Fara í efni

Gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu 2024

Málsnúmer 2310015

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd - 18. fundur - 13.10.2023

Í október var lokið við að telja öll sorpílát í þéttbýli. Sveitarfélagið ætti því að vera tilbúið fyrir næstu skref í fjórflokkun sorps við heimahús. Endurskoða þarf gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu en stefna sveitarfélagsins er að gjald fyrir endurvinnsluefni verði lægra en fyrir úrgang sem fer til urðunar.

Umhverfis- og samgöngunefnd felur starfsmanni sviðsins að halda áfram vinnu við endurskoðun gjaldskrár og leggja drög að endurskoðaðri gjaldskrá fram fyrir næsta fund nefndarinnar sem fyrirhugaður er í byrjun nóvember.

Umhverfis- og samgöngunefnd - 20. fundur - 20.11.2023

Lögð var fram tillaga að gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu 2024.

Í ljósi þess að gjald sem innheimt er á að vera sem næst raunkostnaði vegna málaflokksins, leggur umhverfis- og samgöngunefnd upp með að gjaldskráin verði endurskoðuð á fyrsta ársþriðjungi 2024 þegar rauntölur frá 2023 liggja fyrir og í samræmi við magn og gerð úrgangs, endurgreiðslur úr úrvinnslusjóði og annarra þátta sem áhrif hafa á kostnað.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til Byggðarráðs.

Byggðarráð Skagafjarðar - 73. fundur - 29.11.2023

Lögð fram gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu fyrir árið 2024 sem vísað var til byggðarráðs frá 20. fundi umhverfis- og samgöngunefndar 20. nóvember sl.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 20. fundur - 13.12.2023

Vísað frá 73. fundi byggðarráðs frá 29. nóvember sl.
Lögð fram gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu fyrir árið 2024 sem vísað var til byggðarráðs frá 20. fundi umhverfis- og samgöngunefndar 20. nóvember sl. Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

Landbúnaðar- og innviðanefnd - 2. fundur - 03.05.2024

Valur Valsson, verkefnastjóri hjá veitu og framkvæmdarsviði fór yfir stöðu sorpmála og hvernig til hefur tekist frá því nýtt sorpsöfnunarkerfi með fjórum tunnum við hvert heimili var tekið í notkun 1. apríl 2023. Í heild hefur gengið vel og sé sorpmagnið sem kom frá heimilum og fyrirtækjum árið 2023 borið saman við urðað magn árin þar á undan kemur fram augljós lækkun á urðuðum úrgangi. Stærsta ástæða þess er aukin flokkun hjá bæði heimilum og fyrirtækjum. Eins benda tölur frá fyrsta ársfjórðungi þessa árs til áframhaldandi lækkunar á urðuðu magni úrgangs. Á móti aukast tölur um sérsöfnun á plasti, pappa og lífrænum úrgangi. Niðurstöður af rekstri málaflokksins frá árinu 2023 liggja einnig fyrir ásamt nýlegri ákvörðun Úrvinnslusjóðs um aukið endurgreiðsluhlutfall vegna sérstakrar söfnunar á árinu 2023 og fyrir árið 2024.
Landbúnaðar- og innviðanefnd fagnar mjög þessum góða árangri sem þegar hefur náðst á fyrsta árinu með nýtt flokkunarkerfi og leggur til að gjald vegna reksturs söfnunarstöðva vegna íbúðarhúsnæðis, í gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í Skagafirði, lækki um 9,85%, sem er 3.500 kr. lækkun á gjaldinu frá og með 1. janúar 2024.

Með hliðsjón af áætlaðri verðlagsbreytingu (7%) á milli áranna 2023 og 2024 gæti þetta numið um 10% lækkun á sorpgjöldum heimila árið 2024 þegar á heildina er litið.

Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir með þremur atkvæðum að leggja til við byggðarráð að gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í Skagafirði verði breytt samkvæmt því sem að framan greinir.

Byggðarráð Skagafjarðar - 96. fundur - 07.05.2024

Erindinu vísað frá 2. fundi landbúnaðar- og innviðanefndar 3. maí 2024, þannig bókað:
"Valur Valsson, verkefnastjóri hjá veitu og framkvæmdarsviði fór yfir stöðu sorpmála og hvernig til hefur tekist frá því nýtt sorpsöfnunarkerfi með fjórum tunnum við hvert heimili var tekið í notkun 1. apríl 2023. Í heild hefur gengið vel og sé sorpmagnið sem kom frá heimilum og fyrirtækjum árið 2023 borið saman við urðað magn árin þar á undan kemur fram augljós lækkun á urðuðum úrgangi. Stærsta ástæða þess er aukin flokkun hjá bæði heimilum og fyrirtækjum. Eins benda tölur frá fyrsta ársfjórðungi þessa árs til áframhaldandi lækkunar á urðuðu magni úrgangs. Á móti aukast tölur um sérsöfnun á plasti, pappa og lífrænum úrgangi. Niðurstöður af rekstri málaflokksins frá árinu 2023 liggja einnig fyrir ásamt nýlegri ákvörðun Úrvinnslusjóðs um aukið endurgreiðsluhlutfall vegna sérstakrar söfnunar á árinu 2023 og fyrir árið 2024.
Landbúnaðar- og innviðanefnd fagnar mjög þessum góða árangri sem þegar hefur náðst á fyrsta árinu með nýtt flokkunarkerfi og leggur til að gjald vegna reksturs söfnunarstöðva vegna íbúðarhúsnæðis, í gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í Skagafirði, lækki um 9,85%, sem er 3.500 kr. lækkun á gjaldinu frá og með 1. janúar 2024.
Með hliðsjón af áætlaðri verðlagsbreytingu (7%) á milli áranna 2023 og 2024 gæti þetta numið um 10% lækkun á sorpgjöldum heimila árið 2024 þegar á heildina er litið.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir með þremur atkvæðum að leggja til við byggðarráð að gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í Skagafirði verði breytt samkvæmt því sem að framan greinir."
Byggðarráð fagnar góðum árangri í flokkun á sorpi frá heimilum í Skagafirði sem skapar forsendur fyrir lækkun gjalda. Byggðarráð samþykkir samhljóða tillögu landbúnaðar- og innviðanefndar um lækkun á gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í Skagafirði og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 27. fundur - 15.05.2024

Vísað frá 96. fundi byggðarráðs til afgreiðslu sveitarstjónar þannig bókað:

Erindinu vísað frá 2. fundi landbúnaðar- og innviðanefndar 3. maí 2024, þannig bókað: "Valur Valsson, verkefnastjóri hjá veitu og framkvæmdarsviði fór yfir stöðu sorpmála og hvernig til hefur tekist frá því nýtt sorpsöfnunarkerfi með fjórum tunnum við hvert heimili var tekið í notkun 1. apríl 2023. Í heild hefur gengið vel og sé sorpmagnið sem kom frá heimilum og fyrirtækjum árið 2023 borið saman við urðað magn árin þar á undan kemur fram augljós lækkun á urðuðum úrgangi. Stærsta ástæða þess er aukin flokkun hjá bæði heimilum og fyrirtækjum. Eins benda tölur frá fyrsta ársfjórðungi þessa árs til áframhaldandi lækkunar á urðuðu magni úrgangs. Á móti aukast tölur um sérsöfnun á plasti, pappa og lífrænum úrgangi. Niðurstöður af rekstri málaflokksins frá árinu 2023 liggja einnig fyrir ásamt nýlegri ákvörðun Úrvinnslusjóðs um aukið endurgreiðsluhlutfall vegna sérstakrar söfnunar á árinu 2023 og fyrir árið 2024.
Landbúnaðar- og innviðanefnd fagnar mjög þessum góða árangri sem þegar hefur náðst á fyrsta árinu með nýtt flokkunarkerfi og leggur til að gjald vegna reksturs söfnunarstöðva vegna íbúðarhúsnæðis, í gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í Skagafirði, lækki um 9,85%, sem er 3.500 kr. lækkun á gjaldinu frá og með 1. janúar 2024.
Með hliðsjón af áætlaðri verðlagsbreytingu (7%) á milli áranna 2023 og 2024 gæti þetta numið um 10% lækkun á sorpgjöldum heimila árið 2024 þegar á heildina er litið.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir með þremur atkvæðum að leggja til við byggðarráð að gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í Skagafirði verði breytt samkvæmt því sem að framan greinir."
Byggðarráð fagnar góðum árangri í flokkun á sorpi frá heimilum í Skagafirði sem skapar forsendur fyrir lækkun gjalda. Byggðarráð samþykkir samhljóða tillögu landbúnaðar- og innviðanefndar um lækkun á gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í Skagafirði og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu 2024 borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðu.