Landbúnaðar- og innviðanefnd
Dagskrá
1.Gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu 2024
Málsnúmer 2310015Vakta málsnúmer
2.Vetrarþjónusta á heimreiðum
Málsnúmer 2402219Vakta málsnúmer
Landbúnaðar- og innviðanefnd hefur tekið til skoðunar mokstur heimreiða í dreifbýli. Eins og málum er nú háttað er greitt fyrir tvo mokstra á ári. Er það mat nefndarinnar að greina þurfi tölur um mokstur betur og óskar eftir nákvæmari upplýsingum frá stjórnsýslu- og fjármálasviði fyrir næsta fund.
Samþykkt með þremur atkvæðum.
Samþykkt með þremur atkvæðum.
3.Ársreikningar fjallskilanefnda 2023
Málsnúmer 2403217Vakta málsnúmer
Lagðir fram til kynningar ársreikningar vegna ársins 2023 fyrir eftirtalda fjallskilasjóði:
Fjallskilasjóður Skefilsstaðahrepps, Fjallskilasjóður Hóla- og Viðvíkurhrepps, Fjallskilasjóður Hegraness, Fjallskilasjóður Seyluhrepps - úthluta og Fjallskilasjóðs Skarðshrepps.
Fjallskilasjóður Skefilsstaðahrepps, Fjallskilasjóður Hóla- og Viðvíkurhrepps, Fjallskilasjóður Hegraness, Fjallskilasjóður Seyluhrepps - úthluta og Fjallskilasjóðs Skarðshrepps.
4.Aðalfundur Veiðifélags Blöndu og Svartár, heiðardeild
Málsnúmer 2404225Vakta málsnúmer
Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi sótti aðalfund Veiðifélags Blöndu og Svartár, heiðardeildar fyrir hönd sveitarfélagsins og kynnti fyrir nefndarmönnum það sem fram fór á fundinum. Lagður fram til kynningar ársreikningur fyrir árið 2023 ásamt samþykktum fyrir deildina.
5.Aðalfundur Veiðifélagsins Laxár, Skef. 2024
Málsnúmer 2404180Vakta málsnúmer
Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi sótti aðalfund Veiðifélags Laxár, Skef. og kynnti fyrir nefndarmönnum það sem fram fór á fundinum.
Lagður fram til kynningar ársreikningur fyrir 2023 ásamt fjárhagsáætlun 2024. Einnig lögð fram athugun á seiðabúskap árið 2023 í Laxá í Skefilsstaðahreppi.
Lagður fram til kynningar ársreikningur fyrir 2023 ásamt fjárhagsáætlun 2024. Einnig lögð fram athugun á seiðabúskap árið 2023 í Laxá í Skefilsstaðahreppi.
6.Ársreikningur Hafnasambands Ísl 2023
Málsnúmer 2404167Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2023.
Fundi slitið - kl. 10:41.
Landbúnaðar- og innviðanefnd fagnar mjög þessum góða árangri sem þegar hefur náðst á fyrsta árinu með nýtt flokkunarkerfi og leggur til að gjald vegna reksturs söfnunarstöðva vegna íbúðarhúsnæðis, í gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í Skagafirði, lækki um 9,85%, sem er 3.500 kr. lækkun á gjaldinu frá og með 1. janúar 2024.
Með hliðsjón af áætlaðri verðlagsbreytingu (7%) á milli áranna 2023 og 2024 gæti þetta numið um 10% lækkun á sorpgjöldum heimila árið 2024 þegar á heildina er litið.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir með þremur atkvæðum að leggja til við byggðarráð að gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í Skagafirði verði breytt samkvæmt því sem að framan greinir.