Fara í efni

Landbúnaðar- og innviðanefnd

2. fundur 03. maí 2024 kl. 09:00 - 10:41 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir varaform.
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir ritari
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi
  • Valur Valsson verkefnastjóri
  • Hjörvar Halldórsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu 2024

Málsnúmer 2310015Vakta málsnúmer

Valur Valsson, verkefnastjóri hjá veitu og framkvæmdarsviði fór yfir stöðu sorpmála og hvernig til hefur tekist frá því nýtt sorpsöfnunarkerfi með fjórum tunnum við hvert heimili var tekið í notkun 1. apríl 2023. Í heild hefur gengið vel og sé sorpmagnið sem kom frá heimilum og fyrirtækjum árið 2023 borið saman við urðað magn árin þar á undan kemur fram augljós lækkun á urðuðum úrgangi. Stærsta ástæða þess er aukin flokkun hjá bæði heimilum og fyrirtækjum. Eins benda tölur frá fyrsta ársfjórðungi þessa árs til áframhaldandi lækkunar á urðuðu magni úrgangs. Á móti aukast tölur um sérsöfnun á plasti, pappa og lífrænum úrgangi. Niðurstöður af rekstri málaflokksins frá árinu 2023 liggja einnig fyrir ásamt nýlegri ákvörðun Úrvinnslusjóðs um aukið endurgreiðsluhlutfall vegna sérstakrar söfnunar á árinu 2023 og fyrir árið 2024.
Landbúnaðar- og innviðanefnd fagnar mjög þessum góða árangri sem þegar hefur náðst á fyrsta árinu með nýtt flokkunarkerfi og leggur til að gjald vegna reksturs söfnunarstöðva vegna íbúðarhúsnæðis, í gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í Skagafirði, lækki um 9,85%, sem er 3.500 kr. lækkun á gjaldinu frá og með 1. janúar 2024.

Með hliðsjón af áætlaðri verðlagsbreytingu (7%) á milli áranna 2023 og 2024 gæti þetta numið um 10% lækkun á sorpgjöldum heimila árið 2024 þegar á heildina er litið.

Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir með þremur atkvæðum að leggja til við byggðarráð að gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í Skagafirði verði breytt samkvæmt því sem að framan greinir.

2.Vetrarþjónusta á heimreiðum

Málsnúmer 2402219Vakta málsnúmer

Landbúnaðar- og innviðanefnd hefur tekið til skoðunar mokstur heimreiða í dreifbýli. Eins og málum er nú háttað er greitt fyrir tvo mokstra á ári. Er það mat nefndarinnar að greina þurfi tölur um mokstur betur og óskar eftir nákvæmari upplýsingum frá stjórnsýslu- og fjármálasviði fyrir næsta fund.
Samþykkt með þremur atkvæðum.

3.Ársreikningar fjallskilanefnda 2023

Málsnúmer 2403217Vakta málsnúmer

Lagðir fram til kynningar ársreikningar vegna ársins 2023 fyrir eftirtalda fjallskilasjóði:
Fjallskilasjóður Skefilsstaðahrepps, Fjallskilasjóður Hóla- og Viðvíkurhrepps, Fjallskilasjóður Hegraness, Fjallskilasjóður Seyluhrepps - úthluta og Fjallskilasjóðs Skarðshrepps.

4.Aðalfundur Veiðifélags Blöndu og Svartár, heiðardeild

Málsnúmer 2404225Vakta málsnúmer

Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi sótti aðalfund Veiðifélags Blöndu og Svartár, heiðardeildar fyrir hönd sveitarfélagsins og kynnti fyrir nefndarmönnum það sem fram fór á fundinum. Lagður fram til kynningar ársreikningur fyrir árið 2023 ásamt samþykktum fyrir deildina.

5.Aðalfundur Veiðifélagsins Laxár, Skef. 2024

Málsnúmer 2404180Vakta málsnúmer

Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi sótti aðalfund Veiðifélags Laxár, Skef. og kynnti fyrir nefndarmönnum það sem fram fór á fundinum.
Lagður fram til kynningar ársreikningur fyrir 2023 ásamt fjárhagsáætlun 2024. Einnig lögð fram athugun á seiðabúskap árið 2023 í Laxá í Skefilsstaðahreppi.

6.Ársreikningur Hafnasambands Ísl 2023

Málsnúmer 2404167Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2023.

Fundi slitið - kl. 10:41.