Fara í efni

Félagsmála- og tómstundanefnd

15. fundur 31. ágúst 2023 kl. 15:00 - 16:30 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Sigurður Bjarni Rafnsson formaður
  • Anna Lilja Guðmundsdóttir aðalm.
  • Sandra Björk Jónsdóttir varam.
  • Páll Rúnar Heinesen Pálsson varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Bryndís Lilja Hallsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Þorvaldur Gröndal frístundastjóri
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Bryndís Lilja Hallsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá
Í upphafi fundar var samþykkt að taka inn mál 2308200 Ósk um styrk vegna heilsueflingar kvenna á dagskrá með afbrigðum.

1.Kjör formanns félagsmála- og tómstundanefndar

Málsnúmer 2308160Vakta málsnúmer

Margeir Friðriksson, staðgengill sveitarstjóra bar upp tillögu þess efnis að Sigurður Bjarni Rafnsson, fulltrúi B-lista verði formaður félagsmála- og tómstundanefndar.
Nefndin samþykkir tillöguna.
Margeir vék af fundi að þessum dagskrárlið loknum.

2.Hús frítímans 2023-2024

Málsnúmer 2308168Vakta málsnúmer

Frístundastjóri fór yfir fyrirkomulag og dagskrá í Húsi frítímans veturinn 2023-24.

Fulltrúar Vg og óháðra ásamt Byggðalista leggja fram eftirfarandi tillögu.
Félagsmála- og tómstundanefnd felur starfsmönnum nefndarinnar að skoða betur möguleika á að frístund fyrir 3.-4. bekk í Árskóla á Sauðárkróki verði starfandi í húsnæði Árskóla.
Hús frítímans þar sem börnum í 3.-4. bekk Árskóla gefst kostur á að sækja er staðsett það langt frá Íþróttasvæði/húsi að börn þurfa að fara yfir margar umferðargötur til að sækja íþróttaæfingar, jafnvel tvisvar á dag.
Ekkert leiksvæði er á lóð Húss frítímans og því útivera aðeins við umferðargötu. Einnig er Hús frítímans þétt setin aðstaða.
Við teljum því að velferð barnanna sé betur höfð að leiðarljósi til iðkunnar á skipulögðum tómstundum ef skólahúsnæði Árskóla yrði nýtt, sem liggur við hlið íþróttasvæðis/húss. Viljum við því að þessi leið sé könnuð til hlítar.

Fulltrúar meirihluta leggja til að tillagan fari til afgreiðslu í fræðslunefnd þar sem að frístund sé starfrækt samkvæmt lögum um grunnskóla. Tillagan meirihluta borin upp og samþykkt.

3.Íþróttastarf veturinn 2023-2024

Málsnúmer 2308169Vakta málsnúmer

Frístundastjóri fór yfir íþróttastarf veturinn 2023-24. Nefndin fagnar blómlegu íþróttastarfi í Skagafirði og því hve mikil ásókn er í íþróttamannvirki sveitarfélagsins.

4.Fundir félagsmála- og tómstundanefndar haust 2023

Málsnúmer 2308161Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að fundartímum nefndarinnar fyrir haustönn 2023, sem eru eftirfarandi: 28. september, 2. nóvember og 30. nóvember. Fundir hefjast kl 15:00. Samþykkt.

5.Framkvæmdaráð málefni fatlaðs fólks á Nl. vestra fundargerðir

Málsnúmer 2304175Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar 5. fundargerð framkvæmdaráðs frá 3. maí sl. og 6. fundargerð framkvæmdaráðs frá 14. júní sl.

6.Fagráð - fjallað um og veitt ráðgjöf um einstök mál

Málsnúmer 2107015Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar 6. fundargerð fagráðs frá 21. ágúst sl. og 7. fundargerð fagráðs frá 28. ágúst sl.

7.Ársskýrsla 2022 málefni fatlaðs fólks

Málsnúmer 2308070Vakta málsnúmer

Lögð fram samantekt tölulegra upplýsinga um þjónustuna fyrir árið 2022 ásamt ársskýrslu. Skýrslan hefur verið lögð fram til kynningar hjá fagráði málefni fatlaðs fólks og verður lögð fyrir á næsta fundi framkvæmdaráðs í málefnum fatlaðs fólks.

8.Reglur Skagafjarðar um skammtímadvöl fyrir fötluð börn og ungmenni

Málsnúmer 2308043Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lágu reglur Skagafjarðar um skammtímadvöl fyrir fötluð börn og ungmenni, reglurnar grundvallast á 17.gr. laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og reglugerð nr. 1037/2018 um starfsemi og aðbúnað á skammtímadvalarstöðum. Reglunar eru einnig háðar samþykki sveitarstjórna aðildarsveitarfélaga um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk. Aðildarsveitarafélögin hafa samþykkt reglurnar fyrir sitt leiti. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leiti og vísar þeim til afgreiðslu byggðaráðs.

9.Samráð; Áform um breytingu á 15. gr. barnaverndarlaga nr. 80 2002

Málsnúmer 2308166Vakta málsnúmer

Mennta- og barnamálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 155/2023, "Áform um breytingu á 15. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002".

10.Ósk um styrk vegna heilsueflingar kvenna

Málsnúmer 2308200Vakta málsnúmer

Tekin fyrir styrkbeiðni frá Sólveigu Sigurðardóttur vegna viðburðar tengdum heilsueflingu kvenna sem haldinn verður á Hofsósi þann 9. september nk. Nefndin getur því miður ekki orðið við erindinu en bendir umsækjanda á möguleika á að sækja í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra.

Fundi slitið - kl. 16:30.