Fara í efni

Sveitarstjórn Skagafjarðar

22. fundur 17. janúar 2024 kl. 16:30 - 17:55 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson 1. varaforseti
  • Hrund Pétursdóttir aðalm.
  • Hrefna Jóhannesdóttir aðalm.
  • Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir forseti
  • Guðlaugur Skúlason aðalm.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir aðalm.
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir 2. varaforseti
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá

1.Byggðarráð Skagafjarðar - 76

Málsnúmer 2312005FVakta málsnúmer

Fundargerð 76. fundar byggðarráðs frá 13. desember 2023 lögð fram til afgreiðslu á 22. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Sveinn Þ Finster Úlfarsson, Einar E Einarsson og Sveinn Þ Finster Úlfarsson kvöddu sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 76 Á fund byggðarráðs kom fulltrúi Siglingaklúbbsins Drangeyjar, Hallbjörn Björnsson, til viðræðu um aðstöðu klúbbsins til framtíðar. Ákveðið var að afla frekari upplýsinga og funda að nýju með forráðamönnum klúbbsins í janúar. Bókun fundar Afgreiðsla 76. fundar byggðarráðs staðfest á 22. fundi sveitarstjórnar 17. janúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 76 Á fundinn komu fulltrúar úr hópi þriggja umsækjenda um umsjónarmannsstöðu um Málmey á Skagafirði, sem byggðarráð boðaði til að veita nánari upplýsingar um umsóknir hlutaðeigandi.
    Byggðarráð samþykkir að velja Björgunarsveitina Gretti á Hofsósi úr hópi umsækjenda sem umsjónaraðila með Málmey á Skagafirði, til 5 ára, og felur sveitarstjóra að útbúa samning þess efnis á milli aðila sem lagður verði fyrir byggðarráð til samþykktar. Jafnframt felur byggðarráð sveitarstjóra að tilkynna öðrum umsækjendum um niðurstöðuna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 76. fundar byggðarráðs staðfest á 22. fundi sveitarstjórnar 17. janúar 2024 með átta atkvæðum. Jóhanna Ey Harðardóttir óskar bókað að hún vék af fundi og tók ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 76 Lagt fram erindi frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu, dags. 4. desember 2023, þar sem kallað er eftir þátttöku sveitarfélaga við vinnu vegna tilnefningar sundlaugamenningar á skrá UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf mannkyns. Um er að ræða fyrstu sjálfstæðu tilnefningu Íslands á skrána en áður hefur Ísland, ásamt Norðurlöndunum, staðið að tilnefningu á handverki við smíði súðbyrðinga á skrána. Skrár UNESCO á sviði menningararfs hafa reynst mjög áhrifamiklar og felst í slíkri skrásetningu ákveðinn heiður og viðurkenning á viðkomandi hefð og sérstöðu hennar fyrir land og þjóð. Því er um að ræða stórt og mikilvægt skref að Ísland standi nú að tilnefningu á sundlaugamenningu.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um þátttökuna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 76. fundar byggðarráðs staðfest á 22. fundi sveitarstjórnar 17. janúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 76 Lagt fram erindi frá rekstrarstýru Samtaka um kvennaathvarf, dags. 4. desember 2023, þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk fyrir árið 2024 að fjárhæð kr. 400.000.
    Byggðarráð samþykkir að veita 300.000 kr. styrk til Kvennaathvarfsins á árinu 2024 og tekur fjármagnið af deild 21890 á því fjárhagsári.
    Bókun fundar Afgreiðsla 76. fundar byggðarráðs staðfest á 22. fundi sveitarstjórnar 17. janúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 76 Samþykktin áður tekin fyrir á 72. fundi byggðarráðs 22. nóvember 2022 en um hana fjallað að nýju vegna nauðsynlegra efnisbreytinga.
    Lögð fram endurskoðuð samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald fráveitu og byggingarleyfis- og þjónustugjöld í sveitarfélaginu Skagafirði, með gildistíma frá 1. janúar 2024. Byggðarráð samþykkir framlagða samþykkt og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Erindið var fullafgreitt á fundi sveitarstjórnar þann 13. desember 2023
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 76 Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 254/2023, "Endurmat á virkjunarkostum úr 3. áfanga rammaáætlunar - drög að tillögum verkefnastjórnar". Umsagnarfrestur er til og með 18.12. 2023.
    Fulltrúar meirihluta Einar E. Einarsson og Sólborg S. Borgarsdóttir óska bókað:
    Meirihluti byggðarráðs Skagafjarðar mótmælir þeirri niðurstöðu sem verkefnastjórn rammaáætlunar leggur til nú varðandi virkjunarkosti í Skagafirði.
    Þann 15. júní 2022 samþykkti Alþingi þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða (rammaáætlun, þingskjal nr. 1210, 332. mál á 152. löggjafarþingi). Þingsályktunin byggði á niðurstöðu meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar þar sem mikilvægt var talið að ákvarðanir um flokkun virkjunarkosta í verndarflokk eða nýtingarflokk grundvölluðust á mati sem byggðist á bestu mögulegum upplýsingum um viðkomandi svæði og áhrif fyrirhugaðra framkvæmda á náttúru þess og lífríki. Það var talið nauðsynlegt að eyða þeirri óvissu sem uppi var um raunveruleg áhrif viðkomandi virkjunarkosta á þau viðföng sem til staðar eru í Héraðsvötnum áður en tekin yrði ákvörðun um hvort svæðið eigi að fara í verndarflokk eða nýtingarflokk yrði tekinn (þingskjal nr. 1210, 332. mál á 152. löggjafarþingi).
    Á grunni samþykktrar þingsályktunar og nefndarálits meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis fól verkefnisstjórn 5. áfanga rammaáætlunar faghópi 1 að endurmeta ofangreinda virkjunarkosti miðað við þau tilmæli sem Alþingi veitti verkefnisstjórn. Í áliti verkefnastjórnar kemur ekkert fram um að þeir hafi beðið aðra lögbundna faghópa að fjalla um málið sem vekur mikla furðu.
    Niðurstöður faghóps 1 í endurmatinu liggur nú fyrir og er hún sú að virkjunarkostir Héraðsvatna, Skatastaðavirkjun C, Skatastaðavirkjun D og Villingarnesvirkjun verði aftur færðar í verndarflokk. Sem fyrr segir er ekki neitt komið fram um vinnu eða álit faghópa nr 2, 3 eða 4 í endurmatinu. Það er líka rétt að benda á að niðurstöður faghópa nr. 3 og 4 hafa aldrei komið fram um virkjunarmöguleikana í Héraðsvötnum. Faghópi 3 er ætlað samkvæmt lögum að meta virkjunarkosti og landsvæði með tilliti til áhrifa þeirra á samfélagið og faghópi 4 er ætlað greina hagkvæmi virkjunarkosta og kostnaðarflokka. Meirihluti byggðarráðs telur því að málið hafi ekki verið rannsakað eins og lög nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun kveða á um.
    Rétt er einnig að minna á stefnu stjórnvalda um að orkuskiptum á Íslandi skuli lokið fyrir árið 2040 og að á Norðurlandi öllu er verulegur skortur á orku ásamt því að vegalengdir frá virkjunum hamla meðal annars möguleikum á nýtingu jarðstrengja í uppbyggingu flutningskerfisins á Norðurlandi. Einnig er rétt að minna á þá miklu jarðfræðilegu óvissu sem ríkir í dag um jarðvarmavirkjanir á Suðvesturhorni landsins en við virkjun Blöndu á sínum tíma voru meðal annars notuð þau rök að hún væri utan eldvirkra svæða. Sömu rök gilda einnig í dag um t.d. virkjun Skatastaðavirkjunar.
    Fulltrúar meirihluta byggðarráðs Skagafjarðar skora því á umhverfis- og auðlindaráðherra og Alþingi að tryggja að allir virkjunarkostir Héraðsvatna verði áfram í biðflokki á meðan niðurstöðu annarra faghópa er beðið og ekki síður vegna þeirrar miklu óvissu sem uppi er um áhrif jarðhræringa á virkjanir og virkjanakosti á Reykjarnesskaganum.
    Álfhildur Leifsdóttir, VG og óháðum óskar bókað:
    Héraðsvötnin og Jökulárnar móta ásýnd og ímynd Skagafjarðar og eru undirstaða hins síkvika lífkerfis héraðsins allt frá jöklum til hafs. Tækifæri framtíðarinnar felast í að vernda þau og nýta þau óspjölluð í tengslum við fjölþætta útivist, veiði, ferðaþjónustu, landbúnað og aðra umhverfisvæna atvinnustarfsemi. Þýðing Vatnanna fyrir uppeldi fiskseiða, bæði ferskvatnsfiska og sjávarfiska er einnig ómetanleg. Ferðaþjónusta í Skagafirði er í vexti og hafa fljótasiglingar skapað svæðinu mikla sérstöðu, enda einstakar á heimsvísu.
    Talið var að um ofmat væri að ræða í rökstuðningi faghóps rammaáætlunar 3 og óskað var eftir endurmati á þeim grundvelli. Voru Héraðsvötn færð aftur í biðflokk í síðustu rammaáætlun fyrir vikið. Niðurstöður endurmatsins eru afdráttarlausar. Höfundar greinagerðar um endurmat telja að ekki hafi verið um ofmat að ræða á áhrifum fyrirhugaðra virkjana í Héraðsvötnum á þá þætti náttúrufars sem óskað var nánari skoðunar á.
    Meðal þess sem fram kom í athugunum endurmatsins var:
    Náttúruverndargildi Héraðsvatna er mjög hátt enda meðal umfangsmestu flæðiengja landsins. Þetta endurspeglast í því að svæðið hefur fengið sérstaka stöðu m.t.t. náttúruverndar, bæði innanlands og alþjóðlega, m.a. vegna mikilvægi svæðisins fyrir fugla og líffræðilega fölbreytni.
    Lífverusamfélög og vistkerfi flæðiengjanna hafa þróast í takt við reglubundnar sveiflur í umhverfinu. Aurinn sem berst með flóðum sem veita vatni á landið er vistfræðilega mikilvægur fyrir flæðiengjarnar og forsenda fyrir því að þær geti viðhaldið sér. Vatnsmiðlun vegna virkjunarframkvæmda hefur mikil og ófyrirsjáanleg áhrif á eðli flóða í vatnakerfinu en þau eru grundvöllur vistkerfis flæðiengjanna.
    Flæðiengjar í Skagafirði eru hluti af stærri vistfræðilegri heild og því mikilvægt að huga að því þegar horft er til verðmætamats og mögulegra áhrifa aðgerða á vatnasvið Héraðsvatna. Orravatnsrústir sem eru efst á vatnasviði Héraðsvatna hafa hátt náttúruverndargildi ekki síst vegna rústamýra sem teljast alþjóðlega verndarþurfi og eru fremur sjaldgæfar hérlendis. Lón Skatastaðavirkjunar mun teygja sig inn á svæðið sem lagt er til að verði friðlýst og gæti haft áhrif á rústirnar.
    Niðurstaða höfunda greinargerðar um endurmat á niðurstöðu faghóps 1 í 3. áfanga rammaáætlunar á virkjunarkostum í Héraðsvötnum er að verðmæti vatnasviðs Héraðsvatna sé mjög hátt og hafi þar að leiðandi mikið náttúruverndargildi. Það er einnig álit höfunda að fyrirhugaðir virkjunarkostir myndu hafa mikil áhrif á vistkerfi og vistgerðir með hátt verndargildi. Höfundar greinargerðarinnar eru sammála áliti erlends sérfræðings sem fenginn var til að meta niðurstöður faghóps 1 í 3. áfanga um að ekki sé um ofmat að ræða á mögulegum áhrifum virkjunarhugmynda á vistkerfi svæðisins, þ.m.t. flæðiengjar á láglendi.
    Vinstri græn og óháð í Skagafirði fagna niðurstöðu endurmatsins og krefjast þess að farið verði eftir því faglega mati og um leið þeirri faglegu sátt sem rammaáætlun er ætlað að skapa.
    Bókun fundar Fulltrúar meirihluta ítreka bókun frá fundi byggðarráðs: Meirihluti byggðarráðs Skagafjarðar mótmælir þeirri niðurstöðu sem verkefnastjórn rammaáætlunar leggur til nú varðandi virkjunarkosti í Skagafirði. Þann 15. júní 2022 samþykkti Alþingi þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða (rammaáætlun, þingskjal nr. 1210, 332. mál á 152. löggjafarþingi). Þingsályktunin byggði á niðurstöðu meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar þar sem mikilvægt var talið að ákvarðanir um flokkun virkjunarkosta í verndarflokk eða nýtingarflokk grundvölluðust á mati sem byggðist á bestu mögulegum upplýsingum um viðkomandi svæði og áhrif fyrirhugaðra framkvæmda á náttúru þess og lífríki. Það var talið nauðsynlegt að eyða þeirri óvissu sem uppi var um raunveruleg áhrif viðkomandi virkjunarkosta á þau viðföng sem til staðar eru í Héraðsvötnum áður en tekin yrði ákvörðun um hvort svæðið eigi að fara í verndarflokk eða nýtingarflokk yrði tekinn (þingskjal nr. 1210, 332. mál á 152. löggjafarþingi). Á grunni samþykktrar þingsályktunar og nefndarálits meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis fól verkefnisstjórn 5. áfanga rammaáætlunar faghópi 1 að endurmeta ofangreinda virkjunarkosti miðað við þau tilmæli sem Alþingi veitti verkefnisstjórn. Í áliti verkefnastjórnar kemur ekkert fram um að þeir hafi beðið aðra lögbundna faghópa að fjalla um málið sem vekur mikla furðu. Niðurstöður faghóps 1 í endurmatinu liggur nú fyrir og er hún sú að virkjunarkostir Héraðsvatna, Skatastaðavirkjun C, Skatastaðavirkjun D og Villingarnesvirkjun verði aftur færðar í verndarflokk. Sem fyrr segir er ekki neitt komið fram um vinnu eða álit faghópa nr 2, 3 eða 4 í endurmatinu. Það er líka rétt að benda á að niðurstöður faghópa nr. 3 og 4 hafa aldrei komið fram um virkjunarmöguleikana í Héraðsvötnum. Faghópi 3 er ætlað samkvæmt lögum að meta virkjunarkosti og landsvæði með tilliti til áhrifa þeirra á samfélagið og faghópi 4 er ætlað greina hagkvæmi virkjunarkosta og kostnaðarflokka. Meirihluti byggðarráðs telur því að málið hafi ekki verið rannsakað eins og lög nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun kveða á um. Rétt er einnig að minna á stefnu stjórnvalda um að orkuskiptum á Íslandi skuli lokið fyrir árið 2040 og að á Norðurlandi öllu er verulegur skortur á orku ásamt því að vegalengdir frá virkjunum hamla meðal annars möguleikum á nýtingu jarðstrengja í uppbyggingu flutningskerfisins á Norðurlandi. Einnig er rétt að minna á þá miklu jarðfræðilegu óvissu sem ríkir í dag um jarðvarmavirkjanir á Suðvesturhorni landsins en við virkjun Blöndu á sínum tíma voru meðal annars notuð þau rök að hún væri utan eldvirkra svæða. Sömu rök gilda einnig í dag um t.d. virkjun Skatastaðavirkjunar. Fulltrúar meirihluta byggðarráðs Skagafjarðar skora því á umhverfis- og auðlindaráðherra og Alþingi að tryggja að allir virkjunarkostir Héraðsvatna verði áfram í biðflokki á meðan niðurstöðu annarra faghópa er beðið og ekki síður vegna þeirrar miklu óvissu sem uppi er um áhrif jarðhræringa á virkjanir og virkjanakosti á Reykjarnesskaganum.
    Einar E. Einarsson, Hrund Pétursdóttir, Hrefna Jóhannesdóttrir, Sólborg S. Borgarsdóttir og Guðlaugur Skúlason.

    Fulltrúar VG og óháðra ítreka bókun sína frá fundi byggðarráðs:
    Héraðsvötnin og Jökulárnar móta ásýnd og ímynd Skagafjarðar og eru undirstaða hins síkvika lífkerfis héraðsins allt frá jöklum til hafs. Tækifæri framtíðarinnar felast í að vernda þau og nýta þau óspjölluð í tengslum við fjölþætta útivist, veiði, ferðaþjónustu, landbúnað og aðra umhverfisvæna atvinnustarfsemi. Þýðing Vatnanna fyrir uppeldi fiskseiða, bæði ferskvatnsfiska og sjávarfiska er einnig ómetanleg. Ferðaþjónusta í Skagafirði er í vexti og hafa fljótasiglingar skapað svæðinu mikla sérstöðu, enda einstakar á heimsvísu. Talið var að um ofmat væri að ræða í rökstuðningi faghóps rammaáætlunar 3 og óskað var eftir endurmati á þeim grundvelli. Voru Héraðsvötn færð aftur í biðflokk í síðustu rammaáætlun fyrir vikið. Niðurstöður endurmatsins eru afdráttarlausar. Höfundar greinagerðar um endurmat telja að ekki hafi verið um ofmat að ræða á áhrifum fyrirhugaðra virkjana í Héraðsvötnum á þá þætti náttúrufars sem óskað var nánari skoðunar á. Meðal þess sem fram kom í athugunum endurmatsins var: Náttúruverndargildi Héraðsvatna er mjög hátt enda meðal umfangsmestu flæðiengja landsins. Þetta endurspeglast í því að svæðið hefur fengið sérstaka stöðu m.t.t. náttúruverndar, bæði innanlands og alþjóðlega, m.a. vegna mikilvægi svæðisins fyrir fugla og líffræðilega fölbreytni. Lífverusamfélög og vistkerfi flæðiengjanna hafa þróast í takt við reglubundnar sveiflur í umhverfinu. Aurinn sem berst með flóðum sem veita vatni á landið er vistfræðilega mikilvægur fyrir flæðiengjarnar og forsenda fyrir því að þær geti viðhaldið sér. Vatnsmiðlun vegna virkjunarframkvæmda hefur mikil og ófyrirsjáanleg áhrif á eðli flóða í vatnakerfinu en þau eru grundvöllur vistkerfis flæðiengjanna. Flæðiengjar í Skagafirði eru hluti af stærri vistfræðilegri heild og því mikilvægt að huga að því þegar horft er til verðmætamats og mögulegra áhrifa aðgerða á vatnasvið Héraðsvatna. Orravatnsrústir sem eru efst á vatnasviði Héraðsvatna hafa hátt náttúruverndargildi ekki síst vegna rústamýra sem teljast alþjóðlega verndarþurfi og eru fremur sjaldgæfar hérlendis. Lón Skatastaðavirkjunar mun teygja sig inn á svæðið sem lagt er til að verði friðlýst og gæti haft áhrif á rústirnar. Niðurstaða höfunda greinargerðar um endurmat á niðurstöðu faghóps 1 í 3. áfanga rammaáætlunar á virkjunarkostum í Héraðsvötnum er að verðmæti vatnasviðs Héraðsvatna sé mjög hátt og hafi þar að leiðandi mikið náttúruverndargildi. Það er einnig álit höfunda að fyrirhugaðir virkjunarkostir myndu hafa mikil áhrif á vistkerfi og vistgerðir með hátt verndargildi. Höfundar greinargerðarinnar eru sammála áliti erlends sérfræðings sem fenginn var til að meta niðurstöður faghóps 1 í 3. áfanga um að ekki sé um ofmat að ræða á mögulegum áhrifum virkjunarhugmynda á vistkerfi svæðisins, þ.m.t. flæðiengjar á láglendi. Vinstri græn og óháð í Skagafirði fagna niðurstöðu endurmatsins og krefjast þess að farið verði eftir því faglega mati og um leið þeirri faglegu sátt sem rammaáætlun er ætlað að skapa.
    Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir

    Afgreiðsla 76. fundar byggðarráðs staðfest á 22. fundi sveitarstjórnar 17. janúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 76 Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 251/2023, "Áform um frumvarp til laga um vindorku". Umsagnarfrestur er til og með 22.12. 2023. Bókun fundar Afgreiðsla 76. fundar byggðarráðs staðfest á 22. fundi sveitarstjórnar 17. janúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 76 Lagt fram til kynningar ódagsett bréf frá 3H-Ráðgjöf ehf. þar sem vakin er athygli á nýrri verkfræði- og lögfræðiráðgjöf sem fyrirtækið býður upp á til verktaka, verkkaupa, fyrirtækja og stofnana. Bókun fundar Afgreiðsla 76. fundar byggðarráðs staðfest á 22. fundi sveitarstjórnar 17. janúar 2024 með níu atkvæðum.

2.Byggðarráð Skagafjarðar - 77

Málsnúmer 2312016FVakta málsnúmer

Fundargerð 77. fundar byggðarráðs frá 20. desember 2023 lögð fram til afgreiðslu á 22. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • 2.1 2311258 Ósk um fund
    Byggðarráð Skagafjarðar - 77 Til fundarins komu fulltrúar frá knattspyrnudeild Tindastóls og meistaraflokkum deildarinnar, þau Adam Smári Hermannsson og María Jóhannesdóttir, til að ræða um málefni sem snerta starfsemi deildarinnar.
    Byggðarráð samþykkir að fá frístundastjóra inn á næsta fund ráðsins til að ræða um mögulegar lausnir á ýmsu sem varðar málefni deildarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 77. fundar byggðarráðs staðfest á 22. fundi sveitarstjórnar 17. janúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 77 Til fundarins kom Ólöf Ýrr Atladóttir og í gegnum Teams var Arnar Þór Árnason, eigendur Sótahnjúks ehf. en félagið sótti um rekstur sundlaugarinnar að Sólgörðum í Fljótum frá 1. janúar 2024 til 31. desember 2026.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna drög að nýjum samningi við Sótahnjúk ehf. og leggja fyrir næsta fund byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 77. fundar byggðarráðs staðfest á 22. fundi sveitarstjórnar 17. janúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 77 Lagður fram viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2023-2026. Viðaukinn inniheldur meðal annars aukin framlög til rekstrar vegna kjarasamningsbundinna launahækkana, auk framlags vegna rekstrarúttektar HLH ráðgjafar. Einnig er gert ráð fyrir auknum tekjum vegna hækkunar útsvarstekna, hækkun framlaga frá Jöfnunarsjóði og hækkun tekna vegna fasteignaskatts og lóðarleigu. Þá eru framkvæmdir sem ekki var unnt að ráðast í á árinu 2023 lækkaðar sem þeim nemur og fjármagn flutt yfir á aðrar framkvæmdir eða handbært fé. Að lokum er gert ráð fyrir breytingum á fjárhagsáætlun vegna framkvæmda við nýtt urðunarhólf hlutdeildarfélagsins Norðurár bs. í Stekkjarvík og hækkana á lánum félagsins og lækkun handbærs fjár þess af sömu sökum. Hlutdeild Skagafjarðar í Norðurá bs. er 69,8%.
    Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun handbærs fjár hjá sveitarfélaginu, lækkunar handbærs fjár hjá Norðurá bs. og lántöku hjá Norðurá bs. Ekki er gert ráð fyrir lántöku hjá sveitarfélaginu Skagafirði í viðaukanum.
    Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 5 við fjárhagsáætlun 2023-2026 og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2023, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 77 Lagðar fram til kynningar upplýsingar um samkomulag um breytingu á fjármögnun þjónustu við fatlað fólk dagsett 15. desember 2022. Hækkun útsvarsálagningar sveitarfélaga um 0,23% vegna fjármögnunar þjónustu við fatlað fólk. Þar sem að ríkið mun lækka tekjuskattsálagningu sína um samsvarandi hlutfall munu skattgreiðendur ekki verða fyrir skattahækkun eða lækkun vegna þessa, að því gefnu að sveitarfélög hækki útsvarsálagninguna. Áætlað er að þessi breyting auki tekjur inn í málaflokkinn á landsvísu um 6 ma.kr. á næsta ári.
    Byggðarráð Skagafjarðar vill árétta að þrátt fyrir þessa breytingu af hálfu ríkisins vantar verulega upp á að málaflokkurinn verði fjármagnaður að fullu eins og ríkinu ber skylda til.
    Bókun fundar Afgreiðsla 77. fundar byggðarráðs staðfest á 22. fundi sveitarstjórnar 17. janúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 77 Fyrir liggur samkomulag á milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 15.12.2023, varðandi fjármögnun þjónustu við fatlað fólk og hækkun útsvarsálagningar.
    Með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 15.12.2023, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi 15.12.2023, samþykkir byggðarráð Skagafjarðar að álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2024 hækki um 0,23% og verði 14,97% og vísar málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Erindið var fullafgreitt á fundi sveitarstjórnar 20. desember 2023
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 77 Lagt fram erindi frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, dags. 14. desember 2023, þar sem fram kemur að mennta- og barnamálaráðuneytið hefur óskað eftir því að samtökin taki að sér að samræma sjónarmið sveitarfélaga til samningsdraga vegna stækkunar verknámshúss Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.
    Byggðarráð Skagafjarðar fagnar framkomnum samningsdrögum enda um löngu tímabæra framkvæmd að ræða þar sem í mikið óefni er komið í verknámi skólans vegna plássleysis. Byggðarráð minnir á að stækkunin er í raun framkvæmd sem slegið var á frest árið 2008 þegar verknámsaðstaða skólans var aðeins stækkuð um u.þ.b. þriðjung þess sem fyrirhuguð stækkun átti að vera.
    Byggðarráð undrast þá miklu óvissu sem ennþá er í kostnaðaráætlun um viðbyggingu verknámshúss FNV sé litið til samningsdraga og hvetur Framkvæmdasýsluna til að vinna nákvæmari áætlun, bæði m.t.t. kostnaðar og einnig tímaramma framkvæmda. Byggðarráð samþykkir engu að síður þátttöku í verkefninu og felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga áður en undirritaður verður samningur þar að lútandi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 77. fundar byggðarráðs staðfest á 22. fundi sveitarstjórnar 17. janúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 77 Lagt fram til kynningar bréf, dags. 13.12. 2023, frá Dattaca Labs, þar sem kynnt er persónuverndarþjónusta fyrirtækisins. Bókun fundar Afgreiðsla 77. fundar byggðarráðs staðfest á 22. fundi sveitarstjórnar 17. janúar 2024 með níu atkvæðum.

3.Byggðarráð Skagafjarðar - 78

Málsnúmer 2401001FVakta málsnúmer

Fundargerð 78. fundar byggðarráðs frá 4. janúar 2024 lögð fram til afgreiðslu á 22. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • 3.1 2311258 Ósk um fund
    Byggðarráð Skagafjarðar - 78 Til fundarins komu Bryndís Lilja Hallsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs Skagafjarðar og Þorvaldur Gröndal frístundastjóri Skagafjarðar til að ræða málefni sem snerta starfsemi knattspyrnudeildar Tindastóls og mögulegar úrlausnir hvað varðar t.a.m. umgjörð og aðstöðu iðkenda á gervigrasvelli og í íþróttahúsi.
    Starfsmönnum er falið að vinna málið áfram með forsvarsmönnum knattspyrnudeildar og leggja fram minnisblað með tillögum til úrbóta.
    Bókun fundar Afgreiðsla 78. fundar byggðarráðs staðfest á 22. fundi sveitarstjórnar 17. janúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 78 Lögð fram húsnæðisáætlun 2024 fyrir Skagafjörð.
    Byggðarráð samþykkir að vísa áætluninni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Húsnæðisáætlun 2024 - Skagafjörður, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 78 Lögð fram afskriftarbeiðni nr. 202312151340489, dagsett 15. desember 2023, frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra, vegna fyrndra þing- og sveitarsjóðsgjalda. Heildarfjárhæð gjalda er 590.102 kr. með dráttarvöxtum.
    Byggðarráð samþykkir að afskrifa kröfuna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 78. fundar byggðarráðs staðfest á 22. fundi sveitarstjórnar 17. janúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 78 Lagður fram tölvupóstur, dags. 19. desember 2023, frá formanni sóknarnefndar Mælifellskirkju þar sem óskað er eftir framlagi til endurnýjunar girðingar á Mælifellskirkjugarði. Heildarkostnaðaráætlun framkvæmdarinnar hljóðar upp á kr. 14.437.384 og er stefnt að því að framkvæmdum verði lokið 7. júní 2025 en þá verður núverandi Mælifellskirkja 100 ára.
    Samkvæmt gildandi viðmiðunarreglum Kirkjugarðaráðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 1. júlí 2015, ber kirkjugarðsstjórn að afhenda sveitarfélagi kostnaðaráætlun eigi síðar en í byrjun október árið áður en framkvæmdir eru fyrirhugaðar. Í þeirri kostnaðaráætlun, skv. 6. grein viðmiðunarreglnanna, ber m.a. að tilgreina fyrirhugaðar framkvæmdir og verk, veita upplýsingar um magntölur og áætluð einingarverð, svo og hvernig kostnaður skiptist á milli sveitarfélags og kirkjugarðs. Einnig þarf að liggja fyrir skv. 8. grein hverjir samningar eru um efniskaup sem óskað er að ráðist sé í.
    Byggðarráð telur að þessar upplýsingar liggi ekki fyrir og frestar afgreiðslu málsins. Byggðarráð felur jafnframt sveitarstjóra að kalla eftir ítarlegri upplýsingum skv. gildandi viðmiðunarreglum Kirkjugarðaráðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 78. fundar byggðarráðs staðfest á 22. fundi sveitarstjórnar 17. janúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 78 Matvælaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 245/2023, "Sjávarútvegsstefna og frumvarp til laga um sjávarútveg". Umsagnarfrestur er til og með 10.01. 2024.
    Byggðarráð samþykkti á 73. fundi sínum 29. nóvember sl. að óska eftir skoðun smábátafélagsins Drangeyjar og FISK Seafood á áhrifum af drögum að frumvarpi til laga um sjávarútveg á fiskveiðar og fiskvinnslu í Skagafirði. Umsögn Drangeyjar hefur verið send inn í Samráðsgátt stjórnvalda en skv. upplýsingum frá FISK Seafood munu Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi senda inn umsögn fyrir hönd sinna aðildarfyrirtækja.
    Byggðarráð Skagafjarðar telur að ekki liggi nægjanlega ljóst fyrir hver áhrifin verða af aflagningu almenns byggðakvóta og rækjubóta, sem og hverjar afleiðingar þess geta orðið á sjávarbyggðir í Skagafirði. Rétt væri að fyrir lægi með skýrum hætti hvernig innviðastuðningi til sjávarbyggða verður háttað áður en núverandi kerfi er lagt af.
    Byggðarráð lýsir sig jafnframt mótfallið þeirri fyrirætlan að hækka þak aflahlutdeildar hjá fyrirtækjum sem skráð eru á hlutabréfamarkað án þess að hækka jafnframt þak félaga eins og FISK Seafood sem er í 100% eigu Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í dreifðri eign þúsunda Skagfirðinga. Vandséð er hvernig unnt er að finna dreifðara eignarhald heldur en hjá slíkum félögum. Um hróplega mismunun er að ræða sem erfitt er að rökstyðja og enn síður hægt að styðja.
    Bókun fundar Afgreiðsla 78. fundar byggðarráðs staðfest á 22. fundi sveitarstjórnar 17. janúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 78 Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 265/2023, "Endurmat á virkjunarkostum úr 3. áfanga rammaáætlunar - tillögur verkefnastjórnar". Umsagnarfrestur er til og með 15.03. 2024. Bókun fundar Afgreiðsla 78. fundar byggðarráðs staðfest á 22. fundi sveitarstjórnar 17. janúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 78 Lagt fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 15. desember 2023, þar sem vakin er athygli á að Samband íslenskra sveitarfélaga hefur rétt á að tilnefna 3 fulltrúa frá Íslandi til til setu á sveitarstjórnarþingi Evrópuráðsins.
    Sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins stendur vörð um lýðræði og mannréttindi í sveitarfélögum og svæðum í aðilarríkjum ráðsins. Þingið kemur saman tvisvar á ári, í Evrópuráðshöllinni í Strasbourg, Frakklandi. Skilyrði til setu á þinginu er að umsækjendur séu á aldrinum 18-30 ára og virkir þátttakendur í starfi ungmenna, félagsmálum eða pólitísku starfi. Umsóknarfrestur er til 7. janúar 2024.
    Bókun fundar Afgreiðsla 78. fundar byggðarráðs staðfest á 22. fundi sveitarstjórnar 17. janúar 2024 með níu atkvæðum.

4.Byggðarráð Skagafjarðar - 79

Málsnúmer 2401004FVakta málsnúmer

Fundargerð 79. fundar byggðarráðs frá 10. janúar 2024 lögð fram til afgreiðslu á 22. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 79 Til fundarins undir þessum dagskrárlið komu fulltrúar frá Fjáreigendafélagi Sauðárkróks, þau Þorbjörg Ágústsdóttir, Sigurjóna Skarphéðinsdóttir og Þórarinn Hlöðversson til viðræðna um hólf til afnota fyrir félagið.
    Byggðarráð felur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að vinna drög að samningi við félagið í samráði við sveitarstjóra.
    Bókun fundar Afgreiðsla 79. fundar byggðarráðs staðfest á 22. fundi sveitarstjórnar 17. janúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 79 Á 69. fundi byggðarráðs Skagafjarðar var samþykkt að auglýsa og selja fasteignina Lækjarbakka 5 og var sú ákvörðun staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar.
    Undir þessum dagskrárlið kom Sunna Björk Atladóttir frá Fasteignasölu Sauðárkróks til fundarins.
    Alls bárust 4 tilboð í fasteignina Lækjarbakka 5 áður en tilboðsfrestur rann út 8. janúar sl. Tilboð bárust frá Agnari H. Gunnarssyni; Friðrik Smára Stefánssyni og Rikke Busk; Sigurði Bjarna Sigurðssyni og Sif Kerger og að lokum Valdimar Bjarnasyni og Ragnhildi Halldórsdóttur.
    Byggðarráð samþykkir að fela fasteignasala að gera gagntilboð til hæstbjóðanda.
    Bókun fundar Afgreiðsla 79. fundar byggðarráðs staðfest á 22. fundi sveitarstjórnar 17. janúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 79 Málið var áður á dagskrá 48. fundar byggðarráðs Skagafjarðar.
    Undir þessum dagskrárlið mættu Sunna Björk Atladóttir lögmaður og Sigfús Ólafur Guðmundsson verkefnastjóri og fóru yfir yfirlit sem tekið hefur verið saman um félagsheimilin í Skagafirði og skráða eigendur þeirra.
    Byggðarráð samþykkir að funda með hlutaðeigandi forsvarsmönnum félaga sem komið hafa að eignarhaldi og/eða rekstri félagsheimilanna Ljósheima, Skagasels og Félagsheimilisins Rípurhrepps, með hugsanlega sölu húsanna í huga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 79. fundar byggðarráðs staðfest á 22. fundi sveitarstjórnar 17. janúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 79 Málið var áður á dagskrá 70. fundar byggðarráðs Skagafjarðar.
    Undir þessum dagskrárlið mættu til fundarins Hólmfríður Sveinsdóttir rektor Háskólans á Hólum og Magnús Barðdal verkefnisstjóri fjárfestinga hjá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
    Byggðarráð samþykkir að koma á framfæri við SSNV áherslu Skagafjarðar á verkefni vegna uppbyggingar iðngarða og þekkingarseturs í tengslum við starfsemi Háskólans á Hólum, á Sauðárkróki, og að sótt verði um framlag til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða - C1.
    Bókun fundar Afgreiðsla 79. fundar byggðarráðs staðfest á 22. fundi sveitarstjórnar 17. janúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 79 Lögð fram gjaldskrá fasteignaskatts, lóðar- og landleigu fyrir árið 2024. Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda verði tíu, frá 1. febrúar 2024 til 1. nóvember 2024. Heildarálagning á fasteign sem ekki nær 350 kr. fellur niður. Ef álagning fasteignagjalda á fasteign nær ekki 28.000 kr. á gjaldanda, verður öll upphæðin innheimt á fyrsta gjalddaga, 1. febrúar 2024. Einnig verður gefinn kostur á því að gjaldendur geti greitt upp fasteignagjöldin á einum gjalddaga í maí og eigi síðar en 10. maí 2024, séu þau jöfn eða umfram 28.000 kr.
    Byggðarráð samþykkir að álagningarhlutfall fasteignaskatts og lóðarleigu verði óbreytt frá árinu 2023. Landleiga beitarlands verði 11.000 kr./ha og landleiga ræktunarlands verði 16.500 kr./ha. Fjöldi gjalddaga verður tíu. Gjaldskránni vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá fasteignagjalda 2024, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 79 Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir að beina því til sveitarstjórnar að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. allt að fjárhæð 550 milljónir króna. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til framkvæmda eignasjóðs og hitaveitu og vegna endurfjármögnunar afborgana eldri lána hjá Lánasjóðinum, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga ohf. nr. 150/2006. Jafnframt er Sigfúsi Inga Sigfússyni, kt. 031175-5349, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Lántaka langtímalána 2024, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.

5.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 18

Málsnúmer 2312018FVakta málsnúmer

Fundargerð 18. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 20. desember 2023 lögð fram til afgreiðslu á 22. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 18 Tekin fyrir styrkbeiðni vegna jólaballs frá Kvenfélagi Akrahrepps dagsett 18.12.2023.
    Atvinnu-, menningar-, og kynningarnefnd samþykkir að styrkja Kvenfélag Akrahrepps um fjárhæð 60.000 kr. Tekið af málaflokki 05713.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 22. fundi sveitarstjórnar 17. janúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 18 Tekin fyrir styrkbeiðni vegna jólaballs frá Kvenfélagi Rípurhrepps dagsett 27.11.2023.
    Atvinnu-, menningar-, og kynningarnefnd samþykkir að styrkja Kvenfélag Rípurhrepps um 60.000 kr. Tekið af málaflokki 05713.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 22. fundi sveitarstjórnar 17. janúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 18 Tekin fyrir styrkbeiðni vegna jólaballs frá Kvenfélagi Staðarhrepps dagsett 04.12.2023.
    Atvinnu-, menningar-, og kynningarnefnd samþykkir að styrkja Kvenfélag Staðarhrepps um fjárhæð 60.000 kr. Tekið af málaflokki 05713.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 22. fundi sveitarstjórnar 17. janúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 18 Tekin fyrir styrkbeiðni vegna jólaballs frá Lionsklúbbi Sauðárkróks dagsett 09.12.2022.
    Atvinnu-, menningar-, og kynningarnefnd samþykkir að styrkja skemmtunina um 60.000 kr. Tekið af málaflokki 05713.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 22. fundi sveitarstjórnar 17. janúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 18 Tekin fyrir styrkbeiðni vegna jólaballs frá Kvenfélagi Lýtingstaðarhrepps dagsett 18.12.2023.
    Atvinnu-, menningar-, og kynningarnefnd samþykkir að styrkja Kvenfélag Lýtingsstaðarhrepps um fjárhæð 60.000 kr. Tekið af málaflokki 05713.

    Elínborg Ásgeirsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 22. fundi sveitarstjórnar 17. janúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 18 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 1. desember 2023 þar sem Markaðsstofa Norðurlands kynnir sérstaka markaðsherferð á samfélagsmiðlum þar sem öllum samstarfsfyrirtækjum er boðið að taka þátt í.
    Áhersla er á vetrarferðamennsku og miðast efnið því við það. Markmiðið er að kynna áfangastaðinn Norðurland í heild og að ferðaþjónusta á Norðurlandi sýni að þau séu meðlimir í Markaðsstofunni, Visit North Iceland. Með þessu fæst slagkraftur og norðlensk ferðaþjónusta slær svipaðan tón á samfélagsmiðlum inn í veturinn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 22. fundi sveitarstjórnar 17. janúar 2024 með níu atkvæðum.

6.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 19

Málsnúmer 2401010FVakta málsnúmer

Fundargerð 19. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 12. janúar 2024 lögð fram til afgreiðslu á 22. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 19 Tekin fyrir styrkbeiðni frá Sæunni Hrönn fyrir hönd jólaballsnefndar vegna jólaballs á Hofsósi dagsett 21.12.2023.
    Atvinnu-, menningar-, og kynningarnefnd samþykkir að styrkja jólaballsnefndina um fjárhæð 60.000 kr. Tekið af málaflokki 05713.
    Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 22. fundi sveitarstjórnar 17. janúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 19 Tekin fyrir styrkbeiðni frá Katrínu Sigmundsdóttur vegna jólaballs Fljótamanna dagsett 21.12.2023.
    Atvinnu-, menningar-, og kynningarnefnd samþykkir að styrkja jólaballið um fjárhæð 60.000 kr. Tekið af málaflokki 05713.
    Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 22. fundi sveitarstjórnar 17. janúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 19 Tekið fyrir erindi frá Berglindi Þorsteinsdóttur, safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga, varðandi uppfærslu á stofnskrá byggðasafnsins. Erindi dagsett 19.12.2023.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir framlagða stofnskrá fyrir sitt leiti og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Stofnskrá Byggðasafns Skagfirðinga, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 19 Lögð fram til kynningar ársskýrsla Héraðsskjalasafns Skagfirðinga fyrir árið 2023, dagsett 05.01.2024.
    Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 22. fundi sveitarstjórnar 17. janúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 19 Tekið fyrir erindi frá Matvælaráðuneytinu, dagsett 01. desember 2023, vegna úthlutunar byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2023/2024.
    Úthlutaður byggðakvóti til sveitarfélagsins Skagafjarðar er 145 tonn sem skiptast þannig: Hofsós 15 tonn, Sauðárkrókur 130 tonn. Ráðuneytið óskar eftir rökstuddum tillögum varðandi sérreglur um úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins eða einstakra byggðarlaga. Tillögum skal skilað fyrir 19. janúar 2024.

    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd leggur til eftirfarandi breytingar á reglugerð nr. 849/2023 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2023/2024 í sveitarfélaginu Skagafirði:

    1. Nýtt ákvæði 4. greinar reglugerðarinnar verður (nýr málsl. bætist við 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar) svohljóðandi: "Hámarksúthlutun fiskiskipa yfir 50 brúttótonnum af því aflamarki sem fallið hefur innan viðkomandi sveitarfélags verður 10 þorskígildistonn á skip."
    2. Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: "Afli sem er landað er í byggðarlagi úr fiskiskipum sem ekki eru skráð innan viðkomandi sveitarfélags, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr. "
    3. Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: "Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðarkvóta innan sveitarfélagsins. "

    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd felur starfsmönnum nefndarinnar að senda inn ofangreindar tillögur ásamt rökstuðningi til samþykktar sveitarstjórnar. Jafnframt leggur atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd áherslu á að byggðakvóti nýtist til atvinnu- og verðmætasköpunar í sveitarfélaginu. Verði brögð að því að úthlutaður byggðakvóti nýtist ekki innan sveitarfélagsins með framsali hans, getur komið til álita að á næsta fiskveiðiári leggi nefndin til að engar sérreglur verði settar um úthlutun byggðakvóta.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Úthlutun byggðakvóta 2023-2024, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.

7.Landbúnaðarnefnd - 14

Málsnúmer 2401003FVakta málsnúmer

Fundargerð 14. fundar landbúnaðarnefndar frá 10. janúar 2024 lögð fram til afgreiðslu á 22. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Landbúnaðarnefnd - 14 Lögð fram ódagsett umsókn um stofnun lögbýlis á jörðinni Vatnsleysu í Skagafirði, frá Rúnari Þór Guðbrandssyni og Huldu Sóllilju Aradóttur, í gegnum félagið Trostan ehf., kt. 470103-3450, þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar vegna stofnunar lögbýlis á jörðinni Vatnsleysu 2, landnúmer 235731. Áformað er að nýta jörðina fyrir hrossarækt. Veðbókarvottorð jarðarinnar fylgir erindinu ásamt yfirlitsmynd af landamerkjum hennar gagnvart aðliggjandi jörðum. Fyrir liggja jafnframt meðmæli ráðunautar hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins með að stofnun nýs lögbýlis á jörðinni verði samþykkt. Landbúnaðarnefnd sér ekkert því til fyrirstöðu að lögbýlið verði stofnað og mælir með að það hljóti staðfestingu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Vatnsleysa 2 (235731) - Beiðni um stofnun lögbýlis, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Landbúnaðarnefnd - 14 Til ráðstöfunar af fjárhagslið landbúnaðarnefndar til fjallskilanefnda 2023 eru kr. 562 þúsund.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir að veita kr. 200 þúsund af fjárhagslið landbúnaðarnefndar fyrir árið 2023 til fjallskilanefndar Hóla- og Viðvíkurhrepps, vegna viðhalds á gangnamannaskála á Fjalli í Kolbeinsdal.
    Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 22. fundi sveitarstjórnar 17. janúar 2024 með níu atkvæðum.

8.Skipulagsnefnd - 40

Málsnúmer 2312010FVakta málsnúmer

Fundargerð 40. fundar skipulagsnefndar frá 14. desember 2023 lögð fram til afgreiðslu á 22. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulagsnefnd - 40 Sveitarfélagið Skagafjörður vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035, sem byggir á vinnslutillögum sem voru kynntar 8. mars - 6. apríl sem felur í sér skilgreiningu á nýju verslunar- og þjónustusvæði við Helgustaði í Unadal þar sem áform eru um ferðaþjónustu.
    Hér er sett fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi til auglýsingar sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja ofangreinda breytingingu og senda Skipulagsstofnun, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Helgustaðir í Unadal - Beiðni um aðalskipulagsbreytingu, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 40 Ákvörðun Skipulagsstofnunar vegna máls “Breytingar á Blöndulínu 3 - ákvörðun um matskyldu" lögð til kynningar, þar sem m.a. eftirfarandi segir:

    “Á grundvelli fyrirliggjandi gagna er það niðurstaða Skipulagsstofnunar að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Samkvæmt 30. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana má kæra ákvörðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er til 2. janúar 2024."
    Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar skipulagnefndar staðfest á 22. fundi sveitarstjórnar 17. Janúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 40 Vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Blöndulínu 3, óskaði Landsnet eftir því við Sveitarfélagið Skagafjörð, í bréfi dags. 25.4.2023 um að hefja vinnu við breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins, í samræmi við aðalvalkost sem kynntur var í umhverfismatsskýrslu Landsnets. Frá því aðalvalkostur var kynntur í umhverfismatsskýrslu hafa verið gerðar lítillegar breytingar á legu línunnar, sem eru tilkomnar vegna samtals og samráðs við landeigendur, en að auki hefur verkhönnun línunnar kallað á breytingar. Breytingarnar voru tilkynntar til Skipulagsstofnunar til ákvörðunar um matsskyldu og liggur ákvörðun stofnunarinnar fyrir um að þær séu ekki háðar umhverfismati.
    Innan Skagafjarðar felast helstu breytingarnar í fráviki frá upphaflegri línuleið við Mælifell og Brúnastaði 1 og 2, þar sem línan færist um 600-700 m. Auk þessara breytinga er lítilsháttar tilfærsla á línuleið yfir Héraðsvötn. Fjallað er um þessar tilfærslur í tilkynningu Landsnets til Skipulagsstofnunar í köflum 3.1.1.-3.1.3 og eru sýndar þar á mynd 3.1.2.
    Óskar Landsnet eftir því að Skagafjörður taki fyrir breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og Aðalskipulagi Akrahrepps 2010-2022 vegna Blöndulínu 3, í samræmi við Umhverfismatsskýrslu Blöndulínu 3 og því sem tekið er fram í minnisblaði: Breyting á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og Aðalskipulagi Akrahrepps 2010-2022 vegna Blöndulínu 3 dagsett 25. apríl 2023. Að auki því sem fram kemur í tilkynningu Landsnets til Skipulagsstofnunar dagsett september 2023.

    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila umbeðna breytingu á aðalskipulagi skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og breytingin verði unnin á kostnað umsækjanda í samræmi við gildandi samþykktir sveitarfélagsins.

    Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi Vinstri grænna og óháðra óskar bókað:
    Nýlega endurskoðað og gildandi Aðalskipulag sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 gerir ráð fyrir að Blöndulína 3 fari um svokallaða Héraðsvatnaleið með 3,7 km jarðstreng á þeirri leið. Landsnet taldi á þeim tíma sem Héraðsvatnaleið var helsti valkostur, að möguleiki væri á jarðstreng á línuleiðinni. Nú hefur Landsnet kynnt aðalvalkost sinn, Kiðaskarðsleið, og fer fram á breytingu á Aðalskipulagi Skagafjarðar.
    Samkvæmt umhverfismatsskýrslu Landsnets er ekki gert ráð fyrir neinum jarðstreng á línuleiðinni m.a. með þeim rökum að jarðstrengur falli ekki að stefnu stjórnvalda um lagningu raflínu. Línuleiðin sem um ræðir fylgir ekki mannvirkjabelti að stórum hluta en Umhverfisstofun telur að velja eigi raflínum stað á mannvirkjabeltum sem þegar eru til staðar s.s. með vegum eða öðrum línum og forðast ætti að taka ný og óröskuð svæði undir háspennulínur og alls ekki svæði sem teljast lítið röskuð víðerni.

    Kiðaskarðsleið mun fara yfir lítið snortið land og helsta kennileiti fjarðarins, Mælifellshnjúkurinn mun verða fyrir sjónmengun af völdum hennar. Áhrif loftlínu á nærumhverfi sitt á þessu nánast ósnortna svæði eru án nokkrus vafa verulega neikvæð. Umhverfisgæði íbúa á svæðinu munu skerðast vegna línumannvirkjanna, bæði vegna mikilla sjónrænna áhrifa og vegna hljóðmengunar sem vart verður við ákveðin skilyrði. Stórt tengivirki kemur til með að rísa við fjallsrætur og kostnaðarsamur aukalegur 15 km jarðstrengur verður lagður þaðan til Varmahlíðar. Sá jarðstrengur kemur til með að skerða aðra jarðstrengs möguleika línunnar í framtíðinni. Allar þessar framkvæmdir með tilheyrandi lýti á ásýnd Skagafjarðar koma þó ekki til með að skila aukinni raforku til íbúa eða fyrirtækja fjarðarins.

    Að mati VG og óháðra eru forsendur fyrir lagningu Blöndulínu 3 brostnar þar sem engin áform eru um jarðstreng á línuleiðinni. Jarðstrengur er mikilvæg málamiðlun þannig að framkvæmd þessi geti orðið í sátt við íbúa, landeigendur og atvinnurekendur sem eiga mikið undir ímynd héraðsins en ekki síst í sátt við náttúruna. Sveitarfélaginu ber að gæta hagsmuna íbúa Skagafjarðar og landeigenda í hvívetna og beita sér til þess á öllum stigum. Eigendur 10 landeigna á Kiðaskarðsleið frá Mælifelli austur að Héraðsvötnum hafa með vottuðum undirskriftum alfarið hafnað línulögn um lönd sín og því augljóst að ekki er sátt um framkvæmdina.

    Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks leggja fram eftirfarandi bókun:
    Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks með því að taka umrædda ósk um breytingu á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 til efnislegar meðferðar er verið að byrja formlegt samráðsferli við íbúa Skagafjarðar um hugsanlega legu Blöndulínu 3 um Skagafjörð, þ.e.a.s. annan valkost en þann sem samþykktur var af sveitarstjórn 24. apríl 2019. Í samráðsferlinu mun öllum íbúum gefast kostur á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri um kosti og galla mismunandi legu línunnar. Það að taka málið til skipulagslegrar meðferðar er því bæði skylda sveitarfélagsins sem ábyrgðaraðila skipulagsmála í Skagafirði og forsenda þess að hægt sé að taka vandaða ákvörðun um endanlega legu línunnar.

    Eyþór Fannar Sveinsson fulltrúi Byggðalista óskar bókað:
    Á 24. fundi Skipulagsnefndar þann 4. maí 2023 óskaði Landsnet eftir Aðalskipulagsbreytingu vegna færslu á Blöndulínu 3, frá svokallaðri Héraðsvatnaleið, yfir á nýja leið um Kiðaskarð. Með færslunni yrðu engar jarðstrengslagnir á línuleiðinni eins og gert er ráð fyrir í núgildandi Aðalskipulagi Sveitarfélags Skagafjarðar 2020-2035. Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu málsins vegna yfirstandandi mats um möguleika og getu raforkukerfisins á 220 kV jarðstrengslögn í Blöndulínu 3, unnið af Ragnari Kristjánssyni óháðum matsmanni og lektor við Háskólann í Reykjavík. Skýrsla með mati Ragnars var kynnt á 30. fundi Skipulagsnefndar, 16. ágúst, þar sem staðfest voru gögn Landsnets um litla sem enga möguleika á lagningu 220 kV jarðstrengs í Blöndulínu 3. Forsendur fyrir línuleiðinni um Héraðsvatnaleið eru því brostnar miðað við gildandi Aðalskipulag, þar sem gert er ráð fyrir a.m.k. 3,8 km löngum jarðstreng og er því ljóst að gera þarf breytingar á Aðalskipulagi vegna þess.
    Við Aðalskipulagsbreytingu gefst íbúum Skagafjarðar möguleiki á umsögn vegna fyrirhugaðra breytinga við auglýsingu skipulagslýsingar, breytingartillögu og við sjálfa aðalskipulagsbreytinguna.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Beiðni um aðalskipulagsbreytingu - Blöndulína 3, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 40 Á 10. fundi Sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 15.02.2023 var samþykkt að veita Háskólanum á Hólum vilyrði, á grundvelli 8. gr. reglna um úthlutun byggingarlóða í sveitarfélaginu Skagafirði, fyrir 15.520 m2 lóð austan við Borgarflöt 31 á Sauðárkróki undir kennslu- og rannsóknaraðstöðu fiskeldis- og fiskalíffræði. Vilyrðið mun renna út hinn 15.02 2024, sbr. grein 8.3 úthlutunarreglnanna.
    Á grundvelli vilyrðisins hefur rektor Háskólans á Hólum nú óskað eftir að hluta framangreindrar lóðar, allt að 3450 m2, verði úthlutað skólanum undir 500-600 m2 hús, svokallað frumhús, og að nýtt vilyrði verði gefið skólanum um úthlutun lóðarinnar að öðru leyti. Ráðgerir skólinn að sækja um að þeim hluta verði úthlutað undir allt að 5.000 m2 framtíðarhúsnæði skólans á Sauðárkróki, sem verði nýtt fyrir kennslu og rannsóknir í lagareldi og fiskalíffærði. Auk þess eru hugmyndir um að húsnæðið geti rúmað nýsköpunarsetur og aðstöðu fyrir fyrirtæki sem tengjast lagareldisiðnaðinum.
    Fyrirliggjandi eru eftirfarandi skjöl:
    Skýrsla dags. 14.03. 2023 um húsnæðisþörf fiskeldis- og fiskalíffræðideildar.
    Ófullgerðir uppdrættir í vinnslu; afmörkun heildarlóðar dags. 20.01. 2023, afstöðumynd og ásýndir dags. 21.03. 2023.
    Fyrstu drög að mögulegri áfangaskiptingu.
    Erindi frá rektor Háskólans á Hólum dags. 12.12. 2023 ásamt formlegri umsókn um byggingarlóð.

    Skipulagsfulltrúi gerir grein fyrir fyrstu drögum að heildarskipulagi lóðar, þ.m.t. mögulegri skiptingu hennar sem miðast við að lóðarúthlutun fari fram í áföngum, eftir því sem fyrirhugaðri uppbyggingu vindur fram, ef áætlanir ganga eftir. Bendir skipulagsfulltrúi sérstaklega á að staðsetning svokallað frumhúss geti haft afgerandi áhrif á nýtingu heildarlóðarinnar að öðru leyti, bæði hvernig hún verði nýtt vestan við svokallað frumhús og hvernig lóðin nýtist í austur í átt að gatnamótum Sauðárkróksbrautar og Strandvegar. Umræður urðu um framkomin gögn.
    Reiknað er með að nefndin fundi aftur um málið áður en sveitarstjórn kemur næst saman saman til þess að staðfesta afgreiðslu nefndarinnar. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að vinna, að höfðu frekara samráði við umsækjanda, eftirfarandi fyrir næsta fund nefndarinnar, sem ráðgerður er hinn 11. janúar 2024:
    a)
    Lóðarblað fyrir heildarlóðina.
    b)
    Tillögu um afmörkun þess lóðarhluta (stærð og staðsetning), sem ætlaður er undir svokallað frumhús.
    c)
    Notkunarskilmála fyrir lóðarhlutann um leyfða starfsemi, nýtingarhlutfall og aðrar upplýsingar, s.s. stærð byggingarreits, aðkoma, stærð og lögun mannvirkis, þakgerð og mænisstefna, sem nauðsynlegar eru til þess að láta fylgja tillögu að grenndarkynningu. Meðal notkunarskilmála verði samkomulag um greiðslu fyrir aðgang að sjóveitu.
    Að fengnum framangreindum gögnum ráðgerir nefndin að taka endanlega ákvörðun á næsta fundi um úthlutun lóðarhlutans, framkomna beiðni um lóðarvilyrði og tillögu um grenndarkynningu.
    Skipulagsnefnd fagnar fyrirhugaðri uppbyggingu Háskólans á Hólum innan Skagafjarðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar skipulagnefndar staðfest á 22. fundi sveitarstjórnar 17. Janúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 40 Atli Gunnar Arnórsson, fyrir hönd Skagafjarðarveitna, hitaveitu, óska eftir heimild skipulagsnefndar Skagafjarðar fyrir eftirfarandi ráðstöfunum varðandi athafnasvæði fyrirtæksins við Norðurbrún í Varmahlíð. Vísað er til meðfylgjandi afstöðuuppdrátta sem gerðir eru á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, nr. S-101 og S-102 í verki nr. 1017-0001, dags. 27. nóvember 2023, og aðaluppdrátta nr. A-101 og A-102 í sama verki, dags. 28. nóvember 2023.

    Skipulagsnefnd frestar erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar skipulagnefndar staðfest á 22. fundi sveitarstjórnar 17. Janúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 40 Sveinn Guðmundsson þinglýstur eigandi Lýtingsstaða, landnúmer 146202 óskar eftir heimild til að stofna 240 m² byggingarreit á jörðinni eins og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 72076000 útg. 29.11.2023. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu.

    Um er að ræða byggingarreit fyrir gestamóttöku/afgreiðslu og sýningu að hámarki 50 m² að stærð.

    Á Lýtingsstöðum hefur verið rekin ferðaþjónusta frá árinu 2000. Megin starfssemi í rekstrinum er hestaleiga og móttaka gesta þar sem íslenskur menningararfur; „Íslenski hesturinn, Íslenski fjárhundurinn og íslensk torfhús“, er kynntur og honum miðlaður. Á nærliggjandi lóð (Lýtingsstaðir lóð 1, lnr. 219794) er boðið upp á gistingu í þremur gestahúsum.

    Auk þinglýsts eigenda er umsóknin undirrituð af eiginkonu Sveins, Evelyn Ýr Kuhne en ferðaþjónustan er rekin á hennar kennitölu og er hún meðeigandi lóða sem liggja sunnan við byggingarreitinn sem nú er sótt um. Sonur hjónanna Júlíus Guðni Kuhne Sveinsson, skrifar einnig undir erindið.

    Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að afgreiða erindið að fenginni umsögn minjavarðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar skipulagnefndar staðfest á 22. fundi sveitarstjórnar 17. Janúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 40 Baldur Haraldsson þinglýstur eigandi lóðarinnar Hamar 2 (landnr. 234539) Hegranesi Skagafirði, óskar eftir heimild til þess að stofna 1327,8 m² samkvæmt framlögðum afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 709521, dags.18. maí 2023.
    Um er að ræða byggingarreit fyrir íbúðarhús með sambyggðri bílgeymslu, steypt hús á einni hæð með flötu þaki.
    Hámarks nýtingarhlutfall byggingarreits verður 0,35 að meðtöldu aðstöðuhúsi.
    Meðan á byggingu íbúðarhússins stendur er óskað eftir því að staðsetja aðstöðuhús og vinnuskúra í norðausturhorni byggingarreitsins.
    Vegtenging verður um nýja heimreið frá Hegranesvegi 764. Jákvæð umsögn Vegagerðarinnar um vegtengingu liggur fyrir.
    Fyrir liggur jákvæð umsögn Minjastofnunar.
    Vegna landhalla og landfræðilegra aðstæðna getur minnsta fjarlægð byggingarreitsins frá þjóðvegi ekki orðið meiri en 50 m frá miðlínu og er sótt um undanþágu til þess að svo megi verða.

    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að óskað verði eftir undanþágu Innviðaráðuneytis frá d. lið 5.3.2.5, gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013, vegna 100 m fjarlægðarmarka byggingarreits frá Hegranesvegi nr. (764).
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Hamar 2 (L234539) - Umsókn um byggingarreit, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 40 Alda Bragadóttir og Gunnlaugur Einar Briem þinglýstir eigendur íbðúðarhúsalóðarinnar Helluland land I, landnúmer 222955 óska eftir heimild til að stofna 4400 m² byggingarreit á lóðinni eins og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 77290101 útg. dags. 6. desember 2023. Afstöðuppdráttur var unnin af Ínu Björk Ársælsdóttir á Stoð ehf. verkfræðistofu.
    Um er að ræða byggingarreit fyrir íbúðarhús að hámarki 180 m² að stærð.
    Einnig er óskað eftir vegtengingu inn á lóðina frá Hegranesvegi (764). Meðfylgjandi er samþykki vegagerðarinnar.
    Meðfylgjandi er umsögn Minjastofnunar sem er án athugasemda.
    Jafnframt óska, þinglýstir eigendur íbúðarhúsalóðarinnar Helluland land I eftir því að breyta staðfangi lóðarinnar í “Klettaborg". Staðfangið vísar til klettamyndana á lóðinni. Ekkert annað landnúmer í Skagafirði er skráð með sama staðfang.

    Skipulagsnefnd samþykkir umbeðið nafn/staðfang Klettaborg en leggur jafnframt til við sveitarstjórn að óskað verði eftir undanþágu Innviðaráðuneytis frá d. lið 5.3.2.5, gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013, vegna 100 m fjarlægðarmarka byggingarreits frá Hegranesvegi nr. (764).
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Helluland land I L(222955) - Umsókn um byggingarreit og breyting á landheiti, staðfangi. - 2312071, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 40 Lagt fram til kynningar. Um áramótin 2023-2024 tekur lagabreyting gildi sbr. III kafli breytingarlaga nr. 74/2022, sem hefur þau áhrif að ferill mun breytast við skráningu og mælingu merkja fasteigna. Eftir lagabreytingu mega þeir einir sem hafa leyfi ráherra sem merkjalýsendur, mæla eignamörk og gera merkjalýsingar, en merkjalýsing er skjal sem tekur við af lóðauppdrætti eins og skilað hefur verið inn með skráningu fasteigna hingað til. Kröfur og efni merkjalýsinga eru meiri en almennt gilda nú til lóða-/mæliblaða og er lýst í nýrri reglugerð um merki fasteigna.
    Sjá nánar á eftirfarandi vefslóð: https://island.is/samradsgatt/mal/3614.
    Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar skipulagnefndar staðfest á 22. fundi sveitarstjórnar 17. Janúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 40 Málið áður á dagskrá skipulagsnefndar þann 30.11.2023 og þá bókað:
    "Svæðisskipulagsnefnd um svæðisskipulag Suðurhálendis hefur óskað eftir umsögn Skagafjarðar við eftirfarandi mál í skipulagsgáttinni: Svæðisskipulag Suðurhálendis, nr. 0862/2023: Auglýsing tillögu (Nýtt svæðisskipulag). Sjá hér: https://skipulagsgatt.is/issues/862. Kynningartími er til 14.1.2024. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu."

    Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd.
    Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar skipulagnefndar staðfest á 22. fundi sveitarstjórnar 17. Janúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 40 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 28 þann 01.12.2023. Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar skipulagnefndar staðfest á 22. fundi sveitarstjórnar 17. Janúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 40 Björn Magnús Árnason hjá Stoð ehf. verkfræðistofu kom á fund skipulagsnefndarinnar og fór yfir vinnslutillögur fyrir deiliskipulag fyrir Skógargötureitinn á Sauðárkróki.

    Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.

    Sigríður Magnúsdóttir formaður nefndarinnar vék af fundi og Einar E. Einarsson varamaður hennar kom inn í hennar stað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar skipulagnefndar staðfest á 22. fundi sveitarstjórnar 17. Janúar 2024 með níu atkvæðum.

9.Skipulagsnefnd - 41

Málsnúmer 2401007FVakta málsnúmer

Fundargerð 41. fundar skipulagsnefndar frá 11. janúar 2024 lögð fram til afgreiðslu á 22. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulagsnefnd - 41 Lögð fram deiliskipulagstillaga fyrir tjaldsvæðið við Sauðárgil á Sauðárkróki sem unnin er af Teiknistofu Norðurlands fyrir hönd sveitarfélagsins Skagafjarðar. Markmið deiliskipulagsins er að setja fram stefnu um umgjörð og skipulag fyrir nýtt tjaldsvæði á Sauðárkróki ásamt uppbyggingu útivistarsvæðis við Sauðárgil. Fyrirhugað er að núverandi tjaldsvæði á Flæðum víki vegna uppbyggingar menningarhúss. Helstu viðfangsefni eru skilgreining á lóðarmörkum, byggingarreitum, bílastæðum og aðkomu með tilliti til umferðaröryggis. Stígakerfi um svæðið er skilgreint og umgjörð útivistarsvæðis við Sauðárgil. Jafnframt eru settir fram skilmálar um umgjörð og skipulag á nýju tjaldsvæði með góðri aðstöðu fyrir ferðavagna og tjöld.

    Skipulagsnefnd leggur til við Sveitarstjórn að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir Tjaldsvæðið við Sauðárgil í auglýsingu í samræmi við 41.gr skipulagslaga 123/2010.

    Jón Daníel Jónsson vék af fundi við afgreiðslu erindisins.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Sauðárkrókur - Deiliskipulag tjaldstæði - Sauðárgil, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 41 Lögð fram uppfærð deiliskipulagstillaga fyrir Hraun í Fljótum unnin á Kollgátu arkitektastofu fyrir hönd Fljótabakka ehf. dags. 25.11.2023, þar sem gerðar hafa verið breytingar á tillögunni í samræmi við athugasemdir umsagnaraðila sem bárust á auglýsingartíma.

    Skipulagsnefnd telur að um sé að ræða óverulegar breytingar og því ekki talin þörf á auglýsingu að nýju. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði send Skipulagsstofnun í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr.123/2010.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Hraun í Fljótum - Deiliskipulag, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 41 Lögð fram deiliskipulagstillaga fyrir Sólheima 2 í Blönduhlíð unnin af Birni Magnúsi Árnasyni á Stoð ehf. verkfræðistofu.
    Skipulagsuppdráttur nr. DS-01 sýnir fyrirhugaða uppbyggingu á Sólheimum 2. Uppdrátturinn sýnir staðsetningu byggingarreita, lóðamarka, vegtenginga og aðkomu að byggingum, ásamt helstu byggingarskilmálum.
    Svæðið er að mestu leyti mólendi og ekkert ræktað land er innan skipulagssvæðisins. Austast á svæðinu er landið í um það bil 90 m hæð en lækkar til vesturs niður í um það bil 40 m hæð næst gamla þjóðveginum. Hafin er bygging á íbúðarhúsi og bílskúr innan byggingarreits nr. BR-1 sem var samþykktur í skipulagsnefnd Skagafjarðar þann 6.10.2022 og í sveitarstjórn þann 10.10.2022.
    Stærð skipulagssvæðið er 11,3 ha.

    Skipulagsnefnd leggur til við Sveitarstjórn að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir Sólheima 2 í Blönduhlíð í Skagafirði í auglýsingu í samræmi við 41.gr skipulagslaga 123/2010.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Sólheimar 2 - Deiliskipulag, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 41 Rögnvaldur Guðmundsson fyrir hönd RARIK óskar eftir því að fá lóð undir dreifistöð/spennistöð í Varmahlíð til að auka afhendingar möguleika af raforku í Varmahlíð.
    Húsið sem ráðgert er að nota er af gerðinni Rafal áætluð stærð 3340x2240 mm.
    Meðfylgjandi gögn:
    - Teikning af staðsetningu lóðar sem sótt er um.
    - Mynd af væntanlegu húsi fyrir dreifistöð.

    Skipulagsnefnd leggur til við sveitastjórn að grenndarkynna óverulega breytingu á gildandi skipulagi í samræmi við 2. mrg. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lagt er til að tillagan sé kynnt fyrir Kaupfélagi Skagfirðinga og Olís ásamt lóðarhöfum Mánaþúfu 1, Skógarstígs 1, 2, 4 og 6 og Laugavegs 1.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Umsókn um lóð fyrir dreifistöð í Varmahlíð, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 41 Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 11. desember síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 um leyfi fyrir breytingum á Steinullarverksmiðjunni, ásamt því að koma fyrir tilbúnu húsi fyrir spenni á lóð verksmiðjunnar að Skarðseyri 5 á Sauðárkróki.
    Meðfylgjandi aðaluppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnar Arnórssyni byggingarverkfræðingi. Uppdrættir í verki 650204, númer A-100 A-101, A-102 og A-103, dagsettir 22. nóv. 2023.

    Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi veiti umbeðið byggingarleyfi.

    Eyþór Fannar Sveinsson vék af fundi við afgreiðslu erindisins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 41. fundar skipulagnefndar staðfest á 22. fundi sveitarstjórnar 17. Janúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 41 Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 11. desember síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 um leyfi til að innrétta gistiheimili á efri hæð Suðurbrautar 9 á Hofsósi, ásamt tillögu af nýrri aðkomu og bílastæðum á lóðinni.
    Meðfylgjandi aðaluppdráttur gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Magnúsi Frey Gíslasyni arkitekt. Uppdrættir í verki 30311501, númer A-100 A-101, A-102 og A-103, dagsettir 30. nóv. 2023.

    Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi veiti umbeðið leyfi vegna breytinga á húsnæðinu en bendir jafnframt á að ekki sé verið að samþykkja breyttra aðkomu að lóð frá Skólagötu og vísa þurfi slíkri breytingu til gerðar deiliskipulags.
    Bókun fundar Afgreiðsla 41. fundar skipulagnefndar staðfest á 22. fundi sveitarstjórnar 17. Janúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 41 Björn Magnús Árnason sendir fyrir hönd Kaupfélags Skagfirðinga viðbrögð við bókun skipulagsnefndar, dags. 30.11.2023 þar sem gerð er frekari grein fyrir erindi lóðarhafa Aðalgötu 20b skv. samtölum.

    Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 41. fundar skipulagnefndar staðfest á 22. fundi sveitarstjórnar 17. Janúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 41 Málið áður á dagskrá 413. fundi Sveitarstjórnar Skagafjarðar 18.8.2021. Á fundinum eftirfarandi bókað:

    „Vísað frá 976. fundi skipulags- og byggingarnefndar til afgreiðslu sveitarstjórnar. "Ása Jóhanna Pálsdóttir kt. 111174-5209 eigandi lögbýlisins Eyrarland L146520 óskar eftir framkvæmdaleyfi til nytjaskógræktar á 60,0 hektara svæði í landi jarðarinnar. Meðfylgjandi er hnitsettur uppdráttur af fyrirhuguðu skógræktarsvæði dagsettur 5.7.2021 gerður af Skógræktinni. Niðurstaða skipulags- og byggingarnefndar er að umbeðin framkvæmd sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum sbr. 1.07 í 1. viðauka laga númer 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að umbeðið framkvæmdaleyfi verið veitt að fenginni jákvæðri umsögn minjavarðar." Afgreiðala byggaðrráðs: Afgreiðslu 409. fundar skipulags- og byggingarnefndar er vísað aftur til afgreiðslu nefndarinnar á 976. fundi byggðarráðs þann 9. ágúst 2021 með þremur atkvæðum þar sem fornleifaskráning liggur ekki fyrir. Ósk um veitingu framkvæmdaleyfis, að fenginni jákvæðri umsögn minjavarðar, borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar. Samþykkt með níu atkvæðum að vísa málinu aftur til afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar þar sem fornleifaskráning liggur ekki fyrir.“

    Fyrir liggur uppfærð umsókn dagsett 6.12.2023 um framkvæmdaleyfi til skógræktar á lögbýlinu Eyrarlandi undirrituð af Ástu Jóhönnu Pálsdóttur og Einari Þorvaldssyni ásamt fornleifaskráningu vegna skógræktar unnin af Hermanni Jakob Hjartarssyni og Rúnu K. Tetzschner hjá Antikva ehf.
    Fyrirliggur umsögn minjavarðar um samningssvæði skógræktar án athugasemdar dags. 13.12.2023.
    Svæðið er skilgreint sem landbúnaðarland L2 í Aðalskipulagi Skagafjarðar þar sem nytjaskógrækt er heimiluð.

    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að umbeðið framkvæmdaleyfi verið veitt.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Eyrarland L146520 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - skógrækt, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 41 Þorvaldur Steingrímsson þinglýstur eigandi Hellulands land G L219626 óskar eftir nafnabreytingu á heiti landsins í Álfaborg.

    Skipulagsnefnd samþykkir erindið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 41. fundar skipulagnefndar staðfest á 22. fundi sveitarstjórnar 17. Janúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 41 Málið áður á dagskrá skipulagsnefndar 14.12.2023 og þá eftirfarandi bókað:
    „Á 10. fundi Sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 15.02.2023 var samþykkt að veita Háskólanum á Hólum vilyrði, á grundvelli 8. gr. reglna um úthlutun byggingarlóða í sveitarfélaginu Skagafirði, fyrir 15.520 m2 lóð austan við Borgarflöt 31 á Sauðárkróki undir kennslu- og rannsóknaraðstöðu fiskeldis- og fiskalíffræði. Vilyrðið mun renna út hinn 15.02 2024, sbr. grein 8.3 úthlutunarreglnanna.
    Á grundvelli vilyrðisins hefur rektor Háskólans á Hólum nú óskað eftir að hluta framangreindrar lóðar, allt að 3450 m2, verði úthlutað skólanum undir 500-600 m2 hús, svokallað frumhús, og að nýtt vilyrði verði gefið skólanum um úthlutun lóðarinnar að öðru leyti. Ráðgerir skólinn að sækja um að þeim hluta verði úthlutað undir allt að 5.000 m2 framtíðarhúsnæði skólans á Sauðárkróki, sem verði nýtt fyrir kennslu og rannsóknir í lagareldi og fiskalíffærði. Auk þess eru hugmyndir um að húsnæðið geti rúmað nýsköpunarsetur og aðstöðu fyrir fyrirtæki sem tengjast lagareldisiðnaðinum.
    Fyrirliggjandi eru eftirfarandi skjöl:
    Skýrsla dags. 14.03. 2023 um húsnæðisþörf fiskeldis- og fiskalíffræðideildar.
    Ófullgerðir uppdrættir í vinnslu; afmörkun heildarlóðar dags. 20.01. 2023, afstöðumynd og ásýndir dags. 21.03. 2023.
    Fyrstu drög að mögulegri áfangaskiptingu.
    Erindi frá rektor Háskólans á Hólum dags. 12.12. 2023 ásamt formlegri umsókn um byggingarlóð.

    Skipulagsfulltrúi gerir grein fyrir fyrstu drögum að heildarskipulagi lóðar, þ.m.t. mögulegri skiptingu hennar sem miðast við að lóðarúthlutun fari fram í áföngum, eftir því sem fyrirhugaðri uppbyggingu vindur fram, ef áætlanir ganga eftir. Bendir skipulagsfulltrúi sérstaklega á að staðsetning svokallað frumhúss geti haft afgerandi áhrif á nýtingu heildarlóðarinnar að öðru leyti, bæði hvernig hún verði nýtt vestan við svokallað frumhús og hvernig lóðin nýtist í austur í átt að gatnamótum Sauðárkróksbrautar og Strandvegar. Umræður urðu um framkomin gögn.
    Reiknað er með að nefndin fundi aftur um málið áður en sveitarstjórn kemur næst saman saman til þess að staðfesta afgreiðslu nefndarinnar. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að vinna, að höfðu frekara samráði við umsækjanda, eftirfarandi fyrir næsta fund nefndarinnar, sem ráðgerður er hinn 11. janúar 2024:
    a) Lóðarblað fyrir heildarlóðina.
    b) Tillögu um afmörkun þess lóðarhluta (stærð og staðsetning), sem ætlaður er undir svokallað frumhús.
    c) Notkunarskilmála fyrir lóðarhlutann um leyfða starfsemi, nýtingarhlutfall og aðrar upplýsingar, s.s. stærð byggingarreits, aðkoma, stærð og lögun mannvirkis, þakgerð og mænisstefna, sem nauðsynlegar eru til þess að láta fylgja tillögu að grenndarkynningu. Meðal notkunarskilmála verði samkomulag um greiðslu fyrir aðgang að sjóveitu.
    Að fengnum framangreindum gögnum ráðgerir nefndin að taka endanlega ákvörðun á næsta fundi um úthlutun lóðarhlutans, framkomna beiðni um lóðarvilyrði og tillögu um grenndarkynningu.
    Skipulagsnefnd fagnar fyrirhugaðri uppbyggingu Háskólans á Hólum innan Skagafjarðar.“

    Hólmfríður Sveinsdóttir rektor og Edda Matthíasdóttir framkvæmdastjóri Háskólans á Hólum komu á fund skipulagsnefndar og fóru yfir fyrirhuguð uppbyggingarplön skólans á svæðinu.
    Lagt fram lóðarblað með skilmálum og greinargerð dags. 10.01.2024 unnið á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni og Magnúsi Frey Gíslason. Samkvæmt lóðarblaðinu er gert ráð fyrir að s.k. frumhús verði nokkuð stærra og þ.a.l. plássfrekara en rætt var á áðurgreindum fundi nefndarinnar 14.12. 2023. Er gert ráð fyrir að frumhúsið verði allt að 1.300 m2 og sá lóðarhluti (lóðarhluti 1) sem fari undir það hús verði 5.197 m2 af þeim 11.626 m2 sem nú er til úthlutunar skv. lóðarblaðinu.
    Skipulagsnefnd samþykkir að lóðinni verði úthlutað til Háskólans á Hólum. Þar sem skilmálar eru ekki frágengnir varðandi sjóveitu, þ.m.t. um tengi- og notkunargjald gerir nefndin þá tillögu til sveitarstjórnar að endanleg úthlutun verði staðfest að loknu samkomulagi sveitarfélagsins og Háskólans á Hólum um sjóveituna. Eftir úthlutunina standa 3.894 m2 óúthlutaðir af þeirri heildarlóð sem Háskólinn á Hólum fékk vilyrði fyrir hinn 15.02. 2023, sbr. áður. Nefndin frestar að taka afstöðu til þess hvort skólanum skuli veitt vilyrði fyrir úthlutun þessa hluta heildarlóðarinnar svo sem skólinn óskaði eftir í desember.
    Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að kynna skólanum ákvarðanir nefndarinnar, upplýsa hann um gjaldtöku af úthlutaðri lóð og kalla eftir frekari gögnum frá Háskólanum á Hólum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 41. fundar skipulagnefndar staðfest á 22. fundi sveitarstjórnar 17. Janúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 41 Fyrirliggur erindi frá Helgu Sjöfn Pétursdóttur og Hjalta Sigurðarsyni þar sem þau óska eftir fresti til að hefja byggingarframkvæmdir ásamt rökstuðningi þess efnis, en þau áforma að ljúka húsbyggingunni sumarið 2024.
    Lóðinni fengu þau var úthlutað 16. nóvember 2022.

    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita umbeðinn frest til 1. maí 2024 til að hefja byggingarframkvæmdir.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Birkimelur 25 - Lóðarmál, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 41 Stefán Vagn Stefánsson og Hrafnhildur Guðjónsdóttir óska eftir því að fá frestun á afgreiðslu á samþykktum byggingaráformum fyrir Nestún 14 þar til 1. apríl 2024.
    Lóðinni fengu þau var úthlutað 10. maí 2023.

    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita umbeðinn frest til 1. maí 2024 til að hefja byggingarframkvæmdir.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Nestún 14 - Lóðarmál, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 41 Brynjar S. Sigurðarson dregur til baka umsókn sína um raðhúsalóð við Birkimel 34 - 40 í tölvupósti til skipulagsfulltrúa dags. 22.12.2023.

    Skipulagsnefnd samþykkir erindið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 41. fundar skipulagnefndar staðfest á 22. fundi sveitarstjórnar 17. Janúar 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 41 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 29 þann 15.12.2023. Bókun fundar Afgreiðsla 41. fundar skipulagnefndar staðfest á 22. fundi sveitarstjórnar 17. Janúar 2024 með níu atkvæðum.

10.Veitunefnd - 12

Málsnúmer 2312021FVakta málsnúmer

Fundargerð 12. fundar veitunefndar frá 22. desember 2023 lögð fram til afgreiðslu á 22. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Guðlaugur Skúlason, Sveinn Þ Finster Úlfarsson og Guðlaugur Skúlason, kvaddi sér hljóðs.
  • Veitunefnd - 12 Lagt er til að bora holu sunnan við núverandi vinnsluholur, nærri holu BM-6 sem gæti orðið allt að 1200 m djúp en árangur af borun ræður því nokkuð. Þess má geta að dýpsta hola svæðisins í dag er hola BM-13 sem er 666,8 m. Víðari holur á svæðinu hafa gefið meira vatn og jafnframt þær sem eru dýpri. Dýpri holur hafa einnig verið að fá meira vatn inn dýpra og þess vegna er lagt til að bora enn dýpri holu en áður hefur verið boruð á Áshildarholtsvatni.

    Nefndin samþykkir að fela verkefnisstjóra Skagafjarðarveitna að gera verðkönnun í verkið og fá niðurstöður fyrir 15. jan.
    Bókun fundar Enginn kvaddi sér hljóðs. Afgreiðsla 12. fundar veitunefndar staðfest á 22. fundi sveitarstjórnar 17. janúar 2024 níu atkvæðum.

11.Viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2023

Málsnúmer 2312141Vakta málsnúmer

Vísað frá 77. fundi byggðarráðs frá 20. desember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:

"Lagður fram viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2023-2026. Viðaukinn inniheldur meðal annars aukin framlög til rekstrar vegna kjarasamningsbundinna launahækkana, auk framlags vegna rekstrarúttektar HLH ráðgjafar. Einnig er gert ráð fyrir auknum tekjum vegna hækkunar útsvarstekna, hækkun framlaga frá Jöfnunarsjóði og hækkun tekna vegna fasteignaskatts og lóðarleigu. Þá eru framkvæmdir sem ekki var unnt að ráðast í á árinu 2023 lækkaðar sem þeim nemur og fjármagn flutt yfir á aðrar framkvæmdir eða handbært fé. Að lokum er gert ráð fyrir breytingum á fjárhagsáætlun vegna framkvæmda við nýtt urðunarhólf hlutdeildarfélagsins Norðurár bs. í Stekkjarvík og hækkana á lánum félagsins og lækkun handbærs fjár þess af sömu sökum. Hlutdeild Skagafjarðar í Norðurá bs. er 69,8%.
Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun handbærs fjár hjá sveitarfélaginu, lækkunar handbærs fjár hjá Norðurá bs. og lántöku hjá Norðurá bs. Ekki er gert ráð fyrir lántöku hjá sveitarfélaginu Skagafirði í viðaukanum.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 5 við fjárhagsáætlun 2023-2026 og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2023 borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með níu atkvæðum.

12.Húsnæðisáætlun 2024 - Skagafjörður

Málsnúmer 2312179Vakta málsnúmer

Vísað frá 78. fundi byggðarráðs frá 4. janúar sl.
Lögð fram húsnæðisáætlun 2024 fyrir Skagafjörð. Byggðarráð samþykkir að vísa áætluninni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Húsnæðisáætlun 2024 fyrir sveitarfélagið Skagafjörð borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

13.Gjaldskrá fasteignagjalda 2024

Málsnúmer 2310007Vakta málsnúmer

Vísað frá 79. fundi byggðarráðs 10. janúar 2024.
Lögð fram gjaldskrá fasteignaskatts, lóðar- og landleigu fyrir árið 2024. Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda verði tíu, frá 1. febrúar 2024 til 1. nóvember 2024. Heildarálagning á fasteign sem ekki nær 350 kr. fellur niður. Ef álagning fasteignagjalda á fasteign nær ekki 28.000 kr. á gjaldanda, verður öll upphæðin innheimt á fyrsta gjalddaga, 1. febrúar 2024. Einnig verður gefinn kostur á því að gjaldendur geti greitt upp fasteignagjöldin á einum gjalddaga í maí og eigi síðar en 10. maí 2024, séu þau jöfn eða umfram 28.000 kr.
Byggðarráð samþykkir að álagningarhlutfall fasteignaskatts og lóðarleigu verði óbreytt frá árinu 2023. Landleiga beitarlands verði 11.000 kr./ha og landleiga ræktunarlands verði 16.500 kr./ha. Fjöldi gjalddaga verður tíu. Gjaldskránni vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Framlögð gjaldskrá fasteignagjalda 2024 borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

14.Lántaka langtímalána 2024

Málsnúmer 2401019Vakta málsnúmer

Vísað frá 79. fundi byggðarráðs frá 10. janúar sl.
Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir að beina því til sveitarstjórnar að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. allt að fjárhæð 550 milljónir króna. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til framkvæmda eignasjóðs og hitaveitu og vegna endurfjármögnunar afborgana eldri lána hjá Lánasjóðinum, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga ohf. nr. 150/2006. Jafnframt er Sigfúsi Inga Sigfússyni, kt. 031175-5349, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Sveinn Þ Finster Úlfarsson, Einar E Einarsson og Sveinn Þ Finster Úlfarsson kvöddu sér hljóðs.

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir, með níu atkvæðum, að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. allt að fjárhæð 550 milljónir króna. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Lánið er tekið til framkvæmda eignasjóðs og hitaveitu og vegna endurfjármögnunar afborgana eldri lána hjá Lánasjóðinum, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga ohf. nr. 150/2006. Jafnframt er Sigfúsi Inga Sigfússyni, kt. 031175-5349, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

15.Stofnskrá Byggðasafns Skagfirðinga

Málsnúmer 2312180Vakta málsnúmer

Vísað frá 19. fundi atvinnu, menningar- og kynningarnefndar frá 12. janúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Tekið fyrir erindi frá Berglindi Þorsteinsdóttur, safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga, varðandi uppfærslu á stofnskrá byggðasafnsins. Erindi dagsett 19.12.2023.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir framlagða stofnskrá fyrir sitt leiti og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum

16.Úthlutun byggðakvóta 2023-2024

Málsnúmer 2312020Vakta málsnúmer

Vísað frá 19. fundi atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 12. janúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Matvælaráðuneytinu, dagsett 01. desember 2023, vegna úthlutunar byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2023/2024.
Úthlutaður byggðakvóti til sveitarfélagsins Skagafjarðar er 145 tonn sem skiptast þannig:
Hofsós 15 tonn,
Sauðárkrókur 130 tonn.

Ráðuneytið óskar eftir rökstuddum tillögum varðandi sérreglur um úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins eða einstakra byggðarlaga. Tillögum skal skilað fyrir 19. janúar 2024.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd leggur til eftirfarandi breytingar á reglugerð nr. 849/2023 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2023/2024 í sveitarfélaginu Skagafirði:

1. Nýtt ákvæði 4. greinar reglugerðarinnar verður (nýr málsl. bætist við 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar) svohljóðandi: "Hámarksúthlutun fiskiskipa yfir 50 brúttótonnum af því aflamarki sem fallið hefur innan viðkomandi sveitarfélags verður 10 þorskígildistonn á skip."
2. Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: "Afli sem landað er í byggðarlagi úr fiskiskipum sem ekki eru skráð innan viðkomandi sveitarfélags, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr. "
3. Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: "Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðarkvóta innan sveitarfélagsins. "

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd felur starfsmönnum nefndarinnar að senda inn ofangreindar tillögur ásamt rökstuðningi til samþykktar sveitarstjórnar. Jafnframt leggur atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd áherslu á að byggðakvóti nýtist til atvinnu- og verðmætasköpunar í sveitarfélaginu. Verði brögð að því að úthlutaður byggðakvóti nýtist ekki innan sveitarfélagsins með framsali hans, getur komið til álita að á næsta fiskveiðiári leggi nefndin til að engar sérreglur verði settar um úthlutun byggðakvóta.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

17.Vatnsleysa 2 (235731) - Beiðni um stofnun lögbýlis

Málsnúmer 2311113Vakta málsnúmer

Vísað frá 14. fundi landbúnaðarnefndar frá 10. janúar sl.
Lögð fram ódagsett umsókn um stofnun lögbýlis á jörðinni Vatnsleysu í Skagafirði, frá Rúnari Þór Guðbrandssyni og Huldu Sóllilju Aradóttur, í gegnum félagið Trostan ehf., kt. 470103-3450, þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar vegna stofnunar lögbýlis á jörðinni Vatnsleysu 2, landnúmer 235731. Áformað er að nýta jörðina fyrir hrossarækt. Veðbókarvottorð jarðarinnar fylgir erindinu ásamt yfirlitsmynd af landamerkjum hennar gagnvart aðliggjandi jörðum. Fyrir liggja jafnframt meðmæli ráðunautar hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins með að stofnun nýs lögbýlis á jörðinni verði samþykkt. Landbúnaðarnefnd sér ekkert því til fyrirstöðu að lögbýlið verði stofnað og mælir með að það hljóti staðfestingu sveitarstjórnar.

Beiðni um stofnum lögbýlis, borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

18.Helgustaðir í Unadal - Beiðni um aðalskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2211189Vakta málsnúmer

Vísað frá 40. fundi skipulagsnefndar frá 14. desember 2023 til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Sveitarfélagið Skagafjörður vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035, sem byggir á vinnslutillögum sem voru kynntar 8. mars - 6. apríl sem felur í sér skilgreiningu á nýju verslunar- og þjónustusvæði við Helgustaði í Unadal þar sem áform eru um ferðaþjónustu.
Hér er sett fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi til auglýsingar sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja ofangreinda breytingingu og senda Skipulagsstofnun, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir, með níu atkvæðum, ofangreinda breytingingu og að senda hana Skipulagsstofnun, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

19.Beiðni um aðalskipulagsbreytingu - Blöndulína 3

Málsnúmer 2305016Vakta málsnúmer

Vísað frá 40. fundi skipulagsnefndar frá 14. desember 2023 til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Blöndulínu 3, óskaði Landsnet eftir því við Sveitarfélagið Skagafjörð, í bréfi dags. 25.4.2023 um að hefja vinnu við breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins, í samræmi við aðalvalkost sem kynntur var í umhverfismatsskýrslu Landsnets. Frá því aðalvalkostur var kynntur í umhverfismatsskýrslu hafa verið gerðar lítillegar breytingar á legu línunnar, sem eru tilkomnar vegna samtals og samráðs við landeigendur, en að auki hefur verkhönnun línunnar kallað á breytingar. Breytingarnar voru tilkynntar til Skipulagsstofnunar til ákvörðunar um matsskyldu og liggur ákvörðun stofnunarinnar fyrir um að þær séu ekki háðar umhverfismati.
Innan Skagafjarðar felast helstu breytingarnar í fráviki frá upphaflegri línuleið við Mælifell og Brúnastaði 1 og 2, þar sem línan færist um 600-700 m. Auk þessara breytinga er lítilsháttar tilfærsla á línuleið yfir Héraðsvötn. Fjallað er um þessar tilfærslur í tilkynningu Landsnets til Skipulagsstofnunar í köflum 3.1.1.-3.1.3 og eru sýndar þar á mynd 3.1.2.
Óskar Landsnet eftir því að Skagafjörður taki fyrir breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og Aðalskipulagi Akrahrepps 2010-2022 vegna Blöndulínu 3, í samræmi við Umhverfismatsskýrslu Blöndulínu 3 og því sem tekið er fram í minnisblaði: Breyting á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og Aðalskipulagi Akrahrepps 2010-2022 vegna Blöndulínu 3 dagsett 25. apríl 2023. Að auki því sem fram kemur í tilkynningu Landsnets til Skipulagsstofnunar dagsett september 2023.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila umbeðna breytingu á aðalskipulagi skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og breytingin verði unnin á kostnað umsækjanda í samræmi við gildandi samþykktir sveitarfélagsins.

Fulltrúar Vinstri grænna og óháðra ítreka bókun frá fundi byggðarráðs:
Nýlega endurskoðað og gildandi Aðalskipulag sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 gerir ráð fyrir að Blöndulína 3 fari um svokallaða Héraðsvatnaleið með 3,7 km jarðstreng á þeirri leið. Landsnet taldi á þeim tíma sem Héraðsvatnaleið var helsti valkostur, að möguleiki væri á jarðstreng á línuleiðinni. Nú hefur Landsnet kynnt aðalvalkost sinn, Kiðaskarðsleið, og fer fram á breytingu á Aðalskipulagi Skagafjarðar.
Samkvæmt umhverfismatsskýrslu Landsnets er ekki gert ráð fyrir neinum jarðstreng á línuleiðinni m.a. með þeim rökum að jarðstrengur falli ekki að stefnu stjórnvalda um lagningu raflínu. Línuleiðin sem um ræðir fylgir ekki mannvirkjabelti að stórum hluta en Umhverfisstofun telur að velja eigi raflínum stað á mannvirkjabeltum sem þegar eru til staðar s.s. með vegum eða öðrum línum og forðast ætti að taka ný og óröskuð svæði undir háspennulínur og alls ekki svæði sem teljast lítið röskuð víðerni.
Kiðaskarðsleið mun fara yfir lítið snortið land og helsta kennileiti fjarðarins, Mælifellshnjúkurinn mun verða fyrir sjónmengun af völdum hennar. Áhrif loftlínu á nærumhverfi sitt á þessu nánast ósnortna svæði eru án nokkrus vafa verulega neikvæð. Umhverfisgæði íbúa á svæðinu munu skerðast vegna línumannvirkjanna, bæði vegna mikilla sjónrænna áhrifa og vegna hljóðmengunar sem vart verður við ákveðin skilyrði. Stórt tengivirki kemur til með að rísa við fjallsrætur og kostnaðarsamur aukalegur 15 km jarðstrengur verður lagður þaðan til Varmahlíðar. Sá jarðstrengur kemur til með að skerða aðra jarðstrengs möguleika línunnar í framtíðinni. Allar þessar framkvæmdir með tilheyrandi lýti á ásýnd Skagafjarðar koma þó ekki til með að skila aukinni raforku til íbúa eða fyrirtækja fjarðarins.
Að mati VG og óháðra eru forsendur fyrir lagningu Blöndulínu 3 brostnar þar sem engin áform eru um jarðstreng á línuleiðinni. Jarðstrengur er mikilvæg málamiðlun þannig að framkvæmd þessi geti orðið í sátt við íbúa, landeigendur og atvinnurekendur sem eiga mikið undir ímynd héraðsins en ekki síst í sátt við náttúruna. Sveitarfélaginu ber að gæta hagsmuna íbúa Skagafjarðar og landeigenda í hvívetna og beita sér til þess á öllum stigum. Eigendur 10 landeigna á Kiðaskarðsleið frá Mælifelli austur að Héraðsvötnum hafa með vottuðum undirskriftum alfarið hafnað línulögn um lönd sín og því augljóst að ekki er sátt um framkvæmdina.
Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir.

Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks ítreka bókun frá fundi byggðarráðs:
Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks með því að taka umrædda ósk um breytingu á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 til efnislegar meðferðar er verið að byrja formlegt samráðsferli við íbúa Skagafjarðar um hugsanlega legu Blöndulínu 3 um Skagafjörð, þ.e.a.s. annan valkost en þann sem samþykktur var af sveitarstjórn 24. apríl 2019. Í samráðsferlinu mun öllum íbúum gefast kostur á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri um kosti og galla mismunandi legu línunnar. Það að taka málið til skipulagslegrar meðferðar er því bæði skylda sveitarfélagsins sem ábyrgðaraðila skipulagsmála í Skagafirði og forsenda þess að hægt sé að taka vandaða ákvörðun um endanlega legu línunnar.
Einar E Einarsson, Hrund Pétursdóttir, Hrefna Jóhannesdóttir, Sólborg Borgarsdóttir og Guðlaugur Skúlason.

Fulltrúar Byggðalista ítreka bókun frá fundi byggðarráðs:
Á 24. fundi Skipulagsnefndar þann 4. maí 2023 óskaði Landsnet eftir Aðalskipulagsbreytingu vegna færslu á Blöndulínu 3, frá svokallaðri Héraðsvatnaleið, yfir á nýja leið um Kiðaskarð. Með færslunni yrðu engar jarðstrengslagnir á línuleiðinni eins og gert er ráð fyrir í núgildandi Aðalskipulagi Sveitarfélags Skagafjarðar 2020-2035. Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu málsins vegna yfirstandandi mats um möguleika og getu raforkukerfisins á 220 kV jarðstrengslögn í Blöndulínu 3, unnið af Ragnari Kristjánssyni óháðum matsmanni og lektor við Háskólann í Reykjavík. Skýrsla með mati Ragnars var kynnt á 30. fundi Skipulagsnefndar, 16. ágúst, þar sem staðfest voru gögn Landsnets um litla sem enga möguleika á lagningu 220 kV jarðstrengs í Blöndulínu 3. Forsendur fyrir línuleiðinni um Héraðsvatnaleið eru því brostnar miðað við gildandi Aðalskipulag, þar sem gert er ráð fyrir a.m.k. 3,8 km löngum jarðstreng og er því ljóst að gera þarf breytingar á Aðalskipulagi vegna þess.
Við Aðalskipulagsbreytingu gefst íbúum Skagafjarðar möguleiki á umsögn vegna fyrirhugaðra breytinga við auglýsingu skipulagslýsingar, breytingartillögu og við sjálfa aðalskipulagsbreytinguna.
Jóhanna Ey Harðardóttir og Sveinn Þ Finster Úlfarsson.

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir með sjö atkvæðum, að heimila umbeðna breytingu á aðalskipulagi skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að breytingin verði unnin á kostnað umsækjanda í samræmi við gildandi samþykktir sveitarfélagsins.
Fulltrúar Vinstri grænna og óháðra, Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir óska bókað að þær sitji hjá.

20.Hamar 2 (L234539) - Umsókn um byggingarreit.

Málsnúmer 2312046Vakta málsnúmer

Vísað frá 40. fundi skipulagsnefndar frá 14. desember 2023 og þannig bókað:

"Baldur Haraldsson þinglýstur eigandi lóðarinnar Hamar 2 (landnr. 234539) Hegranesi Skagafirði, óskar eftir heimild til þess að stofna 1327,8 m² samkvæmt framlögðum afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 709521, dags.18. maí 2023.
Um er að ræða byggingarreit fyrir íbúðarhús með sambyggðri bílgeymslu, steypt hús á einni hæð með flötu þaki.
Hámarks nýtingarhlutfall byggingarreits verður 0,35 að meðtöldu aðstöðuhúsi.
Meðan á byggingu íbúðarhússins stendur er óskað eftir því að staðsetja aðstöðuhús og vinnuskúra í norðausturhorni byggingarreitsins.
Vegtenging verður um nýja heimreið frá Hegranesvegi 764. Jákvæð umsögn Vegagerðarinnar um vegtengingu liggur fyrir.
Fyrir liggur jákvæð umsögn Minjastofnunar.
Vegna landhalla og landfræðilegra aðstæðna getur minnsta fjarlægð byggingarreitsins frá þjóðvegi ekki orðið meiri en 50 m frá miðlínu og er sótt um undanþágu til þess að svo megi verða."

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að óskað verði eftir undanþágu Innviðaráðuneytis frá d. lið 5.3.2.5, gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013, vegna 100 m fjarlægðarmarka byggingarreits frá Hegranesvegi nr. (764).

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir, með níu atkvæðum, að óska eftir undanþágu Innviðaráðuneytis frá d. lið 5.3.2.5, gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013, vegna 100 m fjarlægðarmarka byggingarreits frá Hegranesvegi nr. (764).

21.Helluland land I L(222955) - Umsókn um byggingarreit og breyting á landheiti, staðfangi.

Málsnúmer 2312071Vakta málsnúmer

Vísað frá 40.fundi skipulagsnefndar frá 14. desember 2023 og þannig bókað:

"Alda Bragadóttir og Gunnlaugur Einar Briem þinglýstir eigendur íbðúðarhúsalóðarinnar Helluland land I, landnúmer 222955 óska eftir heimild til að stofna 4400 m² byggingarreit á lóðinni eins og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 77290101 útg. dags. 6. desember 2023. Afstöðuppdráttur var unnin af Ínu Björk Ársælsdóttir á Stoð ehf. verkfræðistofu.
Um er að ræða byggingarreit fyrir íbúðarhús að hámarki 180 m² að stærð.
Einnig er óskað eftir vegtengingu inn á lóðina frá Hegranesvegi (764). Meðfylgjandi er samþykki vegagerðarinnar.
Meðfylgjandi er umsögn Minjastofnunar sem er án athugasemda.
Jafnframt óska, þinglýstir eigendur íbúðarhúsalóðarinnar Helluland land I eftir því að breyta staðfangi lóðarinnar í “Klettaborg". Staðfangið vísar til klettamyndana á lóðinni. Ekkert annað landnúmer í Skagafirði er skráð með sama staðfang."

Skipulagsnefnd samþykkir umbeðið nafn/staðfang Klettaborg en leggur jafnframt til við sveitarstjórn að óskað verði eftir undanþágu Innviðaráðuneytis frá d. lið 5.3.2.5, gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013, vegna 100 m fjarlægðarmarka byggingarreits frá Hegranesvegi nr. (764).

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir umbeðið nafn/staðfang Klettaborg með níu atkvæðum. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn Skagafjarðar að óska eftir undanþágu Innviðaráðuneytis frá d. lið 5.3.2.5, gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013, vegna 100 m fjarlægðarmarka byggingarreits frá Hegranesvegi nr. (764).

22.Sauðárkrókur - Deiliskipulag tjaldstæði - Sauðárgil

Málsnúmer 2203234Vakta málsnúmer

Vísað frá 41. fundi skipulagsnefndar frá 11. janúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
Lögð fram deiliskipulagstillaga fyrir tjaldsvæðið við Sauðárgil á Sauðárkróki sem unnin er af Teiknistofu Norðurlands fyrir hönd sveitarfélagsins Skagafjarðar. Markmið deiliskipulagsins er að setja fram stefnu um umgjörð og skipulag fyrir nýtt tjaldsvæði á Sauðárkróki ásamt uppbyggingu útivistarsvæðis við Sauðárgil. Fyrirhugað er að núverandi tjaldsvæði á Flæðum víki vegna uppbyggingar menningarhúss. Helstu viðfangsefni eru skilgreining á lóðarmörkum, byggingarreitum, bílastæðum og aðkomu með tilliti til umferðaröryggis. Stígakerfi um svæðið er skilgreint og umgjörð útivistarsvæðis við Sauðárgil. Jafnframt eru settir fram skilmálar um umgjörð og skipulag á nýju tjaldsvæði með góðri aðstöðu fyrir ferðavagna og tjöld.
Skipulagsnefnd leggur til við Sveitarstjórn að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir Tjaldsvæðið við Sauðárgil í auglýsingu í samræmi við 41.gr skipulagslaga 123/2010.
Jón Daníel Jónsson vék af fundi við afgreiðslu erindisins.

Sveinn Þ Finster Úlfarsson, Hrund Pétursdóttir, Einar E Einarsson, Sveinn Þ Finster Úlfarsson og Einar E Einarsson tóku til máls.

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum, að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir Tjaldsvæðið við Sauðárgil í auglýsingu í samræmi við 41.gr skipulagslaga 123/2010.

23.Hraun í Fljótum - Deiliskipulag

Málsnúmer 2111012Vakta málsnúmer

Vísað frá 41. fundi skipulagsnefndar frá 11. janúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
Lögð fram uppfærð deiliskipulagstillaga fyrir Hraun í Fljótum unnin á Kollgátu arkitektastofu fyrir hönd Fljótabakka ehf. dags. 25.11.2023, þar sem gerðar hafa verið breytingar á tillögunni í samræmi við athugasemdir umsagnaraðila sem bárust á auglýsingartíma.

Skipulagsnefnd telur að um sé að ræða óverulegar breytingar og því ekki talin þörf á auglýsingu að nýju. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði send Skipulagsstofnun í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr.123/2010.

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum, að deiliskipulagstillagan verði send Skipulagsstofnun í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr.123/2010.

24.Sólheimar 2 - Deiliskipulag

Málsnúmer 2307129Vakta málsnúmer

Vísað frá 41. fundi skipulagsnefndar frá 11. janúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:

Lögð fram deiliskipulagstillaga fyrir Sólheima 2 í Blönduhlíð unnin af Birni Magnúsi Árnasyni á Stoð ehf. verkfræðistofu.
Skipulagsuppdráttur nr. DS-01 sýnir fyrirhugaða uppbyggingu á Sólheimum 2. Uppdrátturinn sýnir staðsetningu byggingarreita, lóðamarka, vegtenginga og aðkomu að byggingum, ásamt helstu byggingarskilmálum.
Svæðið er að mestu leyti mólendi og ekkert ræktað land er innan skipulagssvæðisins. Austast á svæðinu er landið í um það bil 90 m hæð en lækkar til vesturs niður í um það bil 40 m hæð næst gamla þjóðveginum. Hafin er bygging á íbúðarhúsi og bílskúr innan byggingarreits nr. BR-1 sem var samþykktur í skipulagsnefnd Skagafjarðar þann 6.10.2022 og í sveitarstjórn þann 10.10.2022.
Stærð skipulagssvæðið er 11,3 ha.

Skipulagsnefnd leggur til við Sveitarstjórn að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir Sólheima 2 í Blönduhlíð í Skagafirði í auglýsingu í samræmi við 41.gr skipulagslaga 123/2010.

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum, að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir Sólheima 2 í Blönduhlíð í Skagafirði í auglýsingu í samræmi við 41.gr skipulagslaga 123/2010.

25.Umsókn um lóð fyrir dreifistöð í Varmahlíðl

Málsnúmer 2312215Vakta málsnúmer

Vísað frá 41. fundi skipulagsnefndar frá 11. janúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:

Rögnvaldur Guðmundsson fyrir hönd RARIK óskar eftir því að fá lóð undir dreifistöð/spennistöð í Varmahlíð til að auka afhendingar möguleika af raforku í Varmahlíð.
Húsið sem ráðgert er að nota er af gerðinni Rafal áætluð stærð 3340x2240 mm.
Meðfylgjandi gögn:
- Teikning af staðsetningu lóðar sem sótt er um.
- Mynd af væntanlegu húsi fyrir dreifistöð.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitastjórn að grenndarkynna óverulega breytingu á gildandi skipulagi í samræmi við 2. mrg. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lagt er til að tillagan sé kynnt fyrir Kaupfélagi Skagfirðinga og Olís ásamt lóðarhöfum Mánaþúfu 1, Skógarstígs 1, 2, 4 og 6 og Laugavegs 1.

Sveitastjórn Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum, að grenndarkynna óverulega breytingu á gildandi skipulagi í samræmi við 2. mrg. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn samþykkir einnig að tillagan sé kynnt fyrir Kaupfélagi Skagfirðinga og Olís ásamt lóðarhöfum Mánaþúfu 1, Skógarstígs 1, 2, 4 og 6 og Laugavegs 1.

26.Eyrarland L146520 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - skógrækt

Málsnúmer 2107037Vakta málsnúmer

Vísað frá 41. fundi skipulagsnefndar frá 11. janúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:

Málið áður á dagskrá 413. fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar 18.8.2021. Á fundinum eftirfarandi bókað:

Vísað frá 409. fundi skipulags- og byggingarnefndar til afgreiðslu sveitarstjórnar. "Ása Jóhanna Pálsdóttir kt. 111174-5209 eigandi lögbýlisins Eyrarland L146520 óskar eftir framkvæmdaleyfi til nytjaskógræktar á 60,0 hektara svæði í landi jarðarinnar. Meðfylgjandi er hnitsettur uppdráttur af fyrirhuguðu skógræktarsvæði dagsettur 5.7.2021 gerður af Skógræktinni. Niðurstaða skipulags- og byggingarnefndar er að umbeðin framkvæmd sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum sbr. 1.07 í 1. viðauka laga númer 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að umbeðið framkvæmdaleyfi verði veitt að fenginni jákvæðri umsögn minjavarðar." Afgreiðsla byggðarráðs: "Afgreiðslu 409. fundar skipulags- og byggingarnefndar er vísað aftur til afgreiðslu nefndarinnar á 976. fundi byggðarráðs þann 9. ágúst 2021 með þremur atkvæðum þar sem fornleifaskráning liggur ekki fyrir." Ósk um veitingu framkvæmdaleyfis, að fenginni jákvæðri umsögn minjavarðar, borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar. Samþykkt með níu atkvæðum að vísa málinu aftur til afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar þar sem fornleifaskráning liggur ekki fyrir.“

Fyrir liggur uppfærð umsókn dagsett 6.12. 2023 um framkvæmdaleyfi til skógræktar á lögbýlinu Eyrarlandi undirrituð af Ástu Jóhönnu Pálsdóttur og Einari Þorvaldssyni ásamt fornleifaskráningu vegna skógræktar unnin af Hermanni Jakob Hjartarssyni og Rúnu K. Tetzschner hjá Antikva ehf.
Fyrir liggur umsögn minjavarðar um samningssvæði skógræktar án athugasemdar dags. 13.12. 2023.
Svæðið er skilgreint sem landbúnaðarland L2 í Aðalskipulagi Skagafjarðar þar sem nytjaskógrækt er heimiluð.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að umbeðið framkvæmdaleyfi verið veitt.

Umbeðið framkvæmdaleyfi borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

27.Birkimelur 25 - Lóðarmál

Málsnúmer 2312182Vakta málsnúmer

Vísað frá 41. fundi skipulagsnefndar frá 11. janúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
"Fyrirliggur erindi frá Helgu Sjöfn Pétursdóttur og Hjalta Sigurðarsyni þar sem þau óska eftir fresti til að hefja byggingarframkvæmdir ásamt rökstuðningi þess efnis, en þau áforma að ljúka húsbyggingunni sumarið 2024.
Lóðinni fengu þau var úthlutað 16. nóvember 2022."

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita umbeðinn frest til 1. maí 2024 til að hefja byggingarframkvæmdir.
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum að veita umbeðinn frest.

28.Nestún 14 - Lóðarmál

Málsnúmer 2401077Vakta málsnúmer

Vísað frá 41. fundi skipulagsnefndar frá 11. janúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
"Stefán Vagn Stefánsson og Hrafnhildur Guðjónsdóttir óska eftir því að fá frestun á afgreiðslu á samþykktum byggingaráformum fyrir Nestún 14 þar til 1. apríl 2024.
Lóðinni fengu þau var úthlutað 10. maí 2023."

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita umbeðinn frest til 1. maí 2024 til að hefja byggingarframkvæmdir.

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum að veita umbeðinn frest.

29.Endurtilnefning aðalmanns Vg og óháðra í AMK

Málsnúmer 2401160Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Álfhildi Leifsdóttur dags. 12. janúar sl. þar sem hún tilkynnir fyrirhugaðar breytingar á aðalmanni Vg og óháðra í Atvinnu- menningar og kynningarnefnd.
Í stað Auðar Bjarkar Birgisdóttur kemur Tinna Kristín Stefánsdóttir.
Samþykkt samhljóða.

30.Kjördeildir í Skagafirði

Málsnúmer 2302160Vakta málsnúmer

Vísað frá 80. fundi byggðarráðs frá 17.jan sl.
Tilnefning fulltrúa í kjördeildir á Sauðárkróki, Varmahlíð og Hofsósi eru eftirfarandi:

Kjördeild 1 Sauðárkróki.
Aðalmenn: Atli Víðir Hjartarson formaður, Ásta Ólöf Jónsdóttir og Kristjana E. Jónsdóttir.
Varamenn: Brynja Ólafsdóttir, Steinn Leó Rögnvaldsson og Guðný Guðmundsdóttir

Kjördeild 2 Varmahlíð.
Aðalmenn: Valgerður Inga Kjartansdóttir formaður, Vagn Þormar Stefánsson og Þorbergur Gíslason.
Varamenn: Sigríður Sigurðardóttir, Bjarni Bragason og Valdimar Óskar Sigmarsson.

Kjördeild 3 Hofsósi.
Aðalmenn: Ingibjörg Klara Helgadóttir formaður, Sigmundur Jóhannesson og Alda Laufey Haraldsdóttir.
Varamenn: Vala Kristín Ófeigsdóttir, Eiríkur Arnarsson og Sjöfn Guðmundsdóttir.

Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessi því rétt kjörin.





31.Skagfirskar leiguíbúðir hses - 42

Málsnúmer 2312024FVakta málsnúmer

42. fundargerð Skagfirskra leiguíbúða hses. frá 20. desember 2023 lögð fram til kynningar á 22. fundi sveitarstjórnar 17. janúar 2024

32.Fundagerðir SSNV 2024

Málsnúmer 2401025Vakta málsnúmer

102. fundargerð stjórnar SSNV frá 9. janúar 2024 lögð fram til kynningar á 22. fundi sveitarstjórnar 17. janúar 2024

33.Fundagerðir Sambands ísl. sveitarfélaga 2023

Málsnúmer 2301003Vakta málsnúmer

904. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 15. desember 2023 lögð fram til kynningar á 22. fundi sveitarstjórnar 17. janúar 2024

Fundi slitið - kl. 17:55.