Fræðslunefnd
Dagskrá
1.Ósk um endurskoðun akstursleiða í skólaakstri
Málsnúmer 2308145Vakta málsnúmer
2.Umsagnarbeiðni; Frumvarp til laga um Miðstöð menntunar og skólaþjónustu
Málsnúmer 2310146Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 10. október 2023 þar sem allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, 238. mál. Umsagnarfrestur var til 24. október sl.
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu er þjónustu- og þekkingarstofnun sem heyrir undir ráðherra. Miðstöð menntunar og skólaþjónustu starfar í þágu barna og ungmenna á sviði fræðslu- og menntamála um land allt í samræmi við lög, stefnu stjórnvalda, bestu þekkingu og alþjóðleg viðmið.
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu er þjónustu- og þekkingarstofnun sem heyrir undir ráðherra. Miðstöð menntunar og skólaþjónustu starfar í þágu barna og ungmenna á sviði fræðslu- og menntamála um land allt í samræmi við lög, stefnu stjórnvalda, bestu þekkingu og alþjóðleg viðmið.
3.Íslenska æskulýðsrannsóknin
Málsnúmer 2310197Vakta málsnúmer
Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar fyrir grunnskóla í Skagafirði lagðar fram til kynningar.
4.Fundargerðir skólaráðs Árskóla 2023-24
Málsnúmer 2310247Vakta málsnúmer
Fundargerð skólaráðs Árskóla frá 17. október 2023 lögð fram til kynningar.
5.Trúnaðarbók fræðslunefndar 2023
Málsnúmer 2302027Vakta málsnúmer
Þrjú mál tekin fyrir og færð í trúnaðarbók.
Fundi slitið.
Fræðslunefnd samþykkir að birta bókun úr trúnaðarbók sem er eftirfarandi:
"Skv. reglum um skólasókn í öðru skólahverfi í sveitarfélaginu Skagafirði er heimilt að veita undanþágu frá því að börn sæki skóla í sínu skólahverfi ef rík málefnaleg sjónarmið, fagleg eða félagsleg liggja fyrir. 4. grein reglnanna gerir ráð fyrir að ekki hljótist verulegur kostnaður af skólasókn í öðru skólahverfi. Beiðni foreldra um flutning skal vera skrifleg og rökstudd og skal hafa borist fræðslustjóra 10. dag júní mánaðar til að unnt sé að taka afstöðu til beiðnarinnar fyrir skólabyrjun. Fræðslunefnd tekur slík erindi fyrir og færir ákvörðun í trúnaðarbók. Ef slík erindi eru samþykkt er það gert með fyrirvara um að ekki komi til aukins kostnaðar fyrir sveitarfélagið, svo sem skólaaksturs.
Í ljósi framangreinds er erindinu hafnað."