það gert með fyrirvara um að ekki komi til aukins kostnaðar fyrir sveitarfélagið, svo sem skólaaksturs.
Í ljósi framangreinds er erindinu hafnað."