Fjárhagsáætlun 2024 - málaflokkur 06
Málsnúmer 2309257
Vakta málsnúmerFélagsmála- og tómstundanefnd - 16. fundur - 28.09.2023
Lagður fram fjárhagsrammi fyrir rekstrarárið 2024. Fyrsta tillaga að skiptingu fjármuna á milli stofnana félagsmála- og tómstundamála yfirfarin. Skiptingin tekur mið af núverandi rekstri og aðstæðum. Ítrekað er að áætlunin mun taka breytingum samhliða áframhaldandi vinnu stafsmanna. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir framlagðan fjárhagsramma 2024 og vísar til umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn. Jafnframt felur nefndin sviðsstjóra og starfsmönnum að vinna áfram að gerð fjárhagsáætlunar.
Félagsmála- og tómstundanefnd - 18. fundur - 16.11.2023
Starfsmenn fóru yfir stöðu á vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024 í málaflokki 06 - Æskulýðs- og íþróttamál.
Félagsmála- og tómstundanefnd - 19. fundur - 30.11.2023
Fjárhagsáætlun fyrir frístundaþjónustu (06) lögð fram til síðari umræðu í nefndinni. Áætlunin er unnin í samstarfi við fjármála- og stjórnsýslusvið. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti með áorðnum breytingum og vísar henni til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn. Nefndin þakkar starfsfólki fjölskyldusviðs fyrir vel unna fjárhagsáætlun.
Ragnar Helgason sat fundinn undir dagskrárlið 1 og 2.