Fara í efni

Hús frítímans 2023-2024

Málsnúmer 2308168

Vakta málsnúmer

Félagsmála- og tómstundanefnd - 15. fundur - 31.08.2023

Frístundastjóri fór yfir fyrirkomulag og dagskrá í Húsi frítímans veturinn 2023-24.

Fulltrúar Vg og óháðra ásamt Byggðalista leggja fram eftirfarandi tillögu.
Félagsmála- og tómstundanefnd felur starfsmönnum nefndarinnar að skoða betur möguleika á að frístund fyrir 3.-4. bekk í Árskóla á Sauðárkróki verði starfandi í húsnæði Árskóla.
Hús frítímans þar sem börnum í 3.-4. bekk Árskóla gefst kostur á að sækja er staðsett það langt frá Íþróttasvæði/húsi að börn þurfa að fara yfir margar umferðargötur til að sækja íþróttaæfingar, jafnvel tvisvar á dag.
Ekkert leiksvæði er á lóð Húss frítímans og því útivera aðeins við umferðargötu. Einnig er Hús frítímans þétt setin aðstaða.
Við teljum því að velferð barnanna sé betur höfð að leiðarljósi til iðkunnar á skipulögðum tómstundum ef skólahúsnæði Árskóla yrði nýtt, sem liggur við hlið íþróttasvæðis/húss. Viljum við því að þessi leið sé könnuð til hlítar.

Fulltrúar meirihluta leggja til að tillagan fari til afgreiðslu í fræðslunefnd þar sem að frístund sé starfrækt samkvæmt lögum um grunnskóla. Tillagan meirihluta borin upp og samþykkt.

Fræðslunefnd - 18. fundur - 05.09.2023

Málið áður á dagskrá félagsmála- og tómstundanefndar 31.08.2023, eftirfarandi bókað:
,,Frístundastjóri fór yfir fyrirkomulag og dagskrá í Húsi frítímans veturinn 2023-24.
Fulltrúar Vg og óháðra ásamt Byggðalista leggja fram eftirfarandi tillögu. Félagsmála- og tómstundanefnd felur starfsmönnum nefndarinnar að skoða betur möguleika á að frístund fyrir 3.-4. bekk í Árskóla á Sauðárkróki verði starfandi í húsnæði Árskóla. Hús frítímans þar sem börnum í 3.-4. bekk Árskóla gefst kostur á að sækja er staðsett það langt frá Íþróttasvæði/húsi að börn þurfa að fara yfir margar umferðargötur til að sækja íþróttaæfingar, jafnvel tvisvar á dag. Ekkert leiksvæði er á lóð Húss frítímans og því útivera aðeins við umferðargötu. Einnig er Hús frítímans þétt setin aðstaða. Við teljum því að velferð barnanna sé betur höfð að leiðarljósi til iðkunnar á skipulögðum tómstundum ef skólahúsnæði Árskóla yrði nýtt, sem liggur við hlið íþróttasvæðis/húss. Viljum við því að þessi leið sé könnuð til hlítar.
Fulltrúar meirihluta leggja til að tillagan fari til afgreiðslu í fræðslunefnd þar sem að frístund sé starfrækt samkvæmt lögum um grunnskóla. Tillagan meirihluta borin upp og samþykkt."

Fræðslunefnd samþykkir að fela starfsmönnum nefndarinnar að kanna möguleika á nýtingu húsnæðis Árskóla fyrir frístund 3. og 4. bekkjar.