Fara í efni

Gýgjarhóll 2 L233889 - Beiðni um aðalskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2309038

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 32. fundur - 07.09.2023

Hafsteinn Logi Sigurðarson og Ingvar Gýgjar Sigurðarson eigendur jarðarinnar Gýgjarhóll 2, L233889, fasteignanúmer F2521718 í Skagafirði óska eftir að við endurskoðun aðalskipulags Skagafjarðar 2020-2035 verði innan jarðarinnar skilgreint verslun og þjónusta (VÞ) ásamt afþreyingar- og ferðamannasvæði (AF). Áætlað byggingarmagn allt að 1500m².
Meðfylgjandi loftmynd gerir grein fyrir erindinu.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila umbeðna breytingu á aðalskipulagi skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þá bendir nefndin einnig á að landeigendur geta óskað eftir heimild hjá sveitarstjórn til að vinna sjálfir að gerð deiliskipulags sbr. 2. mgr. 38. gr skipulagslaga. Skulu landeigendur þá taka saman lýsingu á skipulagsverkefninu, sbr. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga, og skal hún lögð fyrir sveitarstjórn á sama tíma og beiðni um heimild til að vinna tillögu að deiliskipulagi.
Sigurður H. Ingvarsson vék af fundi við afgreiðslu erindisins.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 17. fundur - 13.09.2023

Vísað frá 32. fundi skipulagsnefndar frá 7. sesptember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

"Hafsteinn Logi Sigurðarson og Ingvar Gýgjar Sigurðarson eigendur jarðarinnar Gýgjarhóll 2, L233889, fasteignanúmer F2521718 í Skagafirði óska eftir að við endurskoðun aðalskipulags Skagafjarðar 2020-2035 verði innan jarðarinnar skilgreint verslun og þjónusta (VÞ) ásamt afþreyingar- og ferðamannasvæði (AF). Áætlað byggingarmagn allt að 1500m².
Meðfylgjandi loftmynd gerir grein fyrir erindinu. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila umbeðna breytingu á aðalskipulagi skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þá bendir nefndin einnig á að landeigendur geta óskað eftir heimild hjá sveitarstjórn til að vinna sjálfir að gerð deiliskipulags sbr. 2. mgr. 38. gr skipulagslaga. Skulu landeigendur þá taka saman lýsingu á skipulagsverkefninu, sbr. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga, og skal hún lögð fyrir sveitarstjórn á sama tíma og beiðni um heimild til að vinna tillögu að deiliskipulagi.
Sigurður H. Ingvarsson vék af fundi við afgreiðslu erindisins.

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum, að heimila umbeðna breytingu á aðalskipulagi skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.