Fara í efni

Staðfangaskrá sorpíláta vegna BÞHE fyrir Skagafjörð

Málsnúmer 2309051

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd - 17. fundur - 20.09.2023

Með nýlegum lagabreytingum vegna innleiðingar hringrásarhagkerfis er sveitarfélögum gert að koma því þannig fyrir að innheimta verði sem næst raunkostnaði fyrir meðhöndlun úrgangs niður á hvern aðila og að fast gjald skuli takmarkast við 50% til ársins 2025 og 25% eftir það. Þessar breytingar þýða að flest sveitarfélög þurfa að aðlaga gjaldskrár sínar og innheimtukerfi. þegar byrjað er að innheimta gjöld fyrir meðhöndlun úrgangs eftir fjölda og stærð íláta.
Sveitarfélagið þarf því að koma af stað talningu sem gengur út á að kortleggja hvaða ílát eru úti á mörkinni í dag á viðkomandi staðföngum.
Farið var yfir innleiðingaráætlun fyrir haustið 2023.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að fela starfsmanni nefndarinnar að koma ílátatalningu og gerð nýrrar gjaldskrár sem fyrst af stað.