Fara í efni

Efling tónlistarnáms í Skagafirði

Málsnúmer 2309284

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd - 19. fundur - 03.10.2023

Lögð fram hugmynd að útfærslu á tónlistarnámi fyrir nemendur í 1. og 2. bekk með því að bjóða upp á forskólanám að fyrirmynd frá Reykjanesbæ. Markmið með forskólanámi er fyrst og fremst að búa öll börn í 1. og 2 bekk sem best undir hljóðfæranám, sem og að kynna öllum börnum fyrir tónlistarnámi og þar með efla tónlistarnám almennt í Skagafirði. Forskólanám er hugsað sem samþætt byrjendanám í tónfræðagreinum. Hugmyndin er að nemendur fái alhliða þjálfun í tónlist í gegnum Forskólann og samhliða sé unnið með sköpun, hlustun, söng, hrynþjálfun, dans/hreyfingu og hljóðfæraleik.
Nefndin felur starfsmönnum að skoða útfærsluna nánar, m.a. með tilliti til kostnaðar.