Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar

69. fundur 08. nóvember 2023 kl. 15:00 - 17:04 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Guðlaugur Skúlason varam.
    Aðalmaður: Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Samþykkt var í upphafi fundar að taka mál númer 2311075-Þjónusta Póstsins á landsbyggðinni, á dagskrá með afbrigðum.

1.Breytingar á heilbrigðiseftirliti í landinu

Málsnúmer 2311029Vakta málsnúmer

Sigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra kom á fund byggðarráðs til að kynna fyrir byggðarráði fyrirhuguð áform stjórnvalda um breytt fyrirkomulag heilbrigðiseftirlits í landinu samkvæmt skýrslu starfshóps umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins.

2.Sólskinsmælingar í Skagafirði

Málsnúmer 2311019Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 1. nóvember 2023 frá Magnúsi Jónssyni, veðurfræðingi, varðandi möguleika á að hefja sólskinsmælingar í Skagafirði. Magnús er að leita eftir styrkjum vegna kaupa og uppsetningu viðeigandi tækja hjá aðilum í Skagafirði þar með talið hjá sveitarfélaginu. Rekstur tækjanna verður í umsjá Veðurstofu Íslands.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að afla frekari gagna varðandi málið.

3.Fyrirspurn varðandi húsnæði sveitarfélagsins við Lækjarbakka

Málsnúmer 2310149Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 11. október 2023 frá Rósönnu Valdimarsdóttur þar sem hún innir eftir því hvort möguleiki sé á að leigja eða kaupa fasteignina Lækjarbakka 5 í Steinsstaðahverfi.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að gera viðauka þar sem heimild verði veitt til þess að auglýsa og selja fasteignina Lækjarbakka 5.

4.Þjónusta Póstsins á landsbyggðinni

Málsnúmer 2311075Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar harmar þá ákvörðun að Pósturinn skuli alfarið hætta að dreifa fjölpósti frá og með 1. janúar nk. Þessi ákvörðun mun hafa mikil áhrif á starfsemi staðbundinna útgáfufyrirtækja á landsbyggðinni sem sjá fram á verulegar hækkanir á dreifingu útgáfuefnis. Er þessi skerðing enn ein viðbótin við minnkandi þjónustu Póstsins, fækkun pósthúsa, skerðingu opnunartíma þeirra o.fl. sem birtist m.a. í því að Alþjóðapóstsambandið telur í nýlegri skýrslu um póstþróunarstig í heiminum fyrir árið 2022 að póstþjónusta á Íslandi sé sú versta á meðal allra Evrópuþjóða.
Byggðarráð Skagafjarðar skorar á stjórn og stjórnendur Póstsins að vinna að markvissum aðgerðum til að hækka þjónustustig Póstsins, m.a. með mikilli fjölgun póstboxa og að slíkum boxum verði komið fyrir á öllum þéttbýlisstöðum á landinu. Póstbox eru eingöngu að finna á Sauðárkróki í dag, en ekki öðrum þéttbýlisstöðum Skagafjarðar. Vinna þarf að áreiðanlegri þjónustu póstsins og hraðari og markvissari þjónustu sem kemur til móts við þarfir atvinnulífs og íbúa um land allt. Byggðarráð skorar jafnframt á stjórnvöld að vinna að skjótum lausnum til að styðja við starfsemi útgáfufyrirtækja og staðbundinna fréttamiðla á landsbyggðinni sem sjá fram á gríðarlegar verðhækkanir á dreifingu eftir rétt rúma 50 daga.

5.Reglur um afslátt af fasteignaskatti 2024

Málsnúmer 2310031Vakta málsnúmer

Lagðar fram reglur um afslátt af fasteignaskatti 2024.
Byggðarráð samþykkir að hækka viðmiðunarfjárhæðir varðandi tekjumörk um 6% frá reglum ársins 2023 og að hámarksafsláttur verði óbreyttur á milli ára þ.e. 80.000 kr.

6.Sameiginlegt umdæmisráð barnaverndar á landsvísu

Málsnúmer 2209075Vakta málsnúmer

Lagður fram yfirfarinn samningur um rekstur undæmisráðs Landsbyggða ásamt 11 fundargerðum valnefndar og fundargerð um endurskoðun á samningi um umdææmisráð. Samningurinn er með gildistíma frá 1.janúar 2023 til og með 31.desember 2027. Endurskoðunarákvæði í samningi gerir ráð fyrir endurskoðun samnings fyrir 31.desember 2023, sé þörf á.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við samninginn og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

7.Gjaldskrá Héraðsbókasafn Skagfirðinga 2024

Málsnúmer 2310024Vakta málsnúmer

Lögð fram gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga fyrir árið 2024, sem vísað var til byggðarráðs frá 16. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar, þann 31. október 2023.
Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

8.Gjaldskrá Héraðsskjalasafn Skagfirðinga 2024

Málsnúmer 2310023Vakta málsnúmer

Lögð fram gjaldskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga fyrir árið 2024, sem vísað var til byggðarráðs frá 16. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar, þann 31. október 2023.
Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá með áorðnum breytingum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

9.Gjaldskrá Listasafn Skagfirðinga 2024

Málsnúmer 2310025Vakta málsnúmer

Lögð fram gjaldskrá Listasafns Skagfirðinga fyrir árið 2024, sem vísað var til byggðarráðs frá 16. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar, þann 31. október 2023.
Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

10.Gjaldskrá hunda- og kattahald 2024

Málsnúmer 2310016Vakta málsnúmer

Lögð fram gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald fyrir árið 2024 sem vísað var til byggðarráðs frá 18. fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 13.október 2023.
Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá fyrir árið 2024 og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Byggðarráð felur jafnframt umhverfis- og samgöngunefnd að taka gjaldskrána til endurskoðunar á nýju ári.

11.Gjaldskrá Hús frítímans 2024

Málsnúmer 2310026Vakta málsnúmer

Lögð fram gjaldskrá Húss frítímans fyrir árið 2024 sem vísað var til byggðarráðs frá 17. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 1. nóvember 2023.
Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá Húss frítímans fyrir árið 2024 og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 17:04.