Fara í efni

Reglur um afslátt af fasteignaskatti 2024

Málsnúmer 2310031

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 69. fundur - 08.11.2023

Lagðar fram reglur um afslátt af fasteignaskatti 2024.
Byggðarráð samþykkir að hækka viðmiðunarfjárhæðir varðandi tekjumörk um 6% frá reglum ársins 2023 og að hámarksafsláttur verði óbreyttur á milli ára þ.e. 80.000 kr.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 19. fundur - 15.11.2023

Vísað frá 69. fundi byggðarráðs frá 8. nóvember 2023, til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
"Lagðar fram reglur um afslátt af fasteignaskatti 2024. Byggðarráð samþykkir að hækka viðmiðunarfjárhæðir varðandi tekjumörk um 6% frá reglum ársins 2023 og að hámarksafsláttur verði óbreyttur á milli ára þ.e. 80.000 kr."

Afgreiðsla byggðarráðs borin upp til afgreiðslu sveitastjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.