Frístund fyrir 3. og 4. bekk
Málsnúmer 2309228
Vakta málsnúmerFræðslunefnd - 29. fundur - 08.07.2024
Á fundi fræðslunefndar þann 8. maí sl. var samþykkt að senda út könnun til foreldra barna í 3. og 4. bekk Árskóla um nýtingu frístundar í Húsi frítímans og hug þeirra til mögulegra breytinga á fyrirkomulaginu. Minnisblað frá sviðsstjóra var lagt fram til kynningar. Þar komu fram niðurstöður úr könnun sem send var til foreldra við lok skólaárs. Niðurstöður sýna að meirihluta foreldra líkar vel þjónustan í Húsi frítímans.
Félagsmála- og tómstundanefnd - 25. fundur - 29.08.2024
Á fundi fræðslunefndar þann 8. maí 2024 samþykkti nefndin að senda út könnun til foreldra barna í 3.-4. bekk Árskóla um nýtingu frístundar í Húsi frítímans og hug þeirra til mögulegra breytinga á fyrirkomulaginu og leggja fyrir fræðslunefnd til kynningar og umræðu um næstu skref. Þá samþykkti nefndin að niðurstöður könnunar og minnisblað yrðu í framhaldi sendar félagsmála- og tómstundanefnd til kynningar.
Minnisblað frá sviðsstjóra lagt fram til kynningar. Þar komu fram niðurstöður úr könnun sem send var til foreldra við lok skólaárs. Niðurstöður sýna að meirihluti foreldra líkar vel þjónustan í Húsi frítímans.
Minnisblað frá sviðsstjóra lagt fram til kynningar. Þar komu fram niðurstöður úr könnun sem send var til foreldra við lok skólaárs. Niðurstöður sýna að meirihluti foreldra líkar vel þjónustan í Húsi frítímans.
Guðlaugur Skúlason vék af fundi að dagskrárlið 6 loknum.
Fræðslunefnd samþykkir samhljóða að senda út könnun til foreldra barna í 3.-4. bekk Árskóla um nýtingu frístundar í Húsi frítímans og hug þeirra til mögulegra breytinga á fyrirkomulaginu og leggja fyrir fræðslunefnd til kynningar og umræðu um næstu skref. Niðurstöður könnunar og minnisblað verða í framhaldi sendar félagsmála- og tómstundanefnd til kynningar.