Fara í efni

Frístund fyrir 3. og 4. bekk

Málsnúmer 2309228

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd - 27. fundur - 08.05.2024

VG og óháð ásamt Byggðalista settu fram tillögu sem var lögð fyrir á félagsmála- og tómstundanefndarfundi þann 31. ágúst 2023 og var tillögunni vísað til fræðslunefndar. Tillagan var tekin fyrir á fræðslunefndarfundi þann 5. september 2023 og samþykkt. Þar var lagt til að stafsmönnum nefndarinnar yrði falið að skoða möguleika á nýtingu húsnæðis Árskóla fyrir frístund 3. og 4. bekkjar. Þessi tillaga var síðan samþykkt samhljóða á sveitarstjórnarfundi þann 13. september 2023. Niðurstöður könnunar starfsmanna hafa hvorki verið teknar fyrir né bókaðar. Þar sem þessar niðurstöður tengjast óhjákvæmilega félagsmála- og tómstundanefnd, þar sem frístund fyrir 3.-4. bekk er nú starfrækt í Húsi frítímans óska VG og óháð eftir því að sú vinna sem fram hefur farið við þessa tillögu og niðurstöður verði kynntar félagsmála- og tómstundanefnd og bókaðar svo hægt sé að huga að framkvæmd eða öðrum lausnum.

Fræðslunefnd samþykkir samhljóða að senda út könnun til foreldra barna í 3.-4. bekk Árskóla um nýtingu frístundar í Húsi frítímans og hug þeirra til mögulegra breytinga á fyrirkomulaginu og leggja fyrir fræðslunefnd til kynningar og umræðu um næstu skref. Niðurstöður könnunar og minnisblað verða í framhaldi sendar félagsmála- og tómstundanefnd til kynningar.

Fræðslunefnd - 29. fundur - 08.07.2024

Á fundi fræðslunefndar þann 8. maí sl. var samþykkt að senda út könnun til foreldra barna í 3. og 4. bekk Árskóla um nýtingu frístundar í Húsi frítímans og hug þeirra til mögulegra breytinga á fyrirkomulaginu. Minnisblað frá sviðsstjóra var lagt fram til kynningar. Þar komu fram niðurstöður úr könnun sem send var til foreldra við lok skólaárs. Niðurstöður sýna að meirihluta foreldra líkar vel þjónustan í Húsi frítímans.