Fara í efni

Borgarsíða 4 - Lóðarmál

Málsnúmer 2309037

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 33. fundur - 19.09.2023

Á 23. fundi skipulagsnefndar 27. apríl sl. var beiðni lóðarhafa um 40 m breiðan innkeyrslustút hafnað. Meðfylgjandi erindi þessu er lóðaruppdráttur (S101 verknr. 3245) unnin af Áræðni ehf. kt. 420807-0150 dagsettur 23.08.2023, 3. útgáfa sem sýnir tillögu að lóðarskipulagi, byggingarreit, byggingarmagni og áfangaskiptingu ásamt tillögu að tveimur 15 m breiðum innkeyrslustútum. Líkt og fyrri tillaga helgast þessi breytingatillaga af lítilli fjarlægð húss frá götu sem orsakast af kvöð um helgunarsvæði háspennustrengja er liggja nyrst í lóðinni. Byggingarreitur stækkaður til norðurs um 1,5 m. Það gert ásamt því að færa húsið til norðurs um 2 m innan gildandi byggingarreits. Fyrirhugað er að húsinu verði skipt í tvær séreignir og innkeyrslustútar staðsettir gengt innkeyrsluhurðum séreigna. Ómar Kjartansson hefur gengið til samninga við G.Bentsson ehf. um kaup á helming hússins ásamt meðfylgjandi lóðarréttindum, undirrita því báðir aðilar umsókn þessa.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.