Fara í efni

Gjaldskrá fasteignagjalda 2024

Málsnúmer 2310007

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 68. fundur - 01.11.2023

Lögð fram gögn vegna vinnu við gerðar gjaldskrár fasteignagjalda 2024, þ.e.a.s. fasteignaskatt, lóðar- og landleigu og fráveitugjald.
Sveitarstjóra falið að afla frekari gagna og upplýsinga.

Byggðarráð Skagafjarðar - 79. fundur - 10.01.2024

Lögð fram gjaldskrá fasteignaskatts, lóðar- og landleigu fyrir árið 2024. Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda verði tíu, frá 1. febrúar 2024 til 1. nóvember 2024. Heildarálagning á fasteign sem ekki nær 350 kr. fellur niður. Ef álagning fasteignagjalda á fasteign nær ekki 28.000 kr. á gjaldanda, verður öll upphæðin innheimt á fyrsta gjalddaga, 1. febrúar 2024. Einnig verður gefinn kostur á því að gjaldendur geti greitt upp fasteignagjöldin á einum gjalddaga í maí og eigi síðar en 10. maí 2024, séu þau jöfn eða umfram 28.000 kr.
Byggðarráð samþykkir að álagningarhlutfall fasteignaskatts og lóðarleigu verði óbreytt frá árinu 2023. Landleiga beitarlands verði 11.000 kr./ha og landleiga ræktunarlands verði 16.500 kr./ha. Fjöldi gjalddaga verður tíu. Gjaldskránni vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 22. fundur - 17.01.2024

Vísað frá 79. fundi byggðarráðs 10. janúar 2024.
Lögð fram gjaldskrá fasteignaskatts, lóðar- og landleigu fyrir árið 2024. Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda verði tíu, frá 1. febrúar 2024 til 1. nóvember 2024. Heildarálagning á fasteign sem ekki nær 350 kr. fellur niður. Ef álagning fasteignagjalda á fasteign nær ekki 28.000 kr. á gjaldanda, verður öll upphæðin innheimt á fyrsta gjalddaga, 1. febrúar 2024. Einnig verður gefinn kostur á því að gjaldendur geti greitt upp fasteignagjöldin á einum gjalddaga í maí og eigi síðar en 10. maí 2024, séu þau jöfn eða umfram 28.000 kr.
Byggðarráð samþykkir að álagningarhlutfall fasteignaskatts og lóðarleigu verði óbreytt frá árinu 2023. Landleiga beitarlands verði 11.000 kr./ha og landleiga ræktunarlands verði 16.500 kr./ha. Fjöldi gjalddaga verður tíu. Gjaldskránni vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Framlögð gjaldskrá fasteignagjalda 2024 borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.