Sveitarstjórn Skagafjarðar
1.Byggðarráð Skagafjarðar - 92
Málsnúmer 2404043FVakta málsnúmer
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 92 Lögð fram tillaga frá VG og óháðum:
"VG og óháð leggja fram þá tillögu að taka samtal við eigendur lands Sjávarborgar með það markmið að ganga til samninga um kaup Sjávarborgarlands sem framtíðarbyggingarlands sveitarfélagsins.
Ásókn í lóðir á Sauðárkróki hefur verið umtalsverð og er full ástæða til að horfa bjartsýn til framtíðar hvað varðar fólksfjölgun og áframhaldandi uppbyggingu á svæðinu. Þó standi til að setja Nafirnar aftur inn á Aðalskipulag Skagafjarðar til ársins 2040 sem framtíðarbyggingarsvæði þarf að horfa enn lengra fram í tímann og vera tilbúin með annað landsvæði til uppbyggingar.
Sjávarborgarland býður upp á margskonar skipulag til uppbyggingar en mjög hefur færst í aukana að íbúar vilji byggja utan hins raunverulega þéttbýlis og hafa bæði meira landsvæði og næði í kringum sig. Gæti skipulag á Sjávarborgarlandi komið vel á móts við slíkt.
Að auki myndu kaup á Sjávarborgarlandi greiða götuna í áframhaldandi leit af auknu heitu vatni fyrir sveitarfélagið."
Tillaga VG og óháðra felld með 2 atkvæðum meirihluta fulltrúa Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sem leggja fram eftirfarandi bókun:
"Fulltrúar meirihluta Byggðarráðs, Einar E. Einarsson og Sólborg S. Borgarsdóttir, vilja árétta að gott samstarf hefur verið lengi við eigendur Sjávarborgar um nýtingu heita vatnsins sem er á sameiginlegu upptökusvæði í /undir landi Sjávarborgar og landi sveitarfélagsins. Um nýtingu á heitu vatni í landi Sjávarborgar var gerður samningur á milli eigenda Sjávarborgar og Sauðárkrókskaupstaðar árið 1951. Viðræður eru í gangi á milli aðila um endurskoðun á samningnum og gengur sú vinna vel og miðar vel áfram.
Jafnframt er í gangi vinna af hálfu sömu aðila til að koma á hreint landamerkjum frá Fornósi að Héraðsvötnum. Hefur sú vinna einnig gengið vel og er von á niðurstöðu innan skamms.
Um hugsanleg kaup á (öðru) landi og þá með stækkun þéttbýlisins í huga eða þess að fara að bjóða upp á stærri lóðir, hefur ekki verið rætt og er það ekki stefna núverandi meirihluta að sveitarfélagið bjóði upp á slíkar lóðir. Einnig er rétt að hafa í huga að stór hluti þess lands sem tilheyrir jörðinni Sjávarborg er friðlýst og nýtur verndar samkvæmt náttúruverndarlögum vegna sérstöðu fuglalífs. Þessi sérstaða takmarkar mjög möguleikana á að nýta landið til annarra hluta og er t.d. umferð um það að stórum hluta óheimil frá 15. maí til 1. júlí ár hvert. Einnig má benda á að bæði þetta landsvæði og það landsvæði sem sveitarfélagið á í kringum Tjarnartjörnina, er erfitt byggingarland.
Við höfnum því tillögu VG og leggjum til að áfram verði unnið með eigendum Sjávarborgar að farsælli niðurstöðu í þeim málaflokkum sem verið er að leiða til lykta í dag." Bókun fundar Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:
VG og óháð þykir miður að ekki sé vilji meirihluta til að taka í það minnsta samtalið við landeigendur Sjávarborgar með framtíðarsýn sveitarfélagsins í huga. Þá ekki síst til að tryggja sveitarfélaginu aukin heitavatnsréttindi, en ljóst er að þar hefur meirihluti sofnað á verðinum eins og heitavatns ástand síðasta vetrar berlega sýndi. Möguleikar þessa lands eru ókannaðir og því erfitt að fullyrða um hversu erfitt byggingarland um er að ræða. Eins er ekki allt landið sem um ræðir friðlýst og væri hægt að kanna það sérstaklega. Óþarft er að blanda í þessa tillögu þeirri vinnu sem felst í því að koma landamerkjum á hreint milli sveitarfélagins og eigenda Sjávarborgar, það er annað og gamalt mál sem sveitarfélagið hefði átt að sjá sóma sinn í að ganga frá við landeigendur fyrir löngu síðan.
Einar E einarsson tók til máls og ítrekar bókun meirihluta frá fundi byggðarráðs, svohljóðandi:
Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sem leggja fram eftirfarandi bókun: "Fulltrúar meirihluta sveitarstjórnar vilja árétta að gott samstarf hefur verið lengi við eigendur Sjávarborgar um nýtingu heita vatnsins sem er á sameiginlegu upptökusvæði í /undir landi Sjávarborgar og landi sveitarfélagsins. Um nýtingu á heitu vatni í landi Sjávarborgar var gerður samningur á milli eigenda Sjávarborgar og Sauðárkrókskaupstaðar árið 1951. Viðræður eru í gangi á milli aðila um endurskoðun á samningnum og gengur sú vinna vel og miðar vel áfram. Jafnframt er í gangi vinna af hálfu sömu aðila til að koma á hreint landamerkjum frá Fornósi að Héraðsvötnum. Hefur sú vinna einnig gengið vel og er von á niðurstöðu innan skamms. Um hugsanleg kaup á (öðru) landi og þá með stækkun þéttbýlisins í huga eða þess að fara að bjóða upp á stærri lóðir, hefur ekki verið rætt og er það ekki stefna núverandi meirihluta að sveitarfélagið bjóði upp á slíkar lóðir. Einnig er rétt að hafa í huga að stór hluti þess lands sem tilheyrir jörðinni Sjávarborg er friðlýst og nýtur verndar samkvæmt náttúruverndarlögum vegna sérstöðu fuglalífs. Þessi sérstaða takmarkar mjög möguleikana á að nýta landið til annarra hluta og er t.d. umferð um það að stórum hluta óheimil frá 15. maí til 1. júlí ár hvert. Einnig má benda á að bæði þetta landsvæði og það landsvæði sem sveitarfélagið á í kringum Tjarnartjörnina, er erfitt byggingarland.
Afgreiðsla 92. fundar byggðarráðs staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 92 Lagt frá bréf frá forsætisráðuneytinu, dag. 19. mars 2024, þar sem óskað er eftir tilnefningu frá Skagafirði í starfshóp um framtíðarskipulag Hóla í Hjaltadal. Óskað er eftir tilnefningu bæði karls og konu í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.
Verkefni starfshópsins er að fjalla um framtíð sögustaðarins, taka afstöðu til fyrirliggjandi hugmynda og skipuleggja hvort eigi og hvernig koma megi þeim tillögum sem aðilar á svæðinu og aðrir hagsmunaaðilar eru sammála um, til framkvæmda.
Starfshópurinn verður skipaður fulltrúum dómsmálaráðuneytis, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis, menningar- og viðskiptaráðuneytis, innviðaráðuneytis, Háskólans á Hólum, Hóladómkirkju, sveitarfélagsins Skagafjarðar og Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Forsætisráðherra skipar formann hópsins.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að tilnefna Sigfús Inga Sigfússon og Jóhönnu Ey Harðardóttur í starfshópinn. Bókun fundar Afgreiðsla 92. fundar byggðarráðs staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 92 Niðurstöður útboðs á akstri í Dagdvöl aldraða liggja fyrir. Eitt tilboð barst í akstursleið 1 og tvö tilboð bárust í akstursleið 2.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að afla frekari gagna. Bókun fundar Afgreiðsla 92. fundar byggðarráðs staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 92 Lagt fram bréf dags, 19. mars 2024, frá Orku náttúrunnar þar sem óskað er eftir samvinnu við sveitarfélagið Skagafjörð um uppbyggingu fyrir hleðsluinnviði rafbíla. ON leitar að hentugum svæðum í sveitarfélaginu, hvort sem er á lóð eða á bílastæði í eigu sveitarfélagsins, til að koma fyrir hleðsluinnviðum fyrir íbúa og viðskiptavini. Sérfræðingar þeirra munu lista upp nokkrar staðsetningar sem þeir telja koma til greina í sveitarfélaginu.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar áhuga ON og felur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs og skipulagsfulltrúa að vera í sambandi við sérfræðinga ON varðandi mögulegar staðsetningar hleðslustöðva í Skagafirði.
Bókun fundar Afgreiðsla 92. fundar byggðarráðs staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 92 Lagt fram bréf dagsett 3. apríl 2024 frá Stapa lífeyrissjóði, þar sem boðað er til ársfundar sjóðsins árið 2023 þann 2. maí 2024 í Menningarhúsinu Hofi, Akureyri.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs sæki fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 92. fundar byggðarráðs staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 92 Fjallað um tillögur úr skýrslu HLH ráðgjafar. Byggðarráð samþykkir samhljóða að vinna áfram að innleiðingu tillagna úr skýrslunni og fjalla um framgang þeirra með reglubundnum hætti. Bókun fundar Afgreiðsla 92. fundar byggðarráðs staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 92 Lagður fram til kynningar samningur á milli ríkisins, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra, um fyrirhugaða nýja viðbyggingu fyrir verknámshús við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.
Byggðarráð fagnar samningnum og tímabærri stækkun á verknámsaðstöðu Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Bókun fundar Afgreiðsla 92. fundar byggðarráðs staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum.
2.Byggðarráð Skagafjarðar - 93
Málsnúmer 2404055FVakta málsnúmer
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 93 Málið áður tekið fyrir á 91. fundi byggðarráðs.
Álfhildur Leifsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Til fundarins kom Halldór Gunnlaugsson frá Álfakletti sem er rekstraraðili tjaldstæða í eigu sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir með 2 atkvæðum að fela sveitarstjóra að afla frekari gagna. Bókun fundar Afgreiðsla 93. fundar byggðarráðs staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með sjö atkvæðum. Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir óska bókað að þær véku af fundi undir afgreiðslu málsins. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 93 Lögð fram skýrsla KPMG frá 15. apríl 2024 varðandi stjórsýsluskoðun hjá sveitarfélaginu vegna ársins 2023. Bókun fundar Afgreiðsla 93. fundar byggðarráðs staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 93 Lögð fram beiðni um nýjan fulltrúa starfsmanna leikskólans Birkilundar í Varmahlíð inn í spretthóp um nýja nálgun í leikskólamálum. Nýr fulltrúi í stað Evu Daggar Sigurðardóttur yrði Linda Björnsdóttir.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að skipa Lindu Björnsdóttur í hópinn. Bókun fundar Afgreiðsla 93. fundar byggðarráðs staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 93 Lagt fram erindi frá stjórnarformanni Bjarmahlíðar, þolendamiðstöðvar á Akureyri, dags. 3. apríl 2024, þar sem óskað er eftir styrk til reksturs miðstöðvarinnar í tilefni af 5 ára starfsafmæli samtakanna. Miðstöðin er fjármögnuð frá ári til árs með aðkomu fjárlaganefndar Alþingis og hefur ekki komist á fjárlög.
Því miður er byggðarráði ekki unnt að styrkja verkefnið á fjárhagsárinu 2024 og samþykkir byggðarráð því samhljóða að hafna erindinu. Bókun fundar Afgreiðsla 93. fundar byggðarráðs staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 93 Lagður fram tölvupóstur frá Fasteignasölu Sauðárkróks, dags. 12. apríl 2024, þar sem fjallað er um ástand fasteignarinnar Lækjarbakka 5, sem sveitarstjórn tók ákvörðun um sölu á, 17. janúar 2024. Í ljós hefur komið að þak bílskúrsins er í talsvert verra ástandi en hægt var að gera sér grein fyrir og hefur kaupandi farið fram á afslátt af lokagreiðslu.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að falla frá lokagreiðslu að upphæð 1. m.kr.
Bókun fundar Afgreiðsla 93. fundar byggðarráðs staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 93 Málið áður tekið fyrir á 92. fundi byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að afla enn frekari gagna. Bókun fundar Afgreiðsla 93. fundar byggðarráðs staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 93 Fjallað um tillögur úr skýrslu HLH ráðgjafar. Byggðarráð samþykkir samhljóða að vinna áfram að innleiðingu tillagna úr skýrslunni og fjalla um framgang þeirra með reglubundnum hætti. Bókun fundar Afgreiðsla 93. fundar byggðarráðs staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 93 Lagt fram til kynningar svarbréf frá Óbyggðanefnd til fjármála- og efnahagsráðherra, dags. 10. apríl 2024, þar sem svarað er ósk ráðherra um að Óbyggðanefnd fresti frekari málsmeðferð á svæði 12, eyjum og skerjum, og veiti ráðherra frest til að endurskoða kröfur ríkisins. Í kjölfarið verði landeigendum veittur frekari frestur til að lýsa sínum kröfum.
Í svarbréfi Óbyggðanefndar kemur fram að hún hafi þegar framlengt kröfulýsingarfrest landeigenda til 2. september 2024 og því hafi ráðherra svigrúm til að endurskoða kröfugerð ríkisins innan þess tíma. Verði þeirri endurskoðun ekki lokið innan hæfilegs tíma kemur til greina af hálfu Óbyggðanefndar að framlengja frestinn enn frekar til að tryggja að hugsanlegir gagnaðilar ríkisins hafi nægan tíma til að bregðast við endurskoðuðum kröfum ríkisins og eftir atvikum lýsa kröfum sínum fyrir Óbyggðanefnd. Bókun fundar Afgreiðsla 93. fundar byggðarráðs staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum.
3.Byggðarráð Skagafjarðar - 94
Málsnúmer 2404061FVakta málsnúmer
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 94 Málið áður tekið fyrir á 91. og 93. fundi byggðarráðs.
Álfhildur Leifsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð samþykkir með 2 atkvæðum að vinna málið áfram og taka fyrir að nýju á næsta fundi ráðsins. Bókun fundar Afgreiðsla 94. fundar byggðarráðs staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með sjö atkvæðum. Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir óska bókað að þær véku af fundi undir afgreiðslu málsins. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 94 Málið áður tekið fyrir á 92. og 93. fundi byggðarráðs.
Til fundarins komu Bryndís Lilja Hallsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Ragnar Helgason sérfræðingur á fjölskyldusviði.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela starfsmönnum að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum. Bókun fundar Afgreiðsla 94. fundar byggðarráðs staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 94 Lagt fram aðalfundarboð frá Landskerfi bókasafna hf., dagsett 15. apríl 2024, vegna aðalfundar félagsins þann 7. maí 2024 í Reykjavík.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela Kristínu Einarsdóttur héraðsbókaverði að fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum. Bókun fundar Afgreiðsla 94. fundar byggðarráðs staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 94 Fjallað um tillögur úr skýrslu HLH ráðgjafar.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að vinna áfram að innleiðingu tillagna úr skýrslunni og fjalla um framgang þeirra með reglubundnum hætti. Byggðarráð samþykkir jafnframt samhljóða að fá fulltrúa frá fræðslunefnd og sviðsstjóra fjölskyldusviðs inn á næsta fund ráðsins til að fjalla um tillögur sem að nefndinni snúa. Bókun fundar Afgreiðsla 94. fundar byggðarráðs staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 94 Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 94/2024, "Skilvirkari leyfisveitingar á sviði umhverfis- og orkumála". Umsagnarfrestur er til og með 10.05. 2024. Bókun fundar Afgreiðsla 94. fundar byggðarráðs staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 94 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 12. apríl 2024 frá Landssamtökum landeigenda á Íslandi þar sem vakin var athygli á aðalfundi Landssamband landeigenda sem haldinn var 18. apríl 2024 og málþingi honum tengdu. Bókun fundar Afgreiðsla 94. fundar byggðarráðs staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 94 Lagt fram til kynningar yfirlit yfir ábendingar sem hafa borist í gegnum ábendingagátt sveitarfélagsins sl. mánuði og viðbrögð við þeim. Bókun fundar Afgreiðsla 94. fundar byggðarráðs staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum.
4.Byggðarráð Skagafjarðar - 95
Málsnúmer 2404068FVakta málsnúmer
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 95 Hafdís Ósk Pétursdóttir frá Intellecta, tók þátt í þessum dagskrárlið í gegnum Teams, til að fara yfir stöðu mála varðandi umsóknir um stöðu sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs. Bókun fundar Afgreiðsla 95. fundar byggðarráðs staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 95 Lagður fram viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2024-2027. Viðaukinn inniheldur aukin framlög til rekstrar svo sem hér segir:
Afskrift á hlutafé í UB Koltrefjum ehf 1,2 m.kr.
Aukinn hönnunarkostnaður vegna framkvæmda við aðgengismál í Staðarbjargarvík 5,0 m.kr.
Breytingar á efnahag eru eftirfarandi:
Hlutafé í félaginu UB koltrefjar ehf. er hækkað um 1,2 m.kr. Félaginu verður slitið og hlutafjáreign sveitarfélagsins afskrifuð að fullu úr efnahagsreikningi þess, samtals 9,2 m.kr. Í árslok 2023 var búið að gera niðurfærslu á því um 8,0 m.kr.
Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun handbærs fjár hjá sveitarfélaginu upp á 6,2 m.kr. Ekki er gert ráð fyrir lántöku hjá sveitarfélaginu Skagafirði í viðaukanum.
Byggðarráð samþykkir með 2 atkvæðum framlagðan viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun 2024-2027 og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Álfhildur Leifsdóttir, VG og óháðum, óskar bókað:
Enn greiðir sveitarfélagið upp skuldir tengdum áhættufjárfestingum sem falla alls ekki undir þau lögbundnu verkefni sem sveitarfélaginu er skylt að sinna. Og þar sem meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks kaus að greiða skuldina í stað þess að setja félagið í þrot, þarf sveitarfélagið að taka til þess viðauka með tilheyrandi kostnaði. Ekki er langt liðið frá tugmilljóna uppgreiðslu sveitarfélagsins vegna skulda í plastbátafyrirtækinu Mótun, á kostnað skattgreiðenda Skagafjarðar, í stað þess að það færi í þrotaskipti á sínum tíma. Minnum við í VG og óháðum á að sveitarfélagið ætti að setja bæði krafta sína og fjármagn í lögbundin verkefni en ekki gæluverkefni og áhættufjárfestingar fyrir skattfé íbúanna.
Fulltrúar meirihluta, Einar Einarsson og Gísli Sigurðsson, óska bókað:
Eins og komið hefur fram áður þá var þetta verkefni sem sveitarfélagið fór í af heilum hug með það að augnamiði að efla atvinnulíf í Skagafirði, þar með taldir fulltrúar VG. Því til stuðnings má t.d. nefna að meirihlutamaður VG í Byggðarráði studdi hlutafjáraukningu í félaginu og það starf sem félagið stóð fyrir í tengslum við stofnun og reksturs á koltrefjaframleiðslu í Skagafirði. Því miður heppnaðist verkefnið ekki, en það er ekki valkostur fyrir sveitarfélagið að slíta félaginu með gjaldþroti og láta aðra sitja uppi með skuldirnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2024, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 95 Undir þessum dagskrárlið mættu kjörnir nefndarmenn og áheyrnarfulltrúi fræðslunefndar, þau Kristófer Már Maronsson, Hrund Pétursdóttir og Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, auk sviðsstjóra fjölskyldusviðs Bryndísar Lilju Hallsdóttur.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að vinna áfram að innleiðingu tillagna úr skýrslunni og fjalla um framgang þeirra með reglubundnum hætti. Byggðarráð samþykkir jafnframt samhljóða að fá fulltrúa frá atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd og félagsmála- og tómstundanefnd og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs og fjölskyldusviðs inn á næsta fund ráðsins til að fjalla um tillögur sem að nefndinni snúa. Bókun fundar Afgreiðsla 95. fundar byggðarráðs staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 95 Vísað til byggðarráðs frá 26. fundi fræðslunefndar, þannig bókað:
Samkvæmt lögum nr. 28/2017 um farþegaflutninga og farmflutninga á landi ber öllum þeim sem sinna farþegaflutningum að hafa almennt rekstrarleyfi og á það líka við um þegar samið er við forráðamenn um akstur gegn greiðslu. Flytjandi þarf auk þess að uppfylla önnur skilyrði laganna og þær gæða- og tæknikröfur sem Samgöngustofa setur. Breytingar á reglum Skagafjarðar um skólaakstur í dreifbýli fela í sér að fella brott eftirfarandi texta:
Við vissar aðstæður er heimilt að semja við forráðamenn nemenda um þátttöku þeirra í skólaakstri gegn greiðslu. Þetta á fyrst og fremst við þegar heimili nemanda er langt frá leið skólabíls og foreldrar geta keyrt barnið í veg fyrir skólabílinn.
Fræðslunefnd samþykkir breytingarnar samhljóða.
Byggðarráð samþykkir breytingarnar samhljóða og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Reglur um skólaakstur í dreifbýli, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 95 Vísað til byggðarráðs frá 1. fundi landbúnaðar- og innviðanefndar, þannig bókað:
Vegna aukinnar notkunar á heitu vatni í utanverði Blönduhlíð og Hegranesi er orðin þörf á nýrri dælustöð við Ketu í Hegranesi.
Skagafjarðarveitur leggja til að framkvæmdir fari fram á þessu ári en framkvæmdin er ekki á fjárhagsáætlun.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir fyrir sitt leyti fyrirhugaða framkvæmd með þremur atkvæðum og vísar málinu til afgreiðslu byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að undirbúa gerð viðauka vegna framkvæmdarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 95. fundar byggðarráðs staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 95 Vísað til byggðarráðs frá 1. fundi landbúnaðar- og innviðanefndar, þannig bókað:
Fjáreigendafélag Sauðárkróks sendi erindi dagsett 22. nóvember 2023 um að fá fjárhólf til afnota og leigu. Landið er uppi á hálsinum ofan Sauðárkróksréttar og golfvallar.
Landbúnaðar- og innviðanefnd vísar drögum að samningi til afgreiðslu byggðarráðs.
Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi sat undir þessum lið.
Byggðarráð samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samningsdrög með áorðnum breytingum og felur sveitarstjóra að senda þau til Fjáreigendafélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 95. fundar byggðarráðs staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 95 Vísað til byggðarráðs frá 22. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar, þannig bókað:
Tekið fyrir erindi frá Berglindi Þorsteinsdóttur, safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga, dagsett 11.04. 2024 um gjaldskrá byggðasafnsins fyrir árið 2025.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum fyrirlagða gjaldskrá fyrir árið 2025. Erindinu vísað til byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir samhljóða gjaldskrárbreytingar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá 2025 - Byggðasafn Skagfirðinga, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. - 4.8 2404202 Umsagnarbeiðni; Þingsályktunartillaga um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á ÍslandiByggðarráð Skagafjarðar - 95 Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi, 899. mál. Frestur til að senda inn umsögn er til og með 3. maí nk.
Álfhildur Leifsdóttir, VG og óháðum, óskar bókað:
Mikilvægt er að rannsaka nýtingu vindorku nánar á Íslandi og kynna fyrir almenningi áður en teknar eru óafturkræfar ákvarðanir. Gera skal ríka kröfu til þess að sýna fram á hvort þessi gerð virkjana samræmist og falli að íslenskum aðstæðum, náttúru, víðernum, samfélagi og efnahag. Ef ráðist er í byggingu vindorkuvera þarf að meta þau innan rammaáætlunar og eins verða framkvæmdir þessar að lúta lögum og reglum um mat á umhverfisáhrifum og lögum um auðlindagjald. Vindorkuver eiga aðeins heima á þegar röskuðum svæðum á landi með tengingu við vatnsaflsvirkjanir og fyrirtæki í almannaeigu hafi forgang í þessum málum. Ætti sérstaklega að horfa til höfuðborgarsvæðisins þar sem mestur markaður fyrir orkuna er, en ekki opna fyrir slíkt á heiðum og víðernum landsins.
Ríkja þarf sátt um nýtingu vindorku og kalla þarf eftir afstöðu almennings og félagasamtaka m.t.t. náttúru- og umhverfisverndarsjónarmiða og eignarhalds vindorkuvera hérlendis. Bókun fundar Fulltrúar Vg og óháðra ítreka bókun frá fundi byggðarráðs svohljóðandi:
Mikilvægt er að rannsaka nýtingu vindorku nánar á Íslandi og kynna fyrir almenningi áður en teknar eru óafturkræfar ákvarðanir. Gera skal ríka kröfu til þess að sýna fram á hvort þessi gerð virkjana samræmist og falli að íslenskum aðstæðum, náttúru, víðernum, samfélagi og efnahag. Ef ráðist er í byggingu vindorkuvera þarf að meta þau innan rammaáætlunar og eins verða framkvæmdir þessar að lúta lögum og reglum um mat á umhverfisáhrifum og lögum um auðlindagjald. Vindorkuver eiga aðeins heima á þegar röskuðum svæðum á landi með tengingu við vatnsaflsvirkjanir og fyrirtæki í almannaeigu hafi forgang í þessum málum. Ætti sérstaklega að horfa til höfuðborgarsvæðisins þar sem mestur markaður fyrir orkuna er, en ekki opna fyrir slíkt á heiðum og víðernum landsins. Ríkja þarf sátt um nýtingu vindorku og kalla þarf eftir afstöðu almennings og félagasamtaka m.t.t. náttúru- og umhverfisverndarsjónarmiða og eignarhalds vindorkuvera hérlendis.
Afgreiðsla 95. fundar byggðarráðs staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum.
5.Byggðarráð Skagafjarðar - 96
Málsnúmer 2405000FVakta málsnúmer
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 96 Undir þessum dagskrárlið mættu kjörnir nefndarmenn og áheyrnarfulltrúi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar, þau Sigurður Hauksson, Tinna Kristín Stefánsdóttir og Elínborg Erla Ásgeirsdóttir. Einnig kjörnir nefndarmenn og áheyrnarfulltrúi félagsmála- og tómstundanefndar, þau Sigurður Bjarni Rafnsson, Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, Anna Lilja Guðmundsdóttir og sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Bryndís Lilja Hallsdóttir. Farið var yfir tillögur úr skýrslu HLH ehf sem að nefndunum snúa og næstu skref í vinnunni rædd.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að unnið verði áfram að innleiðingu tillagna úr skýrslunni og fjallað um framgang þeirra með reglubundnum hætti. Byggðarráð samþykkir jafnframt samhljóða að fá fulltrúa frá skipulagsnefnd inn á næsta fund ráðsins til að fjalla um tillögur sem að nefndinni snúa. Bókun fundar Afgreiðsla 96. fundar byggðarráðs staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 96 Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs þar sem fjallað er um stöðu plássa á leikskólanum Ársölum. Miðað við núverandi stöðu má gera ráð fyrir að hægt verði að innrita öll börn sem hafa náð 12 mánaða aldri í haust og að aftur verði börn tekin inn eftir áramótin og mögulega verði þriðja aðlögun þegar líða fer að vori 2025. Oft bætast þó börn við á miðju skólaári og hefur það áhrif á biðlista yngstu barnanna. Í minnisblaðinu kemur jafnframt fram að ef huga á að fjölgun leikskólaplássa þarf að hafa í huga að deildirnar séu þannig skipulagðar að hægt sé að loka af rými inni á deildum til að vinna með börn í smærri hópum, í minna áreiti og jafnframt að horfa til þess að rými séu þannig hönnuð að stærð að starfsfólk nýtist til fulls miðað við fjölda barna. Yngra stig Ársala er með þremur deildum sem eru allar fremur litlar. Auk þess er aðstaða fyrir starfsmenn mjög þröng. Ef stækka á yngra stig þá verður að horfa til þess að bæta vinnuaðstöðu starfsfólks en einnig að horfa til þess hvort núverandi skipulag sé hentugt eða hvort endurhugsa þurfi allt skipulag þar innanhúss. Lóðin við yngra stig er afar skjólsæl og ánægja er með hana meðal starfsfólks og barna.
Jafnframt var rætt um hugmyndir um mögulega nýja leikskólabyggingu á Sauðárkróki og hvar heppilegasta staðsetning hennar gæti verið ef til nýbyggingar kæmi.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að vísa málinu til faglegrar umsagnar fræðslunefndar, þ.e. hvor valkosturinn er heppilegri með hliðsjón af starfsemi og starfsumhverfi skólanna.
Bókun fundar Afgreiðsla 96. fundar byggðarráðs staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 96 Tekið fyrir erindi, dags. 10. apríl 2024, frá Irmu G. Magnúsdóttur þar sem hún óskar eftir hólfi til sumarbeitar á Sauðárkróki fyrir 3-6 vel tamda hesta.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að yfirfara kort um lönd sveitarfélagsins sem leigð hafa verið til sumarbeitar fyrir hross á Sauðárkróki og taka málið í kjölfarið að nýju fyrir á fundi ráðsins. Bókun fundar Afgreiðsla 96. fundar byggðarráðs staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 96 Erindinu vísað frá 2. fundi landbúnaðar- og innviðanefndar 3. maí 2024, þannig bókað:
"Valur Valsson, verkefnastjóri hjá veitu og framkvæmdarsviði fór yfir stöðu sorpmála og hvernig til hefur tekist frá því nýtt sorpsöfnunarkerfi með fjórum tunnum við hvert heimili var tekið í notkun 1. apríl 2023. Í heild hefur gengið vel og sé sorpmagnið sem kom frá heimilum og fyrirtækjum árið 2023 borið saman við urðað magn árin þar á undan kemur fram augljós lækkun á urðuðum úrgangi. Stærsta ástæða þess er aukin flokkun hjá bæði heimilum og fyrirtækjum. Eins benda tölur frá fyrsta ársfjórðungi þessa árs til áframhaldandi lækkunar á urðuðu magni úrgangs. Á móti aukast tölur um sérsöfnun á plasti, pappa og lífrænum úrgangi. Niðurstöður af rekstri málaflokksins frá árinu 2023 liggja einnig fyrir ásamt nýlegri ákvörðun Úrvinnslusjóðs um aukið endurgreiðsluhlutfall vegna sérstakrar söfnunar á árinu 2023 og fyrir árið 2024.
Landbúnaðar- og innviðanefnd fagnar mjög þessum góða árangri sem þegar hefur náðst á fyrsta árinu með nýtt flokkunarkerfi og leggur til að gjald vegna reksturs söfnunarstöðva vegna íbúðarhúsnæðis, í gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í Skagafirði, lækki um 9,85%, sem er 3.500 kr. lækkun á gjaldinu frá og með 1. janúar 2024.
Með hliðsjón af áætlaðri verðlagsbreytingu (7%) á milli áranna 2023 og 2024 gæti þetta numið um 10% lækkun á sorpgjöldum heimila árið 2024 þegar á heildina er litið.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir með þremur atkvæðum að leggja til við byggðarráð að gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í Skagafirði verði breytt samkvæmt því sem að framan greinir."
Byggðarráð fagnar góðum árangri í flokkun á sorpi frá heimilum í Skagafirði sem skapar forsendur fyrir lækkun gjalda. Byggðarráð samþykkir samhljóða tillögu landbúnaðar- og innviðanefndar um lækkun á gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í Skagafirði og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu 2024, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 96 Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 94/2024, "Skilvirkari leyfisveitingar á sviði umhverfis- og orkumála". Umsagnarfrestur er til og með 10.05. 2024.
Meirihluti byggðarráðs, Einar E. Einarsson og Sólborg S. Borgarsdóttir, samþykkja eftirfarandi umsögn:
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar því að stofnað hafi verið verkefnisteymi til að yfirfara núverandi ferla í leyfisveitingum á sviði umhverfis- og orkumála á Íslandi. Skagafjörður er eitt af þeim svæðum þar sem framboð af orku er takmarkað og skýrist það bæði af andstöðu og hægagangi Rammaáætlunar við þá virkjanakosti sem hér eru í boði ásamt því að megin flutningskerfi raforku til fjarðarins úr bæði austri og vestri er takmarkandi vegna aldurs og burðargetu núverandi lína. Þeir virkjanakostir sem hér hafa verð ræddir, hafa lengi verið í vinnslu hjá Rammaáætlun án þess að þeirri vinnslu hafi nokkurn tímann lokið endanlega samkvæmt gildandi lögum, en niðurstöður faghópa nr. 3 og 4 hafa aldrei komið fram um virkjunarkostina í Héraðsvötnum. Faghópi 3 var ætlað samkvæmt lögum að meta virkjunarkosti og landsvæði með tilliti til áhrifa þeirra á samfélagið og faghópi 4 var ætlað greina hagkvæmni virkjunarkosta og kostnaðarflokka. Það verða að teljast afleitir ferlar sem settir eru í gang samanber Rammaáætlun ef þeir síðan klárast ekki með heildstæðri niðurstöðu samkvæmt þeim reglum sem lagt er upp með. Eins þurfa matsferlar eins og Rammaáætlun að hafa skilgreind tímamörk svo þeir geti ekki verið í vinnslu árum saman án heildstæðrar niðurstöðu.
Eins má benda á að nú eru hátt í 20 ár síðan vinna við lagningu nýrrar byggðalínu frá Blöndu til Akureyrar hófst. Á þessum tíma hefur margt breyst og umræðan farið í ótal hringi og því miður sér ekki enn þá fyrir endann á þeirri vinnu eða lagningu línunnar. Ástæður fyrir þessum töfum eru fleiri en ein og snúa bæði að mismunandi skoðunum á legu línunnar en ekki síður þeirri staðreynd að hönnunar- og kynningaferlar eru langir og fara þá gjarnan á milli kjörtímabila með tilheyrandi seinkunum og hækkuðu flækjustigi og kostnaði. Það er skoðun okkar að mikilvægir innviðir eins og megin flutningskerfi raforku, þjóðvegakerfið og jafnvel hafnir ættu að ákvarðast af stjórnvöldum með Landsskipulagi þar sem horft væri á hagsmuni þjóðarinnar í heild.
Bókun fundar Afgreiðsla 96. fundar byggðarráðs staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 96 Lagt fram til kynningar boð til sveitarstjórnarmanna um að mæta á ársfund Náttúruhamfaratryggingar Íslands fimmtudaginn 16. maí á Grand hótel í Reykjavík. Bókun fundar Afgreiðsla 96. fundar byggðarráðs staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum.
6.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 22
Málsnúmer 2404063FVakta málsnúmer
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 22 Margeir Friðriksson, sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs og staðgengill sveitarstjóra setti fundinn og bar upp tillögu þess efnis að Sigurður Hauksson, fulltrúi D-lista, verði formaður atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar.
Nefndin samþykkir tillöguna samhljóða með þremur atkvæðum. Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 22 Tekin fyrir tölvupóstur frá Margréti Hallgrímsdóttur, formanni afmælisnefndar 80 ára afmælis lýðveldisins, þar sem óskað var eftir samstarfi við sveitarfélög landsins í tengslum við hátíðardagskránna á 17. júní með miðlun og hvatningu um þátttöku. Á vegum afmælisnefndar verður gefin út bókin "Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær" með úrvali þjóðhátíðarljóða og greinum um fjallkonuna ásamt því að samið var lag fyrir kóra er nefnist "Sungið með landinu".
Nefndin samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum að fela starfsmönnum að vera afmælisnefnd innan handar og taka þátt í dagskránni eftir þörfum. Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 22 Tekið fyrir erindi frá Berglindi Þorsteinsdóttur, safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga, dagsett 11.04.2024 um gjaldskrá byggðasafnsins fyrir árið 2025.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum fyrirlagða gjaldskrá fyrir árið 2025. Erindinu vísað til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 22 Á setningu Sæluviku Skagfirðinga 2024 verða Samfélagsverðlaun Skagafjarðar veitt í níunda sinn. Verðlaunin eru veitt árlega þeim einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum í sveitarfélaginu Skagafirði sem þykja standa sig afburða vel í að efla skagfirskt samfélag.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd bárust fjölmargar og afar góðar tilnefningar til Samfélagsverðlauna Skagafjarðar. Atvinnu,- menningar- og kynningarnefnd samþykkir einum rómi að hjónin Árni Björn Björnsson og Ragnheiður Ásta Jóhannsdóttir hljóti Samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2024. Í rökstuðningi með tilnefningunni segir meðal annars: Þau hjónin eru einstakar fyrirmyndir í samfélaginu okkar. Þau styðja dyggilega við íþróttastarfið í Skagafirði og eru ávallt fyrst til að bjóða fram hjálp þegar einhver þarf á að halda og hafa þau marg oft staðið fyrir söfnunum fyrir fjölskyldur og fyrirtæki í neyð. Með dugnaði, frumkvæði, hjálpsemi, samhyggð og góðu hjartalagi stuðla þau einnig að samheldni í samfélaginu okkar. Þau eru ein af ástæðum þess að það er gott að búa í Skagafirði og við getum verið stolt af því að tilheyra svo frábæru samfélagi því þau hvetja okkur hin til þess að verða betri einstaklingar.
Það er því vel við hæfi að hjónin Árni Björn og Ragnheiður Ásta hljóti Samfélagsverðlaun Skagafjarðar og er þeim þakkað opinberlega fyrir þeirra óeigingjarna framlag til samfélagsins í Skagafirði.
Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum.
7.Félagsmála- og tómstundanefnd - 22
Málsnúmer 2403022FVakta málsnúmer
-
Félagsmála- og tómstundanefnd - 22 Bryndís Lilja Hallsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs bar upp tillögu þess efnis að Guðlaugur Skúlason, fulltrúi D-lista, verði varaformaður félagsmála- og tómstundanefndar.
Nefndin samþykkir tillöguna samhljóða. Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum. -
Félagsmála- og tómstundanefnd - 22 Yfirlit yfir rekstur málaflokks 02, félagsþjónustu á fyrsta ársfjórðungi 2024 lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum.
-
Félagsmála- og tómstundanefnd - 22 Yfirlit yfir rekstur málaflokks 06, frístunda- og íþróttamál á fyrsta ársfjórðungi 2024 lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum.
-
Félagsmála- og tómstundanefnd - 22 Lagt fram bréf frá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála til sveitarfélaga dags. 9.apríl sl. Tilkynning um frumkvæðisathugun á þjónustu í íbúðakjörnum og herbergjasambýlum fyrir fullorðið fatlað fólk. Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála (GEV) sinnir eftirliti með gæðum þjónustu sem veitt er á grundvelli laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, sbr. 2. mgr. 1. gr. laga um Gæða- eftirlitsstofnun velferðarmála nr. 88/2021 (lög um GEV). Stofnunin hefur að eigin frumkvæði eftirlit með gæðum þjónustu, sbr. 14. gr. laga um GEV. Fram kemur að á undanförnum árum hefur GEV og forveri stofnunarinnar, Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar, framkvæmt athuganir á einstaka húsnæðisúrræðum fatlaðs fólks. Niðurstöður þeirra gefa tilefni til að kanna framkvæmd sveitarfélaga á ýmsum lagalegum skyldum í þjónustu við fatlað fólk sem býr í íbúðakjörnum og herbergjasambýlum. Af þeirri ástæðu hefur GEV nú stofnað til frumkvæðisathugunar á þjónustu við fullorðið fatlað fólk í íbúðakjörnum og á herbergjasambýlum, á grundvelli 14. gr. laga um GEV.
Með vísan til 1. mgr. 15. gr. og 1. mgr. 22. gr. laga um GEV óskar stofnunin eftir því að sveitarfélagið fylli út og skili til GEV upplýsingum um alla búsetuþjónustu sveitarfélagsins sem ætluð er fötluðu fólki (íbúðakjarnar, sambýli, skammtímavistanir, heimili fyrir fötluð börn), svari gátlista fyrir hvern íbúðakjarna og herbergjasambýli sveitarfélagsins sem ætluð eru fötluðu fólki sem náð hefur 18 ára aldri, á það einnig við um heimili sem rekin eru af einkaaðilum á grundvelli þjónustusamnings við sveitarfélagið. Sem og skili úrbótaáætlun fyrir hvern íbúðakjarna og herbergjasambýli sem er í þörf fyrir úrbætur samkvæmt niðurstöðu gátlista. Fyrri skil gagna eru 30. apríl nk. og seinni skil þann 1. október nk. Félagsmála- og tómstundanefnd fagnar vinnu GEV samhljóða og felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að vinna málið áfram.
Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum. -
Félagsmála- og tómstundanefnd - 22 Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála (GEV) sinnir eftirliti með gæðum þjónustu sem veitt er á grundvelli laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, sbr. 2. mgr. 1. gr. laga um Gæða- eftirlitsstofnun velferðarmála nr. 88/2021 (lög um GEV). Stofnunin hefur að eigin frumkvæði eftirlit með gæðum þjónustu, sbr. 14. gr. laga um GEV. Ákveðið hefur verið að stofna til frumkvæðisathugunar á upplýsingagjöf á vefsíðum sveitarfélaga um þjónustu við fatlað fólk á grundvelli frumkvæðisskyldu sveitarfélaga sbr. 32. gr. laga nr. 38/2018.
Frumkvæðisathugunin nær til allra sveitarfélaga landsins og mun gagnaöflun GEV fela í sér yfirferð á upplýsingum á vefsíðum sveitarfélaga. Ekki verður kallað eftir öðrum upplýsingum eða gögnum frá sveitarfélögum. Sveitarfélög munu að lokinni athugun á sinni vefsíðu fá sendar niðurstöður athugunarinnar fyrir sitt sveitarfélag. Þegar lokið hefur verið við athugun á vefsíðum allra sveitarfélaga verða helstu niðurstöður frumkvæðisathugunarinnar dregnar saman og gefnar út í skýrslu sem mun birtast á vefsíðu GEV í samræmi við 4. gr. laga um GEV. Áætlað er að öll sveitarfélög hafi fengið sínar niðurstöður og að skýrsla verði birt fyrir lok árs 2024. Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum. -
Félagsmála- og tómstundanefnd - 22 Lögð fram beiðni um styrk vegna íþrótta- og leikjanámskeiða barna í Fljótum.
Félagsmála- og tómstundanefnd fagnar umsókninni og samþykkir samhljóða að veita styrk að upphæð 150.000 krónur til íþrótta- og leikjanámskeiða fyrir börn í Fljótum. Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum. -
Félagsmála- og tómstundanefnd - 22 Lagðar fram til kynningar fundargerðir fagráðs barnaverndarþjónustu Mið - Norðurlands frá 1. janúar 2023 til og með 15. apríl 2024. Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum.
-
Félagsmála- og tómstundanefnd - 22 Lögð fram drög að reglum um þjónustukort í sundlaugar. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög og vísar þeim til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum.
-
Félagsmála- og tómstundanefnd - 22 Minnisblöð með yfirliti yfir stöðu sumarafleysinga annars vegar hjá félagsþjónustu og hins vegar hjá frístundaþjónustu lögð fram til kynningar.
Erfiðlega hefur gengið að ráða inn starfsfólk í sumarafleysingar í þjónustu við fatlað fólk og eldri borgara undanfarin fjögur ár og nú er farið að reyna mikið á starfsmenn sem hafa upplifað skerðingar á sumarleyfum og óvissu um hvenær hægt sé að skipuleggja sumarleyfi fimmta árið í röð. Skortur er á sumarafleysingum í sólarhringsbúsetu á Sauðárkróki og Hvammstanga og í stuðnings- og stoðþjónustu við fatlað fólk og eldra fólk. Þær tillögur sem forstöðumenn hafa lagt fram til að leysa stöðuna fela annaðhvort í sér að skerða þjónustu eða fresta vandanum.
Í frístundaþjónustu vantar enn töluvert af sumarafleysingum og ekki útilokað að skerða þurfi þjónustu ef ekki rætist úr stöðunni. Staðan er hvað verst í Sumar-TÍM, Sundlaug Sauðárkróks, íþróttamiðstöðinni í Varmahlíð og íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Enginn sótti um auglýstar stöður í Vinnuskóla en verður það leyst með því að tengja Vinnuskólann við starfsemi á íþróttavellinum á Sauðárkróki þar sem fleiri verða ráðnir til starfa.
Félagsmála- og tómstundanefnd tekur samhljóða undir áhyggjur félagsmálastjóra og frístundastjóra og lýsir yfir áhyggjum yfir stöðu mála. Miðað við óbreytt ástand er útséð að til skerðingar á þjónustu komi. Umsóknarfrestur fyrir sumarstörf er fram í byrjun maí og mun nefndin funda strax í kjölfarið og meta stöðuna. Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum. -
Félagsmála- og tómstundanefnd - 22 Lagðar fram til kynningar 14 fundargerðir fagráðs málefna fatlaðs fólks þ.e. frá 6. til og með 19. fundargerð. Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum.
8.Félagsmála- og tómstundanefnd - 23
Málsnúmer 2405001FVakta málsnúmer
-
Félagsmála- og tómstundanefnd - 23 Minnisblöð annars vegar frá frístundastjóra og hins vegar frá félagsmálastjóra lögð fram.
Staðan á starfsstöðvum sem falla undir frístundastjóra er í heildina nokkuð góð. Hægt verður að starfrækja Sumar-TÍM í sumar en með einfaldara sniði en síðustu ár. Vinnuskólinn verður tengdur við starfsemi á íþróttavellinum í sumar til að leysa mönnunarvanda. Enn eru virkar auglýsingar vegna starfa í sundlaug Sauðárkróks og Íþróttamiðstöðinni í Varmahlíð. Til að hægt verði að halda áður samþykktri opnun þarf að fá fleira sumarstarfsfólk.
Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að opnunartími íþróttamannvirkja verði skertur ef ekki tekst að manna sumarafleysingar að fullu. Ef til þess kemur verði horft til aðsóknar síðustu sumra og hvaða dagar eru best til þess fallnir að skerða opnunartíma.
Á starfsstöðvum sem heyra undir félagsmálastjóra er staðan mjög slæm. Á starfsstöðvum í Skagafirði vantar enn níu starfsmenn og einn starfsmann vantar í sumarafleysingar á starfsstöð á Hvammstanga og tvo framtíðarstarfsmenn. Á starfsstöðinni á Blönduósi er staðan nokkuð góð. Um lögbundna þjónustu er að ræða og alvarlegt að ekki hafi tekist að fá fólk til starfa. Í minnisblaði frá félagsmálastjóra koma fram ýmsar leiðir sem búið er að reyna til að leysa mönnunarvanda en hafa ekki skilað tilætluðum árangri.
Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að skerða heimaþjónustu og dagdvöl aldraðra eins og þörf er á í sumar ef ekki tekst að manna afleysingar. Skoða verður hvort þurfi að loka dagdvöl tímabundið í sumar. Miðað við núverandi stöðu er fyrirséð að starfsfólk mun ekki hafa tök á því að taka fullt sumarorlof fimmta sumarið í röð. Nefndin lýsir yfir áhyggjum sínum á viðvarandi mönnunarvanda og vekur athygli á því að félagsþjónustan sinnir lögbundnu hlutverki í þjónustu við fatlað fólk og eldra fólk.
Nefndin felur starfsmönnum nefndarinnar að vinna áfram með minnisblað félagsmálastjóra skoða hvort og þá hvaða leiðir eru færar til að búa til hvata til framtíðar fyrir starfsmenn í samráði við mannauðsstjóra og nefndina.
Félagsmála- og tómstundanefnd vísar málinu samhljóða til sveitarstjórnar.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Sumarafleysingar 2024, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
9.Fræðslunefnd - 26
Málsnúmer 2404048FVakta málsnúmer
-
Fræðslunefnd - 26 Lagt fram til kynningar erindi frá Umboðsmanni barna, dags. 18. mars 2024, þar sem skorað er á sveitarfélög landsins að grípa til nauðsynlegra ráðstafana til að bæta hljóðvist í leik- og grunnskólum. Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar fræðslunefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkæðum.
-
Fræðslunefnd - 26 Lagt fram erindi frá skólastjóra Grunnskólans austan Vatna þar sem óskað er eftir staðfestingu fræðslunefndar á breytingu á skóladagatali Grunnskólans austan Vatna á yfirstandandi skólaári. Fræðslunefnd staðfestir breytinguna samhljóða. Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar fræðslunefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkæðum.
-
Fræðslunefnd - 26 Lagt fram erindi frá leikskólastjóra Ársala þar sem óskað er eftir staðfestingu fræðslunefndar á breytingu á dagsetningu útskriftar elstu barna í Ársölum. Á skóladagatali kom fram að útskrift ætti að fara fram 4. júní en vegna breyttrar dagsetningar á skólaslitum Árskóla verður útskriftin 31. maí í stað 4. júní. Ekki er aðstaða í leikskólanum til þess að halda útskriftina þar og hefur það því tíðkast að útskriftin sé haldin sama dag og skólaslit í Árskóla til þess að hægt sé að nýta aðstöðuna þar.
Þá er einnig óskað eftir staðfestingu fræðslunefndar á breytingu á skóladagatali Tröllaborgar. Fyrirhugað var að fara í námsferð á yfirstandandi skólaári en vegna ýmissa ástæðna var því ekki við komið. Felst því breytingin í því að færa lokunardag sem átti að vera 30. apríl nk. yfir á næsta skólaár og leikskólinn verður því opinn 30. apríl.
Fræðslunefnd staðfestir breytingarnar samhljóða Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar fræðslunefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkæðum. -
Fræðslunefnd - 26 Lagðar fram upplýsingar frá leikskólastjóra Ársala um stöðu innritunar barna. Í leikskólanum Ársölum fór aðlögun númer tvö á yfirstandandi skólaári fram í febrúar sl. og voru þá öll 12 mánaða börn og eldri á þeim tíma tekin inn. Að henni lokinni voru öll pláss fullnýtt miðað við rými sem er til staðar á deildunum. Lítið sem ekkert er um að börn hætti á miðjum vetri og því ólíklegt að pláss losni fyrir börn á biðlista fyrr en í haust. Alls eru 44 börn í skólahóp núna og munu því jafnmörg pláss losna í haust þegar þau börn hefja grunnskólagöngu. Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar fræðslunefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkæðum.
-
Fræðslunefnd - 26 Samkvæmt lögum nr. 28/2017 um farþegaflutninga og farmflutninga á landi ber öllum þeim sem sinna farþegaflutningum að hafa almennt rekstrarleyfi og á það líka við um þegar samið er við forráðamenn um akstur gegn greiðslu. Flytjandi þarf auk þess að uppfylla önnur skilyrði laganna og þær gæða- og tæknikröfur sem Samgöngustofa setur. Breytingar á reglum Skagafjarðar um skólaakstur í dreifbýli fela í sér að fella brott eftirfarandi texta:
„Við vissar aðstæður er heimilt að semja við forráðamenn nemenda um þátttöku þeirra í skólaakstri gegn greiðslu. Þetta á fyrst og fremst við þegar heimili nemanda er langt frá leið skólabíls og foreldrar geta keyrt barnið í veg fyrir skólabílinn“.
Fræðslunefnd samþykkir breytingarnar samhljóða. Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar fræðslunefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkæðum. -
Fræðslunefnd - 26 Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fór yfir stöðu á framkvæmdum við Grunnskólann austan Vatna. Búið er að setja glugga í norðurhlið eldri byggingarinnar og er nú unnið að frágangi. Veggklæðning verður sett á þá hlið í vor. Lyfta fyrir skólann er komin til landsins og á hún að vera tilbúin til notkunar fyrir haustið. Áætluð verklok á lyftustokki eru 2. ágúst. Búið er að teikna nýtt anddyri og panta hurðir í það. Í hönnun er malbikaður stígur við skólahúsnæðið sem tengist sparkvelli og gangstétt við Lindargötu. Hæðarsetning, lagning og lýsing þarf að setja í verðkönnun eða útboð. Byrjað er að vinna frumdrög að íþróttasal og búningsaðstöðu. Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar fræðslunefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkæðum.
-
Fræðslunefnd - 26 Búið er að auglýsa útboð fyrir leikskólann í Varmahlíð en fyrirséð er að skortur er á leikskólaplássum þar til nýr leikskóli er tilbúinn. Könnun var send á starfsfólk, foreldra leikskólabarna í Birkilundi og foreldra barna á biðlista þar sem óskað var eftir tillögum að tímabundinni lausn við þeim vanda sem blasir við. Alls bárust 17 svör sem nefndin fór yfir.
Fræðslunefnd samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra fjölskyldusviðs að kanna möguleikann á stofnun 5 ára deildar við Varmahlíðarskóla í samráði við foreldra og skólastjórnendur ásamt því að kanna áfram aðrar mögulegar lausnir. Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar fræðslunefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkæðum. -
Fræðslunefnd - 26 Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar fræðslunefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkæðum.
10.Fræðslunefnd - 27
Málsnúmer 2404072FVakta málsnúmer
-
Fræðslunefnd - 27 Fræðslunefnd barst á síðasta fundi sínum áskorun frá Umboðsmanni barna um að huga að hljóðvist í leik- og grunnskólum. Góð hljóðvist í skólaumhverfi barna eykur gæði náms, bætir námsárangur, einbeitingu, félagslega- og andlega líðan barna og starfsfólks og hefur jákvæð áhrif á skólastarf almennt. Fræðslunefnd beinir því til byggðarráðs að á næstu misserum verði gerð úttekt á hljóðvist og lýsingu í skólum Skagafjarðar ásamt því að úttektaraðili geri tillögu að úrbótum þar sem þörf er á. Fræðslunefnd óskar eftir því að fá kynningu á úttektinni þegar henni er lokið. Bókun fundar Afgreiðsla 27. fundar fræðslunefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkæðum.
-
Fræðslunefnd - 27 Lagðar fram niðurstöður könnunar sem foreldrar barna í Ársölum svöruðu varðandi sumarleyfi barna sinna. Mjög ójöfn skipting er á sumarleyfistímum barna í sumar og verða rúmlega 30 börn af 190 í leikskólanum frá 15. júlí - 9. ágúst , þar af 5 börn á yngra stigi. Ekki er forsvaranlegt að hafa yngra stig opið þegar svo fá börn eru skráð og hefur því sú ákvörðun verið tekin í samráði við sviðsstjóra fjölskyldusviðs að bjóða foreldrum þessara 5 barna annaðhvort að færa sumarfrí barnanna eða mæta með börnin á yngri deildir eldra stigs þetta tímabil. Búið er að ræða við foreldra og finna farsæla lausn. Í seinna fríi verða tvær deildir opnar, á annarri þeirra verða 1-3 ára börn og á hinni verða 3-6 ára börn.
Erfiðlega hefur gengið að ráða inn starfsfólk í sumarafleysingar og vantar enn starfsfólk til þess að hægt sé að hafa leikskólann opinn í sumar. Til að leysa áskoranir sumarsins er lögð á borðið tillaga að lausn frá leikskólastjóra Ársala sem felur í sér að starfsfólk fresti töku vinnustyttingu í sumar fram að jólum og þess í stað verði leikskólinn Ársalir lokaður 23., 27. og 30. desember til þess að taka út vinnustyttingu sumarsins. Starfsfólk leikskólans hefur tekið jákvætt í þá tillögu.
Fræðslunefnd samþykkir tillögu leikskólastjóra samhljóða með þeim fyrirvara að skoða þarf lausnir fyrir börn foreldra sem starfa í framlínustörfum (t.d. heilbrigðisþjónusta, löggæsla o.s.frv.) og geta ekki verið frá vinnu þessa daga. Fræðslunefnd felur sviðsstjóra í samráði við leikskólastjóra að kanna í upphafi skólaárs hversu margir foreldrar gætu mögulega verið í þeirri stöðu umrædda daga og leggja til farsæla lausn ef þörf er á því. Bókun fundar Afgreiðsla 27. fundar fræðslunefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkæðum. -
Fræðslunefnd - 27 Yfirlit yfir rekstur málaflokks 04, fræðslu- og skólaþjónusta á fyrsta ársfjórðungi 2024 lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 27. fundar fræðslunefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkæðum.
-
Fræðslunefnd - 27 Tillaga að skóladagatölum leikskólanna í Skagafirði fyrir skólaárið 2024-2025 lögð fram. Tillagan hefur fengið staðfestingu foreldraráða leikskólanna. Tröllaborg óskar eftir að nýta tvo starfsdaga til námsferðar í lok apríl 2025 og óskar jafnframt eftir því að bæta við starfsdegi vegna ferðarinnar.
Ársalir óska eftir því að hafa lokað á milli jóla og nýárs líkt og fram kom í máli nr. 2303056 Sumarleyfi í leikskólanum Ársölum og taka starfsmenn þess í stað ekki út vinnustyttingu í sumar. Er þetta gert til þess að leysa mönnunarvanda í sumar. Fræðslunefnd staðfestir skóladagatöl leikskólanna samhljóða fyrir skólaárið 2024-2025. Bókun fundar Afgreiðsla 27. fundar fræðslunefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkæðum. -
Fræðslunefnd - 27 Tillaga að skóladagatölum Grunnskólans austan Vatna og Varmahlíðarskóla fyrir skólaárið 2024-2025 lögð fram. Tillagan hefur fengið staðfestingu skólaráðanna. Tillaga að skóladagatali Árskóla fyrir skólaárið 2024-2025 lögð fram en verður tekin fyrir á fundi skólaráðs Árskóla síðar í vikunni. Fræðslunefnd staðfestir skóladagatölin samhljóða fyrir skólaárið 2024-2025 með fyrirvara um samþykki skólaráðs Árskóla á sínu skóladagatali. Bókun fundar Afgreiðsla 27. fundar fræðslunefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkæðum.
-
Fræðslunefnd - 27 Tillaga að úthlutun kennslukvóta til grunnskólanna í Skagafirði fyrir skólaárið 2024-2025 var lögð fram. Tillagan er unnin í samstarfi við stjórnendur og tekur mið af mörgum þáttum svo sem nemendafjölda, fjölda nemenda með annað móðurmál en íslensku, samsetningu nemendahópa o.fl. Fræðslunefnd samþykkir tillöguna samhljóða. Bókun fundar Afgreiðsla 27. fundar fræðslunefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkæðum.
-
Fræðslunefnd - 27 Öryggismyndavélar hafa verið settar upp við Árskóla. Upplýsingaskilti eru tilbúin og er nú unnið að því að finna þeim staðsetningu og verða þau sett upp fljótlega. Samkvæmt verklagsreglum Skagafjarðar um rafræna vöktun þá verða foreldrar, starfsmenn og nemendur upplýstir um þegar vöktun hefst. Bókun fundar Afgreiðsla 27. fundar fræðslunefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkæðum.
-
Fræðslunefnd - 27 Fundargerð skólaráðs Varmahlíðarskóla frá 22. apríl 2024 lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 27. fundar fræðslunefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkæðum.
-
Fræðslunefnd - 27 Fundargerð skólaráðs Árskóla frá 10. apríl 2024 lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 27. fundar fræðslunefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkæðum.
-
Fræðslunefnd - 27 VG og óháð ásamt Byggðalista settu fram tillögu sem var lögð fyrir á félagsmála- og tómstundanefndarfundi þann 31. ágúst 2023 og var tillögunni vísað til fræðslunefndar. Tillagan var tekin fyrir á fræðslunefndarfundi þann 5. september 2023 og samþykkt. Þar var lagt til að stafsmönnum nefndarinnar yrði falið að skoða möguleika á nýtingu húsnæðis Árskóla fyrir frístund 3. og 4. bekkjar. Þessi tillaga var síðan samþykkt samhljóða á sveitarstjórnarfundi þann 13. september 2023. Niðurstöður könnunar starfsmanna hafa hvorki verið teknar fyrir né bókaðar. Þar sem þessar niðurstöður tengjast óhjákvæmilega félagsmála- og tómstundanefnd, þar sem frístund fyrir 3.-4. bekk er nú starfrækt í Húsi frítímans óska VG og óháð eftir því að sú vinna sem fram hefur farið við þessa tillögu og niðurstöður verði kynntar félagsmála- og tómstundanefnd og bókaðar svo hægt sé að huga að framkvæmd eða öðrum lausnum.
Fræðslunefnd samþykkir samhljóða að senda út könnun til foreldra barna í 3.-4. bekk Árskóla um nýtingu frístundar í Húsi frítímans og hug þeirra til mögulegra breytinga á fyrirkomulaginu og leggja fyrir fræðslunefnd til kynningar og umræðu um næstu skref. Niðurstöður könnunar og minnisblað verða í framhaldi sendar félagsmála- og tómstundanefnd til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 27. fundar fræðslunefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkæðum.
11.Landbúnaðar- og innviðanefnd - 1
Málsnúmer 2404056FVakta málsnúmer
-
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 1 Sveitarstjóri leggur fram tillögu um Einar Eðvald Einarsson sem formann, Sólborgu Sigurrósu Borgarsdóttur sem varaformann, Hildi Þóru Magnúsdóttur sem ritara og Svein Þ. Finster Úlfarsson sem áheyrnarfulltrúa.
Samþykkt með þremur atkvæðum. Formaður tók við fundarstjórn. Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 1 Vegna aukinnar notkunar á heitu vatni í utanverði Blönduhlíð og Hegranesi er orðin þörf á nýrri dælustöð við Ketu í Hegranesi.
Skagafjarðarveitur leggja til að framkvæmdir fari fram á þessu ári en framkvæmdin er ekki á fjárhagsáætlun.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir fyrir sitt leyti fyrirhugaða framkvæmd með þremur atkvæðum og vísar málinu til afgreiðslu byggðarráðs.
Gunnar Björn Rögnvaldsson verkefnastjóri Skagafjarðarveitna sat fundinn undir þessum lið. Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 1 Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi kynnti áætlun um refa og minnkaveiði árið 2024.
Fjárhagsáætlun ársins gerir ráð fyrir að veita fjármagni til grenjavinnslu allt að 7.644 þús.kr. (408 dýr) og til minkaveiða 2.723 þús.kr. (235 dýr).
Fundur með veiðimönnum verður haldinn í Ljósheimum 2. maí nk.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir framlagða skiptingu á svæðum og kvóta á minka- og refaveiðum vegna ársins 2024. Jafnframt felur nefndin umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að fá frá veiðimönnum, veiðitölur veiðitímabilsins 1. maí til 1. ágúst, strax og veiðitímabilinu líkur.
Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi sat fundinn undir þessum lið. Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 1 Úthlutun framlaga 2024 til fjallskilanefnda. Þegar hefur verið úthlutað 4,6 mkr. af 8,5 mkr. sem eru til ráðstöfunar.
Landbúnaðar- og innviðanefnd fór yfir stöðuna á úthlutun fjármuna til fjallskilanefnda, en ennþá vantar upplýsingar frá fjallskilanefndum Vestur Fljóta, Framhluta Skagafjarðar og Upprekstrarfélagi Akrahrepps.
Nefndin vil áretta að forsenda fyrir úthlutun er skil á fjárhagsáætlun og sjóðsstöðu.
Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi sat fundinn undir þessum lið. Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 1 Fjáreigendafélag Sauðárkróks sendi erindi dagsett 22. nóvember 2023 um að fá fjárhólf til afnota og leigu. Landið er uppi á hálsinum ofan Sauðárkróksréttar og golfvallar.
Landbúnaðar- og innviðanefnd vísar drögum að samningi til afgreiðslu byggðarráðs.
Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi sat undir þessum lið. Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 1 Aðalfundur Veiðifélags Laxár í Skefilsstaðahreppi er boðaður þann 27. apríl n.k. Nefndin þarf að skipa fulltrúa sveitarfélagsins á fundinn og veita honum atkvæðisrétt sveitarfélagsins. Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi hefur sótt fundi veiðifélaga þar sem sveitarfélagið á ítök.
Landbúnaðar- og innviðanefnd felur Kára Gunnarssyni umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að sitja fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 1 Landbúnaðar- og innviðanefnd leggur til að umhverfisdagar sveitarfélagsins verði færðir til 7.-14. júní. Á því tímabili eru einstaklingar, félagasamtök og fyrirtæki á svæðinu hvött til að taka þátt í þeim. Íbúar eru hvattir til þess að taka til hjá sér, losa sig við rusl af lóðum, þ.m.t. bílhræjum, sækja um stöðuleyfi þar sem það á við og ganga snyrtilega um gámasvæði. Sveitarfélagið vonast til að vel verði við brugðist, þannig að ásýnd sveitarfélagsins batni til muna frá því sem nú er.
Landbúnaðar- og innviðanefnd hvetur alla íbúa til að sameinast í átakinu um að ganga vel um.
Landbúnaðar- og innviðanefnd vill minna lóðarhafa á að skylt er að halda vexti trjáa og runna á lóðum innan lóðarmarka og íbúar eru hvattir til að huga að því sérstaklega við götur og gangstíga og klippa gróðurinn og stuðla þannig að auknu öryggi vegfarenda.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir að tekið verði gjaldfrjálst við úrgangi frá einstaklingum svo sem blandaður byggingarúrgangur, blandaður úrgangur í urðun og málað/fúavarið timbur. Söfnunin fer fram á móttökustöðvum á opnunartíma þeirra. Jafnframt verður rætt við Íslenska gámafélagið um söfnun á járni í dreifbýli.
Landbúnaðar- og innviðanefnd felur sviðsstjóra að auglýsa viðburðinn og vinna málið áfram.
Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 1 Samkvæmt 2. mgr. 11. gr. laga um Fjarskiptastofu nr. 75/2021, er stofnuninni heimilt að kanna áform um uppbyggingu eða uppfærslu fjarskiptaneta. Tilgangur slíkrar könnunar er að leiða í ljós hvar stendur ekki til, a.m.k. á þeim tímapunkti þegar könnunin fer fram, að byggja upp fjarskiptanet á markaðsforsendum.
Með bréfi dags. 13. mars 2024, óskaði fjarskiptasjóður eftir því að Fjarskiptastofa framkvæmi áformakönnun skv. 2. mgr. 11. gr. Fjarskiptasjóður óskar eftir því að Fjarskiptastofa kalli eftir áformum fjarskiptafyrirtækja og opinberra aðila um uppbyggingu ljósleiðara, aðgangsneta á þéttbýlisstöðum og í byggðakjörnum fyrir árslok 2026.
Landbúnaðar- og innviðanefnd felur sviðsstjóra að svara erindinu. Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 1 Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir fyrir sitt leyti stofnun nýs lögbýlis að Stóru-Seylu land, L196602, með þremur atkvæðum og vísar málinu til sveitastjórnar.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Stofnun lögbýlis, L196602, Stóra-Seyla land, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 1 Gerðar voru fyrstu mælingar á seltu sjávarins á 5, 10, 15, og 20 metra dýpi, seltan er mest á 20 metra dýpi. Mælingarnar voru gerðar að frumkvæði Hólaskóla í samvinnu við Skagafjarðarveitur.
Gunnar Björn Rögnvaldsson verkefnastjóri Skagafjarðarveitna fór yfir mælingar sem búið er að gera og stöðu málsins. Ennþá er unnið að rannsóknum á gæðum sjávarins og útfærslu hönnunar.
Gunnar Björn Rögnvaldsson verkefnastjóri Skagafjarðarveitna sat fundinn undir þessum lið. Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 1 Opnun tilboða á Stoð ehf. fyrir borun á holu BM-14 í Borgarmýrum, tilboð opnað á Stoð ehf. verkfæðistofu föstudaginn 12. apríl kl. 13:00. Eitt tilboð barst í verkefnið og var það yfir kostnaðaráætlun.
Gunnar Björn Rögnvaldsson verkefnastjóri Skagafjarðarveitna sat fundinn undir þessum lið. Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 1 Á stjórnarfundi 24.02.2024 samþykkti stjórn Úrvinnslusjóðs breytingu á greiðslum vegna sérstakrar söfnunar til samræmis við vísitölubreytingar.
Endurgjald hækki um 7,5% og hækkun gildi afturvirkt frá 1. janúar 2023.
Endurgjald hækki um 15% frá 1. janúar 2024 frá upphaflegri gjaldskrá.
Stjórn samþykkti að hætt yrði að greiða fyrir samsöfnun pappa og plasts frá og með 1. maí 2024.
Ekki þarf að sækja sérstaklega um afturvirka greiðslu vegna 2023, greitt verður eins fljótt og mögulegt er en greiðslur byggjast á skilum þjónustuaðila til Úrvinnslusjóð. Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 1 Kaldavatnsnotkun hefur vaxið verulega á Sauðárkróki vegna aukinnar atvinnustarfsemi og fjölgunar íbúa. Áríðandi er að fá meira vatn til að mæta stóraukinni þörf á svæðinu. Nokkrir möguleikar koma til greina og þar á meðal er að semja við landeigendur Skíðastaða um vatn úr Hrafndalnum.
Landbúnaðar- og innviðanefnd felur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs og sveitarstjóra að óska eftir fundi með landeigendum.
Gunnar Björn Rögnvaldsson verkefnastjóri Skagafjarðarveitna sat fundinn undir þessum lið. Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum.
12.Landbúnaðar- og innviðanefnd - 2
Málsnúmer 2404065FVakta málsnúmer
-
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 2 Valur Valsson, verkefnastjóri hjá veitu og framkvæmdarsviði fór yfir stöðu sorpmála og hvernig til hefur tekist frá því nýtt sorpsöfnunarkerfi með fjórum tunnum við hvert heimili var tekið í notkun 1. apríl 2023. Í heild hefur gengið vel og sé sorpmagnið sem kom frá heimilum og fyrirtækjum árið 2023 borið saman við urðað magn árin þar á undan kemur fram augljós lækkun á urðuðum úrgangi. Stærsta ástæða þess er aukin flokkun hjá bæði heimilum og fyrirtækjum. Eins benda tölur frá fyrsta ársfjórðungi þessa árs til áframhaldandi lækkunar á urðuðu magni úrgangs. Á móti aukast tölur um sérsöfnun á plasti, pappa og lífrænum úrgangi. Niðurstöður af rekstri málaflokksins frá árinu 2023 liggja einnig fyrir ásamt nýlegri ákvörðun Úrvinnslusjóðs um aukið endurgreiðsluhlutfall vegna sérstakrar söfnunar á árinu 2023 og fyrir árið 2024.
Landbúnaðar- og innviðanefnd fagnar mjög þessum góða árangri sem þegar hefur náðst á fyrsta árinu með nýtt flokkunarkerfi og leggur til að gjald vegna reksturs söfnunarstöðva vegna íbúðarhúsnæðis, í gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í Skagafirði, lækki um 9,85%, sem er 3.500 kr. lækkun á gjaldinu frá og með 1. janúar 2024.
Með hliðsjón af áætlaðri verðlagsbreytingu (7%) á milli áranna 2023 og 2024 gæti þetta numið um 10% lækkun á sorpgjöldum heimila árið 2024 þegar á heildina er litið.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir með þremur atkvæðum að leggja til við byggðarráð að gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í Skagafirði verði breytt samkvæmt því sem að framan greinir. Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 2 Landbúnaðar- og innviðanefnd hefur tekið til skoðunar mokstur heimreiða í dreifbýli. Eins og málum er nú háttað er greitt fyrir tvo mokstra á ári. Er það mat nefndarinnar að greina þurfi tölur um mokstur betur og óskar eftir nákvæmari upplýsingum frá stjórnsýslu- og fjármálasviði fyrir næsta fund.
Samþykkt með þremur atkvæðum. Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 2 Lagðir fram til kynningar ársreikningar vegna ársins 2023 fyrir eftirtalda fjallskilasjóði:
Fjallskilasjóður Skefilsstaðahrepps, Fjallskilasjóður Hóla- og Viðvíkurhrepps, Fjallskilasjóður Hegraness, Fjallskilasjóður Seyluhrepps - úthluta og Fjallskilasjóðs Skarðshrepps. Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 2 Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi sótti aðalfund Veiðifélags Blöndu og Svartár, heiðardeildar fyrir hönd sveitarfélagsins og kynnti fyrir nefndarmönnum það sem fram fór á fundinum. Lagður fram til kynningar ársreikningur fyrir árið 2023 ásamt samþykktum fyrir deildina. Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 2 Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi sótti aðalfund Veiðifélags Laxár, Skef. og kynnti fyrir nefndarmönnum það sem fram fór á fundinum.
Lagður fram til kynningar ársreikningur fyrir 2023 ásamt fjárhagsáætlun 2024. Einnig lögð fram athugun á seiðabúskap árið 2023 í Laxá í Skefilsstaðahreppi. Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 2 Lagður fram til kynningar ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2023. Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum.
13.Skipulagsnefnd - 48
Málsnúmer 2404060FVakta málsnúmer
-
Skipulagsnefnd - 48 Farið yfir innsendar umsagnir við skipulagslýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingar fasa 2 á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem var í kynningu dagana 13.03.2024- 10.04.2024 á Skipulagsgáttinni mál nr. 240/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/240.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða viðbrögð við innsendum umsögnum við skipulagslýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingar fasa 2 á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins. Bókun fundar Afgreiðsla 48. fundar skipulagnefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 48 Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýst deiliskipulag Borgargerði 4, Borgarsveit, Skagafirði, mál nr. 425/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/2023/425) í Skipulagsgáttinni, samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða tillöguna að deiliskipulagi, Borgargerði 4, Borgarsveit, Skagafirði og felur skipulagsfulltrúa að senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn umsagnir á kynningartíma. Bókun fundar Afgreiðsla 48. fundar skipulagnefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 48 Skipulagsnefnd hefur ákveðið að halda kynningarfund vegna deiliskipulagstillögu fyrir Tjaldsvæðið við Sauðárgil og aðalskipulagsbreytingar á Afþreyingar- og ferðamannasvæði við Sauðárgil, AF-402 þriðjudaginn 30. apríl næstkomandi, kl. 16:00- 18:00 í Stóra salnum að Sæmundargötu 7A á Sauðárkróki.
Athugasemdafrestur við bæði málin á Skipulagsgáttinni verður framlendur um 2 vikur eða frá 01.05.2024 til og með 16.05.2024.
Tengill á bæði málin á Skipulagsgáttinni, samráðsgátt Skipulagsstofnunar:
https://skipulagsgatt.is/issues/2023/516
https://skipulagsgatt.is/issues/2023/515
Bókun fundar Afgreiðsla 48. fundar skipulagnefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 48 Ína Björk Ársælsdóttir hjá Stoð ehf. verkfræðistofu sendir inn erindi og vísar í fyrri bókun skipulagsnefndarinnar frá 11.01.2024 varðandi umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Suðurbraut 9 (málsnúmer 2312100) þar sem afmörkun lóðarinnar liggur ekki fyrir og því ekki hægt að skipuleggja bílastæði innan lóðar.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að farið verði í deiliskipulagsvinnu fyrir svæði sem afmarkast af Suðurbraut, Túngötu, Lindargötu og Skólagötu á Hofsósi.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Suðurbraut 9 - Fyrirspurn vegna deiliskipulagsvinnu á Hofsósi,síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 48 Fara yfir innsendar umsagnir sem bárust á kynningartíma (22.02.2024- 23.03.2024) grenndarkynning vegna lóðar fyrir dreifistöð Rarik í Varmahlíð.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að umsókn um lóð fyrir dreifistöð í Varmahlíð verði hafnað í ljósi mikillar andstöðu íbúa við staðsetninguna og að skipulagsfulltrúa verði falið að funda með Rarik til að finna heppilegri staðsetingu. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Umsókn um lóð fyrir dreifistöð í Varmahlíð - Grenndarkynning, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 48 Reimar Marteinsson fulltrúi rekstarstjórnar Kaupfélags Skagfirðinga sendir inn fyrirhugaða tímalínu á umbeðnum þróunarreit við Borgarflöt nr. 23, 25, 27 og 29 á Sauðárkróki.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að vísa ákvörðun um erindi Kaupfélags Skagfirðinga um beiðni um þróunarreit til sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Borgarflöt nr. 23, 25, 27 og 29 - Beiðni um þróunarreit, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 48 María Stefanía Jóhannsdóttir fyrir hönd Kúskerpis ehf. eiganda lögbýlisins Kúskerpis landnúmer 146314 óskar eftir framkvæmdaleyfi til nytjaskógræktar á 10,6 hektara svæði á landi jarðarinnar.
Meðfylgjandi er hnitsettur uppdráttur dags. 31.01.2024 af fyrirhuguðu skógræktarsvæði unnin hjá Landi og skógi af Sigríði Hrefnu Pálsdóttur.
Fyrirhugað skógræktarsvæði er í landi Kúskerpis. Nú þegar er í gildi samningur um nytjaskógrækt frá árinu 2002 á 34,8 ha svæði neðar í landinu. Nýja skógræktarsvæðið er 10,6 hektarar að stærð og hefur verið nýtt sem beitiland. Svæðið er í um 150 - 190 m.y.s..
Umsókn þessari fylgir umsögn minjavarðar Norðurlands vestra dags. 08.02.2024.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Kúskerpi L146314 - Umsókn um framkvæmdarleyfi til skógræktar, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 48 Gunnar Freyr Gunnarsson og Aðalheiður Sigurðardóttir sækja um byggingarlóðina við Nestún 7 á Sauðárkróki.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að úthluta lóðinni til umsækjanda. Bókun fundar Afgreiðsla 48. fundar skipulagnefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 48 Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 8. apríl síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 um leyfi til að byggja parhús á lóðinni númer 18 við Nestún á Sauðárkróki.
Meðfylgjandi aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu. Uppdrættir í verki 79006210, númer A-100 A-101, A-102 og A-103, dagsettir 12. mars 2024.
Þar sem fyrirhuguð framkvæmd fellur undir lög um mannvirki nr. 160/2010 er hér með leitað umsagnar skipulagsfulltrúa með vísan til 10. gr. framangreindra laganna.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að heimila að vikið verði frá 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breytingin á gildandi deiliskipulagi sé það óveruleg að ekki sé talin ástæða til meðferðar skv. 1 mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Nestún 18 - Umsagnarbeiðni frá byggingarfulltrúa, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 48 Sandra Björk Jónsdóttir fyrir hönd Sauðárhlíðar ehf. sækir um breytingu á lóðarblaði og lóðarsamningi hjá veitingahúsinu Sauðá, um að afnema bann við innakstri inn á plan við Sauðá.
Frá því að við tókum við rekstri veitingahússins hefur umferð margfaldast og þykir okkur ekki gott að þurfa að troðast inn á annarra manna umráðasvæði með því að gestir okkar leggi á stæðum hjá nálægum stofnunum og höfum við heyrt að það sé ekki að valda neinni sérstakri ánægju á þeim bæjum, skiljanlega.
Þar sem að deiliskipulag á svæðinu er í vinnslu og samkvæmt því er gert ráð fyrir að innkeyrsla verði leyfð inn á þetta plan og jafnvel verði gert ráð fyrir að gestir Litla-skógar geti ekið þarna inn líka. Þá þykir okkur rökrétt að þessu innaksturs banni verði aflétt sem fyrst og eru góð rök með því að nú þegar hefur verið gert mat á umferð og hættumat á þessu gatnamótum sem renna stoðum undir það að leyfa innakstur á svæðið.
Skipulagsnefnd samþykkir með tveimur atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að aflétta kvöð á lóðinni og í kjölfarið að fela skipulagsfulltrúa að uppfæra lóðarblað og lóðarleigusamning. Nefndin bendir jafnframt á að tryggja þurfi öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda um umrædda innkeyrslu áður en innkeyrslubannið verði tekið af. Vinna þarf verkið í samráði við Veitu- og framkvæmdasvið Skagafjarðar.
Jón Daníel Jónsson vék af fundi við afgreiðslu málsins. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Veitingarhúsið Sauðá - Lóðarmál, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 48 Helga Sjöfn Helgadóttir og Gunnlaugur Hrafn Jónsson, þinglýstir eigendur Hátúns 1 (L146038) óska eftir heimild til að stofna 1.260 m2 íbúðarhúsalóð úr landi jarðarinnar. Vísað er til meðfylgjandi afstöðuuppdráttar sem gerður er á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, dags. 27. mars 2024. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7354-4000.
Hátún I er fyrir landskipti 168,5 ha og verður eftir landskipti 168,4 ha.
Íbúðarhús er innan útskiptrar lóðar og fylgir henni að landskiptum loknum:
Fasteignanúmer F2140466
Matshluti 03 0101
byggingarár 1950
birt stærð 222,7 m²
Lóðin fær heitið Hátún 3. Landheiti vísar til upprunajarðar og er næsti lausi tölustafur notaður.
Landskipti samræmast aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og styðja við markmið aðalskipulags um búsetu í dreifbýli. Landskipti hafa óveruleg áhrif á búrekstrarskilyrði og skerða ekki landbúnaðarsvæði í I. og II. flokki. Lítið sem ekkert ræktað land er innan útskiptrar lóðar.
Engin verndarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi eru innan útskiptrar lóðar.
Lögbýlaréttur og öll hlunnindi munu áfram fylgja Hátúni I, L146038.
Merkjalýsing skv. reglugerð um merki fasteigna nr. 160/2024 er fylgiskjal með umsókn þessari. Stofnað hefur verið mál með málsnúmer M000045 hjá Landeignaskráningu HMS, landeignaskraning.hms.is.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umbeðin landskipti og umbeðið eignarheiti.
Bókun fundar Afgreiðsla 48. fundar skipulagnefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 48 Lagt fram til kynningar tölvupóstur frá Sigurjóni Þórðarsyni hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra dags. 05.04.2024 vegna Þormóðsholts L228962. Bókun fundar Afgreiðsla 48. fundar skipulagnefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum.
14.Skipulagsnefnd - 49
Málsnúmer 2404071FVakta málsnúmer
-
Skipulagsnefnd - 49 Sveitarstjórn Skagafjarðar hefur samþykkt að hefja endurskoðun á aðalskipulagi Skagafjarðar. Í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er lögð fram skipulags- og matslýsing, þar sem gerð er grein fyrir helstu forsendum og áherslum komandi skipulagsvinnu, valkostum til skoðunar, nálgun umhverfismats og kynningarmálum.
Endurskoðunin er m.a. tilkomin vegna sameiningar Akrahrepps og sveitarfélagsins Skagafjarðar 29. maí 2022 og fjölbreyttra áskorana sem felast í byggðaþróun ásamt nýjum áskorunum vegna loftslagsmála.
Skipulagsvinnan mótar stefnu um hagkvæma nýtingu lands, samgöngur og gæði byggðar. Jafnframt felur skipulagið í sér mótun stefnu í umhverfismálum og hvernig skipulag getur stuðlað að kolefnishlutleysi í samræmi við markmið Íslands þar um og lög nr. 70/2012 um loftslagsmál.
Nýtt endurskoðað aðalskipulag sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 var staðfest 4. apríl 2022. Nýtt aðalskipulag sameinaðs sveitarfélags Skagafjarðar og Akrahrepps mun byggja á þeirri vinnu sem unnin var í tengslum við þá endurskoðun.
Á kynningartíma skipulagslýsingar er óskað eftir ábendingum, sjónarmiðum og athugasemdum frá íbúum og öðrum hagsmunaaðilum, sem að gagni gætu komið í þeirri skipulagsvinnu sem framundan er. Jafnframt er leitað til lögboðinna umsagnaraðila á þessu stigi og haft samráð við Skipulagsstofnun um umfang og áherslur við mat á umhverfisáhrifum aðalskipulagsins.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að setja skipulagslýsingu fyrir endurskoðun Aðalskipulags Skagafjarðar 2025- 2040 í auglýsingu í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi Vinstri grænna og óháðra situr hjá við afgreiðslu málsins.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Endurskoðun aðalskipulags Skagafjarðar 2025-2040, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 49 Þann 09. mars 2023 fjallaði skipulagsnefnd Skagafjarðar um umsókn umhverfis- og samgöngunefndar um heimild til að láta vinna deiliskipulag, skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr.123/2010 fyrir sorpmóttöku- og gámasvæði á Hofsósi. Meðfylgjandi erindinu var skipulagslýsing, dags. 08.02.2023. Í skipulagslýsingu kemur fram að fyrirhuguð tillaga að deiliskipulagi kalli á breytingu á aðalskipulagi og var skipulagslýsingin auglýst fyrir hvort tveggja, breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulag. Alls bárust 5 umsagnir vegna skipulagslýsingarinnar sem voru hafðar til hliðsjónar við skipulagsvinnuna.
Aðalskipulagsbreytingin felur í sér að skilgreint verður iðnaðarsvæði þar sem í dag er skilgreint athafnasvæði í gildandi aðalskipulagi. Innan athafnasvæðisins hafa verið gámar fyrir sorpmóttöku undanfarna áratugi og nú stendur til að byggja undir þá viðunandi og nútímanlegri aðstöðu en þeir standa á malarbornu plani í dag. Er það gert til að mæta þörfum og kröfum um aðgengi, snyrtilegra umhverfi og öryggisþáttum. Stærð athafnasvæðis AT601 breytist þar af leiðandi um því sem nemur stærð fyrirhugaðs iðnaðarsvæðis. Í vinnslu er tillaga að deiliskipulagi fyrir sorpmóttökustöð á Hofsósi, sem áformað er að auglýsa samhliða þessari aðalskipulagsbreytingu. Breyting þessi er í samræmi við fyrirhugaða deiliskipulagstillögu.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að setja tillögu að breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 þar sem hluti athafnarsvæðis AT601 verður iðnaðarsvæði I601 í auglýsingu í samræmi við 1. mrg. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Hofsós - Sorpmóttaka og gámasvæði - Aðalskipulagsbreyting, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 49 Lögð fram deiliskipulagstillaga, Sorpmóttaka og gámalóð, Hofsósi dags. 29.04.2024, uppdráttur nr. DS01, útgáfa 1.0 sem unnin var á Stoð ehf. verkfræðistofu.
Skipulagssvæðið er 11.414 m² að stærð á mótum Norðurbrautar að sunnan og Bæjarbrautar að austan. Að vestan afmarkast svæðið af vesturlóðamörkum áhaldahúss sveitarfélagsins.
Skipulagsuppdráttur nr. DS-01 sýnir lóðir, aðkomu að lóðum og byggingarreiti á skipulagssvæðinu, ásamt helstu byggingarskilmálum.
Á deiliskipulagsuppdrættinum eru sýndar þrjár lóðir á svæðinu, lóð gámageymslusvæðisins, lóð áhaldahússins og lóð sorpmóttökunnar. Starfsemi og umferðarsvæði sem fyrir eru á iðnaðarsvæðinu fá með deiliskipulagstillögunni skilgreindar lóðir, götur og innkeyrslur á lóðir.
Í vinnslu er aðalskipulagsbreyting fyrir svæðið, sem áformað er að auglýsa samhliða þessari deiliskipulagstillögu.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillöguna Sorpmóttaka og gámalóð, Hofsósi í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Hofsós - Sorpmóttaka og gámasvæði - Deiliskipulag, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 49 Lögð fram deiliskipulagstillaga, Staðarbjargarvík, Hofsósi dags. 24.04.2024, uppdráttur nr. DS01, verknr. 75815003, útgáfa 1.0 sem unnin var á Stoð ehf. verkfræðistofu.
Svæðið afmarkast af Suðurbraut og Suðurbraut 18 að norðan, beinni línu á milli Suðurbrautar og sjávar að austan, strandlínu að sunnanverðu og línu frá sjó að Suðurbraut 18 að vestan. Afmörkun svæðisins er unnin með hliðsjón af gögnum á hugmyndastigi varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir. Svæðið er um 13.164 m² að stærð og er að mestu leyti grasi gróin brekka sem nær frá Suðurbraut og Suðurbraut 18 til sjávar. Nyrst og efst er svæðið í um 25 m hæð yfir sjó en lækkar til suðvesturs niður í sjávarmál. Sunnarlega, fyrir miðju svæði, eru stuðlabergsmyndanir sem eru að hluta til sýnilegar. Frá bílastæðunum á Suðurbraut 18 er gönguleið niður brekkuna að stuðlaberginu sem þar er. Eitt af viðfangsefnum skipulagsins er að skapa grundvöll til að bæta gönguleiðina og gera hana öruggari.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillöguna Staðarbjargarvík, Hofsósi í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Staðarbjargarvík - Hofsós - Deiliskipulag, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 49 Þórólfur Sigjónsson, Guðrún Margrét Sigurðardóttir og Bessi Freyr Vésteinsson fyrir hönd Hofstaða ehf. þinglýsts eigenda jarðarinnar Hofsstaðir landnúmer 146408, óska heimildar til að láta vinna deiliskipulag fyrir jörðina á eigin kostnað, skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sótt er um að falla frá lýsingu deiliskipulags þar sem meginforsendur koma fram í gildandi aðalskipulagi. Skipulagssvæðið er á landbúnaðarlandi og auðkennt með (VÞ-8) í gildandi Aðalskipulagi Sveitarfélags Skagafjarðar 2020-2035.
Í auglýstri skipulagslýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingar á gildandi aðalskipulagi í febrúar 2024 er sett fram breyting þar sem gert er ráð fyrir verslun og þjónustu við Hofstaðasel (VÞ-8) og þar heimilt að byggja allt að 2000 m2 en núverandi byggingar eru um 991 m2. Lögð er til breyting á afmörkun landnotkunar og verður stærð svæðis 5,0 ha.
Tillaga deiliskipulags fyrir Hofsstaði Sveitasetur-Hótel dags. 05.02.2010, breytt 30.04.2024 sem unnin er á VSÓ ráðgjöf er í samræmi við þá stefnu og byggir á þeim forsendum sem sett er fram í Aðalskipulagi Skagafjarðar.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitastjórn að heimila umsækjendum að vinna deiliskipulagstillögu á eigin kostnað skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að fallið verði frá gerð skipulagslýsingar. Jafnframt samþykkir skipulagsnefnd samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa framkomna deiliskipulagstillögu Hofstaðir Sveitasetur - Hótel í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Hofsstaðir - Sveitasetrið Hofsstaðir - Deiliskipulag, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 49 Atli Gunnar Arnórsson fyrir hönd Skagafjarðarveitna, hitaveitu, óska eftir heimild til að leggja nýjan vatnsveitustofn á Sauðárkróki, frá núverandi tengistað til móts við Eyrarveg 18 og til norðurs að Skarðseyri, þar sem nýr brunahani verður settur upp og lögnin tengd við núverandi dreifikerfi í götunni. Vísað er til meðfylgjandi afstöðuuppdráttar sem gerður er á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, nr. S-101 í verki nr. 3101-0201, dags. 21. feb. 2024.
Tilgangur framkvæmdarinnar er tvíþættur. Annars vegar að tryggja nægt slökkvivatn við götuna Skarðseyri, þar sem umfangsmikil iðnaðarstarfsemi er staðsett. Hins vegar að bregðast við aukinni vatnsþörf á svæðinu.
Í gildandi Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035, kafla 9.8, er fjallað um að veitukerfi í sveitarfélaginu skuli anna þörf íbúa og atvinnulífs, og er framkvæmd þessi liður í því að uppfylla þarfir atvinnulífs við Skarðseyri á Sauðákróki. Engin verndarsvæði skv. aðalskipulagi eru á lagnaleiðinni. Lögnin liggur að mestu utan útskiptra lóða, fyrir utan nyrsta hluta lagnarinnar sem liggur innan Skarðseyrar 2, en þar liggur hún meðfram öðrum stofnlögnum, svo sem rafveitu og fráveitu.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Skarðseyri - Stofnlögn vatnsveitu - Beiðni um framkvæmdarleyfi, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 49 Pétur Helgi Stefánsson þinglýstur eigandi Víðidals 2 (L192872), óskar eftir heimild til að skipta 365 m2 lóð úr landi jarðarinnar. Vísað er til meðfylgjandi afstöðuuppdráttar sem gerður er á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, dags. 27. mars 2024. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7730-0201.
Áætluð stærð Víðidals 2 er 63,944 ha fyrir landskipti og verður 63,908 ha. eftir landskipti.
Gestahús er innan útskiptrar lóðar og fylgir henni að landskiptum loknum:
Fasteignanúmer: F2258884
Matshluti: 05 0101
Byggingarár: 2018
Birt stærð: 27,1 m²
Lóðin fær heitið Víðidalur 3. Landheiti vísar til upprunajarðar og er næsti lausi tölustafur notaður.
Landskiptin samræmast aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Landskiptin hafa óveruleg áhrif á búrekstrarskilyrði og skerða ekki landbúnaðarsvæði í I. og II. flokki. Lítið sem ekkert ræktað land er innan útskiptrar lóðar.
Engin verndarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi eru innan útskiptrar lóðar.
Lögbýlaréttur og öll hlunnindi munu áfram fylgja Víðidal 2, L192872.
Merkjalýsing skv. reglugerð um merki fasteigna nr. 160/2024 er fylgiskjal með umsókn þessari. Stofnað hefur verið mál með málsnúmer M000013 hjá Landeignaskráningu HMS, landeignaskraning.hms.is.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða erindið eins og það er fyrirlagt.
Bókun fundar Afgreiðsla 49. fundar skipulagnefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 49 Svanbjörn Jón Garðarsson þinglýstur eigandi Neðri Ás L223410 óskar eftir heimild til að stofna 1.320 m2 spildu úr landi jarðarinnar Neðri Ás 2 land 3 (L223410) sem Ásvegur 19, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti. Óskað er eftir því að útskipt spilda verði skráð sem sumarbússtaðarland (60). Landheiti vísar til deiliskipulagstillögu sem er í vinnslu fyrir svæðið.
Engin mannvirki eru innan útskiptrar spildu.
Engin hlunnindi fylgja landskiptunum.
Ekkert ræktað land er innan útskiptrar spildu.
Landskiptin samræmast aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Landskiptin skerða ekki landbúnaðarsvæði í I. og II. flokki.
Merkjalýsing ásamt fylgiskjölum skv. reglugerð um merki fasteigna nr. 160/2024 unnin hjá Kollgátu ehf arkitektastofu af Valþór Guðnýjar Brynjarssyni er fylgiskjal með umsókn. Stofnað hefur verið mál með málsnúmer M000092 hjá Landeignaskráningu HMS, landeignaskraning.hms.is.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða erindið eins og það er fyrirlagt. Bókun fundar Afgreiðsla 49. fundar skipulagnefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 49 Helgi Jóhann Sigurðsson þinglýstur eigandi jarðarinnar Reynistaður, landnr. 145992, óskar eftir heimild til að stofna 980,5 m² byggingarreit á landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi, hnitsettum afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 77980000 útg. 25. apríl 2024. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni.
Um er að ræða byggingarreit fyrir viðbyggingu núverandi fjósbyggingar sem byggð var árið 1980. Áformað er að viðbygging verði 0,5 m breiðari en núverandi fjósbygging og nái 0,25 m lengra til norðurs og 0,25 m lengra til suðurs. Þá verður hún 0,5 m hærri en núverandi bygging til að ná fram betri loftun og koma fyrir um 9 m breiðu og 2,7 m löngu útskoti fyrir mótorhús á norðausturhorni viðbyggingar, þannig að þakhalli haldist óbreyttur. Hámarksbyggingarmagn verður 900 m² og hámarksbyggingarhæð verður 5,6 m frá gólfi í mæni. Meðfylgjandi afstöðuuppdráttur gerir grein fyrir staðsetningu og áætluðu útliti fyrirhugaðrar viðbyggingar.
Byggingarreitur, sem sótt er um, er á skilgreindu landbúnaðarsvæði nr. L-1 í aðalskipulag sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og er í samræmi við ákvæði aðalskipulags um uppbyggingu á landbúnaðarsvæðum. Reiturinn gengur ekki á ræktað land. Byggingaráform eru í samræmi við almenn ákvæði um landnotkun á landbúnaðarsvæðum sem talin eru upp í kafla 12.4 í greinargerð aðalskipulags þar sem um er að ræða byggingu í tengslum við aðra byggingu, þ.e.a.s. viðbyggingu, núverandi innviðir nýtast áfram, ekki er verið að fjölga byggingum og um er að ræða byggingu fyrir landbúnaðarstarfsemi sem er ekki líkleg til að hafa veruleg áhrif á mengun eða aðgengi. Jafnframt segir í sama kafla:
Sveitarstjórn getur ákveðið að veita megi leyfi til byggingar á stökum byggingum sem tengjast starfsemi bújarðar án deiliskipulags, ef umfang og/eða aðstæður gefi tilefni til. Á það við þegar byggingaráform varða ekki hagsmuni annarra en umsækjandans, samrýmast landnotkun og yfirbragði svæðisins og hafa ekki neikvæð umhverfisáhrif.
Hér er sótt um viðbyggingu fjósbyggingar sem er grundvöllur starfsemi bújarðarinnar. Byggingaráform stuðla að aukinni velferð dýra á búinu með auknu rými og samrýmast núverandi landnotkun. Lögð verður áhersla á að áformuð viðbygging samrýmist einnig yfirbragði og ásýnd svæðisins og hafi ekki neikvæð umhverfisáhrif. Áformin skerða ekki aðgengi að Reynistaðakirkju né hafa þau veruleg ásýndaráhrif af Sauðárkróksbraut (75). Byggingaráform kunna að varða hagsmuni eigenda nærliggjandi landeigna og er erindið því einnig áritað af eigendum Klausturbrekku, L192387, Reynistaðar 2, L226342, ásamt formanni, varaformanni, ritara og gjaldkera sóknarnefndar Reynistaðakirkju til staðfestingar um að þeim hafi verið kynnt byggingaráformin og geri ekki athugasemdir við fyrirhugaða uppbyggingu.
Meðfylgjandi er umsögn minjavarðar, dags. 26. apríl 2024.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umbeðinn byggingarreit.
Bókun fundar Afgreiðsla 49. fundar skipulagnefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 49 Magni Þór Geirsson og Fjóla Kristín Halldórsdóttir óska eftir að fasteign þeirra sem í skráð er í opinberum skrám sem Sólheimagerði land 1, landnúmer 203138 fái heitið Heiðarbær.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umbeðið nafnleyfi. Bókun fundar Afgreiðsla 49. fundar skipulagnefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 49 Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 19. apríl síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 um leyfi til að breyta skráningu einbýlishúss, Ártúns L146488, fasteignanr. 2142960 í frístundahús.
Þar sem fyrirhuguð breytin fellur undir lög um mannvirki nr. 160/2010 er hér með leitað umsagnar skipulagsfulltrúa með vísan til 10. gr. framangreindra laga.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemd við breytta skráningu húsins. Bókun fundar Afgreiðsla 49. fundar skipulagnefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 49 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 37 þann 26.04.2024. Bókun fundar Afgreiðsla 49. fundar skipulagnefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum.
15.Byggingarnefnd menningarhúss á Sauðárkróki - 1
Málsnúmer 2404045FVakta málsnúmer
-
Byggingarnefnd menningarhúss á Sauðárkróki - 1 Til fundarins komu Sandra Dís Dagbjartsdóttir og Sigurjón Bjarni Bjarnason frá VSÓ ráðgjöf og fjölluðu um ástandsmat á núverandi húsnæði Safnahúss Skagfirðinga, mögulegar útboðsleiðir framkvæmdar við nýtt menningarhús og tilboð í aðstoð við ráðgjöf við gerð útboðsgagna sem og umsjón
vegna hönnunarútboðs með forvali.
Byggingarnefnd samþykkir samhljóða að ráðast í aðskilið hönnunar- og verktakaútboð fyrir menningarhús á Sauðárkróki og að taka tilboði VSÓ ráðgjafar í aðstoð við gerð útboðsgagna og umsjón vegna hönnunarútboðs með forvali. Bókun fundar Fundargerð 1. fundar byggingarnefndar Menningarhúss á Sauðárkróki staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum.
16.Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2024
Málsnúmer 2404235Vakta málsnúmer
Sigurlaug Vordís Eystiensdóttir og Álfhildur Leifsdóttir fulltrúar VG og óháðra, íteka bókun frá fundi byggðarráðs svohljóðandi:
Enn greiðir sveitarfélagið upp skuldir tengdum áhættufjárfestingum sem falla alls ekki undir þau lögbundnu verkefni sem sveitarfélaginu er skylt að sinna. Og þar sem meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks kaus að greiða skuldina í stað þess að setja félagið í þrot, þarf sveitarfélagið að taka til þess viðauka með tilheyrandi kostnaði. Ekki er langt liðið frá tugmilljóna uppgreiðslu sveitarfélagsins vegna skulda í plastbátafyrirtækinu Mótun, á kostnað skattgreiðenda Skagafjarðar, í stað þess að það færi í þrotaskipti á sínum tíma. Minnum við í VG og óháðum á að sveitarfélagið ætti að setja bæði krafta sína og fjármagn í lögbundin verkefni en ekki gæluverkefni og áhættufjárfestingar fyrir skattfé íbúanna.
Fulltrúar meirihluta Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, ítreka bókun sína frá fundi byggðarráðs svohljóðandi.
Eins og komið hefur fram áður þá var þetta verkefni sem sveitarfélagið fór í af heilum hug með það að augnamiði að efla atvinnulíf í Skagafirði, þar með taldir fulltrúar VG. Því til stuðnings má t.d. nefna að meirihlutamaður VG í Byggðarráði studdi hlutafjáraukningu í félaginu og það starf sem félagið stóð fyrir í tengslum við stofnun og reksturs á koltrefjaframleiðslu í Skagafirði. Því miður heppnaðist verkefnið ekki, en það er ekki valkostur fyrir sveitarfélagið að slíta félaginu með gjaldþroti og láta aðra sitja uppi með skuldirnar.
Sveinn Þ Finster Úlfarsson tók til máls.
Framlagður viðauki nr 2 borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með sjö atkvæðum. Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir óska bókað að þær sitja hjá við afgreiðslu málsins.
17.Reglur um skólaakstur í dreifbýli
Málsnúmer 2404126Vakta málsnúmer
"Vísað til byggðarráðs frá 26. fundi fræðslunefndar, þannig bókað:
Samkvæmt lögum nr. 28/2017 um farþegaflutninga og farmflutninga á landi ber öllum þeim sem sinna farþegaflutningum að hafa almennt rekstrarleyfi og á það líka við um þegar samið er við forráðamenn um akstur gegn greiðslu. Flytjandi þarf auk þess að uppfylla önnur skilyrði laganna og þær gæða- og tæknikröfur sem Samgöngustofa setur. Breytingar á reglum Skagafjarðar um skólaakstur í dreifbýli fela í sér að fella brott eftirfarandi texta:
Við vissar aðstæður er heimilt að semja við forráðamenn nemenda um þátttöku þeirra í skólaakstri gegn greiðslu. Þetta á fyrst og fremst við þegar heimili nemanda er langt frá leið skólabíls og foreldrar geta keyrt barnið í veg fyrir skólabílinn.
Fræðslunefnd samþykkir breytingarnar samhljóða. Byggðarráð samþykkir breytingarnar samhljóða og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Reglur um skólaakstur í dreifbýli bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með níu atkvæðum.
18.Gjaldskrá 2025 - Byggðasafn Skagfirðinga
Málsnúmer 2404102Vakta málsnúmer
"Vísað til byggðarráðs frá 22. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar, þannig bókað: Tekið fyrir erindi frá Berglindi Þorsteinsdóttur, safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga, dagsett 11.04. 2024 um gjaldskrá byggðasafnsins fyrir árið 2025. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum fyrirlagða gjaldskrá fyrir árið 2025. Erindinu vísað til byggðarráðs. Byggðarráð samþykkir samhljóða gjaldskrárbreytingar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Gjaldskrá 2025 Byggðasafns Skagfirðinga borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.
19.Gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu 2024
Málsnúmer 2310015Vakta málsnúmer
Erindinu vísað frá 2. fundi landbúnaðar- og innviðanefndar 3. maí 2024, þannig bókað: "Valur Valsson, verkefnastjóri hjá veitu og framkvæmdarsviði fór yfir stöðu sorpmála og hvernig til hefur tekist frá því nýtt sorpsöfnunarkerfi með fjórum tunnum við hvert heimili var tekið í notkun 1. apríl 2023. Í heild hefur gengið vel og sé sorpmagnið sem kom frá heimilum og fyrirtækjum árið 2023 borið saman við urðað magn árin þar á undan kemur fram augljós lækkun á urðuðum úrgangi. Stærsta ástæða þess er aukin flokkun hjá bæði heimilum og fyrirtækjum. Eins benda tölur frá fyrsta ársfjórðungi þessa árs til áframhaldandi lækkunar á urðuðu magni úrgangs. Á móti aukast tölur um sérsöfnun á plasti, pappa og lífrænum úrgangi. Niðurstöður af rekstri málaflokksins frá árinu 2023 liggja einnig fyrir ásamt nýlegri ákvörðun Úrvinnslusjóðs um aukið endurgreiðsluhlutfall vegna sérstakrar söfnunar á árinu 2023 og fyrir árið 2024.
Landbúnaðar- og innviðanefnd fagnar mjög þessum góða árangri sem þegar hefur náðst á fyrsta árinu með nýtt flokkunarkerfi og leggur til að gjald vegna reksturs söfnunarstöðva vegna íbúðarhúsnæðis, í gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í Skagafirði, lækki um 9,85%, sem er 3.500 kr. lækkun á gjaldinu frá og með 1. janúar 2024.
Með hliðsjón af áætlaðri verðlagsbreytingu (7%) á milli áranna 2023 og 2024 gæti þetta numið um 10% lækkun á sorpgjöldum heimila árið 2024 þegar á heildina er litið.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir með þremur atkvæðum að leggja til við byggðarráð að gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í Skagafirði verði breytt samkvæmt því sem að framan greinir."
Byggðarráð fagnar góðum árangri í flokkun á sorpi frá heimilum í Skagafirði sem skapar forsendur fyrir lækkun gjalda. Byggðarráð samþykkir samhljóða tillögu landbúnaðar- og innviðanefndar um lækkun á gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í Skagafirði og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu 2024 borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðu.
20.Sumarafleysingar 2024
Málsnúmer 2404205Vakta málsnúmer
Minnisblöð annars vegar frá frístundastjóra og hins vegar frá félagsmálastjóra lögð fram.
Staðan á starfsstöðvum sem falla undir frístundastjóra er í heildina nokkuð góð. Hægt verður að starfrækja Sumar-TÍM í sumar en með einfaldara sniði en síðustu ár. Vinnuskólinn verður tengdur við starfsemi á íþróttavellinum í sumar til að leysa mönnunarvanda. Enn eru virkar auglýsingar vegna starfa í sundlaug Sauðárkróks og Íþróttamiðstöðinni í Varmahlíð. Til að hægt verði að halda áður samþykktri opnun þarf að fá fleira sumarstarfsfólk.
Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að opnunartími íþróttamannvirkja verði skertur ef ekki tekst að manna sumarafleysingar að fullu. Ef til þess kemur verði horft til aðsóknar síðustu sumra og hvaða dagar eru best til þess fallnir að skerða opnunartíma.
Á starfsstöðvum sem heyra undir félagsmálastjóra er staðan mjög slæm. Á starfsstöðvum í Skagafirði vantar enn níu starfsmenn og einn starfsmann vantar í sumarafleysingar á starfsstöð á Hvammstanga og tvo framtíðarstarfsmenn. Á starfsstöðinni á Blönduósi er staðan nokkuð góð. Um lögbundna þjónustu er að ræða og alvarlegt að ekki hafi tekist að fá fólk til starfa. Í minnisblaði frá félagsmálastjóra koma fram ýmsar leiðir sem búið er að reyna til að leysa mönnunarvanda en hafa ekki skilað tilætluðum árangri.
Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að skerða heimaþjónustu og dagdvöl aldraðra eins og þörf er á í sumar ef ekki tekst að manna afleysingar. Skoða verður hvort þurfi að loka dagdvöl tímabundið í sumar. Miðað við núverandi stöðu er fyrirséð að starfsfólk mun ekki hafa tök á því að taka fullt sumarorlof fimmta sumarið í röð. Nefndin lýsir yfir áhyggjum sínum á viðvarandi mönnunarvanda og vekur athygli á því að félagsþjónustan sinnir lögbundnu hlutverki í þjónustu við fatlað fólk og eldra fólk.
Nefndin felur starfsmönnum nefndarinnar að vinna áfram með minnisblað félagsmálastjóra skoða hvort og þá hvaða leiðir eru færar til að búa til hvata til framtíðar fyrir starfsmenn í samráði við mannauðsstjóra og nefndina.
Félagsmála- og tómstundanefnd vísar málinu samhljóða til sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn tekur undir áhyggjur félagsmála- og tómstundanefndar af ráðningum í sumarafleysingar 2024 og samþykkir jafnframt með níu atkvæðum að starfsmönnum félagsmála- og tómstundanefndar verði falið að vinna áfram með minnisblað félagsmálastjóra og skoða hvort og þá hvaða leiðir eru færar til að búa til hvata til framtíðar fyrir starfsmenn í samráði við mannauðsstjóra og félagsmála- og tómstundanefnd.
21.Stofnun lögbýlis, L196602, Stóra-Seyla land
Málsnúmer 2404077Vakta málsnúmer
"Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir fyrir sitt leyti stofnun nýs lögbýlis að Stóru-Seylu land, L196602, með þremur atkvæðum og vísar málinu til sveitastjórnar."
Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum, stofnun nýs lögbýlis að Stóru-Seylu land, L196602.
22.Suðurbraut 9 - Fyrirspurn vegna deiliskipulagsvinnu á Hofsósi
Málsnúmer 2404117Vakta málsnúmer
"Ína Björk Ársælsdóttir hjá Stoð ehf. verkfræðistofu sendir inn erindi og vísar í fyrri bókun skipulagsnefndarinnar frá 11.01.2024 varðandi umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Suðurbraut 9 (málsnúmer 2312100) þar sem afmörkun lóðarinnar liggur ekki fyrir og því ekki hægt að skipuleggja bílastæði innan lóðar. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að farið verði í deiliskipulagsvinnu fyrir svæði sem afmarkast af Suðurbraut, Túngötu, Lindargötu og Skólagötu á Hofsósi."
Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum, að farið verði í deiliskipulagsvinnu fyrir svæði sem afmarkast af Suðurbraut, Túngötu, Lindargötu og Skólagötu á Hofsósi.
23.Umsókn um lóð fyrir dreifistöð í Varmahlíð - Grenndarkynning
Málsnúmer 2312215Vakta málsnúmer
Fara yfir innsendar umsagnir sem bárust á kynningartíma (22.02.2024- 23.03.2024) grenndarkynning vegna lóðar fyrir dreifistöð Rarik í Varmahlíð. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að umsókn um lóð fyrir dreifistöð í Varmahlíð verði hafnað í ljósi mikillar andstöðu íbúa við staðsetninguna og að skipulagsfulltrúa verði falið að funda með Rarik til að finna heppilegri staðsetingu.
Sveitarstjórn áréttar að þessari tilteknu staðsetningu fyrir dreifistöð í Varmahlíð er hafnað, með níu atkvæðum, og finna þurfi aðra staðsetningu fyrir dreifistöð Rarik í Varmahlíð.
24.Borgarflöt nr. 23, 25, 27 og 29 - Beiðni um þróunarreit
Málsnúmer 2311031Vakta málsnúmer
"Reimar Marteinsson fulltrúi rekstarstjórnar Kaupfélags Skagfirðinga sendir inn fyrirhugaða tímalínu á umbeðnum þróunarreit við Borgarflöt nr. 23, 25, 27 og 29 á Sauðárkróki. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að vísa ákvörðun um erindi Kaupfélags Skagfirðinga um beiðni um þróunarreit til sveitarstjórnar."
Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum, að fela sveitarstjóra að ræða við fulltrúa rekstrarstjórnar Kaupfélags Skagfirðinga um endurskoðun á fyrirhugaðri tímalínu á umbeðnum þróunarreit við Borgarflöt 23, 25, 27 og 29 á Sauðárkróki.
25.Kúskerpi L146314 - Umsókn um framkvæmdarleyfi til skógræktar
Málsnúmer 2404114Vakta málsnúmer
"María Stefanía Jóhannsdóttir fyrir hönd Kúskerpis ehf. eiganda lögbýlisins Kúskerpis landnúmer 146314 óskar eftir framkvæmdaleyfi til nytjaskógræktar á 10,6 hektara svæði á landi jarðarinnar. Meðfylgjandi er hnitsettur uppdráttur dags. 31.01.2024 af fyrirhuguðu skógræktarsvæði unnin hjá Landi og skógi af Sigríði Hrefnu Pálsdóttur. Fyrirhugað skógræktarsvæði er í landi Kúskerpis. Nú þegar er í gildi samningur um nytjaskógrækt frá árinu 2002 á 34,8 ha svæði neðar í landinu. Nýja skógræktarsvæðið er 10,6 hektarar að stærð og hefur verið nýtt sem beitiland. Svæðið er í um 150 - 190 m.y.s.. Umsókn þessari fylgir umsögn minjavarðar Norðurlands vestra dags. 08.02.2024. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi."
Sveitarstjórn samþykkir, með átta atkvæðum, að veita umbeðið framkvæmdaleyfi. Hrefna Jóhannesdóttir óskar bókað að hún vék af fundi undir afgreiðslu málsins.
26.Nestún 18 - Umsagnarbeiðni frá byggingarfulltrúa
Málsnúmer 2404100Vakta málsnúmer
"Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 8. apríl síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 um leyfi til að byggja parhús á lóðinni númer 18 við Nestún á Sauðárkróki. Meðfylgjandi aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu. Uppdrættir í verki 79006210, númer A-100 A-101, A-102 og A-103, dagsettir 12. mars 2024. Þar sem fyrirhuguð framkvæmd fellur undir lög um mannvirki nr. 160/2010 er hér með leitað umsagnar skipulagsfulltrúa með vísan til 10. gr. framangreindra laganna. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að heimila að vikið verði frá 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breytingin á gildandi deiliskipulagi sé það óveruleg að ekki sé talin ástæða til meðferðar skv. 1 mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Sveitarstjórn samþykkkir, með níu atkvæðum, að heimila að vikið verði frá 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breytingin á gildandi deiliskipulagi sé það óveruleg að ekki sé talin ástæða til meðferðar skv. 1 mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
27.Veitingarhúsið Sauðá - Lóðarmál
Málsnúmer 2404106Vakta málsnúmer
"Sandra Björk Jónsdóttir fyrir hönd Sauðárhlíðar ehf. sækir um breytingu á lóðarblaði og lóðarsamningi hjá veitingahúsinu Sauðá, um að afnema bann við innakstri inn á plan við Sauðá. Frá því að við tókum við rekstri veitingahússins hefur umferð margfaldast og þykir okkur ekki gott að þurfa að troðast inn á annarra manna umráðasvæði með því að gestir okkar leggi á stæðum hjá nálægum stofnunum og höfum við heyrt að það sé ekki að valda neinni sérstakri ánægju á þeim bæjum, skiljanlega. Þar sem að deiliskipulag á svæðinu er í vinnslu og samkvæmt því er gert ráð fyrir að innkeyrsla verði leyfð inn á þetta plan og jafnvel verði gert ráð fyrir að gestir Litla-skógar geti ekið þarna inn líka. Þá þykir okkur rökrétt að þessu innaksturs banni verði aflétt sem fyrst og eru góð rök með því að nú þegar hefur verið gert mat á umferð og hættumat á þessu gatnamótum sem renna stoðum undir það að leyfa innakstur á svæðið.
Skipulagsnefnd samþykkir með tveimur atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að aflétta kvöð á lóðinni og í kjölfarið að fela skipulagsfulltrúa að uppfæra lóðarblað og lóðarleigusamning. Nefndin bendir jafnframt á að tryggja þurfi öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda um umrædda innkeyrslu áður en innkeyrslubannið verði tekið af. Vinna þarf verkið í samráði við Veitu- og framkvæmdasvið Skagafjarðar. Jón Daníel Jónsson vék af fundi við afgreiðslu málsins."
Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum, að vísa málinu aftur til afgreiðslu skipulagsnefndar. Nauðsynlegt er að umsókn um breytingu á lóðarblaði og lóðarsamningi sem afnemur bann við innakstri á plan við Sauðá komi frá þinglýstum leigutaka lóðarinnar, þ.e. firmahafa eða prókúruhafa með til þess bært umboð.
28.Endurskoðun aðalskipulags Skagafjarðar 2025-2040
Málsnúmer 2404001Vakta málsnúmer
Sveitarstjórn Skagafjarðar hefur samþykkt að hefja endurskoðun á aðalskipulagi Skagafjarðar. Í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er lögð fram skipulags- og matslýsing, þar sem gerð er grein fyrir helstu forsendum og áherslum komandi skipulagsvinnu, valkostum til skoðunar, nálgun umhverfismats og kynningarmálum. Endurskoðunin er m.a. tilkomin vegna sameiningar Akrahrepps og sveitarfélagsins Skagafjarðar 29. maí 2022 og fjölbreyttra áskorana sem felast í byggðaþróun ásamt nýjum áskorunum vegna loftslagsmála. Skipulagsvinnan mótar stefnu um hagkvæma nýtingu lands, samgöngur og gæði byggðar. Jafnframt felur skipulagið í sér mótun stefnu í umhverfismálum og hvernig skipulag getur stuðlað að kolefnishlutleysi í samræmi við markmið Íslands þar um og lög nr. 70/2012 um loftslagsmál. Nýtt endurskoðað aðalskipulag sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 var staðfest 4. apríl 2022. Nýtt aðalskipulag sameinaðs sveitarfélags Skagafjarðar og Akrahrepps mun byggja á þeirri vinnu sem unnin var í tengslum við þá endurskoðun. Á kynningartíma skipulagslýsingar er óskað eftir ábendingum, sjónarmiðum og athugasemdum frá íbúum og öðrum hagsmunaaðilum, sem að gagni gætu komið í þeirri skipulagsvinnu sem framundan er. Jafnframt er leitað til lögboðinna umsagnaraðila á þessu stigi og haft samráð við Skipulagsstofnun um umfang og áherslur við mat á umhverfisáhrifum aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að setja skipulagslýsingu fyrir endurskoðun Aðalskipulags Skagafjarðar 2025- 2040 í auglýsingu í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi Vinstri grænna og óháðra situr hjá við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn samþykkir með sjö atkvæðum, að setja skipulagslýsingu fyrir endurskoðun Aðalskipulags Skagafjarðar 2025- 2040 í auglýsingu í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fulltrúar Vg og óháðra, Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir og Álfhildur Leifsdóttir óska bókað að þær sitja hjá.
29.Hofsós - Sorpmóttaka og gámasvæði - Aðalskipulagsbreyting
Málsnúmer 2404257Vakta málsnúmer
Þann 09. mars 2023 fjallaði skipulagsnefnd Skagafjarðar um umsókn umhverfis- og samgöngunefndar um heimild til að láta vinna deiliskipulag, skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr.123/2010 fyrir sorpmóttöku- og gámasvæði á Hofsósi. Meðfylgjandi erindinu var skipulagslýsing, dags. 08.02.2023. Í skipulagslýsingu kemur fram að fyrirhuguð tillaga að deiliskipulagi kalli á breytingu á aðalskipulagi og var skipulagslýsingin auglýst fyrir hvort tveggja, breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulag. Alls bárust 5 umsagnir vegna skipulagslýsingarinnar sem voru hafðar til hliðsjónar við skipulagsvinnuna. Aðalskipulagsbreytingin felur í sér að skilgreint verður iðnaðarsvæði þar sem í dag er skilgreint athafnasvæði í gildandi aðalskipulagi. Innan athafnasvæðisins hafa verið gámar fyrir sorpmóttöku undanfarna áratugi og nú stendur til að byggja undir þá viðunandi og nútímanlegri aðstöðu en þeir standa á malarbornu plani í dag. Er það gert til að mæta þörfum og kröfum um aðgengi, snyrtilegra umhverfi og öryggisþáttum. Stærð athafnasvæðis AT601 breytist þar af leiðandi um því sem nemur stærð fyrirhugaðs iðnaðarsvæðis. Í vinnslu er tillaga að deiliskipulagi fyrir sorpmóttökustöð á Hofsósi, sem áformað er að auglýsa samhliða þessari aðalskipulagsbreytingu. Breyting þessi er í samræmi við fyrirhugaða deiliskipulagstillögu. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að setja tillögu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 þar sem hluti athafnarsvæðis AT601 verður iðnaðarsvæði I601 í auglýsingu í samræmi við 1. mrg. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum, að setja tillögu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 þar sem hluti athafnarsvæðis AT601 verður iðnaðarsvæði I601 í auglýsingu í samræmi við 1. mrg. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
30.Hofsós - Sorpmóttaka og gámasvæði - Deiliskipulag.
Málsnúmer 2302209Vakta málsnúmer
Lögð fram deiliskipulagstillaga, Sorpmóttaka og gámalóð, Hofsósi dags. 29.04.2024, uppdráttur nr. DS01, útgáfa 1.0 sem unnin var á Stoð ehf. verkfræðistofu. Skipulagssvæðið er 11.414 m² að stærð á mótum Norðurbrautar að sunnan og Bæjarbrautar að austan. Að vestan afmarkast svæðið af vesturlóðamörkum áhaldahúss sveitarfélagsins. Skipulagsuppdráttur nr. DS-01 sýnir lóðir, aðkomu að lóðum og byggingarreiti á skipulagssvæðinu, ásamt helstu byggingarskilmálum. Á deiliskipulagsuppdrættinum eru sýndar þrjár lóðir á svæðinu, lóð gámageymslusvæðisins, lóð áhaldahússins og lóð sorpmóttökunnar. Starfsemi og umferðarsvæði sem fyrir eru á iðnaðarsvæðinu fá með deiliskipulagstillögunni skilgreindar lóðir, götur og innkeyrslur á lóðir. Í vinnslu er aðalskipulagsbreyting fyrir svæðið, sem áformað er að auglýsa samhliða þessari deiliskipulagstillögu. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillöguna Sorpmóttaka og gámalóð, Hofsósi í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitastjórn samþykkir með níu atkvæðum, að auglýsa deiliskipulagstillöguna Sorpmóttaka og gámalóð, Hofsósi í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
31.Staðarbjargarvík - Hofsós - Deiliskipulag
Málsnúmer 2402024Vakta málsnúmer
Lögð fram deiliskipulagstillaga, Staðarbjargarvík, Hofsósi dags. 24.04.2024, uppdráttur nr. DS01, verknr. 75815003, útgáfa 1.0 sem unnin var á Stoð ehf. verkfræðistofu. Svæðið afmarkast af Suðurbraut og Suðurbraut 18 að norðan, beinni línu á milli Suðurbrautar og sjávar að austan, strandlínu að sunnanverðu og línu frá sjó að Suðurbraut 18 að vestan. Afmörkun svæðisins er unnin með hliðsjón af gögnum á hugmyndastigi varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir. Svæðið er um 13.164 m² að stærð og er að mestu leyti grasi gróin brekka sem nær frá Suðurbraut og Suðurbraut 18 til sjávar. Nyrst og efst er svæðið í um 25 m hæð yfir sjó en lækkar til suðvesturs niður í sjávarmál. Sunnarlega, fyrir miðju svæði, eru stuðlabergsmyndanir sem eru að hluta til sýnilegar. Frá bílastæðunum á Suðurbraut 18 er gönguleið niður brekkuna að stuðlaberginu sem þar er. Eitt af viðfangsefnum skipulagsins er að skapa grundvöll til að bæta gönguleiðina og gera hana öruggari. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillöguna Staðarbjargarvík, Hofsósi í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum, að auglýsa deiliskipulagstillöguna Staðarbjargarvík, Hofsósi í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
32.Hofsstaðir - Sveitasetrið Hofsstaðir - Deiliskipulag
Málsnúmer 2402256Vakta málsnúmer
Þórólfur Sigjónsson, Guðrún Margrét Sigurðardóttir og Bessi Freyr Vésteinsson fyrir hönd Hofstaða ehf. þinglýsts eigenda jarðarinnar Hofsstaðir landnúmer 146408, óska heimildar til að láta vinna deiliskipulag fyrir jörðina á eigin kostnað, skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sótt er um að falla frá lýsingu deiliskipulags þar sem meginforsendur koma fram í gildandi aðalskipulagi. Skipulagssvæðið er á landbúnaðarlandi og auðkennt með (VÞ-8) í gildandi Aðalskipulagi Sveitarfélags Skagafjarðar 2020-2035. Í auglýstri skipulagslýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingar á gildandi aðalskipulagi í febrúar 2024 er sett fram breyting þar sem gert er ráð fyrir verslun og þjónustu við Hofstaðasel (VÞ-8) og þar heimilt að byggja allt að 2000 m2 en núverandi byggingar eru um 991 m2. Lögð er til breyting á afmörkun landnotkunar og verður stærð svæðis 5,0 ha. Tillaga deiliskipulags fyrir Hofsstaði Sveitasetur-Hótel dags. 05.02.2010, breytt 30.04.2024 sem unnin er á VSÓ ráðgjöf er í samræmi við þá stefnu og byggir á þeim forsendum sem sett er fram í Aðalskipulagi Skagafjarðar.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitastjórn að heimila umsækjendum að vinna deiliskipulagstillögu á eigin kostnað skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að fallið verði frá gerð skipulagslýsingar. Jafnframt samþykkir skipulagsnefnd samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa framkomna deiliskipulagstillögu Hofstaðir Sveitasetur - Hótel í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum, að heimila umsækjendum að vinna deiliskipulagstillögu á eigin kostnað skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að fallið verði frá gerð skipulagslýsingar. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að auglýsa framkomna deiliskipulagstillögu Hofstaðir Sveitasetur - Hótel í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
33.Skarðseyri - Stofnlögn vatnsveitu - Beiðni um framkvæmdarleyfi
Málsnúmer 2404195Vakta málsnúmer
Atli Gunnar Arnórsson fyrir hönd Skagafjarðarveitna, hitaveitu, óska eftir heimild til að leggja nýjan vatnsveitustofn á Sauðárkróki, frá núverandi tengistað til móts við Eyrarveg 18 og til norðurs að Skarðseyri, þar sem nýr brunahani verður settur upp og lögnin tengd við núverandi dreifikerfi í götunni. Vísað er til meðfylgjandi afstöðuuppdráttar sem gerður er á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, nr. S-101 í verki nr. 3101-0201, dags. 21. feb. 2024. Tilgangur framkvæmdarinnar er tvíþættur. Annars vegar að tryggja nægt slökkvivatn við götuna Skarðseyri, þar sem umfangsmikil iðnaðarstarfsemi er staðsett. Hins vegar að bregðast við aukinni vatnsþörf á svæðinu. Í gildandi Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035, kafla 9.8, er fjallað um að veitukerfi í sveitarfélaginu skuli anna þörf íbúa og atvinnulífs, og er framkvæmd þessi liður í því að uppfylla þarfir atvinnulífs við Skarðseyri á Sauðákróki. Engin verndarsvæði skv. aðalskipulagi eru á lagnaleiðinni. Lögnin liggur að mestu utan útskiptra lóða, fyrir utan nyrsta hluta lagnarinnar sem liggur innan Skarðseyrar 2, en þar liggur hún meðfram öðrum stofnlögnum, svo sem rafveitu og fráveitu. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.
Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.
34.Útboð fyrri áfanga nýrrar byggingar leikskóla í Varmahlíð
Málsnúmer 2402245Vakta málsnúmer
Undir þessum dagskrárlið mætti Hjörvar Halldórsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs til fundarins.
Farið var yfir opnun tilboða í útboðsverkið "Leikskóli í Varmahlíð, uppsteypa og utanhússfrágangur" en tilboð voru opnuð 24. apríl sl. Eftir yfirferð liggur fyrir að Uppsteypa ehf. átti lægsta tilboð sem nam 122,3% af kostnaðaráætlun.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda í samræmi við umræður á fundinum.
Sveinn Þ. Finster Úlfarsson, Einar E Einarsson, Gísi Sigurðsson kvöddu sér hljóðs.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
35.Kjör fulltrúa á aðal- og hluthafafund Flugu hf 2024
Málsnúmer 2405472Vakta málsnúmer
Forseti gerir tillögu um Jón Sigurjónsson sem aðalmann og Pétur Örn Sveinsson sem varamann.
Samþykkt samhljóða.
36.Gjaldskrárbreytingar 2024
Málsnúmer 2405212Vakta málsnúmer
Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir samhljóða að eftirfarandi gjaldskrár verði teknar upp fyrir árið 2024 og þeir liðir er sérstaklega varða barnafjölskyldur hækki um 3,0% frá árinu 2023 í stað 4,9% og taki breytingarnar gildi þann 1. júní nk., með þeim fyrirvara að niðurstaða kjarasamninga Sambands íslenskra sveitarfélaga við stéttarfélög starfsmanna sveitarfélagsins verði í takt við kjarasamninga á almenna vinnumarkaðnum. Þær gjaldskrár sem breytingarnar hafa áhrif á eru:
Gjaldskrá leikskóla
Gjaldskrá grunnskóla
Gjaldskrá Tónlistarskóla Skagafjarðar
Gjaldskrá Árvistar og dvöl utan skólatíma í öðrum grunnskólum.
Byggðarráð samþykkir einnig samhljóða að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að undirbúa gerð viðauka vegna gjaldskrárbreytinganna.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
37.Staða sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Málsnúmer 2402229Vakta málsnúmer
Staða sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs Skagafjarðar var auglýst að nýju laus til umsóknar 25. mars 2024. Alls bárust 4 umsóknir um stöðuna en 2 umsækjendur drógu umsókn sína til baka eftir að viðtöl hófust. Eftir ítarlegt mat er sameiginleg niðurstaða þeirra sem komu að ráðningarferlinu að Baldur Hrafn Björnsson, aðstoðarframkvæmdastjóri á rekstrarsviði Tryggingastofnunar ríkisins, sé hæfastur til að gegna starfi sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að Baldur Hrafn Björnsson verði ráðinn sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs Skagafjarðar.
Fyrirhuguð ráðning borin upp til afgreiðslu sveitarstjónar og samþykkt með níu atkvæðum.
38.Ársreikningur 2023
Málsnúmer 2401083Vakta málsnúmer
Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2023 er hér lagður fram til seinni umræðu. Ársreikningurinn samanstendur af upplýsingum um A-hluta sveitarsjóðs og A- og B-hluta samantekinn. Í A-hluta er aðalsjóður auk eignasjóðs og þjónustustöðvar. Í B-hluta eru veitustofnanir, hafnarsjóður, félagslegar íbúðir, Tímatákn ehf., Flokka ehf. og Eyvindarstaðaheiði ehf., auk hlutdeildarfélaga sem koma inn í reikningsskil sveitarfélagsins eftir hlutfallslegri ábyrgð sveitarfélagsins, þ.e. Norðurá bs. og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
Rekstrartekjur Skagafjarðar námu á árinu 8.950 m.kr. af samstæðunni í heild, A- og B-hluta. Þar af voru rekstrartekjur A-hluta 7.462 m.kr. Rekstrargjöld samstæðunnar að frátöldum afskriftum og fjármagnsliðum voru 7.843 m.kr., þ.a. A-hluta 6.879 m.kr. Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er jákvæð um 1.107 m.kr., þar af er rekstrarniðurstaða A-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði jákvæð um 582 m.kr. Afskriftir eru samtals 321 m.kr., þar af 176 m.kr. hjá A-hluta. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru hjá samstæðunni í heild samtals 670 m.kr., þ.a. eru 534 m.kr. fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur í A-hluta sveitarsjóðs. Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta á árinu 2023 er jákvæð um 123 m.kr. en rekstrarniðurstaða A-hluta er neikvæð um 128 m.kr.
Eignir Skagafjarðar A- og B-hluta voru í árslok samtals 14.539 m.kr., þ.a. voru eignir A hluta 11.135 m.kr. Skuldir og skuldbindingar voru í árslok 2023 samtals 10.196 m.kr., þ.a. hjá A-hluta 8.872 m.kr.. Langtímaskuldir námu alls 6.439 m.kr. hjá A- og B-hluta auk 630 m.kr. næsta árs afborgana. Eigið fé nam 4.343 m.kr. hjá samstæðunni í árslok og er eiginfjárhlutfall 29,9%. Af þessari tölu nam eigið fé A-hluta 2.262 m.kr. og eiginfjárhlutfall 20,3%. Lífeyrisskuldbindingar nema 1.937 m.kr. í árslok.
Veltufé frá rekstri A- og B-hluta nam 1.226 m.kr., þar af er veltufé frá rekstri A-hluta 752 m.kr. Handbært fé frá rekstri A- og B-hluta er 1.163 m.kr. Fjárfestingahreyfingar námu á árinu 2023, 962 m.kr., þar af námu fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum 1.099 m.kr. Afborganir og skuldbreytingar langtímalána á árinu 2023 eru 703 m.kr., handbært fé nam 459 m.kr. í árslok. Tekin voru ný langtímalán að fjárhæð 620 m.kr.
Í 64. gr. sveitarstjórnarlaga er kveðið á um að heildarskuldir og skuldbindingar A- og B-hluta í reikningsskilum skv. 60. gr. megi ekki vera hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum. Frá heildarskuldum og skuldbindingum er heimilt að draga frá hluta lífeyrisskuldbindinga sem og tekjur og skuldir veitna og langtímakröfu vegna Brúar lífeyrissjóðs. Hjá Skagafirði er skuldahlutfall í ársreikningi fyrir árið 2023, 113,9% án þess að dreginn sé frá sá hluti af heildarskuldum sem heimilað er í lögum og reglugerð. Skuldaviðmið er 86,9% þegar búið er að draga frá það sem heimilt er.
Að lokum þakkaði sveitarstjóri öllum þeim sem lögðu á sig ómælda vinnu við gerð þessa ársreiknings.
Einar E. Einarsson kvaddi sér hljóðs og leggur fram eftirfarandi bókun fyrir hönd meirihluta Framsóknarflokks (B) og Sjálfstæðisflokks (D) í sveitarstjórn Skagafjarðar.
Í ársreikningi Skagafjarðar fyrir árið 2023 sem nú hefur verið kynntur og liggur fyrir sveitarstjórn til samþykktar kemur fram að rekstrarniðurstaða A- og B- hluta á árinu 2023 er jákvæð um 123 millj. króna en rekstrarniðurstaða A-hluta er neikvæð um 128 millj. króna. Þessi niðurstaða er mun betri en áætlanir ársins 2023 gerðu ráð fyrir en áætlað var að hallinn á A- og B-hluta yrði í heild neikvæður um 50 m.kr. Megin ástæða betri útkomu eru hærri tekjur en áætlað var ásamt því að reksturinn gekk vel og var samkvæmt áætlun þegar á heildina er litið.
Á árinu 2023 voru tekin ný langtímalán að upphæð 620 m.kr en afborganir langtímalána voru þó hærri eða 703 m.kr sem er jákvætt. Skuldahlutfallið lækkar því annað árið í röð og nú úr 119% í 114%. Skuldaviðmiðið lækkar einnig annað árið í röð og er nú komið í 87% sem er jákvætt en viðmið fjármálareglna er 150%.
Ef horft er á mögulegan uppgreiðslutíma áhvílandi langtímaskulda í árum með hliðsjón af veltufé frá rekstri, og ef það væri eingöngu notað til uppgreiðslu lánanna, lækkar uppgreiðslutíminn á samstæðunni í heild úr 7 árum í 5 ár sem er mjög jákvætt og segir okkur að gott samhengi er á milli þess fjár sem reksturinn skilar og heildar upphæð langtímalána.
Vegna hárrar verðbólgu á árinu urðu fjármagnsgjöldin hins vegar um 30 m.kr hærri en áætlað var og hafa því miður í heild hækkað umtalsvert á síðustu tveimur árum vegna verðbólgu og hárra vaxta í landinu, þrátt fyrir meiri uppgreiðslu lána en töku nýrra langtímalána. Einnig hækkuðu lífeyrisskuldbindingar um 339 m.kr. sem er 248 m.kr. umfram það sem áætlað var af sérfræðingum í útreikningi á þeim. Megin ástæðan eru kjarasamnings varin réttindi þeirra starfsmanna sveitarfélagsins sem sjóðinn eiga og hækkaður lífaldur fólks. Það erfiða fyrir reksturinn er hins vegar mikill ófyrirsjáanleiki í niðurstöðum þessara talna ár hvert. Eins er rekstur á málaflokki fatlaðs fólks enn verulega neikvæður eða um 119 milljónir þrátt fyrir auknar greiðslur frá ríkinu, en þær viðbótar greiðslur duga ekki til að standa undir þeim kröfum sem lagt er upp með.
Ef litið er á veltufé frá rekstri fyrir samstæðuna í heild þá var það 13,7% á árinu eða 1.226 m.kr sem er veruleg aukning frá árunum þar á undan og jafnframt hæsta hlutfall í sögunni á rekstri sveitarfélagsins, en veltufé frá rekstri er meginforsenda þess að sveitarfélagið geti fjárfest og framkvæmt án lántöku.
Ef horft er á fjárfestingar sveitarfélagsins á árinu 2023 í varanlegum rekstrarfjármunum þá voru þær í heild 1.099 m.kr. sem er hækkun um 132 m.kr frá árinu á undan. Af þeim fjárfestingum sem tilheyra A-hluta eru framkvæmdir við gatnakerfið stærstar eða 160 m.kr. Síðan koma framkvæmdir við Sundlaug Sauðárkróks, 155 m.kr, endurbætur á Bifröst 75 m.kr og endurbætur við Grunnskólann austan vatna 63 m.kr Í B-hlutanum var fjárfest í varanlegum rekstrarfjármunum fyrir 408 m.kr. Þar vega þyngst framkvæmdir við sorpurðunarsvæði Norðurá bs upp á 170 m.kr. en þar er um samrekstrareiningu að ræða, hafnarframkvæmdir upp á 102 m.kr. og hitaveituframkvæmdir upp á 98 m.kr.
Þegar á heildina er litið er því óhætt að segja að rekstur sveitarfélagsins sé góður og stefnir í rétta átt, þ.e.a.s. að verða ennþá betri. Verkið á komandi mánuðum og árum er því áfram að halda útgjöldum samkvæmt áætlun og gera reksturinn ennþá hagkvæmari en um leið að halda uppi góðri og mikilli þjónustu fyrir íbúa Skagafjarðar. Eitt skrefið í þeirri vinnu fyrir komandi ár er að setja sveitarfélaginu skýrari rekstrarmarkmið og leggja ennþá meiri vinnu í fjárhagsáætlun en gert hefur verið með breyttu vinnulagi en nú er gert ráð fyrir að vinna við fjárhagsáætlun 2025 byrji í lok maí eða byrjun júní 2024.
Sveitarstjórn vill að lokum þakka þeim fjölmörgu starfsmönnum sveitarfélagsins sem lögðu hönd á plóg við gerð þessa ársreiknings og starfsmönnum öllum fyrir mikla og góða vinnu við rekstur sveitarfélagsins en góðir starfsmenn eru ein mikilvægasta auðlind hvers sveitarfélags.
Sveinn Þ Finster Úlfarsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun.
Enn og aftur er niðurstaða á A-hluta sveitarfélagsins í halla eða sem nemur 128 milljóna króna. Skuldir við lánastofnanir jukust um rúmar 360 milljónir á árinu í formi aukinna lánatöku og skuldir hækka þó af þeim sé borgað, þar af leiðandi leggjast verðbætur í þessu umhverfi mjög þungt á sveitarsjóð sem numu 492 milljónir á árinu 2023 og við sjáum að skuldir eru að hækka og hækka. Aukin skuldasöfnun dregur úr getu sveitarfélagsins til að veita ódýra og góða þjónustu til framtíðar.
Mikilvægt er að greina A-hluta sveitarfélagsins frá samstæðunni í heild þar sem í B-hluta koma hlutdeildarfélög inn í reikningsskil samstæðu sveitarfélagsins eftir hlutfallslegri ábyrgð sveitarfélagsins og þar af leiðandi skekkja raunstöðu fjárhag sveitarfélagsins.
Fulltrúar Byggðalistans telja að opið bókhald þar sem öllum gefst möguleiki á að fylgjast með mælaborði reksturs sveitarfélagsins og að fá skýra mynd í hvað skatttekjur íbúa eru að fara í, okkur þætti tilvalið að byrja að vinna að þessu samhliða vinnu við fjárhagsáætlunargerð fyrir næsta ár sem mun vonandi hefjast á næstu vikum. Þar sem ætlunin er að rýna rekstur sveitarfélagsins og gera betri og vandari áætlanir, það er okkar trú að opið bókhald veiti gagnsæi sem er gott fyrir kjörna fulltrúa, starfsfólk og íbúa sveitarfélagsins.
Að lokum viljum við þakka sveitarstjóra og starfsfólki fyrir þeirra vinnu við gerð ársreiknings fyrir árið 2023. Sveinn Þ. Finster Úlfarsson og Jóhanna Ey Harðardóttir
Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun.
Það er ánægjulegt að sjá árangur sem náðst hefur í rekstri sveitarfélagsins en vel þarf að halda á spöðunum miðað við þau plön sem eru uppi um framkvæmdir sem og nauðsynlegt viðhald. Bindum við vonir við að enn betri árangur náist með breyttu vinnulagi við fjárhagsáætlanagerð þar sem allir koma að borðinu tímanlega. Viljum við þakka starfsfólki sveitarfélagsins fyrir góða vinnu og þökkum við sérstaklega gott samstarf við Sigfús Inga Sigfússon sveitarstjóra. Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir VG og óháðra.
Þá kvöddu sér hljóðs; Gísli Sigurðsson, Einar E Einarsson, Jóhanna Ey Harðardóttir, Sigfús Ingi Sigfússon, Sveinn Þ Finster Úlfarsson, Hrund Pétursdóttir.
Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2023 borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með níu atkvæðum.
39.Fundagerðir Norðurár 2024
Málsnúmer 2401005Vakta málsnúmer
40.Fundagerðir Sambands ísl. sveitarfélaga 2024
Málsnúmer 2401003Vakta málsnúmer
Fundi slitið - kl. 18:58.
2402245 Útboð fyrri áfanga nýrrar byggingar leikskóla í Varmahlíð
2405212 Gjaldskrárbreytingar 2024
2402229 Staða sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs.
2405472 Kjör fulltrúa á aðal- og hluthafafund Flugu hf. 2024
Samþykkt samhljóða.
Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi Vg og óháðra var í fjarfundi.