Fara í efni

Reglur um skólasókn

Málsnúmer 2309273

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd - 19. fundur - 03.10.2023

Grunnskólar Skagafjarðar hafa komið sér upp samræmdu verklagi þegar mæting nemenda er ábótavant og jafnframt er óskað eftir samvinnu við foreldra um að draga úr leyfisbeiðnum á skólatíma. Reglurnar gilda frá upphafi skólaárs 2023-2024. Reglurnar gilda annars vegar um fjarvistir vegna leyfa og veikinda nemenda og hins vegar um fjarvistir/seinkomur og brottrekstur úr kennslustundum. Tilgangurinn er að samhæfa reglur um skólasókn nemenda með því setja fram viðmið um skólasókn ásamt verklagsreglum um viðbrögð og eftirfylgni við ófullnægjandi skólasókn.